Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 59
LAUCARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002
H&lQctrblciö 33 V
63
Myndagátur
Myndirnar tvær virð-
ast við fyrstu sýn eins
en þegar betur er að
gáð kemur f Ijós að á
annarri myndinni hef-
ur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi
fimm atriði skaltu
merkja við þau með
krossi og senda okkur
ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að
tveimurvikum liðnum
birtum við nöfn sigur-
vegaranna.
Verölaun:
United
ferðageislaspilarar
meö heyrnartólum frá
Sjónvarpsmiöstöðinni,
Síðumúla 2, að
verðmæti 4990 kr.
Vinningarnlr verda
sendlr heim til þeirra
sem búa úti á landl.
Þeir sem búa á
höfuöborgarsvæðinu
þurfa að sækja
vinningana til DV,
Skaftahlíð 24.
Svo segist hann ekki vera montrassgat.
Svarseðlll
Nafn:______________________________
Heimili:___________________________
Póstnúmer:----------Sveitarfélag:
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? nr. 691,
c/o DV, pósthólf 5380,
125 ReyKjavík.
Verölaunahafi fyrir getraun nr. 690:
Liney Hauksdóttir,
Faxabraut 81,
230 Keflavík.
_____________ Brídge
Heimsmeistaramót bridgetölva 2002:
Lífiö eftir vinnu
•Fyrir börnin
■Furöutfvr, pöddur og kvikindi
■Trúarstef í kvikmvndum
i dag kl. 13 veröur haldiö málþing um trúarstef
í kvikmyndum í Árnagaröi, stofu 304, í sam-
vinnu guðfræðideildar og áhugahópsins Deus
ex clnema sem starfað hefur frá þvi um mitt ár
2000. Fyririesarar eru bæði úr hópi kvikmynda-
fræðinga og guðfræðinga sem átt hafa sam-
vinnu um þetta tiltölulega nýja fræðasvið um
nokkurt skeið.
■Málbing um Magnús Ketilsson
Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing um
Magnús Ketllsson, sýslumann í Búðardal. Mál-
þingið er haldiö í sal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð,
og hefst það kl. 13.30. Öllum er heimill ókeyp-
is aðgangur.
Það verður opið hús hjá Líffræðistofnun
Háskóla íslands í aöalbyggingu við Suöurgötu.
Þar gefur á að líta ails kyns furöukvikindi, llfandl
og dauð, og börn geta potað, snert, skoðaö
spekúlerað, spurt og undrast. Einnig verða
fyrirlestrar og annað skemmtilegt á döfinni.
■Fiölskvlduhátíö skáta
Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag
islenskra skáta efna til fjölskylduhátíðar í
Laugardalshöll í dag milli kl. 14 og 18. Einnig
verður k'völdvaka milli kl. 21 og 22.30 fyrir
dróttskáta og eidri í Laugardalshöllinni í kvöld.
Á flölskylduhátíöinni verður boðið upp á
fjölbreytta dagskrá.
•Fyrirlestrar
■Upplvsingafundur um virkjana-
framkvæmdir á hálendi íslands
Þá er komið aö sjötta upplýsinga- og
baráttufundinum um virkjanaframkvæmdir á
háiendi íslands. Sem fyrr er fundarstaðurinn efri
hæð Grand Rokk, Smiðjustíg 6. Markmið
fundanna er aö veita alhllða upplýsingar um
afleiðingar þelrra virkjana sem áformaðar eru á
hálendi islands og efla umræðuna. Dagskráin
stendur frá 14.30-17.30. Dagskráin er blanda
af tónlistaratriðum og fýrirlestrum.
Ekta fiskur ehf.
J S. 4661016 J
Utvatnaður saltfiskur,
dn beina, til ao sjóða.
Sérútvatnaður saltfiskur,
dn beina, til að stetkja.
Saltfisksteikur (Lomos)
jyrir veitingahús.
•Listir
■Veiölmenn í útnoröri
Sýningin .Veiðimenn í útnorðri", sem verður
opnuö í Norræna húsinu í dag, er hönnuö af Ed-
ward Fuglo sem fæddur er í Klakksvík í Færeyj-
um 1965. Sýningin stendur til 15. desember.
■Hraun, ís, skógur á Akureyri
Ki. 15 verður sýningin Hraun - ís - skógur
opnuð í Listasafninu á Akureyrl en hér er um aö
ræða listmenntunarverkefni sem verið hefur
tæp þrjú ár í undirbúningi. Meginmarkmiðið
með verkefninu er aö tvinna saman sérstaka
menningu hinna norðlægu landsvæða í starfi
barna og unglinga, starfandi listamanna og
myndlistarkennara í Lapplandi, á Akureyri og á
Grænlandi. Sýningin stendur til 15. des.
■Damask í Norræna húsinu
í dag milli kl. 13 og 17 verður haustsýning í
Norræna húsinu á framleiöslu Georg Jensen
Damask sem er rótgróið vefnaðarvörufyrirtæki.
Árlega koma fram ný mynstur og listir sem kynnt
verða á sýningunni ásamt Arne Jacobsen-
dúkunum sem sýndir hafa verið á
Kjarvaisstöðum að undanförnu.
■Nvtt galleri opnaö
Ný sýningaraðstaöa fyrir listamenn á
höfuðborgarsvæðinu verður oþnuð f
Mosfellsbæ í dag. Gallerí þetta nefnist
Undirheimar og er til húsa að Álafossvegi 31,
gömlu Álafossverkssmiðjunni, Mosfellsbæ.
Formlega verður galleríið opnað í dag kl. 14 en
þá hefst sýning á verkum sjö listakvenna sem
vinna allar verk meö vatnsleysanlegum litum.
Sýningargestum er boðið upp á hressingu viö
undirleik gítarnemans Unu Hiidardóttur.
•Uppákomur
■Þrekmeistarl íslands á Akurevri
Keppnin Þrekmeistari islands hefst í Höllinni á
Akureyri kl. 13. Búist er við allt að 100 þátttak-
endum. Keppt er í einstaklingsflokki og fimm
manna liðum og koma keppendur frá Reykjavik,
Akureyri, Vestmannaeyjum, ísafirði og Keflavfk,
svo eitthvað sé nefnt.
„Jack“ sigraði
í annað sinn
í tengslura viö opna heimsmeist-
aramótið í Montreal á dögunum
var einnig haldin heimsmeistara-
keppni bridgetölva. Eftir seríu-
keppni og undanúrslit stóðu tvær
tölvur uppi, „Jack“ frá Hollandi,
núverandi heimsmeistari, og
„wbridge" frá Frakklandi. Þessar
tvær tölvur virðast hafa bestu for-
ritin og því voru menn vongóðir
um að fá að sjá mikil tilþrif í úr-
slitakeppninni sem var 64 spil.
„wbridge" tók snemma forust-
una en eftir því sem leið á einvíg-
ið saxaði „Jack“ á forskotið og
þegar aðeins einu spili var ólokið
hafði „Jack“ fimm impa forskot.
Úrslitaspilið var mjög áhugavert
bæöi hvað varðar tæknihliðina og
eins frá sjónarhóli áhorfenda. Við
skulum líta nánar á það.
V/A-V
4 AD94
v KD32
+ 10
4 K642
4 105
A109
•f G854
* ADG9
4 G873
«4 G5
4 KD732
* 53
4 I\b2
«4 8764
4 A96
* 1087
1 opna salnum gengu sagnir á
þessa leið með „Jack“ í n-s
„wbridge" a-v:
Vestur Noröur Austur Suöur
pass 1 4 pass 1 4
pass 3 4* pass 34
pass 4 4 pass pass
pass
* = mini spllnter 14-16
Lítum fyrst á sagnirnar. Þrír
tíglar sýndu spaðastuðning, stutt-
an tígul og 14-16 punkta. Forritið
var með sagnirnar á hreinu upp í
þrjá tígla en síðan þurfti tölvan að
spjara sig á eigin spýtur. Forrit
Jacks virkar eitthvað á þessa leið:
Það fer yfir um 1000 spil sem eiga
við sagnröðina og velur síðan 50
sem eru liklegust. Síðan spilar
hún þessi 50 og ákveður framhald-
ið eftir árangrinum. Þar sem tígul-
háspilin virðast ekki mjög gagnleg
þá reynir suður að hætta í þremur
spöðum. Nú er komið að krossgöt-
um í tölvubridge sem sýnir veik-
leika forritsins. Noröur veit að
suður á 6-9 punkta og fer yfir
nokkur spil í huganum. Tölvan
sér nokkrar hendur þar sem fjórir
spaðar virðast viðunandi samn-
ingur og ákveður að segja fjóra
spaða; nokkuð sem mannlegir spil-
arar myndu ekki reyna. Og þrátt
fyrir að suður færi rétt í tromplit-
inn þá fékk hann réttilega makleg
málagjöld og varð einn niður.
í lokaða salnum, þar sem „Jack“
sat í a-v, gengu sagnir á þessa leið:
Vestur Noröur Austur Suöur
pass 1 * pass 14
pass 2 4 pass pass
pass
Þar með spennan í hámarki. Ef
„wbridge" fengi átta slagi, þá ynni
hún 4 impa og „Jack“ yrði heims-
meistari með eins impa mun. Ef
„wbridge" fengi niu slagi, þá ynni
hún 5 impa og einvígið yrði jafnt.
Þá væri framlengt um 4 spil. Og ef
„wbridge“ fengi tvo yfirslagi þá
ynni hún einvígið með einum
impa. Allt virtist velta á því hvort
suður hitti í trompið.
Útspilið var laufasjö og austur
fékk slaginn á gosann. Hann
hræddi hollensku áhorfendurna ^
mikið með næsta útspili sem var
spaðatía. Þar með var sá vandi
leystur fyrir suður. Hann drap á
spaðagosa og spilaði hjartagosa.
Austur drap á ásinn og trompaði
aftur út. Suður spilaði nú tígultíu
úr blindum og vestur drap drottn-
inguna með ás. Hann spilaði síðan
trompkóng og suður varð að láta
sér nægja átta slagi. Þar með hafði
„Jack“ með bestu vörn haldið
suðri í átta slögum og unnið þar
með heimsmeistaratitilinn með 97
impum gegn 96.