Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Netinu tókst ekki að drepa dagblöðin Tilkoma Netsins fyrir nokkrum árum olli miklum breytingum á högum fólks. Skyndilega snerist allt um að koma fréttum og fróðleik inn á Intemetið og fyrir framan tölv- urnar sat fólk löngum stundum, vafraði um Netið, innanlands og utan, og drakk í sig ýmsan fróðleik. Hugmyndaríkir og framsýnir pen- ingamenn víða um lönd sáu í net- miölunum leið til aö auðgast enn frekar. Sumir þeirra töldu ljóst að prentfjölmiðlar heyrðu senn sög- unni til, fréttir og upplýsingar mundi fólk lesa á Netinu í framtíð- inni. Sama gerðist í verslunargeir- anum: Fólk átti að versla á Netinu en reyndist fremur tregt til þess. Miklu fé var varið til uppbyggingar frétta- og þjónustuvefja af ýmsu tagi. En árin liðu og nú virðist sem spár stofnenda ýmissa netfyrirtækja hafl ekki gengið eftir. Staða þessara fyrirtækja er almennt afleit - um það bil fimm árum eftir að hasarinn byrjaði. Steypan harðnar Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri Vís- is.is á velmektardögum þess vefs og síðar hjá Striki.is, er ekki á því að veffréttir og vefupplýsingar séu með öllu að leggja upp laupana. „Steyp- an er að harðna í mótunum, þetta eru ekki mörg ár sem liðin eru frá því þetta ævintýri hófst,“ segir Ás- geir sem rak líklega fyrsta íslenska fréttavefínn á Netinu, Daily News from Iceland, sem hóf göngu sína í apríl 1995 á vegum Iceland Review. „Þetta er fyrst og fremst spumingin um úthald. Ég tel að netfjölmiölar nái sér aftur á strik þegar hraðari vöxtur verður í efnahagslífmu. Menn eiga eftir að skilja betur aug- lýsingagildi netfjölmiðlanna," sagði Ásgeir. Spennandi samkeppni mbl.is og visir.is Frægastir netfjölmiðla og eitraðir keppinautar um hríð voru Vísir.is Nýtt fyrlrtæki opnað Umhverfisráðherra opnareitt af nýju netíyrirtækjunum. Þessi miöill á aö DV-MYND PJETUR SIGURÐSSON útrýma gluggapóstinum óvinsæla. og Mbl.is; sá fyrmefndi upphaflega í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar og hinn Morgunblaðsins. Netfjölmiölar út- varps- og sjónvarpsstöðva nutu ekki mikilla vinsælda. Svo virtist sem Vísir.is hefði meira sjálfstæði í rekstri og þar mátti fmna fjörtök stinn. Þar var starfandi sjálfstæð ritstjórn sem aflaði frétta, auk þess sem vefurinn birti fréttir úr DV, Degi og Viðskiptablaðinu. í flestum tilvikum var Vísir fyrstur með frétt- imar og mælingar sýndu um tíma fleiri heimsóknir og lengri á Vísi en Mbl.is. Mikil stemning var ríkjandi hjá þessum vaxtarbroddum nýrrar fjölmiðlunar og kannski eyddu út- gefendur blaðanna of miklu púðri i ókeypis þjónustu og þá minna í blaðið sjálft. Strik.is hefur notið vinsælda og gestagangur mikill á vefnum sem hefur birt fréttir og eigiö efni sem lausráðnir starfsmenn önnuðust. Líklega var mesti gusturinn í Strik- inu þegar Hrafn Jökulsson var að störfum með Pressuna. Óragur kleip hann í skottið á mönnum sem aðrir fjölmiðlar kinokuðu sér við að koma nálægt. Því miður hefur nokkuð dregið af Strikinu í seinni tíö, eins og öðrum netfjölmiðlum, og Ingvar Helgason - notaðir bllar, bjóða í fyrsta sinn rekstrarleigu til einstaklinga.* Nú getur þú leigt góðan notaðan bíl á hagstæðum kjörum. Engin útborgun, ekkert mál. Neðangreint dæmi er alls ekki tæmandi fyrir þá blla sem við bjóðum. Ef þig vantar stærri bíl eða jeppa þá eigum við hann tii. Dasml Opel Corsa Comfort árgerð 200I 24 mánaða rekstrarleiga 17.900 kr.ámán. -Umsxkjandl þarf að vera 30 in e&t eldri oj akrfður fa.teijoaeipndi Umtatkjandl tem er 25 til 30 ára þarf elnn ibyrjðarmann tem er tkriður fasteignaeigandi. Ingvar Helgason notaðir bílar Sxvarhöfða 2 • Sfmi 525 8020 • www.lh.is/notadir búið að skera niður störf lausa- manna. Þar kemur til að samvinna við Skjá einn brást vegna fjárskorts. Læknar og lögfræðingar á Netinu Meðal þjónustumiðla sem komu fram á Netinu voru islaug.is, sem er lögmannavefur þar sem fyrirspum- um um lögfræðileg atriði var svarað og lögmenn og aðrir ræddu nýupp- kveðna dóma. Doktor.is flytur frétt- ir sem koma vel þeim sem huga að heilsunni, en vefurinn var líflegri í byrjun. Á torg.is var hægt aö verða sér úti um ýmiss konar netgræjur. Þetta var dótturfyrirtæki Símans og var siðar selt fyrirtæki sem virðist einnig í eigu Símans, en sala á net- miðlum hefur verið talsvert lífleg þann stutta tíma sem netáhugi fólks stóð. Reykjavík.is átti að sinna skemmtanalífi borgarinnar en gekk ekki sem skyldi. Það er ljóst að netfjölmiðlar hafa sprottið upp án þess að hugað væri nægilega að undirstöðunni: öflun fjármagns. Sum netfyrirtæki hafa kostaö miklu til. Mbl.is er til dæmis með besta fáanlegan búnað til starf- seminnar. Vísir.is kostaði líka miklu til á sínum tíma en féleysi háði vefnum undir lokin og fyrir- tækiö Vísir ehf. varð að lokum gjaldþrota. Femin.is keypti Vísi.is en konumar sem að honum standa hafa flutti inn vörur og selja á Net- inu og hefur vegnað ágætlega að sögn. Femin mun vera einn fárra miöla á Netinu sem hafa hagnast eitthvaö af starfseminni til þessa. Þá mun Morgunblaöiö fariö aö sjá peninga úr sínum netrekstri og upp- sker eins og til var sáð. Sífellt meira er selt af upplýsingum af vefnum hjá mbl.is. Niðurstaðan er að eftir mikinn áhuga almennings á efni sem fram var reitt á Netinu hafi margir oröið leiðir á því að lesa af tölvuskjá. Vissulega er fjölmiðill sem prentaö- ur er eftir aldagamalli hefö og út- rýmir skógunum mun fýsilegri kost- ur. Fólk kýs aö kaupa sér það dag- blað eða tímarit sem það gimist mest. Eftir allt bramboltið á Netinu, sem hófst fyrir 5 árum, virðist hafa dregið úr netsókninni en heíðbund- inn dagblaðalestur enn sá hinn sami eða meiri en áður var. Netið og upp- lýsingar þess munu hins vegar nýt- ast til hliðar við fréttamiðlana. -JBP Innlendar fréttir vikunm Átök í Norðvesturkjördæmi Hörð átök urðu á kjördæmisþingi Samfylkingarinn- ar í Norðvestur- kjördæmi sem haldið var á Hólmavík um síð- ustu helgi. Gísli S. Einarsson þing- maður sagöist vera maður lýðræðisins og vilja við val á framboöslista að farin væri leið próf- kjörs eða flokksvals. Með naumum meirihluta var leið uppstillingar valin, eftir að nokkrir fúlltrúar Vestlendinga höfðu gengið af fundi eftir að tillögu þeirra um fundarhlé hafði verið stung- ið undir stól. Gísli sagði eftir það að þama hefði gamla klíkan í Alþýðu- bandalaginu verið að verki og að verja sína pósta. Samfylkingin stefnir að ESB Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinn- ar, sagði það stefnu flokksins að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. í póstkosn- ingu ljáði yfirgnæf- andi meirihluti þátttakenda því at- kvæði sitt að aðild- arviðræður yrðu hafnar, en þátttaka í kosningunum var mjög dræm. For- menn og varaformenn þingflokka ann- arra stjómmálaflokka drógu í efa að Össur gæti túlkað niðurstöðu póstkosn- inganna með þessum hætti. Össur vill þó ekki knýja fram aðildarumsókn nema fyrir liggi klár og drjúgur stuðn- ingur meirihluta þjóðarinnar. Ólöglegur aðalfundur Aðalfundur Félags ungra framsókn- armanna var dæmdur ólöglegur og því fóm fulltrúar kjömir 2001 með atkvæð- isrétt fyrir félagið á kjördæmisþingum framsóknarmanna í Reykjavíkurkjör- dæmunum. Jónína Bjartmarz, þing- maður flokksins í Reykjavik, sagði um- ræðuna leiðinlega og hættu á að hún skaðaði flokkinn. Þetta væri eins og hnífstunga í bakið. Valin var leið upp- stillingar í báðum kjördæmunum og báðir formennimir endurkjömir, Guð- jón Ólafúr Jónsson og Þorlákur Bjöms- son. Össur Skarphéöinsson. Ekki ráðandi markaðshlutdeild Samkeppn- isráð sýknaði Sementsverk- smiðjuna af kæra Aalborg Portland ís- landi mn mis- notkun á að- stöðu sinni í skjóli markaðsráðandi stöðu. Úrskurðurinn var þvert á fýrri niðurstöðu Samkeppnisstofiiunar frá 3. júní sl. Sementsverksmiðjan, sem er talin vera með um 80% markaðshlut- deild, var ekki talin vera markaðsráð- andi fyrirtæki. Samkeppnisstofhun mun ekki aðhafast frekar í málinu. Meirihluti Atlanta seldur Magnús Þorsteinsson, viðskiptafé- lagi Björgólfsfeðga, hefur keypt meiri- hlutann 1 flugfélaginu Atlanta fyrir 2,5 milljaröa króna. Flugfélagið er með 22 breiöþotur í rekstri um víða veröld. Magnús segist vona að frumkvöðlar Atlanta, hjónin Amgrimur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, verði áfram við stjóm þess. Hann hafi ekki í hyggju að taka við starfi í fyrirtækinu. Dró sér 80 milljónir Fasteignasali í fasteignasölunni Holti í Kópavogi viðurkenndi að hafa dregið sér 80 milljónir króna á tveimur árum frá um 15 viðskiptavinum fyrirtækisins. Samningi sagt upp íslensk stjómvöld hafa sagt upp samningi milli Islands, Grænlands og Jan Mayen um loðnustofninn í hafmu. Uppsögnin kemur til framkvæmda 1. maí 2003. Norðmenn era ekki tilbúnir að ganga frá samningi á sama grund- velli og á undanfómum árum. Sjávar- útvegsráðherra segist ekki geta beðið eftir nýjum kröfúm frá Norðmönnum í síldinni á hverju ári. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.