Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDACUR 2. NÓVEMBER 2002 Helgorhlaö DV 20 Vor ástsæli leiðtogi Davíð Odds- son á tvo alnafna en aðeins annar þeirra býr á íslandi. Grettir og Gróa Um þessar mundir heita allmarg- ir karlmenn á íslandi Grettir en að- eins einn ungur drengur á Hólmavík ber nafn Grettis Ásmundarsonar sem var sterkasti maður á íslandi og barðist viö forynjur. Annað dæmi um slíkt nafn sem datt úr tísku vegna frægrar sögu er kvenmannsnafnið Gróa sem lengi naut talsverðra vinsælda en eftir að skáldsaga Jón Thoroddsen, Maður og kona, kom út í lok nítjándu aldar datt nafnið mikið til úr móð enda afar ógeðfelld persóna, Gróa á Leiti, sem þar kemur fyrir og hefur orðið að táknmynd í vitund þjóðarinnar. Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona mun deila því hlutskipti með Merði Ámasyni að ryðja brautina í nafngift- um en hún mim hafa orðið fyrsta Tinnan sem ber þetta nafn en í dag nýtur þetta nafh slíkra vinsælda að ekki verður tölu komið á Tinnumar. Óinar og Davíð Það getur áreiðanlega verið þreyt- andi að vera alnafni einhvers sem er óskaplega frægur og þurfa að rétt- læta það eða útskýra í hvert einasta sinn sem maður kynnir sig. Það eru fáir í þjóðskránni sem heita Ómar Ragnarsson svo dæmi sé tekið og að- eins fjórir þeirra búa á íslandi. Davíð Oddsson á tvo alnafna í þjóð- skrá og annar þeirra er bamungur í útlöndum en hinn er miðaldra pípu- lagningarmaður sem oft hefur verið spurður hvemig tilfmning að sé að bera þetta nafn. í höfuðið á forsetanum Það eru 26 karlmenn í þjóðskrá sem heita Ólafur Ragnar að fornafni Hilmir Snær Guðnason er einn vinsælasti leikari þjóðarinnar á vorum dögum og margstimplað kyntákn. Ifann sat lengi einn að nafni sínu en nú eru nokkrir litlir snáðar að va.xa upp sem bera nafn hans. en enginn þeirra er alnafni forseta vors. Enginn þeirra er skírður eftir að Ólafur Ragnar tók við embætti 1996. Fyrirrennari Ólafs, Vigdís Finn- bogadóttir á tvær alnöfnur og önnur þeirra er skírð þremur árum eftir að Vigdís varð forseti. Svo haldið sé áfram með þekkta stjórnmálamenn á Steingrímur Her- mannsson einn alnafna sem gæti verið barnabarn hans. Það eru tveir í þjóðskrá sem heita Ólafur Thors og þeir búa báðir við sömu götuna. Þrír heita Héðinn Valdimarsson, eins og þekktur verkalýðsleiðtogi um miðja 20 öld, en tveir heita Ein- ar Olgeirsson sem var einn helsti boðberi kommúnista á sömu öld. Hilinir og Baltasar Hilmir Snær Guðnason er einn vinsælasti leikari þjóðarinnar á seinni árum. Ails eru fimm sem bera þessi tvö nöfn í þjóðskránni og það vekur athygli að fjórir þeirra eru skírðir eftir að Hilmir Snær verður vinsæll leikari. Annar vin- sæll leikari og ekki minna kyntákn en Hilmir er Baltasar Kormákur leikari og leikstjóri. Hann á sjö nafna í þjóðskránni en þegar horft er á listann fer ekki h'já því að mann gruni að flestir þeirra séu afkomend- ur hans eða frændur og nákomnir ættingjar. Skírt eftir bóldnni Enginn heitir Halldór Laxness siöan hinn eini sanni dó en sögu- hetjur hans hafa orðið til þess að skrá nýjan kafla í nafngiftir. Þeir skipta tugum í þjóðskránni sem bera nafn Bjarts i Sumarhúsum í ýmsum samsetningum. Dóttir Sumarhúsa- bóndans, Ásta Sólliija á níu alnöfn- ur, allar skírðar eftir að bókin kom út. Þær eru einnig afar margar sem heita Salka þótt engin heiti Salka Valka eftir söguhetjunni en enginn vafi er á að hún er fyrirmyndin. Einn íslendingur heitir Ólafur Kára- son eins og hið lánlausa skáld í Heimsljósi. Snæfríðar eru taldar í tugum með Snæfríði íslandssól með fyrirmynd en aðeins einn heitir Jón Hreggviðsson eftir þeim umdeilda skúrki. Sá hefur yfirgefið landið eins og nafni hans og býr i Svíþjóð. Fimm íslendingar heita í höfuðið á alheimssöngvaranum Garðari Hólm sem er ein höfuðpersóna Brekku- kotsannáls en aðeins þrir heita Álf- grímur eftir drengnum í sömu bók. Þórbergur Þórðarson á engan al- nafna en sextán talsins heita Davíð Stefánsson eins og þjóðskáldið ást- sæla og Tómas Guðmundsson er Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor deilir skírnarnafni sínu með nokkrum tugum Islendinga. Það hefur hins vegar enginn piltur verið skírður Ólafur Ragnar síð- an 1996. afar algengt nafn enda sennilega ekki allt innblásið af Reykjavíkur- skáldinu. Aðeins fjórir heita Stefán Hilm- arsson en það vekur athygli að sex bera nafnið Hreimur og fjórir þeirra eru tveggja ára og yngri. Af þessu mætti draga þá ályktun að vinsæld- ir Hreims söngvara í Landi og son- um hefði kveikt hugmyndir ungra foreldra. Hvað á bamið að heita og af hverju? Stundum geta gerst atburðir sem koma óorði á nöfn sem annars eru meinleysi uppmálað. Allir muna eft- ir Geirfinnsmálinu sem enn vakir í vitund landsmanna. Það eru nokkrir í þjóðskránni sem bera þetta nafn en aðeins einn þeirra er skírður eftir 1974 þegar sá frægasti þeirra hvarf sporlaust. Það er aðeins tveir menn í þjóð- skrá sem heita Steingrímur Njálsson og annar þeirra býr í útlöndum. Svo eru til nöfn sem eru þess eðl- is að maður veltir því fyrir sér hvað foreldrum barnsins hafi verið mikil alvara umfram það að tryggja að barn þeirra sæti eitt að nafni sínu. Það er t.d. einn ungur drengur í þjóðskrá sem heitir Bjartur Dagur. Þar eru nokkrar ungar stúlkur sem heita Nótt sem varla getur farið vel í ávörpum eins og góða Nótt. Tveir fullorðnir menn í skránni heita Ljót- ur og hafa án efa fengið sinn skammt af stríðni. Hrafnsnafnið hef- ur verið mjög vinsælt og Hrafnar eru margir í þjóðskrá en nú hefur bæst við einn sem heitir Krummi. Ætli hann verði kallaður Hrafn? -PÁÁ Hreimur heitir ungur niaður sem syngur með vinsælum hljóinsveit- unt. Hann var eins og Ililmir Snær lengi einn um þetta sérstæða nafn en svo er ekki lengur. Þótt okkur finnist Ómar Ragn- arsson vera cinstakur í sinni röð þá á hann nokkra alnafna. Það er áreiðanlega erfiðara fyrir þá heldur en hann. ÚTBOÐ F.h. Bláfjallanefndar er óskað eftir tilboðum í snjómokstur í Bláfjöllum. Um er að ræða: 1. Plan við Framskála. 2. Stórt plan við Bláfjallaskála og annað minna þar rétt fyrir ofan. 3. Plan við Breiðabliksskála, gönguplan og Ármannsplan við Suðurgil.Þegar þessi plön eru fullhreinsuð eru þau vel á þriðja hektara. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 12. nóvember 2002, kl. 11.00, á sama stað. BLÁ81/2 Ífl INNKAUPASTOFNUN jl REYKJA VÍKURBORGAR M/ Frikirkjuvegi 3 - 101 Reykjavik-Sími 570 5800 Fax 582 2616 - Netfang: Isri&rhus.rvk.is Staður: Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins f Norðvesturkjördæmi þann 9. nóvember 2002 fer fram hjá eftirtöldum aðilum: Umsjón: Reykjavík Valhöll (virka daga kl. 9—17) 515-1700 Akranes Sigurður Sigurðsson 696-9492 Benedikt Jónmundsson 897-3043 Borgarfjörður Snorri Sigurðsson 896-1995 Borgarnes Ingi Tryggvason 860-2181 Ingibjörg Hargrave 862-1399 Hjörtur Arnason 892-1884 Snæfellsbær Helgi Kristjánsson 863-1153 Grundarfj örður Sóley Soffaníasdóttir 892-4695 Ásgeir Valdimarsson 892-9360 Stykkishólmur Gunnlaugur Árnason 894-4664 Dalasýsla Jóhann Sæmundsson 434-1272 Kristján Sæmundsson 434-1540 T álknafj örður Jörgína Jónsdóttir 456-2538 Reykhólar Guðjón D. Gunnarsson 866-9386 Patreksfj örður Ari Hafliðason 456-1500 Súðavík Björn Jóhannesson 456-4577 Sigríður Hrönn Elíasdóttir 456-4964 Isafjörður Björn Jóhannesson 456-4577 Bolungarvík Björn Jóhannesson 456-4577 Strandasýsla Engilbert Ingvarsson 893-3213 V-liúnavatnssýsla Karl Sigurgeirsson 895-0039 Blönduós Sigurður Kr. Jónsson 452-4173 Agúst I>ór Bragason 899-0895 Skagaströnd Lárus Ægir Guðmundsson 892-5499 Adolf Hjörvar Berndsen 892-5089 Skagafjarðarsýsla Brynjar Pálsson (Bókabúð Brynjars) 453-5950 CARNEGIE A RT AWA R D 2 0 0 2 LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHÚS, TRYGGVAGÖTU 17, REYKJAVÍK 19. OKTÓBER - IO. NÓVEMBER 2002 OPNUNARTÍMi: DAGLEGA II-18, FIMMTUDAGA II-I9 I.EIÐSÖGN: FIMMTUDAGA, I.AUGARDAGA OG SUNNUDAGA KI.. 16 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.carnegieartaward.com HU MSTASAFK BFYKT.WfKl’R _ Handveriísmarkaður miðbce Haftiarfjarðar í dag laugafdag kl. 11-16 LÍttU'W'!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.