Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Side 45
LAUCARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Helcjarblacf 49 . Þinghúsið séð frá Kastalahæð Útsýni af Kastalahæð er stórkostlegt því þaðan er liægt að sjá vfir alla borg- ina í góðu skyggni. Keðjubrúin yfir Dóná Bygging brúarinnar liófst 1839 og tók tíu ár. Almenningssamgöngur eru góðar í Búdapest og far með strætivagni eða neðanjarðarlest ódýrt. Skynsemin ræður Trabant er erin í fullu fjöri í Ung- verjalandi. Bílafloti landsmanna er í hraðri endurnýjun og rússneskir bílar á undanhaldi. Kyndilberinn Þessi stytta er á Sigurhæð en rétt utan við borgina er að finna garð þar sem búið er að koma fyrir gömlum minnismerkjum frá valdatíð kommúnista. Hjálplegi fombókasalinn Könuvek Vétele Gladása fornbóka- sali við Lónyay-götu. Ilann var áhugasamur um ísland og fullur af alls konar gagnlegum fróðleik uni Búdapest. það sem ekki var sprengt í stríðinu. Þegar komið er í miðborgina er ekki að sjá að hún hafi orðið fyrir miklum loftárásum því flest hús eru meira en hundrað ára gömul og gríðarlega tilkomu- mikil. Adrássy-breiðstrætið er tveir og hálfur kíló- metri á lengd og liggur frá miðbænum að hetjutorg- inu. Gatan og neðanjarðarlestin sem liggur undir henni voru byggð 1896 til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá því að Stefán I stofhaði ungverska ríkið. Neðanjarðarlestin eða fóllalatti eins og hún heitir á ungversku er sú næstelsta í Evrópu og alveg þess virði að skoða fyrir þá sem hafa áhuga á sögu al- menningssamgangna. Persónulega haíði ég meiri áhuga á að horfa á failegar ungverskar konur, grann- ar, spengilegar með langt nef og þann ótrúlega fjölda Trabanta sem enn var í notkun í borginni þegar ég var þar fyrir skömmu. Ungverjar eru hlýlegir í framkomu og vinalegir og ekki er annað að sjá en að þeim líði vel þrátt fyrir að sjálfsmorðstíðni í norðurhéruðum landsins sé sú hæsta í heiminum, þeir segja að það sé í genunum. Fólk reykir mikið og flestir sem maður mætir á götu eru með sígarettu og ekki er óalgengt að sjá strætis- vagnabílstjóra teygja hausinn út um gluggann til að fá sér smók. Pesónulega finnst mér það vinalegra en sú haftastefna sem ríkir í reykingarmálum hér á landi. Bæjarrölt Markthalle eru eins konar Kolaport þeirra Búda- pestbúa nema hvað það er stærra og á sér lengri sögu, byggt rétt fyrir þar síðustu aldamót, og ég er ekki frá því að byggingin sé glæsilegri en gamli tollurinn við Reykjavíkurhöfn. í Markthalle er hægt að kaup flest sem hugurinn gimist og snýr að ungverskri matar- gerð. Paprikur af öllum stærðum og gerðum, svína-, fulgla-, nauta- og dádýrakjöt og margskonar viilibráð, allskonar pylsur, gæsalifur með truffelsveppum, ávexti og grænmeti. Það er nóg af mat í Ungverja- landi, enda hefur landið verið kallað matarkista Evr- ópu og fyrrum Sovétleiðtogum blöskraði oft hvað Ungverjar höfðu það gott í mat og drykk. Á efri hæð- inni í Markthalle er hægt að kaupa ýmis konar ung- versk handverk, fatnað og minjagripi. Þar er einnig prýðilegur matsölustaður þar sem engu er til sparað þegar skammtað er á diskinn. Sem áhugamaður um þjóðfræði fór ég á þjóðminja- salhið sem stendu Pestar meginn við Dóná. Ferðin þangað var í sjálfu sér ævintýri því þegar ég var stöðvaður af miðaverði áður en ég fór inn í lestina kom í ljós að ég var með vitlausan miða. Verðinum þótti strax ljóst að ég ætlaði að svindla mér í neðan- jarðarlestinan og spara mér fargjaldið. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að um misskilning væri að ræða og spurði hvort ég mætti ekki fara og kaupa réttan miða en hann hélt ekki. Hann fór fram á að ég greiddi honum fáránlega háa sekt ef ég vildi ekki lenda í vandræðum. Þegar ég spurði hvort ég fengi miða eða kvittun ef ég greiddi honum sektina hristi hann höf- uðið og sagði nei. I framhaldi af því neitaði ég að borga og krafðist þess að hann kallaði á lögregluna. Vörðurinn neitaði í fyrstu og benti í sífellu á gulan borða sem hann bar á handleggnum og heimtaði að ég borgaði en að lokum tók hann upp farsíma og hringdi eitthvað. Eftir nokkurra mínútna bið fór miðavörður- inn að ókyrrast og að lokum rak hann mig út af stöð- inni án þess að minnast frekar á sektina. Persónulega fannst mér maðurinn óþarflega óliðlegur því lítið mál var að leyfa mér að kaupa annan miða og eftir á að hyggja get ég ekki annað en ályktað sem svo að hann hafi ætlað að hafa af mér fé til eigin nota sem granda- litlum túrista. Á annarri hæð þjóðminjasafnsins er fastasýning um sögu alþýðunnar og því ættu þeir sem eingöngu hafa áhuga á sögu aðalsins að fara annað. Sýningin er vel uppsett og með góðum skýringartextum á ensku. Þar er meðal annars hægt að skoða þjóðbúninga fyr- ir bæði kynin, nytjahluti, verkfæri og amboð og lesa um lifnaðarhætti fólks í landinu allt ffam á lok síð- ustu aldar. Vörðurirm á safninu var vinaleg gömul kona sem sat og prjónaði. Hún hefur líklega verið far- in að missa heymina því útvarpið við hliðina á henni var allt of hátt stillt á stöð sem lék amerískt popp. Þegar ég kom út af safninu rölti ég stefnulaust um borgina og skoðaði það sem fyrir augu bar; þinghús- ið, Stefánskirkjuna, og Nyugati-lestarstöðina. Stefáns- kirkjan var því miður lokuð þvi að fyrir nokkrum vikum fannst í henni virk sprengja ffá því í seinni heimsstyijöldinni. Eftir um það bil tveggja tíma gang kom ég að lítilli fombókaverslun við Lónyay-götu þar sem ég leit inn og tók eigandann tali. Fombókasalinn sagði mér eitt og annað um kosti og galla borgarinnar og sýndi mér gamlar ungverskar bækur um plöntur og þjóðffæði. Hann seldi mér enska útgáfu af bók eftir Dezsö Kosztolányi sem heitir Pacsirta á fmmmálinu en Skylark á ensku. Kosztolányi þykir víst einn af merk- ustu rithöfúndum Ungveija og skyldulesning þar í landi. Bókin fjallar um viku í lífi roskinna hjóna sem sendu dóttur sína, sem er bæði ljót og leiðinleg, í ffí út á land. Líf þeirra tekur miklum breytingum í vik- unni þegar þau átta sig á því að dóttirin er þeim ekk- ert annað en byrði og þegar líður að heimkomu henn- ar er faðirinn farinn að óska dóttur sinni alls hins versta. Áður en ég yfirgaf fombókabúðina bað ég eigand- ann að benda mér á verslun þar sem ég gæti skoðað gott úrval af ungverskri tónlist. Hann sagði mér að búðin sem hann verslaði í væri rétt hjá Nyugati-lest- arstöðinni og hún stóð fullkomlega undir væntingum. Þar hlustaði ég á tóndæmi með þjóðlagasveitmni Teka og hljómsveitinni Makám sem leikur eins kon- ar þjóðlagabræðingu frá ýmsum löndum, rokkssveit- inni Black-Out sem þrátt fyrir naftiið er ungversk og keypti disk með tónlist eftir nítján ára gamlan tónlist- armanni sem kallar sig Yonderboi og spilar vísinda- skáldsögu jass. Síðan settist ég inn á bar og fékk mér bjór og staup af plómubrandí. Glæsilegar byggingar og torg Þeir sem hafa áhuga á byggingarlist hafa úr nógu að moða því í borginn eru óteljandi falleg hús. Hægt er að fá sér göngutúr upp á Kastalahæð, skoða fiski- mannavirkið og njóta útsýnisins yfir borgina, fara inn í Matthíasarkirkju eða virða fyrir sér arkitektúr- inn í gömlu konungshöllinni. í borginni er ernnig að finna íslamska grafhýsið Gul Baba sem stendur í fal- legum garði í tyrkneskum stíl og heitir í höfuðið í ís- lömskum píslarvætti. Múslímar telja grafhýsið nyrsta helgireit Islams í Evrópu og það er mikið sótt af píla- grímum. Bænhús gyðinga í Búdapest er stærsta sína- , góga í Evrópu og tekur þrjú þúsund manns í sæti. Um miðja síðustu öld var sínagógan gerð upp á kostnað ungverska gyðingsins og Hollywood-leikarans Tonys Curtis. Rétt eftir miðja nítjándu öld var efiit til samkeppni um teikningu að nýju þinghúsi i borginni og hlaut arkitektinn Imre Steindl fyrstu verðlaun. Sagan segir að Steindl hafi ferðast um Evrópu til að skoða bygg- ingar og að hann hafi sameinað margar steftiur í þing- húsinu sem stendur á bökkum Dónár. Bygging þing- húsins hófst 1885 og lauk 1906. Á húsinu eru áttatíu og átta styttur, þijú hundruð sextíu og fimm tumar og spírur, ein fyrir hvem dag ársins, og hæsti turn- inn er níutíu og sex metrar. Teikningamar sem lentu í öðru og þriðja sæti í samkeppninni þóttu svo góðar að ákveðið var að reisa þau hús líka. Húsið sem lenti í öðm sæti hýsir þjóðminjasafnið en í hinu þriðja em '*• skrifstofur ráðuneyta. Hetjutorgið, Hösök tere, liggur við endann á Andrássy en á því miðju er rúmlega þrjátíu metra há súla og efst á henni trónir Gabríel erkiengill. Sagan segir að engillinn hafi fært Stefáni I, stofnanda Ungverjalands, kórónuna beint frá guði almáttugum en í raun er saga landsins blóðidrifin og einkennist af langri sjálfstæðisbaráttu. Á torginu er fjöldinn allur af styttum af hinum og þessu hetjum sem unnið hafa þjóðinni heilt í gegnum tíðina en umhverf- is það eru söfn, skemmtigarðar og skautasvell. Fyrir fáeinum mánuðum var opnað safn við *“ Andrássy sem er tileinkað sögu Gestapó og KGB. Safnið er í húsi sem Gestapó hafði til um- ráða á meðan þeir störfuðu í Búdapest, KGB flutti síðar í húsið enda búið öllum þeim tækj- um og tólum sem starfsemi þeirra þarnaðist. Á hverjum morgni myndast löng röð við safnið áður en það er opnað, fólk leggur blómsveiga og kveikir á kertum enda er vitað um rúmlega þrjú þúsund Ungverja sem aldrei sneru aftur eftir að þeir voru fluttir i hryllingshúsið til yfirheyrslu. í Búdapest er einnig að finna frægan styttu- garð sem geymir gömul minnismerki frá þeim tíma er kommúnismi réð ríkjum í landinu. Heit böð Víða í borginni er að finna heitar uppsprett- ur sem nýttar eru fyrir baðhús enda þekkjast ' þar heit böð allt frá tímum Rómverja. Frægast þessara baðhúsa er Gellért-hegy sem kennt er við heilagan Gellért biskup sem heiðingjar settu í tunnu og létu rúlla niður samnefnda fjallshlíð þar til hann endaði úti í Dóná. Ég fór í sund í Széchemyi-baðhúsinu sem er rétt hjá hetjutorginu. Baðhúsið er geysilega fal- legt og þægilegt. Við baðhúsið er stór útilaug og heitur pottur þar sem menn sitja að tafli og þar sá ég í fyrsta skiptið fólk lesa dagblöð og bækur í sundi. Ég reyndi að fá mér sundsprett en var stoppaður þegar ég var kominn hálfa leið yfir laugina. í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað var að en svo skildist mér að það væri bannað að synda án sundhettu, sinn er siður í landi hverju. Fullt hús matar Ungveijar líta á hádegismatinn sem helstu máltíð dagsins en matargerðarlist þjóðarinnar hefúr þróast um aldir og byggist á blöndu af hefðum Ungveija, Tyrkja og Balkanþjóða. Svínaspik, laukur og paprika eru mikið notuð til að bragðbæta mat. Þjóðarréttur- inn er gúllassúpa sem er löguð úr nautakjöti, lauk, papriku, kartöflum og kryddi. Innyflasúpa þykkir einnig herramannsmatur en í henni eru kartöflur, innmatur, hveiti, spik, laukur og paprika. Ungversk hvít- og rauðvín eru með þeim bestu í Evrópu og einnig þykja ungverskir aprikósu- og kirsuberja- snapsar, jurtaiikjörar og plómubrandí mjög góðir drykkir. í Búdapest er fjöldi góðra matsölustaða og á sum- um þeirra er boðið upp á tvenns konar matseðil, ann- ar er fyrir karlmenn en hinn fyrir konur. Matseðlarn- ir eru eins að því undanskildu að á kvennaseðlinum eru ekkert verð þar sem konur eiga að velja sér rétti óháð verði. Annars ættu ferðamenn ekki að spá mikið í verð á mat og vínum á veitingahúsum i Búdapest þar sem það er mjög lágt á íslenskan mælikvarða. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.