Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 50
5-4- Helcfarbictö H>V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Reynsluakstur Eiríkur Stcfán Asgcirsson Sportlegur lúxusjeppi af bestu gerð Volkswagen hyggur á aö ráöast inn á lúxusjeppamark- aðinn meö stæl. VW Touareg, sem er jafnframt fyrsti jepp- inn sem fyrirtækið framleiðir, þykir vel eiga heima þar, enda sameinar hann eiginleika jeppans og sportbílsins á skemmtilegan máta, hvort sem er útlits- eöa aksturslega séð. Bíllinn var kynntur hjá Heklu í gær og var umboðið þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrst slíkra sem fær að kynna bílinn opinberlega. Mánuði áður var þó blaðamönn- um boðið að reynsluaka bílnum í nágrenni Barcelona á Spáni þar sem búið var að útbúa krefjandi torfærubraut. Að því loknu óku blaðamenn bílnum aftur til borgarinnar og fengu þar að sannreyna hina þægilegu hlið bílsins á hraðbrautum Spánar. 5 ára verkefni Það var mikið lagt í að kynna vel alla þá eiginleika sem Touareg býr yfir og var þar sérstaklega lögð áhersla á mikla getu hans við erfið skilyrði sem og þægilegan þjóðvegaakst- ur. Það tók heil 5 ár að koma bílnum í það stand sem hann er nú og greinilegt að í engu var til sparað. Lykillinn að því hversu vel tekst hér til er að loftpúðafjöðrunarkerfi bíls- ins er sérstaklega vel heppn- að, sem og frumlegt drifkerfi sem gerir bflnum kleift að komast klakklaust í gegnum hvers kyns aðstæður. Þægindi ofar öllu 4XMotion nefnist drifkerf- ið og er það svokallað „var- anlegt fjórhjóladrif‘. Læsing- in er mismunandi að því leyti að bfllinn getur dreift aflinu jafht milli fram- og aft- uröxuls og jafnvel einstakra dekkja, krefjist aðstæður þess (sjá mynd A). Þetta ger- ir það að verkum að hann er mjög góður í snjó. Einnig er vitanlega hægt að læsa drifinu handvirkt. í reynsluakstrinum var sérstaklega lögð áhersla á að sýna fram á þennan eiginleika bflsins sem og bæði „upp- hill“ og „downhill system" sem gerir bílnum kleift að stoppa sjálfur þegar bíllinn liggur í haila upp í móti (án þess að bílstjórinn þurfi að nota bremsu) og halda aftur af hraða bflsins þegar hann kemur niður mikinn halla, til að halda þægindum í hámarki. Gírkassamir í báöum bílum eru 6 þrepa og sjálfskiptir, með handskiptavali (Tiptronic). 1VIO útgáfunni er hægt að skipta handvirkt um gira með handfongum hjá stýri, svip- að og tíðkast í Formúlu 1 bflum. Sjálfvirk veghæðastilling Hafi bíllinn reynst vel í torfærubrautinni var VIO útgáf- an af bílnum sérlega góð á hraðbrautinni. Hann er einstak- lega kraftmikill og er upptakið einungis 7,8 sekúndur. Þar er eftirtektarverð sjálfvirka veghæöaskiptingin sem breyt- ir um veghæð bflsins eftir hraða hans til að hámarka þæg- indi og eldsneytisspamað. Þannig byrjar veghæðin í 215 mm en lækkar niður í 190 mm við 125 km/klst. hraða og enn fremur í 180 mm þegar bíllinn kemst í 180 km/klst. Auk þess er hægt að stilla veghæð handvirkt frá 160 mm í 300 mm sem er mun hærri veghæð en hjá sambærilegum bílum. Innbyggða GPS-leiðsögukerfið kom sér vel fyrir blaðamann sem þekkir lítið tfl á Spáni og gaf honum tæki- færi tfl að njóta bflsins til hins ýtrasta á hraðbrautinni. V12 á næsta ári Volkswagen áætlar aö ná 8-9% hlutdeild á markaði lúxusjeppa strax á næsta ári sem er um 10% af heildar- markaönum. Þeir hjá VW ætla sér samt sem áður að verða stærstir og leggja í raun mikið í sölurnar að það takist. Áætlað er að ódýrari gerðin, með V6 bensínvélinni, kosti um 5,5 milljónir króna en VIO dísilútgáfan um 8. Ennfrem- ur er það í spflunum hjá VW að framleiða bílinn með V12 bensínvél árið 2003. © Farangursrými er rúint og er einnig hægt að opna afturrúðuna. © V6 vélin er 3,2 lítra og vinnur hljóðlátlega og vel. 0 Innréttingin er frekar gamaldags í útliti en afar lagleg. 0 Reynt var á þolrif drifkerfisins í sérútbúinni torfærubraut. VW TOUAREG Vél: 5 lítra, V10 dísilvél Rúmtak: 4921 rúmsentímetrar Ventlar: 50 Þjöppun: 18,5:1 Gírkassi: 6 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Loftpúðafjöðrun Fjöðrun aftan: Loftpúðafjöðrun Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EPBD, BAS Dekkjastærð: 255/55 R18 YTRl TÖLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4754/1928/1703 mm Hjólahaf/veqhæð: 2855/160-300 mm Beyqjuradíus: 11,6 m INNRi TOLUR; Farþeqar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6 Faranqursrymi: 982-1678 lítrar HAGKVÆMNi: Eyðsla á 100 km: 12,2 litrar Eldsneytisqeymir: 100 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: Grunnverð: Verð prófunarbils: Umboð: Hekla Staðalbúnaður: Loftdæla, loftpúðafjöðrun, Isofix festing- ar, útvarp og geislaspilari, 11 hátalarar með 8 rása magn- ara, hitastýrð miðstöð, rúður og speglar rafdrifin, að- dráttur á stýri, armpúði, hitaeinangrandi gler og upphit- uð framrúða, þjófavörn, krómað grill, rafstýrður dráttar- krókur, innbyggður handfrjáls búnaður, regnskynjari, skriðstillir, lyklalaus aðqanqur, SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 313/3750 Snúninqsvæqi/sn.: 750 Nm/2000 Hröðun 0-100 km: 7,8 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst. Eiqin þynqd: 2524 kq.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.