Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 DV Sjálfsmorðsárás er stríðsglæpur „Þeir sem skipuleggja og standa vísvitandi fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara gerast um leið sekir um glæpi gegn mannkyninu og ættu með réttu að vera færðir fyrir dóm- stóla,“ segir í 170 síðna skýrslu mann- réttindasamtakanna Mannréttinda- vaktin, sem birt var í New York í gær. í skýrslunni segir að leiðtogar sam- taka sem lýst hafi ábyrgð á sjálfs- morðsárásum ættu skilyrðislaust að sæta opinberri glæparannsókn. „Þeir sem gerast sjálfsmorðsliðar eru engir píslarvottar heldur aðeins stríðs- glæpamenn," segir í skýrslunni. Fjöldi plantna í útrýmingarhættu Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar bandarískra vísindamanna gæti um helmingur plöntutegunda ver- ið í bráðri útrýmingarhættu. Þetta er mun alvarlegra ástand en áður hefur komiö fram í skýrslum Alþjóða nátt- úruvemdarráðsins, WCU, en þar hafði því verið haldið fram að ein af hverjum átta tegundum væri í hættu. Bandarísku vísindamennimir, sem byggja niðurstöður sínar á mun viða- meiri rannsóknum en áður hafa verið gerðar, telja að í fyrri rannsóknum hafi ekki verið lögð nægilega mikil áhersla á rannsóknir í hitabeltinu þar sem meiri hluti tegundanna vex og því hafi ástandið verið svo vanmetið. íraksmálið: Loksins grundvollur fyrir samkomulagi - segir Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands Igor Ivanov, utanrikisráöherra Rússlands, sagði í gær að samkomu- lag væri í nánd milli þeirra fimm ríkja, sem neitunarvald hafa innan Öryggisráðs SÞ, um efni nýrrar álykt- unar varðandi vopnaeftirlitið í Irak. „Við höfum rætt málið fram og til baka síðustu daga og mér sýnist loks- ins vera kominn grundvöllur fyrir samkomulagi," sagði Ivanov án þess þó að skýra nánar frá innihaldi sam- komulagsins. Rússar höfðu auk Frakka og Kín- veija neitað að styðja drög að nýrri tillögu Bandaríkjamanna og Breta, sem lögð voru fram í Öryggisráðinu þann 23. október sl., en í þeim var farið fram á skilyrðislausa afvopnun Iraka og vopnaeftirlit, ellegar tækju þeir afleiðingunum af beinum hemað- araðgeröum sem voru óskilgreindar í drögunum. Að sögn Ivanovs stendur ágreining- urinn enn þá um orðalagið varðandi hemaðaraðgerðir, en Rússar hafa eins og Frakkar verið mótfallnir því Igor Ivanov. að nokkram verði gefið beint leyfi til aðgerða án þess að málið komi fyrst fyrir Öryggisráðið. „Við viljum fyrst láta reyna á það í alvöru hvort vopnaeftirlitið gengur eftir og að það verði síðan í höndum ráðsins að taka ákvörðun um fram- haldið, verði írakar ekki við kröfun- um eða trufli störf eftirlitsmannanna á einhvem hátt,“ sagði Ivanov, sem í gær fagnaði 200 ára afmæli rússneska utanríkisráðuneytisins. „Okkur hefur samt þokað nokkuð áfram í samkomulagsátt og ég á von á því að þetta verði afgreitt með mála- miðlun, sem allir geta sætt sig við, í næstu viku,“ sagði Ivanov. Þetta var staðfest af bandarískum embættismönnum í gær og er vonast eftir að þeir leggi fram lokadrög á næsta fundi ráðsins sem væntanlega verður um miðja vikuna eftir þing- kosningamar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Vinstri erfðagallar rannsakaðir í nýlega birtum skjölum frá Franco-tímanum á Spáni kemur fram að geðlæknir úr liðssveit ein- ræðisherrans, Antonio VaUejo Nag- era, hefði gert mjög svo undarlegar rannsóknir á félögum úr alþjóðlegu herdeildunum, sem börðust með lýðveldissinnum og handteknir voru í spænsku borgarastyrjöldinni á fjórða áratugnum. Nagera hugðist sanna að vinstri- sinnar væru brjálaðir og með rann- sóknum sínum fletta hulunni af erfðagöllum hjá marxistum sem orsökuðu ofstæki þeirra. Rannsóknimar fóru fram í San Pedro -fangelsinu í nágrenni Burgos á Norður-Spáni og voru gerðar á um 200 fóngum, aöallega breskum og írskum. Einn fanganna, sem enn er á lífi, sagði nýlega í viðtali að hann hefði verið neyddur til þess að taka þátt í meira en 200 niðurlægjandi rannsókmnn. Stuttar fréttir Fórnarlömbunum fjölgar ■ Tala látinna í jarð- skjálftanum í bæn- um San Giuliano di Puglia á Ítalíu í fyrradag, þar sem bamaskóli hrundi til grunna með skelfi- legum afleiðingum, var í gær komin í 27, þar af 26 böm á aldr- inum 3 til 10 ára og einn kennari. Litl- ar líkur vora taldar á að þau tvö börn, sem enn var saknað í gær, fyndust á lífi. Ails hafði 35 manns verið bjargað á lífi úr rústunum í gær, en þá héldu skjálftar áfram á svæöinu. 49 létust í fangelsisbruna Að minnsta kosti 49 fangar létu líf- ið og allt að 40 slösuðust þegar eldur braust út í Sidi Moussa-fangelsinu í hafnarbænum E1 Jadida í Marokkó í gær. Átta hinna slösuðu eru illa haldnir, en flestir þeirra, þar af tveir fangaverðir, þjást af reykeitrun. Burrell sýknaður Paul Burrell, fyrr- um einkaþjónn Díönu prinsessu af Wales, var í gær sýknaður af öllum ákærum um þjófiiað á 310 hlutum úr eign konungsfjöl- skyldunnar eftir að Elisabet drottning hafði vottað að hún hefði vitað af hlutunum í hans vörslu. Evran upp og niður Evran komst i gær í fýrsta skipti í þrjá mánuði upp fyrir dollarann á gjaldeyrismörkuðum i Lundúnum í kjölfar aukinnar umræðu um slæma efnahagsstöðu og aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Þaö stóð þó ekki lengi, því um miðjan dag var evran komin niður í 0,99 miðað við dollar, en fór hæst upp í 1,0003. Göneum í máliðl JAKOB FRÍMANN Varaþingmadur og tónlistarmadur Kosningaskrifstofan er að Laugavegi 26, 2. hæó (Grettisgötumegin). Sími: 575 1560. www.jakobfrimann.is. xjakobfrimann(3>jakobfrimann.is t. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Lækkum verð á lífsnauðsynjum. Lækkum matvælaverð og vexti. Lækkum álögur á lágtekjufólk. Útrýmum fátækt á íslandi. Sköpum ný verðmæti. Opnum örvandi fjármagni leið inn f íslenskt athafnalff. Gerum ísland að aðlaðandi kosti fyrir alþjóðlegan Kvikmynda-, tónlistar- og vitundariðnað með virðisaukandi áhrifum á íslenskt samfélag. Frelsum íslenskan viðskiptaheim undan óeðlilegum afskiptum stjórnmálamanna. Stundum nútímalega viðskiptahætti þar sem allir eiga jafna möguleika. Verndum óspjallaðar náttúruperlur. Nýtum náttúruauðlindir með skynsamlegum og yfirveguðum hætti, þar sem umhverfisverndarsjónarmiða er gætt. Könnum óttalaust kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Fáum botn í málið og göngum til atkvæða um niðurstöðuna. Tryggjum raunverulegt málfrelsi á íslandi. Eflum frjálsa, gagnrýna og óháða fjölmiðlun án handstýringar stjórnmálamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.