Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 40
44- Helqarblctcf X>’V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Ég sagði ekkert í níu mánuði Forlagið gaf nýverið út bókina „Konur með einn íútvíkkun fá enga samúð“. Bók- inni er ritsgrt afFgrúnu Ingadóttur, Svandísi Svavarsdóttur, Margréti Jóns- dóttur og Sólegju Tómasdóttur og inni- heldur hún sjötíu fæðingarsögur íslenskra kvenna. Fftirfarandi er frásögn konu sem hélt þungun sinni legndri íníu mánuði. Það eru ekki margar konur sem vita upp á dag ( hvenær þær urðu ófrískar. Ég er með það alveg á hreinu. Það var 1. júli 1989, mánuði fyrir sautjánda afmælisdaginn minn. Ég veit þetta vegna þess að þennan dag varð kærasti vinkonu minnar tvítugur og við fórum af því tilefni í parti til hans og síðan á ball. Á ballinu hitti ég kunningja hans og eftir ball- ið fór ég með honum heim. Ég hafði nánast enga reynslu af strákamálum og daginn eftir hotnaði ég ekkert í sjálfri mér. Ég var nánast alltaf til fyrir- myndar. Mamma sagði einhvern tíma við mig að hún treysti mér meðan ég sýndi að ég væri trausts- ins verð og ég tók þessi orð hennar alvarlega. Ég hvorki fiktaði við reykingar né smakkaði áfengi eins og margar vinkonur minar. Það er kannski þess vegna sem ég átti svona erfitt með að segja frá þvi að ég ætti von á barni. Hvemig á ég að segja mömmu? Sjálf áttaði ég mig mjög fljótt á ástandinu. Ég hafði alltaf haft mjög reglulegar blæðingar en í ágúst byrjaði ég ekki á túr. Ekki heldur í septem- ber. Sjokkið var rosalegt. Ég var nýbyrjuð á öðru ári i framhaldsskóla og planið var að fara í eitt ár sem skiptinemi til útlanda að stúdentsprófi loknu en ekki að hætta í skóla og gerast einstæð móðir. Ég sökkti mér í lestur um meðgöngu, fæðingu og fóst- ureyðingu í Heimilislækninum og tók einu ákvörð- unina sem ég átti eftir að taka á meðgöngunni. Ég ætlaði ekki að láta eyða fóstrinu. Fyrst um sinn hugsaði ég mikið um hvernig ég gæti sagt mömmu frá þessu og gerði til þess nokkr- ar tilraunir en alltaf skorti mig kjark. Ég vissi vel að ég gæti sagt mömmu allt enda vorum við mjög nánar. Ég átti líka frábærar vinkonur og góðar syst- ur en ef ég segði einum frá myndi boltinn rúlla af stað og ég var ekki tilbúin til þess. Ekki strax að minnsta kosti svo ég ákvað að segja ekkert. Ég sagði ekkert í níu mánuði. Ég ákvað að hugsa sem minnst um þetta og það gekk ótrúlega vel, svona oftast. Eftir því sem á leið varð það þó erfiðara og erfiðara og einhvern veginn fannst mér orðið of seint að segja frá. Ég skammað- ist mín alveg rosalega. Meðgangan sjálf gekk í rauninni ótrúlega vel. Ég fékk ekki morgunógleði þótt mér væri stundum flökurt og ég fann ekki fyrir neinum kvillum. Ég var samt stundum þreytt og orkulaus og lagði mig alltaf um leið og ég var búin í skólanum. Þegar ég var komin um fjóra mánuði á leið byrjaði ég með strák. Ég sagði honum ekki heldur neitt, ætlaði alltaf að gera það en eins og áður varð ekkert úr því. Ég gat bara ekki sagt frá þessu. Ég var svo ung og engan vegin tilbúin að takast á við þetta allt sam- an. Þið veltið því eflaust fyrir ykkur rétt eins og ég hvernig 17 ára stelpa sem býr hjá foreldrum sínum og er með strák getur gengið með barn í níu mán- uði án þess aö segja nokkrum frá því. Óléttar konur fara sjaldnast fram hjá neinum en þarna komst ég að því hvers mannsheilinn er megnugur. Ég hálf- partinn tók þá ákvörðun að vera ekki ólétt og að hluta til gekk það upp hjá mér. Það er líka greini- legt samband milli hugar og líkama því það sást nánast ekkert á mér fyrr en nóttina sem ég átti, þá blés kúlan út. Feluleikurmn hluti af lífi mínu Feluleikurinn varð stór hluti af lífi mínu og ágerðist eftir því sem á leið. Ég var heppin því víð og stór föt voru í tísku og hentuðu mér mjög vel. Ég passaði líka vel upp á alla smáhluti. Vafði dömu- bindum í klósettpappír og henti í ruslið mánaðar- lega svo mamma myndi ekki fatta að ég væri ekki á túr, skrópaði alltaf í leikfimi og fór aldrei í sund eða neitt slíkt. Ég vildi alls ekki byrja á pillunni en lét undan þrýstingi um það bil tveimur vikum áður en ég fæddi, fór til heimilislæknisins sem lét mig, kasólétta, fá lyfseðil fyrir getnaðarvörn. Ég passaði svo bara upp á að henda alltaf einni pillu i ruslið daglega. Þegar ég var komin átta mánuði á leið sótti kærastinn minn mig i skólann og vildi endilega að ég kæmi með sér í opinn prufutíma í líkamsrækt. Ég fór en þaö var hræðileg tilfinning, sérstaklega í búningsklefanum þar sem ég var að reyna að fara í sturtu og klæða mig svo lítið bæri á því það voru þarna stelpur sem ég kannaðist við. Ég þurfti líka að passa vel upp á hrjóstin á mér, mikil mjólk lak úr þeim, sérstaklega á nóttunni, svo bolirnir sem ég svaf í urðu oft á tíðum rennblautir. Ég reyndi að koma þeim í óhreina tauið svo lítið hæri á en mamma sagði við mig eftir að sá stutti fæddist að hún hefði sennilega sjálf verið í hálfgerðri afneitun því hún tók eftir þessum bolum en spurði einskis. Hún spurði mig samt nokkrum sinnum að því í lok meðgöngunnar hvort ég væri ólétt en ég brást illa við og sagðist bara hafa fitnað smá. Ég passaði ekki mikið upp á matarræðið, drakk kók og borðaði mikið nammi en ég hef oft hugsað eftir á hvað það var gott að ég hvorki drakk né reykti því ég hefði eflaust haldið því áfram þrátt fyrir allt. Þegar ég var ein hugsaði ég samt oft um litla einstaklinginn sem var að fæðast inni í mér og ég var alveg klár á því að það væri strákur. Mér fannst þægilegt að liggja uppi í rúmi og finna fyrir spörkunum. Ég fór stundum inn í barnafataverslan- ir og skoðaði lítil föt og einu sinni stoppaði ég fyrir framan Landspitalann því ég vissi að ég þyrfti að fara í sónar. Ég sneri við af ótta um að einhver sem ég þekkti myndi sjá mig. Ég hugsaði líka oft um að segja barnsföður mínum frá þessu og keyrði nokkrum sinnum að heimili hans en hætti alltaf við. Sem dæmi um þá miklu afneitun sem ég var í pantaði ég mér ferð til Spánar með vinkonum mín- um rétt áður en ég fæddi þótt ég vissi að þegar að brottför kæmi væri ég móðir þriggja mánaða gam- als barns. Þetta reddast Síðasti mánuðurinn var langerfiðastur andlega. Ég vissi að það styttist í fæðinguna en vissi ekki hvað ég átti að gera. Alls konar hugsanir brutust um innra með mér, meðal annars að fara upp á fæð- ingadeild, fæða barnið og stinga svo af. Ég hugsaði líka um að gefa barnið en sú hugsun sem mestu réði hjá mér var einfaldlega „þetta reddast“. Svo kom auðvitað að því sem ég hafði óttast mest. Það var miðvikudagurinn 25. mars 1990 og árshátíð hjá skemmtistað sem ég vann á um helgar. Okkur var boðið út að borða og ég var í stuttum svörtum kjól og víðri svartri skyrtu yfir, svona til að fela. Ég fann það þegar ég var að klæöa mig að eitthvað var að gerast í maganum á mér og ég hugsaði „nei, ekki núna“. Á matsölustaðnum fann ég fyrir nokkrum sárum verkjum en ég harkaði af mér. Eftir matinn var svo haldið á skemmtistaðinn þar sem halda átti partí. Einhvern veginn tókst mér aö þrauka þar til klukkan hálftvö en þá gafst ég upp enda byrjuð að hafa hríðir. Ég sagði við kærastann að ég yrði að fara heim því ég væri með svo mikla túrverki. Þeg- ar hann kom heim um klukkutíma síðar var ég al- veg að farast úr verkjum en ég sagði samt ekkert. Auðvitað gafst ég upp á endanum, vakti hann og sagði grátandi að ég væri ólétt og ég væri að eign- ast barn núna. Hann fór hálfvankaður upp, vakti foreldra mina og mamma kom hlaupandi niður. Þegar ég sagði henni hvað var um að vera hringdi hún á lækni sem kom strax. Mamma var alveg viss um að ég væri að missa fóstur enda bara búin að vera með strák i fimm mánuði. Læknirinn hringdi á sjúkrabíl og fæðingardeildinni var gert viðvart um komu mína. Mamma fór með mér í sjúkrabíln- um og hún var skiljanlega hálfstjörf. Ég var líka í sjokki og sagði grátandi við mömmu að ég vildi ekki þetta barn. Mamma hálfhreytti í mig að það væri of seint að segja það núna. Nú finnst henni voðalega leiðinlegt að hafa verið svona hvöss við mig en auð- vitað vissi hún ekki hvernig hún átti að bregðast við, á leið á fæðingardeild í sjúkrabíl með yngsta barnið sitt. Þegar við komum á fæðingardeildina var tekið á móti okkur með hraði og farið með mig á stofu sem mér fannst fyllast af fólki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hverjir voru þarna en mér leið eins og það væri allt yfirfullt. Að sjálfsögðu var ákveðið óöryggi í loftinu þar sem ekki voru til neinar upp- lýsingar um meðgönguna, hvorki úr mæðraskoðun né sónar. Það var því ekki vitað hvernig barnið sneri eða hvort ég væri fullmeðgengin þótt ég væri sjálf viss um að svo væri. Það var því allt tilbúið ef ég þyrfti að fara i keisara eða ef bamið þyrfti að fara á vökudeild. HEKLA Gott á bilathing.is Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is BÍLAÞING HEKLU Númer eitt í notuðum bílum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.