Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Framtíðartrukkurinn frá Isuzu Þrátt fyrir erfiðleika hjá Isuzu er það alls ekki hætt við að kynna ný farartæki. Hönnunardeild fyrirtæk- isins kynnir FL-4 vörubílinn sem til- raunabíl á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Þessi milli- stærðarvörubíll á að henta jafnt í flutninga innan og utan borga. Bíll- inn er með lágan vindstuðul eins og allir sjá sem horfa á hann, á til- raunastigi náðist hann niður í 3,16 Cd. Lag hússins tryggir gott útsýni i niður á hom hans og aftan á bílnum eru myndavélar fyrir útsýni aftur. Öryggi annarra vegfarenda er tryggt með stuðurum sem minna meira á svuntur og koma í veg fyrir að minni bílar fari undir hann í árekstri. Bílstjórinn situr í miðjum bílnum og helstu upplýsingar og út- sýni frá myndavélum birtast á skjá fyrir framan ökumanninn. -NG Fjölskyldufundirnir frá matarborðinu í bílinn Bílar hafa tekið við af matarborð- inu sem aðalsamkomustaður fjöl- skyldunnar segir í nýrri könnun sem Vauxhall/Opel lét gera fyrir bílasýninguna í Bretlandi sem opn- uð var í vikunni. Samkvæmt henni eyðir meðalfjölskyldan 11 tímum og 7 mínútum saman í bílnum á viku, á meðan matarborðið tekur aðeins 10 tíma og 59 mínútur. Þetta er einnig meiri tími en fjölskyldan eyðir saman í önnur mál eins og úti- veru og sjónvarpsgláp, svo dæmi sé tekið. Margar af þeim 1000 fjölskyld- um frá London, sem tóku þátt í i könnuninni, sögðu að þær notuðu bílferðina einnig fyrir fjöl- skyldufundi. 52% sögðu að bíllinn hentaði best fyrir alvarlegri málefni og þegar kemur að því að útskýra staðreyndir lífsins fyrir börnunum. -NG Nýr Chevrolet-pallbíll Chevrolet hefur tilkynnt að nafn- ið Colorado verði notað á nýjan pall- bíl af millistærð frá verksmiðjun- um. Þetta er fimmti nýi pallbíllinn frá Chevy-bílafram- n leiðandanum á aðeins þremur árum, eða síðan Chevy Avalanche var sýndur á Alþjóðlegu bílasýning- unni í Norður-Ameríku árið 1999. Framleiðsla Colorado mun hefjast í lok næsta árs. Góð útkoma Ford Fiesta í árekstrarprófi ADAC Nýr Ford Fiesta, sem Brimborg kynnti í haust, fékk góða einkunn í árekstrarprófi sem framkvæmt var af þýsku bílasamtökunum ADAC. Ford Fiesta fékk fjórar stjöm- ur og er meðal bestu bíla í sfnum flokki. ADAC segir að niður- staðan sé mjög góð og dreg- ur þá álykt- un ástæðan sé ör- yggiskerfi Fiesta sem kallast IPS (Intelligent Protection System). Ford Fiesta er búinn fjórum öryggispúð- um sem hafa tveggja þrepa virkni og blásast því mishratt út eftir styrk árekstursins. Einnig hafa hliðarör- yggispúðar, bílabeltastrekkjarar og höfuðpúðar fyrir alla fimm farþegana mikið að segja. ADAC notar sömu aö- ferðir og Euro-NCAP við prófanir I sínar þar sem bílamir eru prófaðir við árekstur að framan og á hlið og einnig við árekstur á hluta fram- enda. Ford Fiesta fékk 28 stig af 34 mögu- legum og ef hann var prófaður með hliðargardinum fékk hann 30 stig af 34 mögulegum en þær em aukabúnaður. Ford Fiesta kostar frá kr. 1.370.000 kominn á götuna í 5 dyra útgáfu með beinskiptum gírkassa. Von er á Fiesta með sjálfskiptingu í apríl á næsta ári. , HeÍQCtrblaS1 X>"V" 10 ára afmælisfjör hjá B&L B&L halda Upp á 10 ára afmæli Hyundai á íslandi sunnudaginn 3. nóvember með tilheyrandi gleðskap í sýningarsal sínum, að Grjóthálsi l, frá klukkan 12 til 16. í tilefni dags- ins hefur verið sett upp athyglis- verð sýning á Hyundai-bílum, m.a. þeim fyrsta sem fluttur var til landsins árið 1992, ásamt nýjustu gerðinni, Hyundai Getz, sem vænt- anleg er til landsins. Meðal þess sem gleðja mun afmælisgesti af yngri kynslóðinni má nefna andlits- málun, blöðrudýr og WRC Hyundai- tölvuleiki. Þá veröur öllum boðið að bragða á 10 metra langri af- mælistertu og verður fyrsta tertu- sneiðin skorin klukkan 13. VW Touareg mun keppa í París-Dakar „Við höfum þegar ákveðiö að láta bílinn keppa i París-Dakar-rallinu eft- ir rúmt ár,“ sagði Dr. Stephan Wö'l- lenstein, framkvæmdastjóri sölusviðs VW i NV-Evrópu, í viðtali við DV-bíla í gær. Hann var staddur hér vegna heimsfrumsýningar nýja VW Tou- areg-jeppans hjá umboði og varð Hekla fyrir valinu vegna 50 ára af- mælis VW á íslandi og einnig vegna langrar og góðrar samvinnu. „Við eigum eftir að sjá eftir Heklubræðr- unum en þetta er þeirra ákvörðun sem viö virðum. Við hlökkum einnig til samstarfs við nýjan rekstraraðila," sagði Stephan Wöllenstein einnig, en ítarlegra viðtal við hann verður birt í næsta blaði DV-bíla. -NG Hátt verð þarf ekki að þýða gæði Samkvæmt áreiðanleikakönnun sem nýlega fór fram í Bretland, að frumkvæði neytendasamtakanna þar í landi, eru eigendur japanskra bila ánægðastir með bíla sína á meðan jeppar eru þeir bílar sem bOa mest. Skoðað var hvað bOar bO- uðu mikið hjá eigendum sínum og hversu oft þeir þyrftu á varahlut að halda fyrstu árin. Japanskir bila minnst BOar framleiddir hjá Honda, Mazda, Toyota og Lexus urðu efstir á blaði hjá þeim 33.500 eigendum sem könnunin náði tO. Þeir sem komu verst út voru merki eins og Jeep, Land Rover og Alfa Romeo samkvæmt Which neytendablaðinu sem framkvæmdi könnunina. „Stjórn framleiðsluferlisins er eitt- hvað sem japanskir framleiðendur gera betur en aðrir,“ sagði David Evans, bOasérfræðingur Which. „Þeir virðast líka geta sett upp verk- smiðjur hvar sem er í heiminum með sama árangri.“ Evans sagði einnig að hátt verð væri ekki sam- ansemmerki áreiðanleika. Blaðið nefndi bOa eins og Ford Focus, Honda Accord og Toyota Yaris sem bestu kaupin en enginn lúxusbOl náði þar efst á lista. Samkvæmt rannsókninni bOuðu aðeins 1% þeirra Mazda-bOa sem keyptir höfðu veriö síðan árið 2000. TO sam- anburðar bOuðu 20% Jeep-jeppa, 16% Alfa Romeo-bOa og 13% Land Rover-jeppa. Meira en þriðjungur nýrra bOa þurftu á varahlut að halda fyrstu tvö árin og voru Citroen og Volkswagen þar óvenju- skæðir, en þar komst talan upp í 38% þeirra. -Reuters Jeppar í mestri hættu sam- kvæmt amerískri könnun Samkvæmt nýrri könnun frá há- skólanum í Michigan í Bandaríkj- unum eru hættulegustu bOamir jeppar og jepplingar. Ástæðan er sögð vera stærö þeirra, þyngd, erfið- leikar á að ná aftur stjórn á þeim og aukin hætta á veltum. Einnig mun það geta haft áhrif að ökumönnum þeirra fmnist þeir vera mun örugg- ari í stórum bO og aki þá sam- kvæmt því. Könnunin sýndi jafn- framt fram á að öruggustu bOamir væru fjölnotabílar. Ástæðcm þar er líklega sú að ökumenn þeirra keyra varlegar þar sem öO fjölskyldan er venjulega með í för. -NG Leiðrétting Þau mistök urðu í grein um Hyundai Getz-reynsluakstur í síðasta blaði DV-bíla að bílnum var gefið það að sök að hafa aðeins fióra höfuð- púða og það tOtekið sem gáOi á bíln- um. Þessi vOla slæddist inn vegna vOlu í bæklingi frá Hyundai í Evrópu. Það rétta er hins vegar að aUir þeir bUar sem seldir em á evr- ópskum markaðssvæðum eru með fimmta höfúðpúðann feUdan niður í sætið og leiðréttist það hér með.-NG Suzuki Vitara JLX Exce, ssk. Skr. 10/98, ek. 46 þús. Verð kr. 1255 þús. Nissan Terrano II 2,4, bsk. Skr. 7/01, ek. 43 þus. Verð kr. 2280 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///--------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 690 þus. Suzuki Swift GLS 3dr. bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þus. Galloper 2,5 diesel sjsk. Skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þús. Baleno Wagon 4x4 /99, ek. 79 pús. kr. 1170 þús. Suzuki Vitara JLX, 5d., bsk. Skr. 6/00, ek. 59 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Vitara V-6, ssk. Skr. 10/97, ek. 85 þús. Verð kr. 1290 þus. VW Polo Comfortline bsk. Skr. 7/01, ek. 33 þús. Verð kr. 1080 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 13 þús. Verð kr. 1480 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.