Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 34
34
/ / e / C) a rb / a c) H>"V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002
Sérðu ekki
hvað ég segi?
Líkamstjáning er þöqul og hávær ísenn en með hregfingum okkar
komum við oftast upp um það sem við raunverulega meinum.
Maðurinn er sennilega eina dýrið sem getur logið
svo sannfærandi -sé. Það er vegna vitsmunaþroskans
og málhæfileikanna. Ef maðurinn þyrfti að tjá líðan
sína með látbragði og líkamstjáningu þá myndum við
sennilega aldrei skrökva. Oft hittum við fólk sem
virkar ekki trúverðugt í máflutningi sínum án þess
að við getum bent á neitt sem það segir sem staöfest-
ir það. Það er vegna þess að við höfum lesið hin þöglu
skilaboð líkamstjáningarinnar sem koma alltaf upp
um það sem við erum raunverulega að hugsa.
Með fjölda smárra líkamshreyfinga sýnum við
hvað við erum að hugsa og
ósjálfrátt notum við þessar hreyf-
ingar til þess að skilja hvort annað
betur því við skiljum þetta táknmál
öll án þess að geta komið mjög
skýrum orðum að því. Þetta er
ástæðan fyrir því að það er auð-
veldara að skrökva að fólki í síma
en augliti til auglitis.
Meðal þeirra sem hafa rannsak-
að líkamstáknmál er mannfræðing-
Hér hefur viðmælandinn sett hendurnar
saman og myndað nokkurs konar sperrur. Það þýð-
ir að hann er búinn að taka ákvörðun og ekkert
seni þú segir fær haggað því.
Viðmælandinn togar í eyrað á sér ineðan hann
hlustar á þig. Það bendir til þess að þú haldir ekki
athygli hans eða að hann trúir ekki því sem þú ert að
segja.
Hér snertir viðmælandinn hálsinn á sér
■neðan hann talar við þig. Það þýðir að hann segir
þér ekki allan sannleikann eða ætlar að lialda ein-
liverju leyndu fyrir þér.
urinn Desmond
Morris og hann
skrifaði stórfróð-
lega bók um þetta
efni sem heitir
Manwatching. Þar
er hægt að lesa um
að algengasta tákn-
ið um að einhver sé
að ljúga er þegar sá
sem talar snertir
andlit sitt, togar í
nefið á sér eða klór-
ar sér í höfðinu
meðan hann talar.
Það er kannski ekki
beinlínis lygi sem
er verið að bera á
borð en það er ekki
allur sannleikurinn
og við vitum það.
Þess vegna forðast
þeir sem vilja halda
einhverjum hluta
sannleikans leynd-
um fyrir viðmæl-
endum sínum, að
snerta höfuðið á sér
meðan samræðurn-
ar fara fram.
Tilraunir hafa
leitt í ljós að prest-
ar, hjúkrunarkonur
og stjórnmálamenn
eru þær starfsstéttir
sem eiga hvað auðveldast með að skrökva að viðmæl-
endum sínum. Skýringar á þessu eru eflaust mýmarg-
ar og misjafnar en kannski þurfa þessar starfsstéttir
meira á því að halda en aðrar að fólk trúi orðum
þeirra.
Hér á síöunni eru birtar myndir sem sýna nokkur
dæmi um hvernig lesa má afstöðu manna og skoðun
úr líkamstjáningu þeirra. Þetta getur verið gagnlegt
að hafa í huga í samningaviðræðum um viðskipti af
ýmsu tagi eða samtölum við samstarfsmenn. Stund-
um er líkamstjáning mjög augljós og sýnir svo ekki
verður um villst hvort maður heldur athygli viðmæl-
anda síns eða nær yfirhöfuð til hans. Sá sem geispar
mjög áberandi er ekki áhugasamur og ekki heldur
viðmælandinn sem horfir mikið út um gluggann eða
borar í nefið á sér meðan maður er að tala. En slíkar
stellingar eru kannski sýndar viljandi til þess að
koma skilaboðum áleiðis.
Það sem er mikilvægt í því að lesa líkamstáknmál
er að skilja þau skilaboð sem menn eru aö reyna að
halda leyndum. Þeir sem stunda rannsóknir á við-
skiptasamfélögum hafa rannsakað líkamstáknmál
mjög mikið og hafa meðal annars komist að því að
menn sem hafa náð langt í viðskiptum eru oftast afar
snjallir að láta ekki sjást hvað þeir eru raunverulega
að hugsa.
Það er fróðlegt að skoða myndirnar hér á síðunni
og átta sig á hvort maður hefur nýlega séö einhvern
tjá sig með líkamanum á líkan hátt og fyrirsætan ger-
ir. Eða á maður sjálfur vanda til þess að toga í eyrun
á sér meðan maður segir konunni hvers vegna mað-
ur hafi komið of seint heim úr vinnunni eða hvar
maður hafi verið með strákunum í gær? PÁÁ
Viðmælandinn brosir ekki og lileypir í brýrnar.
Með því vill hann sýna vald sitt eða yfirráð. Svona inyndi
yfirmaður liorfa á tindiriuann sem liann vill að hlýðnist fyr-
irmælum.
Viðinælandinn snertir munninn eða andlit sitt
með vísifingri. Það þýðir að liann ætlar að setja sig upp á
móti áformum þínum eða vill alls ckki heyra
■nálflutning þinn.
Viðmælaudinn er að tína ló af peysunni sinni
eða jakkanuin ineðan þú talar við hann. Það þýðir að hann
er alls ekki sammála þér og er bara að drepa tíniann þang-
að til þú þagnar til að segja þér það.