Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 H>V Fréttir Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 5514 Allir íþrúttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pnol. Bóður matseðill. Tökum að okkur húpa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. Elín Hirst. Páll Benedlktsson. Beðið eftir fréttastjóranum Ekki hefur verið gengið frá ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarps- ins en umsóknarfrestur er löngu liðinn. Ráðningarstofan Mannafl hefur haft umsóknir umsækjenda til umfjöllunar og annast viðtöl. Útvarpsráðsfundur verður haldinn á Akureyri á þriðjudag. Er fundurinn haldinn nyrðra í tilefni flutnings Ríkisútvarpsins í nýtt hús- næði á Akureyri. Óvíst er með mætingu á þann fund og því alls óvist hvort tillaga um ráðningu fréttastjóra verður á dagskrá. Næsti fundur þar á eftir verður þriðjudaginn 26. nóvember og gæti þá dregið til tíð- inda. Eftir því sem DV kemst næst þyk- ir valið standa miili Elínar Hirst aðstoð- arfréttastjóra og Páls Benediktssonar fréttamanns. Útvarpsstjóri tekur endanlega ákvörðun um ráðninguna og getur hún gengið þvert á tillögu útvarpsráðs. -hlh Birtan í norðri í sjónvarpið Forráðamenn bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NewsWatch hafa fallið fyr- ir nýrri bók Ara Trausta Guðmundsson- ar og Ragnars Th. Sigurðssonar, North Light, sem kom út í sumar sem leið, og hyggjast koma hingað snemma næsta vor og taka upp þátt sem byggir á henni. „Þetta er ekki bók um norðurljós, þó vissulega séu myndir af norðurljósum í henni,“ sagði Ari Trausti, „hún fjallar um birtuna á norðurslóðum - ljósið í norðrinu - og er einhver fallegasta ljós- myndabók sem ég hef séð.“ Ari kannaðist við áætlanir stöðvar- innar um að taka upp þátt hér á landi og sagði að haft hefði verið samband við sig upp á aðstoð við gerð hans en ekkert væri farið að skipuleggja enn í smáat- riðum, enda nægur tími fyrir hendi. í frétt á vefsíðu stöðvarinnar eru tal- in upp ýmis spennandi ljósfyrirbrigði á norðurhjara, vetur og sumar, og endað á eldi sem gýs úr iðrum jarðar. Þó ekki sé vist að eldfjöllin taki mark á tímaáætl- unum Bandarikjamannanna er nokkuð víst að birtan verði eins breytileg og þeir geta óskað sér. -SA Fagnaöarfundir. Hittust 52 árum eftir björgun „Það er stórkostlegt að hitta Sigurð, þetta er yndislegur dagur og mér fannst flugið frábært," sagði Ingigerður Karls- dóttir, fyrrverandi flugfreyja í Geysi, þegar henni var komið á óvart í gær með því að hitta Sigurð Steindórsson, sem bjargaði henni og fimm félögum hennar ofan af Bárðarbungu fyrir 52 árum. Ingigerður var nýkomin úr flugi með Ómari Ragnarssyni og Óttari Sveinssyni, sem nýverið gaf út bók um slysið; Útkall-Geysir er horfmn. Þegar klukkan var um það bil tvö eftir hádegi 20. september 1950 komu átta Akureyringar og einn Reykvíking- ur gangandi á skíðum upp á Bárðar- bungu, í um 1.800 metra hæð. Þeirra á meðal var Sigurður Steindórsson. Þar tók hrakin áhöfn Geysis DC-4, sem hafði verið glæsilegasta flugvél íslend- inga, á móti þeim. Tæp vika var liðin frá því vélin brotlenti á bungunni en áhöfnin, sex manns, lifði slysið af. Ingi- gerður Karlsdóttir, 23 ára flugfreyja, slasaðist mest. -aþ Hlutur Kers hf. íVÍS seldur Norvik ehf.: expert Opnar í nóvember Glæsileg opnunartilboð! Samið bak við tjöldin Fullyrt er að samkomulag hafi náðst innan S-hópsins um að Þórólfur Gísla- son, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og hans menn fari í framhaldinu með yfír- ráö í Vátryggingafélaginu og gefi eftir Sala Kers hf. á 25% hlut í Vátrygg- ingafélagi íslands í fyrradag til Verð- bréfastofunnar hf. kom mörgum í opna skjöldu. Þessi hlutur hefur nú verið seldur félagi í eigu Byko-fjölskyldunn- ar sem tengd er Gildingarhópnum sem á um 20% í Búnaðarbankanum. Ljóst er að mikil flétta og valdatafl er nú í gangi sem snýst að verulegu leyti um samningaviðræður S-hópsins um kaup á Búnaðarbankanum. í svokölluðum S- hópi eru Andvaka ehf., Samvinnu- tryggingar ehf., Fiskiðjan Skagfirðing- ur hf., Kaupfélag Skagfirðinga, Ker (Esso), Samskip og Samvinnulífeyris- sjóðurinn. Norvik ehf. kaupir VÍS-hlutinn í gær var upplýst að kaupandi að 25% hlutnum í VÍS væri Norvik ehf. sem fer með eignarhald á Byko-versl- ununum og fleiri tengdum fyrirtækj- um. Forstjóri Byko, Jón Helgi Guð- mundsson, situr jafhframt í bankaráði Búnaðarbankans og hefur tengst Gild- ingarhópnum svokallaða sem á um eða yfir 20% hlut í Búnaðarbankanum. Flest fjármálafyrirtæki landsins voru upphaflega meðal hluthafa í Gildingu sem var sameinuð Búnaðarbankanum undir lok síðasta árs eftir að hafa tap- að háum fjárhæðum vegna niðursveifl- unnar á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis. Talið er að í ljósi mikilla fjárfestinga S-hópsins undanfama mánuði séu kaupin á Búnaðarbankanum þeim erf- iður biti. Auk þess sem átök innan S- hópsins um völd i Keri bæti þar ekki úr skák. Því reyni menn nú með söl- unni á 25% hlutnum í VÍS að ná sam- an með Gildingarhópnum um kaupin á Búnaðarbankanum. Búnaöarbankinn. þá ætlun sína að knýja fram stjómar- skipti í Keri á hluthafafundi 27. nóvem- ber. Þess í stað muni Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, og hans menn, halda yfirráðum sínum í Keri sem er eignarhaldsfélag á bak við rekstur 01- íufélagsins hf. eða Esso. Þórólfur kaup- félagsstjóri á Sauðárkróki hefur jafri- framt leitt starfsemi Eignarhaldsfélags- ins Hesteyrar ehf. sem er í eigu Fiskiðj- unnar Skagfirðings hf. og Skinneyjar- Þinganess hf. Hann varð stjómarfor- maður í VlS í kjölfar kaupa Hesteyrar á 22,53% hlutafjár í Keri hf. af Fjárfest- ingarfélaginu Straumi hf. í ágúst, en Ker átti 29,45% hlut í VÍS. Enn meira í sigti? í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær eru vangaveltur um kenningar um áframhald þessarar leikfléttu. Þar er m.a. talað um að líkleg lokaniðurstað- an verði sameining Búnaðarbankans og Kaupþings. Ekkert hefúr þó fengist staðfest í þeim efnum. Ef af yrði hefði það hins vegar áhrif á fyrirhugaða hlutafélagavæöingu Sparisjóðs Reykjavíkur og þá stöðu sem Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, hafa verið að skapa sér innan Kaup- þings og Sparisjóðabankans. Fyrirhug- uð hlutafélagavæðing þessara spari- sjóða var ráðgerð í haust en vegna harðra átaka við svokallaða fimm- menninga og Búnaðarbankann í allt sumar og haust hefúr það ekki gengið eftir. -HKr. Gríðarleg leik flétta í gangi - mikið valdabrölt sem tengist kaupum á Búnaðarbankanum REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.26 16.15 Sólarupprás á morgun 10.02 08.50 Síðdegisflóö 16.36 20.58 Árdeglsflóö á morgun 04.57 09.19 Veðriö í kvöl ftCSí'.T : Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag. Þegar liður á daginn má gera ráð fyrir vaxandi austan- og suðaustanátt sunnan- og vestanlands. Víða verður léttskýjað norðanlands en sums staðar skúrir og él syðst á landinu. Frost verður 0 til 10 stig. Rigning sunnan tii Gert er ráð fyrir suöaustanátt, 10-18 m/s og rigningu um landið sunnan- og vestanvert. Hiti verður 3 til 8 stig. [ Veðriðn Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur ® A A Hítt 3“ ® A A Hiti 3° Q Hiti 3° ti! 8° til 8° tii 8° Vindun 10-18“/» Vindur: Vindur: 10-18 “V* 10-18x “/» * Suöaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands. Austanátt meö dántilli rigningu eða slyddu um landiö sunnanvert. Hœgt kólnandi veöur. Veöurfer kólnandi. Gert er ráö fyrir rigningu og slyddu um landiö sunnan- og vestanvert. Logn Andvarl Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stlnningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 PÆIvtrf.L , -l *j I iíiai' AKUREYRI skýjað -1 BERGSSTAÐIR skýjað -4 BOLUNGARVÍK snjókoma 1 EGILSSTAÐIR alskýjað 1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1 KEFLAVÍK skýjað 1 RAUFARHÖFN snjóél 1 REYKJAVÍK skýjað -4 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 2 BERGEN rigning 4 HELSINKI alskýjaö -4 KAUPMANNAHÖFN þoka 7 ÓSLÓ súld 1 STOKKHÓLMUR 6 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4 ALGARVE skýjaö 16 AMSTERDAM skýjaö 9 BARCELONA skýjað 13 BERLÍN rigning 9 CHICAGO súld 3 DUBLIN rigning 7 HALIFAX léttskýjað 3 FRANKFURT þokumóða 10 HAMBORG þokumóða 7 JAN MAYEN skafrenningur -1 LONDON skýjað 12 LÚXEMBORG súld 7 MALLORCA rigning 15 MONTREAL heiðskírt 5 NARSSARSSUAQ alskýjað -5 NEWYORK skýjað 9 ORLANDO alskýjað 18 PARÍS léttskýjað 11 VÍN skýjað 20 WASHINGTON alskýjað 3 WINNIPEG -11 ! I I, i ,l| |l | | | gg I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.