Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 24
2 H e / c) a rb l a ö 1OV LAUOARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002’ Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Límóná Lime eða límóna eins og ávöxturinn heitir á tslensku er upprunnið á Ind- landi eða íMalasíu og hefur verið kallað sítróna hitabeltisins þvíþað þolir betur hita en sftrónur. Límóna er fagurgrænn sítrusávöxtur, náskgldur sftrónunni en svo súr að hún ersjaldan borðuð ein og sér. Hún ersamt notuð Ifkt og sftrónur en inniheldur um þriðjungi meira af sftrónusgru en jafnþungar sítrónur. Safinn er oft notaður f búðinga og svaladrgkki, einnig ísalsasósur og fdgf- ur. Einnig er búið til úr þeim sterkt krgddmauk og er það vel þekkt úr mat- argerð Indverja og annarra þjóða íAusturlöndum fjær. Einnig þekkjast þurrkaðar Ifmónur og notast vel ígmsa matargerð. Lfmónan er mjög C-vítamínauðug og á nítjándu öld var farið að skammta breskum sjóliðum limesafa f stað sftrónusafa sem vörn gegn skgrbjúgi. Límónulauf eru líka sérlega ilmrík og bragðmikil og oft notuð sem krgdd f rétti þar sem óskað er eftir límónubragði. Gerir allt svo frískandi og ferskt - segja matreiðslumennimir á Pasta Basta Matreiðslumennirnir og nafnarnir Guðmundur Guð- mundsson og Guömundur Fjalar ísfeld á Pasta Basta á Klapparstíg tóku að sér að matreiða fyrir okkur úr límónu. Þeir segja límónur henta vel í alls kyns eftirrétti, en einnig bæði með kjöti og fiski. „Þær eru súrar en gera allt svo frískandi og ferskt," segja þeir. Útsendarar DV fylgdust með þeim félögum útbúa annars vegar folalda- bufftartar og hins vegar pitsu og fengu að smakka báða réttina sem svo sannarlega er hægt að mæla með. Hér koma uppskriftimar: Folaldabufftartar Forréttur eða aðalréttur fyrir tvo 150 q folaldafile 1/2 rauðlaukur Pitsa með þistilhjörtum, parmaskinku og límónu Pitsudeia 20 a aer 1 1/2 dl vlvolat vatn 1-2 msk. ólífuolía 1 tsk. salt 300 g hveiti 5 basillauf, fersk (nauðsynleg í þennan rétt) 1 msk. kapers 2 hálfir sólburrkaðir tómatar malaður pjpar úr kvörn (eitt aðaltrikkið!) 1/2 tsk. Maldon salt (fæst í Heilsuhúsinu) 1 msk. Extra Virain ólífuolía Safi úr hálfri limónu Kjötið er saxaö smátt með beittum hníf og sett í skál. Tómatarnir em skomir smátt og öllu er blandað saman og hrært. Mótað í tvö buff, Extra Virgin ólífuolíu dreift í kring, skreytt meö smátt skornum tómötum bæði sól- þurrkuðum og ferskum. Parmesan-ostur rifinn yfir. Gerið leyst upp I vatninu. Olíu og salti hrært saman við og síðan hveitinu smátt og smátt. Hnoðað. Látiö lyfta sér góða stund. Flatt út og smurt með sósu. Sósan 1 hálfdós niðursoðnir tómatar 1/2 laukur. smátt saxaður oipar OQ salt 1/2 lítil dós tómatpúre 20 q parmesanostur 1/2 msk. Extra Virgin ólífuolía 1/2 tsk. múskat 5 lauf ferskt basil 1/2 sólburrkaður tómatur pínul.ítill lírpónu^afi 1 lauf hvítlaukur 1/2 tsk, burrkað oreaano þurrkað timian á hnífsoddi Tómatamir em soðnir niður um stund með lauknum, saltinu og pipamum. Öllu hinu blandað saman við og sós- an maukuð í matvinnsluvél. Æskilegt er að hún fái standa í kæli í sólarhring fyrir notkun. Ofan á 1 ferskur mozzarella ostur 4 bistilhiörtu í olíu 1/2 laukur Osturinn er skorinn í sneiðar, einnig þistilhjörtun og laukurinn og þvf dreift á pitsuna. Olíu er sprautað á brún- imar og pitsan bökuð. 1/2 pk. af parmaskinku og 1/2 limóna í sneiðum er sett ofan á hana um leið og hún er tek- in úr ofninum. Einnig safi úrl/4 af límónu. LAUCARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 HelgarblacJi H>"V" 25 DV-myndir Sig. .lökull Eitt aðaltrixið við folaldabuff- tartar er ferski piparinn. Guð- mundur Guðmundsson slumpar til með hann eins og mat- reiðslumönnum er lagið. Nú er bara eftir að hræra allt saman og móta buffið. Það gefur gullna áferð á pitsu- brúnirnar að dreypa olíu á þær fyrir bakstur. Hér er það Guð- inundur Fjalar sein er ábyrgur fyrir þeirri aðgerð. Þá cr pitsan tilbúin í ofninn, mozzarellaosturinn og þistil- hjörtun komin á. Það er ekki fyrr en pitsan keinur úr ofnin- um sem límónunni er dreift í smásneiðum vfir hana, ásaint parmaskinkunni. Þá hitnar hvorutveggja en heldur samt sínum ferskleika. Miðlungsfyllt frá Kaliforníu og mjúkt frá Suður-Frakklandi - er val Kristjönu Sveinbjörnsdóttur hjá Austurbakka Þessi vínþáttur hefur nú verið í blaðinu í bráðum sjö mánuði. Viðtökumar hafa verið mjög góðar en tilgangurinn hefur öðru fremur verið að auövelda fólki val á vínum með mat og fara nokkrum orðum um ýmislegt er viðkémur vínum og umgengni við þau. Á þessum tíma höfum við kynnt afar fjölbreytt úrval vína frá öllum helstu víngerðarlöndum heims. En umsjónarmaðurinn er fráleitt alfróður um vín þótt fróðleiksþorstinn sé til staðar í ríkum mæli. Þess vegna var strax farin sú leið að gefa hæfileikafólki sem starfar hjá víninnflytjendum tækifæri á að spreyta sig á því að velja vín með matnum sem kynntur er hér til hliðar og kynna um leið þau vín sem fást í vínbúðum hér á landi. Mikil þekking og reynsla hefur safhast hjá þessu ágæta fólki sem lesendur hafa notið góðs af og munu vafa- laust njóta. Kristjana Sveinbjörnsdóttir hjá víndeild Austur- bakka sér um að velja vinin að þessu sinni. Með fol- aldabufftartar mælir hún með Kaliforníuvíni, Paso Robles, Cypress Cabernet Sauvignon. Þrúgusam- setningin er 75,7% Cabemet Sauvignon, 7,5% Petite Sirah, 3,1% Alicanté Bouschet og 13,7% aðrar rauð- vínsþrúgur. Hér er á ferö miðlungsfyllt, dökkt vin, plómurautt að lit en með unglegan blæ í litnum. í angan má finna fyrir svörtum kirsuberjum, plóm- um, brómberjum, negul og sedrusviði. í bragði er vínið með nokkuð mikilli mjúkri og mildri áferð. Bregður fyrir brómberjum, kirsuberjum, súkkulaöi og negul. Cypress Cabernet Sauvignon hentar sér- lega vel með nautakjöti, lambakjöti og pasta í tómatlöguðum sósum. Flaskan kostar 1.340 krónur í ÁTVR. Merð pitsunni, sérstaklega grænmetispitsunni, verður suður-franskt vín fyrir valinu, frá Langu- edoc, Fortant de France Merlot. Þetta vín hefur djúpan og glitrandi rauðan lit. Áður en vín- inu er þyrlað (með þvl að hreyfa glasið í hringi) má finna kjarr í angan. Eftir þyrl- un vínsins breytist anganin þannig að finna má fínlegna ávexti, leður, timjan og lavender. Fyrstu einkenni í bragði er góð mýkt ávaxta en þegar líður á verður vínið aðeins öflugra og gefur meiri fyllingu og kraft í bragði. Vottur af karamellu og léttri eik kemur fram í eftirbragði. Vínið geymist vel í allt að þrjú ár eftir að það er sett á flösku og heldur áfram að ná meiri mýkt og þroska. Þetta vín var kynnt í þættinum ísland í bítið í gærmorgun en það kostar 990 krónur í ÁTVR. Kristjana sagði að með pitsunni mætti einnig fá sérlega gott sikileyskt vín, Inycon Cabernet Sauvignon 2001, fallega rúbínrautt að lit. Vinið hefur góða berjafyllingu, er ávaxtaríkt með myntu og þroskað tannín í bakgrunni. Flaska af þessu sikileyska víni kostar 1490 krónur í ÁTVR. Umsjón Ilaukur Lárus Ilnuksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.