Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 47
4 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Helgarblað DV 51 > Með hnífinn í bakið Það gerðust skuggalegir atburðir á Isafirði um miðjan sjötta áratuginn. Þarsló í brgnu milli manna undir áhrifum áfengis og annar endaði með hníf hins íbakinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að áfengi og neysla þess kemur við sögu í ákaf- lega mörgum sakamálum á íslandi. Sagt er að öl sé innri maður og víst losar áfengið um hömlur sem allajafna hindra venjulegt fólk í því að ganga milli bols og höfuðs á samferða- mönnum sinum. Hér verður rakin saga óreglumanns á ísa- firði sem komst hvað eftir annað í kast við lögin vegna óreglu sinnar en sjaldan var það mjög alvarlegt. En veturinn 1956 urðu þau at- vik sem stefndu lífi drykkjufélaga hans i veru- lega hættu. Litlar hvítar töflur Málavextir voru þeir að 11. janúar 1956 var sjómaður nokkur staddur á ísafirði en hann var háseti á bát frá Bolungarvík sem hafði verið dreginn inn til Isafjarðar vegna vélarbil- unar. Að kvöldi þessa dags fór sjómaðurinn í hús við Skipagötu og hitti þar konu sem hann þekkti allvel. Hann var þá þegar undir áhrif- um áfengis. Húsfreyja veitti vel og átti bæði brennsluspíritus sem hún blandaði út í kaffi og einnig lumaði hún á litlum hvítum töflum sem hún sagði að hefðu ekki síðri áhrif en áfengi og fengu þau sér bæði tvær töflur hvort. Fljótlega urðu þau bæði mjög drukkin og leið tíminn viö spjall og söng. Seint um kvöldið bættist í gestahópinn og annar sjómaður kom í heimsókn og vildi sá sem fyrir var þegar reka gestinn af höndum sér og vísaði honum á dyr. Gesturinn neitaði og kom fljótlega til ryskinga milli þeirra. Leikurinn barst um húsakynnin en loks hafði gesturinn sjómanninn undir og gat hann litla björg sér veitt en mundi þá skyndilega eftir skeiðahníf sem hann bar við beltiö og seildist i hann og rak hann tvisvar sinnum í bakið á gestin- um. Er hann ineð liníf? Gesturinn varð allundrandi við og mælti: „Er hann með hníf, helvitis maðurinn?" Stóð nú gesturinn upp og lagaði blóð úr baki hans og gerðist nú margt í senn því samkvæmið leystist upp og lögreglan kom og handtók sjómanninn en lét flytja gestinn á sjúkrahúsið á ísafirði. Þegar lögregl- an kom á staðinn lá gesturinn alblóðugur og ósjálf- bjarga og mjög ölvaður á ganginum en árásarmað- urinn sat rólegur í dívan i herbergi þar inn af. Hann var ósár en ataður blóði í framan og á hönd- um og gólf og húsgögn voru ötuð blóði. Leit var gerð að vopninu á staðnum en hún bar ekki árangur. Þegar gesturinn var skoðaður á sjúkrahúsi komu i ljós allmiklir áverkar á baki hans og brjóstholi og var hann orðinn mjög máttfarinn af blóðmissi og mátti ljóst vera að líf hans hékk á bláþræði. Vel gekk að gera að sárum hans og hlaut hann að lok- um ekki varanlegan skaða af. Gekk nú málið sína venjulegu leið í dómskerfinu, fyrst á ísafirði en endaði að lokum fyrir Hæstarétti. Þegar málið var tekið fyrir var sjómaðurinn kærð- ur fyrir tvær líkamsárásir og var honum gefið að sök að hafa ráðist að verkstjóra nokkrum í Bolung- arvík í ágúst sumarið 1956 og barið hann með steini í höfuðið eftir lokadansleik sem haldinn var til þess að fagna verklokum við byggingu brimbrjóts í Bol- ungarvík. Engin vitni mundu eftir atburðum, verk- stjórinn mundi ekkert og meintur árásarmaður ekki heldur og kenndu allir um hóflítilli áfengis- neyslu þá um kvöldið. Fór því svo að sjómaðurinn var sýknaður af kæru um að hafa ráðist á verkstjór- ann. „Kroniskur alkóhólisti“ Það er athyglisvert að lesa úttekt geðlæknis á sjó- manninum sem gefur í senn innsýn í sérstætt lífs- hlaup hans en rekur einnig á stuttaralegan hátt V ísafjörður á sjötta áratugnum var friðsælt sjávarþorp. Þar gat þó soðið upp úr í átökum manna á milli svo harkalega að mannslíf voru lögð að veði. áfengisneyslu hans frá unga aldri. Það er dr. Helgi Tómasson sem segir svo um sjó- manninn: „Hann er kroniskur alkóhólisti en hvorki fáviti né geðveill. Það er um að ræða 30 ára gamlan giftan sjómann úr Bolungarvík. Hann hefur verið mikið og sffellt veikur af berklum frá 4 mánaða til 4 ára og eftir það síveill með króníska hálseitlabólgu til 17 ára aldurs. Hann varð fyrir meiri háttar slysum 7 ára og 11 ára. Af einhverjum ástæðum er ákveðið að skipta um nafn á honum er hann er 4 ára en það dregst þó end- anlega til þess að hann er fermdur. Fyrstu 4 árin er hann mikið án móðurumhyggju þar sem hann er mikið á spítala. Foreldramir skilja þó endanlega er hann er 4 ára. Elst svo upp hjá móður og stjúpa en tekur ást- fóstri við gamla konu sem deyr voveiflega á jólun- um þegar hann er 8 ára. Tekur sér það afar nærri. Lagður í einelti er hann byrjar í skóla og er upp- nefndur og loðir uppnefnið við hann alla tíð á með- an hann er á æskustöðvunum. Hefur hann tekið sér það afar nærri. Þegar eftir fermingu byrjar hann að vinna fyrir sér en lendir ári siðar til sjós með drykkjurafti sem kemur honum upp á að drekka allskyns ólyfjan með þeim afleiðingum að eftir tvö ár hefur hann fengið svæsna magabólgu sem svo smálagast. Trúlofast 18 ára gamall konu 7 árum eldri, ágætismanneskju að manni skilst, en getur svo húsnæðisleysis vegna ekki verið samvistum með henni í 2 ár eftir fyrsta búskaparár þeirra. Byrjar svo að smádrekka á ný en drykkjuskapur- inn ágerist mjög seinni árin. Hann drekkur eins og svoli og verður oft hinn dólgslegasti. Er marg- sektaður fyrir óspektir. Óreglusamur skilamaður Þrátt fyrir drykkjuskapinn er hann sagður skila- maður á fé, atorkusamur og áreiðanlegur og hugs- unarsamur við fjölskyldu sína. Heilarit hans er ekki eðlilegt en ekki verður sagt með vissu endanlega um hvaö breytingarnar bendi á. Engin geðveikiseinkenni önnur en kroniskur alkóhólismi sem virðist tilkominn hjá líkamlega veilum, dulhrjáðum, ungum dreng, sem strax eftir fermingu er dreginn út í drykkjuskap svo að hann veikist mikið af honum. Örlögin gera honum erfitt fyrir að vera með heitmey sinni um nokkurn tíma en síðan virðast þau standa saman þrátt fyrir drykkjuskap hans með fimm ung börn sem honum hefur tekist að sjá nokkurn veginn farborða til þessa. Maðurinn er á þeirri braut drykkjuskaparins að óhjákvæmilegt er fyrir hann að hætta algerlega neyslu áfengra drykkja ævilangt." Síðan segir í niðurstöðum Hæstaréttar: „Á framanskráðri álitsgerð er ljóst að hneigð ákærða til ofstopa og árása má rekja til orsaka sem stafa kunna frá óheppilegu uppeldi og umhverfi og hegðu samborgara hans í æsku. Ljóst er og að drykkjuhneigð hans getur valdið algeru óminni hjá honum og einnig aukið afbrotahneigð þá sem stund- um birtist í fari hans. Dagfar hans venjulega er mjög ólíkt því sem birtist þegar hann neytir áfeng- is. Þó verður ekki talið að ákærða bresti sakhæfi af þessum sökum.“ í undirrétti var sjómaðurinn drykkfelldi dæmdur til að greiða þeim sem hann stakk 6.460 krónur og gert að sitja í fangelsi i sex mánuði. Auk þess var hann sviptur kjörgengi og kosningarétti. Hæstiréttur hafði ýmislegt við þessa dómsniður- stöðu að athuga og breytti nánast öllum atriðum. Hæstiréttur dæmdi manninn til þess að greiða fórn- arlambinu 8.960 krónur í bætur, felldi niður dóminn um missi kjörgengis og kosningaréttar en þyngdi fangelsisvistina i 18 mánuði úr sex. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir manninum vegna árás- arinnar á verkstjórann en taldi allri rannsókn og meðferð þess máls í héraði mjög áfátt. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.