Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Síða 54
56
Helcjarblacf JZ>V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002
Bílar
Reynsluakstur nr. 718
Volvo XC70
Cross Country
Draumur í alls
engri dollu
Kostir: Þœgindi, vél, fjöðrun
Gallar: Verð, hótt gólf í farangursrými
Volvo XC70 hefur oft fengið góða dóma bílablaða-
manna og var hann meðal annars kosinn langbakur
ársins 2002 hjá tímaritinu „What Car“, svo eitthvað sé
nefnt. Til að gera gott betra hafa hönnuðir Volvo nú sett
nýju 163 hestafla einbunu dísilvélina ofan í húddið á
Cross Country en sú vél hefur áður fengið góða dóma á
síðum DV-bíIa sem annars staðar. DV-bílar höfðu bílinn
til reynsluaksturs í vikunni og létu vel af.
Sætið faðmar bílstjórann
Þótt hann beri það ekki mikið utan á sér er jafnhátt
undir Volvo XC70 og margan jepplinginn og jafnvel
jeppann. Fyrir vikið verða innstig og útstig gott, ekki
síst vegna þess að hurðir opnast mjög vel, nánast 90°.
Innan dyra fer vel um ökumann þar sem stór leðursæt-
in faöma hann. Allt í kringum ökumanninn er vel stað-
sett og miðjustokkur í mælaborði hallar aðeins í áttina
að ökumanni til þægindaauka. Rými í báðum sætaröð-
um er gott og þar getur farið vel um fjóra fuliorðna og
einn hálfstálpaðan. Staðalbúnaður er góður og má þar
nefna sérlega góð hljómtæki
með fjarstýringu úr stýri, skrið-
stilli, einnig fjarstýrðan úr stýri
og hitastýrða miðstöð með loft-
kælingu. Öryggi fær alltaf háan
sess í Volvo, í bílnum eru
minnst sex öryggispúðar fyrir
utan höfuðpúða með
hnykkvörn, bílbeltastrekkjara
og svo mætti lengi telja. Það er
helst farangursrými sem veldur
vonbrigðum og það eina sem
undirritaður gat sett út á í
hönnun bílsins en þar er gólflð
óvenjuhátt.
Draumur í akstri
I akstri er bíllinn alger
draumur í alls engri dollu.
Fjöðrunin er mjúk og þægileg
en samt leggst hann lítið til hlið-
anna í beygjum. Stýrið er alveg mátulegt, snýst 2,8
hringi enda á milli. Nýja 2,4 lítra dísilvélin, sem við höf-
um reyndar áður haft góð kynni af, smellpassar í bílinn
enda óvenjulétt sem eflaust á sinn þátt í góðum akst-
urseiginleikum bílsins og kemur í veg fyrir undirstýr-
ingu eins og svo oft í dísilbílum. Þetta er sama dísilvél-
in og er í S80, einbunuvél á annarri kynslóð en með
þessari tækni fæst aukið afl, minni eldsneytisnotkun,
minni mengun og síðast en ekki sist hljóðlátari vél. Vél-
in er óvenjutogmikil og öflug þrátt fyrir stóran og þung-
an bíl, nota bene, bíllinn er vel yfir tvö tonn að þyngd
en maður verður nánast aldrei var við það í akstri.
Ætla mætti að svona öflug vél væri eyðsluhákur en því
er ekki að heilsa, uppgeftn eyðsla er aðeins 8,5 lítrar
með sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingin mildar aðeins
togið í vélinni og mýkir bílinn í akstri en fyrir þá sem
vilja fullnýta kraftana er beinskiptingin góður kostur.
Haldex-fjórhjóladrifið hefur verið endurhannað og nú
fylgjast fleiri skynjarar með hraða bílsins, snúningi á
stýri og hjólum og fleiru. Tölvan fær þessi skilaboð 500
sinnum á sekúndu og sendir aftur á sama hraða til drifs
og fjöðrunar. Óhætt er að segja að kerflð virkaði ein-
staklega vel og þurfti meira að segja talsvert til að spól-
vömin kæmi inn.
Verð í hærri kantinum
Volvo XC70 á sér fáa keppinauta þar sem listinn með
fjórhjóladrifnum lúxusbílum með langbakslagi er ekki
langur. Verðið, 4.590.000 kr., er í hærri kantinum ef miða
á við fleiri samkeppnisaðila en bara í lúxusflokki. Til að
mynda kostar 130 hestafla disilútgáfa VW Passat 4Motion
aðeins 2.850.000 kr., sem er auðvitað talsvert minna, og
Subaru Forester kostar 2.949.000 kr., þá reyndar með
aflminni bensínvél. Aftur á móti kostar C-lína Mercedes-
Benz í langbaksútgáfu með fjórhjóladrifi 5.330.000 kr.
sjálfskiptur. Sá sem leggur út fyrir Volvo XC70 getur þó
verið viss um að þeim peningum sé vel varið og hann sé
að fá skemmtilegan bíl í hendurnar. -NG
o Farangursrými gæti verið stærra þar sem gólfið
er frekar hátt en það auðveldar hins vegar
hleðslu.
© Stýrishjólið er þykkt og allt í mælaborði vísar
að ökumanni til frekari þæginda.
© Höfuðpúðann fyrir miðju má fella niður og fyrir
ofan er búið að koma fyrir hundagrind sem má
smella upp í loftið.
© Þarna er 163 hestafla dísilvélin komin á réttan
stað í fjórhjóladrifnum Volvo XC70.
VOLVO XC70 2,4 D5
Vél:
2,4 lítra, 5 strokka dísilvél.
Rúmtak:
2401 rúmsentímetri
Ventlar:
20
Þjöppun:
18:1.
Gírkassi:
5 þrepa sjálfskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan:
Fjöðrun aftan:
MacPherson gormafjöðrun
Fjölliða gormafjöðrun
Bremsur:
Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD
Dekkjastærð:
215/65 VR16
YTRI TOLUR:
Lengd/breidd/hæð:
4730/1860/1560 mm.
Hjólahaf/veghæð:
2760/210 mm.
Beygjuradíus:
11 metrar
INNRI TOLUR:
Farþegar m. ökumanni:
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða:
5/6
Farangursrými:
485-1641 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km:
8,5 lítrar.
Eldsneytisgeymir:
70 lítrar.
Ábyrgð/ryðvörn:
3/12 ár.
Verð:
4.590.000 kr.
Umboð:
Brimborg hf.
Staðalbúnaður: Spólvörn. 6 öryggispúðar, hitastýrð
tvöföld miðstöð með loftkælingu. leðurstýri,
hleðslujafnari, fjarstýrðar samlæsingar, Volvo
hljómtæki með átta hátölurum og fjarstýringu í
stýri, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir
útispeglar, hlífðarpanna, öryggisgrind í farangurs-
rými, hæðarstillanleg upphituð framsæti með mjó-
baksstillingu, armpúðar í fram- og aftursæti. 16
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 163/4000
Snúningsvægi/sn.: 320 Nm/1500-4500
Hröðun 0-100 km: 11,5 sek.
Hámarkshraði: 195 km/klst.
Eigin þyngd: 1630 kg.
Heildarþyngd: 2210 kg.