Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 22
22 H&lQarblaið 13 "V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 ...kíkt í snyrtibudduna Töfrapenninn frá Yves „Þessi töfrapenni er frá Yves Saint Laurent. Hann er notaöur til að hylja þreytumerkin, til dæmis undir aug- um. Þetta virkar ótrúlega vel og er mtmmmmmm mmimm gott fyrir alla sem eru í framboði.“ . .. • Grár maskari „Maskarinn minn er frá Clarins og er grár að lit. Ég er nýbúin að kaupa hann og skipti þá yfir í grátt úr svörtu. Grái litur- inn hentar betur ljósu litarhafti eins og mínu og mér finnst yfirbragðið í kring- um augun verða mildara og fallegra en þegar svartur maskari er notaður.“ Dagkrem á hverjum degi „Litaða dagkremið mitt er frá Clarins og þetta er ein af þeim snyrtivörum sem ég nota hvað mest. Ég keypti krem- ið í Bandaríkjunum en mér finnst best að nota mjög ljóst krem. Ég hef ekki fundið ljósustu litina frá Clarins í búðum hérlendis - sem er einkennilegt í ljósi þess hversu margar ís- lenskar konur eru ljósar á hörund.“ if Glossið spari „Ég nota varaliti sjaldan hversdags og er frekar fastheldin þegar kemur að þessum hlutum. Þetta gloss frá No Name hent- ar mér prýðilega og ég nota það ef ég er að fara eitthvað fínt. Það gefur vörunum ákveðna fyll- ingu og það birtir svolítið yfir manni.“ Þreytuna burt „Augndroparnir eru nauðsynlegir í amstri dagsins. keypti ég í Bandaríkjunum fyrir löngu en þeir fást ekki hérna heima. Það getur komið sér vel að nota þá til að fríska sig við þegar þreytan gerir vart við sig og augun verða rauð.“ Þessa Varablýantuiinn á sínum stað „Það er með þennan annars ágæta varablýant að ég nota hann ekki mikið - bara þegar ég nota varalit eöa gloss. Ég hef hann þó alltaf til taks i snyrtibuddunni - ef eitthvað skyldi koma upp á. Hann er frá Clarins eins og svo ^ margt annað í buddunni minni.“ Guðrún Inga Ingólfsdóttir hefur ínógu að snúast þessa dagana. Meðfram þvíað starfa sem gfirmaður fjárfestatengla hjá Kaup- þingi er Guðrún í framboði íprófkjöri Sjálf- stæðisflokksins íRegkjavík. Guðrún hefur verið virk ípólitík um langtskeið, hóf feril- inn í Vöku og situr nú ístjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hún vill völl ungra kvenna sem mestan ípólitíkinni og stefnir ótrauð á 9. sæti á lista flokksins fgrir næstu kosningar. DV-myndir Sig. Jökuil Sigurjóna Frímann snyrtifræðingur pússar gelneglur viðskiptavinar. Sigurjóna segir gelneglur þær sterkustu á markaðnunt og jafnframt þær vinsælustu. Gervinögl á hverjum fingri Naglameðferð er fastur hluti tilverunnar hjá mörgum konum. Gervi- neglur geta verið af gmsum toga; þær vinsælustu eru úrsterkri trjá- kvoðu, aðrar eru úr akrgli eða silki. „Við höfum boðið upp á naglameðferð í sextán ár og vorum með þeim allra fyrstu sem buðu gervineglur hér á landi. Margar konur hafa verið hjá okkur frá upphafi,“ segir Sigurjóna Frímann, snyrtifræðingur hjá Salon Ritz við Laugaveg. Gervineglur geta verið margs konar: úr náttúrulegum efnum og gerviefnum, auk þess sem að- ferðir við naglameðferð eru mis- munandi. Helgarblaðið heim- sótti Sigurjónu á dögunum og fylgdist með þegar hún vann með gelneglur viðskiptavinar. „Það er enginn vafi að gel- neglur njóta mestra vinsælda og hafa gert um nokkurt skeið. Gelið er unnið úr trjá- kvoðu og svipar til efnisins sem tannlæknai' nota i fyllingar. Þetta er firnasterkt efni sem er auðvitað kostur þegar neglur eru annars vegar,“ segir Sigurjóna. Aðrar tegundir af gervinöglum eru til dæmis akrýl- neglur og silkineglur. Akrýlneglur voru, að sögn Sigur- jónu, afar vinsælar á árum áður en minna er tekið af þeim nú. „Þær fréttir berast reyndar frá Bandaríkjunum að þær séu að ná vinsældum á ný - hvort það nær hing- að verður bara að koma í ]jós.“ Helsti munurinn á gelnöglum og akrýlnöglum er sá að „gelið“ er náttúrulegt efni en þær síðarnefndu eru úr gerviefni. „Gelneglurnar eru mjög náttúrulegar í útliti ef vandað er til verka. Gelið er tærara en akrýlefnið. Þetta er auðvitað smekksatriði og sumar konur vilja frekar akrýlneglur. Það er líka vinsælt fyrir stórhátíðir að fá skrautneglur í ýmsum litum eða alsettar glimmeri," seg- ir Sigurjóna. Þriðja tegundin sem Sigurjóna nefnir eru silkineglur - stundum kaliaðar fiberneglur. „Þær geta verið mjög fal- legar en eru ekki eins sterkar og gelneglurnar. Silkinegl- ur eru oft notaðar til viðgerða, til dæmis ef brotnað hefur upp úr nögl.“ Gelneglur virka þannig að „gelið“ er penslað á neglur viðkomandi og síðan er hægt að velja framlengingu eftir smekk. Gelið myndar sterka húð sem síðan er pússuð ræki- lega af naglafræðingnum. Gervineglur kalla ailtaf á við- hald og segir Sigurjóna ákjósan- legt að konur komi í viðhald einu sinni í mánuði. „Sumum kann að þykja það mikið en kost- urinn er sá að ekkert þarf að hugsa um neglurnar á milli,“ segir Sigurjóna. Fallegar og vel snyrtar hendur skipta að mati Sigur- jónu miklu máli. „Það er mín reynsla að konum líður vel ef hendurnar eru vel snyrtar og fallegar - sjálfstraustið eykst. Svo hjálpar þetta líka þeim sem naga neglurnar því það er nánast ógjömingur að naga gervineglumar." Þótt gervineglur höfði mest til kvenna segir Sigurjóna það færast í vöxt að karlmenn komi í handsnyrtingu. „Karlmenn sækjast ekki eftir gervinöglum með einni undantekningu - gítarleikarar hafa áram saman leitað til okkar. Það er ágæt tilbreyting að fá karlmann í stólinn endrum og sinnum," segir Sigurjóna Frímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.