Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 51
LAUCARDAGUR lö. NÓVEMBER 2002 5 atvinnumál og menntamál. Menning- in skiptir mjög miklu máli fyrir íbú- ana, því hvað er menning annað en afþreying," segir Elfar Logi og það er greinilegt að hann hefur ákveðnar skoðanir á þessu og er bjartsýnn á að atvinnuleikhús verði að veruleika á Vestfjörðum. Stærsta verkefnið Síðustu mánuði hefur Elfar Logi unnið að stærsta verkefni Kómedíu- leikhússins til þessa, uppsetningu á einleik byggðum á ævi listamanns- ins Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs: „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í langan tíma og síðasta vetur fór ég að vinna af fullum krafi að verkefninu og sótti um styrk til menntamálaráðuneytis- ins. Kómedíuleikhúsið fékk styrk upp á 2 milljónir krónar og með því skapaðist grundvöllur fyrir því að koma verkefninu á fjalirnar," segir Elfar Logi. Listamaðurinn Muggur fæddist á Bíldudal og bjó þar til 11 ára aldurs. Faðir hans Pétur Thorsteinsson setti mikinn svip á bæinn og sumir segja að hann sé faðir Bíldudals: „Mig hefur lengi langað til að gera ævi þessa merka listamanns skil á leiksviðinu. Þrátt fyrir stutta ævi af- rekaði þessi maður mikið og eftir hann liggja mörg listaverk, s.s. ævin- týrið um Dimmalimm og mörg önnur verk.“ Frá því í vor hafa Vigdís Jakobs- dóttir, leikstjóri frá fsafirði, og Elfar Logi unnið að handriti verksins, en Vigdís er einnig leikstjóri sýningar- innar: „Ætli við séum ekki búin að skrifa um 10 uppköst að handritinu og sam- starfið hefur gengið vel. Ég vona að áhorfendur kunni að meta verkið," segir Elfar Logi en hann leikur alls 17 hlutverk í sýningunni. Fjölmargir aðilar koma að sýning- unni og segir Elfar Logi að hann sé afar heppinn með samstarfsfólk: „Við fengum til liðs við okkur frá- bært fólk, Rebekku A. Ingimundar- dóttur leikmynda- og búningahönn- uð en hún hefur verið að gera nýja og ferska hluti i leiklistinni. Um kvikmyndahlutann sér Ragnar Bragason leikstjóri og ljósahönnuður er Jóhann Bjarni Pálmason." Frumsýúit heima á Bfldudal Einleikurinn um Mugg var frum- sýndur á Bíldudal í lok október og var uppselt á sýninguna. Frá upphafi var það stefna Elfars Loga að frum- sýna verkið þar: „Það kom ekkert annað til greina en að frumsýna á Bildudal, fæðingar- stað Muggs. Við fórum svo með sýn- inguna til ísafjarðar og fengum góða aðsókn. Núna erum við komin til Reykjavíkur og verðum með tvær sýningar á nýja sviði Borgarleik- hússins, fimmtudaginn 14. og sunnu- daginn 17. nóvember. 1 framhaldinu vonumst við til að sýna á Akureyri," segir Elfar Logi. Það hefur verið mikið að gera hjá Elfari Loga síðustu mánuði og hann er orðinn dálítið þreyttur. Hann von- ast til að hugmyndir hans um at- vinnuleikhús nái fram að ganga og að Fjárlaganefnd svari kalli tímans um þörf slíks leikhúss á Vestfjörð- um: „Maður fær alltaf styrk þegar maður er kominn á sviðið og þegar maður vinnur í leiklistinni. Á vegum Kómedíuleikhússins er fullt af verk- efnum á döfinni og ég hlakka til að takast á við þau verkefni á ísafirði," segir Elfar Logi að lokum. Jóhannes Kristjánsson Helqarblcicf H>"V unuverziun isianas nt. nor starrsemi árið 1927 og hefur því greitt götu landsmanna í 75 ár. Hallur Hallsson, rithöfundur og blaðamaður, hefur skráð 75 ára sögu félagsins í fróðlegu og glæsilegu verki sem ber heitið „Þeir létu dæluna ganga“ og nú er komið út í tilefni afmælisins. Bók sem á erindi til allra unnenda vandaðra verka. Fæst í bókaverslunum. Þeir létu dæluna Olíuverzlun íslands hf. - Sundagörðum 2-104 Reykjavik • Sími 5151000 • Fax 5151010 • www.olis.is Bíldshöfði 6, sími 515 7000 -Jryggvabraut 5, Akureyri, sími 462 2700. www.brimborg.is Ford Ranger 9/00, ek. 55.000 km, 2500 cc, beinskiptur, dísil. Ásett verð 2.040.000 Ford Mondeo GLX 7/00, ek. 22.000 km, 2000 cc, sjálfskiptur. Ásett verð 1.620.000 Toyota Yaris 9/02, ek. 3.000 km, 1300 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.480.000 Ford Focus 9/01, ek. 16.000 km, 1600 cc, sjálfskiptur. Ásett verð 1.670.000 MMC Carisma 10/98, ek. 51.000 km, 1600 cc, sjálfskiptur. Ásettverð 1.130.000 Citroén Xsara 10/01, ek. 6.000 km, 1600 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.360.000 Skoda Octavia 9/00, ek. 64.000 km, 1600 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.050.000 Opið frá 9-18 virka daga og laugardaga 12 Ford Ka 8/00, ek. 20.000 km, 1300 cc, beinskiptur. Ásett verð 890.000 Daihatsu Applause 4/99, ek. 45.000 km, 1600 cc, sjálfskiptur. Ásett verð 940.000. Ford Fiesta 5/00, ek. 35.000 km, 1250 cc, beinskiptur. Ásett verð 890.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.