Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 f~l é? I Cf d t~ fc> l Ct C7 ASÞ^f Ólafur Guðmundsson forstöðumaður Aðfangaeftirlits ríkisins er 60 ára í dag Ólafur Guðmundsson, forstöðumaður Aðfangaeftir- litsins, Þinghólsbraut 22, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavik og ólst þar upp i Vestur- bænum til sjö ára aldurs en síðan í Vesturbænum í Kópavogi. Ólafur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1960, stundaöi nám við MA 1960-61, stund- aði nám við framhaldsdeild Bændaskólans á Hvann- eyri og lauk þaðan B.Sc.-prófi í búfræði 1963, stundaði nám við Ríkisháskólann í Norður Dakóta í Bandaríkj- unum og lauk þar B.Sc.-prófi 1970, og síðan MA-prófi i næringar- og fóðurfræði 1973 og lauk doktorsprófi i næringar- og fóðurfræði við sama skóla 1975. Ólafur var aðstoðarmaður við Verkfæranefnd ríkis- ins á Hvanneyri 1963-64, aðstoðarmaður við Búnaðar- deild atvinnudeildar HÍ1964, ráðunautur og landmæl- ingamaður við Búnaðarsamband Borgarfjarðar í Borgarnesi 1964-65, aðstoðarmaður við Búnaðardeild atvinnudeildar HÍ 1965-68, ráðunautur og landmæl- ingamaður -Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi 1966, aðstoðarmaður við kennslu og rann- sóknir í næringar- og fóðurfræði við Ríkisháskólann í Norður Dakóta í Bandaríkjunum 1971-75, sérfræð- ingur og verkefnisstjóri fyrir landnýtingar- og beitar- verkefni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Land- græðslu rikisins og Búnaðarfélags íslands 1975-80, sérfræðingur og deildarstjóri fóðurdeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins 1980-97, aðstoðarfor- stjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1988-97 og er forstöðumaður Aðfangaeftirlitsins frá 1997. Ólafur er félagi í Félagi íslenskra búfræðikandi- data; Líffræðifélagi íslands; Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi, The Alpha Zeta Farternity Sigma XI, The Scientific Research Society of North America; The American Society of Animal Science, og The Scandin- avian Association of Agricultural Scientists. Ólafur situr í stjórn Félags íslenskra náttúrufræð- inga; Manneldisfélags íslands; Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Reykjavík- ur. Ólafur hefur þegið fjölda íslenskra og erlendra vís- inda- og rannsóknarstyrkja vegna margvíslegra rann- sókna. . Fjölskylda Ólafur kvæntist 25.3. 1978 Lilju Ólafsdóttur, f. 7.9. 1950, safnstjóra við Foldasafn í Grafarvogi. Hún er dóttir Ólafs Ólafssonar, eldsmiðs og starfsmanns hjá Isal í Straumsvík, og Dagbjartar Guðjónsdóttur, hús- móður og verkakonu. Börn Ólafs og Lilju eru Sigríður Ólafsdóttir, f. 30.3. Sigurður Einarsson tannsmíðameistari í Reykjavík Sigurður Einarsson, Dísarási 13, Reykjavík, verður sextugur á morgun. StarfsferM Sigurður fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð að und- anskildum tíu árum er hann var búsettur 1 Kópavogi. Sigurður hefur stundað tannsmíðar frá 1959, lengst af hjá Erni Bjartmars Péturssyni, en hefur starfað sjálfstætt frá 1992. Sigurður keppti á skíðum frá sjö ára aldri og þar til hann var rúmlega þrítugur. Hann var virkur í félags- og stjórnunarmálum iþróttahreyfingarinnar á árunum 1962-97. Hann ritstýrði pólitískum málgögnum í Kópa- vogi á áttunda áratugnum og ritstýrði málgagni Skíða- sambands íslands á meðan það kom út á áttunda og ní- unda áratugnum. Hann var formaður SKÍ 1987-95 og átti sæti i Ólympíunefnd íslands 1993-97. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Þórhildur Guðmundsdóttir, f. 11.2. 1943, húsmóðir og verslunarmaður. Hún er dóttir Guðmundar B. Péturssonar, stýrimanns í Reykjavík, og Lydíu Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Þórhildar eru Hjördís Braga, f. 8.11. 1962, fóstra í Garðabæ en maður henanr er Pétur Hákon Friðfinnsson og eiga þau fjögur börn; Brynja, f. 24.3. 1967, hárgreiðslumeistari í Hafnarfirði en maður hennar er Sverrir Erlingsson og eiga þau þrjú börn; Styrmir, f. 1.10.1969, blikksmiður og slökkviliðsmaður í Reykjavík en kona hans er María Guðný Sigurgeirs- dóttir og eiga þau þrjú börn. Hálfsystkini Sigurðar, sammæðra, eru Áslaug Úlf- arsdóttir, f. 8.5. 1956, verslunarmaður í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum; Markús Úlfar Úlfarsson, f. 6.8. 1962, d. 28.1. 1984, var búsettur í Aspen; Edda Braga Úlfarsdóttir, f. 1.2. 1967, húsmóðir í Chicago. Foreldrar Sigurðar: Glen Nichols, bandariskur her- maður sem lést á Kyrrahafinu 1943, og Hjördís Braga Sigurðardóttir, d. 1995, skrifstofumaður, verslunar- maður og skíðakennari í Aspen í Bandaríkjunum. Ásgeir H. Þorvarðarson framleiðslustjóri hjá Saltver ehf. Ásgeir Hinrik Þor- varðarson, fram- leiðslustjóri hjá Salt- ver ehf., Logasölum 2, Kópavogi, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Ásgeir fæddist á ísafirði en ólst upp í Reykjavík. Hann var í Laugalækjarskóla, Gagnfræðaskóla Kópavogs, stundaði nám við Fiskvinnslu- skólann og lauk það- an prófum 1974. Ásgeir var verkstjóri á Hellissandi 1974-76, var eft- irlitsmaður hjá Ríkismati sjávarafurða 1976-82, verk- stjóri hjá Ingimundi hf. 1982-90 og hefur verið fram- leiðslustjóri hjá Saltver ehf. frá 1990. Ásgeir starfar í Lionsklúbbnum Víðarr í Reykja- vík. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 27.12.1975, Sólveigu Hrafnsdóttur, f. 8.3. 1957, skrifstofustjóra. Hún er dóttir Hrafns Benediktssonar og Finnlaugar G. Óskarsdóttur er búa í Reykjavík. ' Sonur Ásgeirs frá því fyrir hjónaband er Guð- mundur Valgeir Ásgeirsson, f. 15.3.1971 en kona hans er Ingibjörg Ósk Hannesdóttir, f. 8.9. 1973 og eru syn- ir þeirra Baldur Freyr, f. 5.5. 1992, og Ágúst Logi, f. 15.6. 1997. Börn Ásgeirs og Sólveigar eru Kolbrún Silja Ás- geirsdóttir, f. 17.6. 1974, deildarstjóri hjá Landsbank- anum - Landsbréfum; Hinrik Már Ásgeirsson, f. 22.8. 1978, nemi við HR; Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, f. 22.3. 1986, nemi við MK; Sigríður Dagbjört Ásgeirs- dóttir, f. 15.1. 1991, nemi. Systur Ásgeirs eru Sveinfríður Guðný, f. 10.12. 1954; Rannveig Svanhvít, f. 9.4. 1957. Foreldrar Ásgeirs: Þorvarður Guðjónsson, f. 28.1. 1929, fyrrv. framkvæmdastjóri Norðurleiða - Land- leiða ehf., og Sigríður Katrin Halldórsdóttir, f. 21.3. 1932, d. 9.5. 1984, saumakona. Ásgeir tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu, Logasólum 2, Kópavogi, í dag, laugardaginn 16.11. milli kl. 18.00 og 21.00. 1977, starfsmaður Eflingar-stéttarfélags; Ólöf Ólafs- dóttir, f. 20.4. 1980, þjálfari hjá Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur og í námi; Guðmundur Ólafsson, f. 13.5. 1987, í námi. Foreldrar Ólafs: Guðmundur Ólafsson, f. 14.7. 1916, d. 21.10. 1997, verkstjóri hjá Mjólkursamsólunni í Reykjavík, og Sigríður Pálsdóttir, f. 17.3.1910, d. 12.10. 1999, húsmóðir. Þau voru búsett í Kópavogi og stund- uðu einnig fjárbúskap í Flekkudal í Kjós. Ætt Guðmundur var sonur Ólafs, b. í Flekkudal í Kjós, Einarssonar, b. þar, Jónssonar, b. á Reynivóllum í Kjós, Einarssonar, b. í Hvammi i Kjós. Sigríður var dóttir Páls, b. á Skálafelli í Suðursveit, Sigurðssonar, b. í Hestgerði í Suðursveit, Gíslasonar, b. og hirðstjóra á Uppsölum í Suðursveit. í tilefni afmælisins taka Ólafur og Lilja á móti gest- um í Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 16.11. miUi kl. 20.00 og 23.00. Höfuðstafir nr. 53 Nestor íslenskra hagyrðinga, Andrés Valberg, er lát- inn. Andrés orti bæði oftar og betur en flestir aðrir og fannst mér við hæfi að tileinka honum þennan þátt. Við byrjum á visu sem varð til í ferðalagi til fjalla: Upp hjá Laka vindar vaka, veðraskak þar heyra má; fuglar kvaka, bílar braka, bergmál taka fjöllin há. Sú næsta heitir Morgunsnyrting við læk og gæti sem best verið ort í sama ferðalagi: Veigagná meö vanga gráa virtisí köld í svörunum; málaöi yfir bletti bláa brosió fraus á vórunum. Þegar sá gállinn var á Andrési orti hann samfellt um allt sem fyrir bar. Hann var ótrúlega hraðkvæður og sumar vísur hans lýsa einfaldlega því sem fyrir augu bar jafnóðum og það gerðist, líkt og þær rynnu upp fyrirhafnarlaust um leið og yrkisefnin urðu á vegi hans: Andlega ég er nú brotinn, œtti að spara glennurnar. Ég er að verða alveg þrotinn, í mér glamra tennurnar. Þá næstu orti hann í ferðalagi til fjalla þegar hann og Guðmundur Jónasson reyndu árangurslaust að elta uppi tófur sem þeir rákust á: Gvendur Jó. á gleói nóga gáska spjó hann allstaöar; elti tófur út um móa, - að honum hlógu farþegar. Andrés orti gjarnan um sjálfan sig og tók sína eigin persónu ekki alltaf mjög hátíðlega: Út á kvöldin oft égfer eins og kóttur breima,- en alltafbíður eftir mér eiginkonan heima. Næsta vísa er aðeins fjögur orð. Bragformið er úr- kast, síðþráhent: Ljóöamálalistskapnaöur, lundarglaður. Félagsmálafundarmaöur fullkomnaöur. Andrés orti líka ágæt sléttubönd. Þessa gerði hann um Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, sem þá stjórnaði Skagfirsku söngsveitinni: Snœjaflesta heillar hér, hylla gestir frúna. Hlœja flestir virðar, vér verðum hresstir núna. Þessi vísa er ekki síðri ef hún er lesin aftur á bak. Við endum á vísu sem birtist í síðasta hefti frétta- blaðs Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem út kom á dögunum: Fjör og máttur minnkafer, mun ég sáttur glíma. Skeggið grátt og skallinn ber. Skammt í háttatíma. Umsjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.