Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 8
8
_____________LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002
Útlönd __________DV
Stríö við íraka myndi
ekki standa lengi
- segir Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Donald Rumsfeld í stríðsham
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að stríð gegn
írökum gæti staðið í fimm daga, fimm vikur eða í mesta lagi fimm mánuði.
Nákvæmari geti hann ekki verið. Það yrði ekki þriöja heimsstyrjöldin.
Aftöku Kansis mótmælt.
2000 manna liðs-
auki til Quetta
Stjórnvöld í Pakistan hafa sent 2000
manna liðsauka lögreglu og hers til
borgarinnar Quetta, heimaborgar
Aimals Khan Kansi. Kansi var tekinn
af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum á
fimmtudaginn fyrir að myrða tvo
starfsmenn bandarísku leyniþjónust-
unnar, CIA, en það gerði hann að
eigin sögn í bræði vegna andmús-
límskrar steftiu Bandaríkjamanna í
Mið-Austurlöndum.
Þetta var gert af ótta við aukinn
óróa í borginni, en mikil reiði greip
um sig meðal ibúanna eftir aftökuna í
kjölfar mikilla mótmæla síðustu daga.
Færðust þau í aukana eftir að beiðni
fjölskyldu Kansis um að þyrma lifi
hans hafði verið hafhað á síðustu
stundu.
Engar fréttir höfðu borist af átök-
um í gær, en bandaríska utanríkis-
ráðuneytið varaði pakistönsk stjóm-
völd við því að hótanir hefðu borist
um hefndir gegn bandarískum hags-
munum og var bandaríska sendiráð-
inu í borginni þvi lokað snemma í
gær.
Donald Rumsfeld, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á blaða-
mannafundi í gær að ef Bandaríkja-
menn leiddu stríð gegn írökum
stæði það örugglega ekki lengi.
„Það yrði ekki þriðja heimsstyrj-
öldin og það byggi ég á því að
bandaríski herinn er nú mun
tæknivæddari og öflugri en hann
hefur nokkru sinni verið.
Styrkurinn hefur eflst mjög síð-
ustu árin og munurinn er mikill ef
við miðum við Persaflóastriðið fyrir
tíu árum, en síðan þá hefur máttur
iraska hersins minnkað til muna,“
sagöi Rumsfeld.
Hann minnti á það að bardagar á
landi í Persaflóastríðinu hefðu að-
eins staðið í 100 klukkustundir. „Ég
get þó ekki sagt nákvæmlega hvað
þeir myndu standa lengi í dag.
Kannski fimm daga, kannski fimm
vikur eða í mesta lagi fimm mán-
uði. Nákvæmari get ég ekki verið,“
sagði Rumsfeld.
Spurður um hryðjuverkaógnina
og hugsanlegan stuðning íraka við
hryðjuverkahópa sagðist hann
sannfærður um að slíkir hópar
studdir af írökum væru til og þeir
gætu látið til skarar skríða hvar og
hvenær sem væri.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
það að Saddam líkaði það vel að sjá
hryðjuverk sem beint væri gegn
Bandaríkjunum á sama tíma og
hann beitir öllum brögðum til að
fela ógnina sem af honum stafar.
Við vitum fuUvel að hann hefur
verið að koma sér upp efna- og
sýklavopnum og er langt kominn
með aö þróa kjarnavopn. Hann
myndi ekki hika við að beita efna-
og sýklavopnum gegn okkur og þaö
hefur hann reyndar gert gegn sínu
eigin fólki og einnig gegn írökum og
Kúrdum. Við verðum að búa okkur
undir það versta því hann tU aUs
vís,“ sagði Rumsfeld, sem augljós-
lega er kominn í stríðsham.
Ég vel
glœsileikannl
Bergþór Pálsson
Söngvari
„Margir heillast af útliti og
fegurð ROTARY úranna."
Established in Switzerland 1895
O
CL
X
Ui
Neyðarástand í
Austurríki
Neyðarástandi var lýst í nokkrum
héruðum í suður- og vesturhluta
Austurríkis í gær eftir að ofsarok,
sem náði aUt að 100 km/klst. gekk yf-
ir svæðið með þeim afleiðingum að
þök fuku af hundruðum húsa og tré
rifnuðu upp með rótum þannig að um
300 ha skóglendis lögðust í auðn.
Verst var ástandið í Lungau-héraði
í nágrenni Salzburg en þar lék veðrið
fimm bæi mjög Ula. Engar staðfestar
fréttir höfðu borist um slys á fólki en
þó tilkynnt um eitt alvarlegt slys.
Mwai Kibaki.
Kosningasvik í
uppsiglingu
Óháöir kosningaeftirlitsaðUar í
Afriku-ríkinu Kenía segja að aUt að
sextán prósent skráðra kjósenda í
landinu séu látin. Þetta kemur fram
þegar aðeins sex vikur eru tU aUsherj-
arkosninga og eykur áhyggjur kosn-
ingaeftirlitsmanna um að víðtækt
kosningasvindl sé í undirbúningi, en í
síðustu tvennum kosningum mun
svipað svindl hafa viðgengist.
Aðferðin er að halda þeim látnu
áfram inni á kjörskrá og samkvæmt
fuUyrðingum eftirlitsmanna hefur lít-
ið verið hreinsað út síðan árið 1997.
í kosningum, sem fram fara þann
27. desember, verður kosinn nýr for-
seti landsins, þar sem sitjandi forseti,
Daniel Arap Moi, getur ekki boðið
sig fram aftur.
Flokkur hans Kanu-flokkurinn,
sem farið hefur með völdin í land-
inu í fjóra áratugi, mun þess í stað
bjóða fram Uhuru Kenyatta, son
fyrsta forseta landsins, en hann
mun eiga á brattann að sækja gegn
Mwai Kibaki, frambjóðanda Narc-
flokksins, en nokkrir fyrrum ráð-
herrar Kanu-flokksins hafa undan-
farið gengið til liðs við Kibaki.
Olían ógnar fuglalífi
BAlþjóðleg náttúru-
verndarsamtök hafa
varað við þvi að olía
úr olíuflutningaskip-
inu sem varð fyrir
skemmdum og leki
kom að úti fyrir
stöndum Galicia-hér-
aðs á Spáni sé þegar
farin að ógna litríku fuglalífi við
ströndina en 32 kilómetra langur olíu-
flekkur nálgast nú ströndina óðfluga.
Fjölskrúðugt fulgalífið við ströndina
sem kallast Costa da Morte, eða
dauðaströndin vegna fjölda sjóslysa,
er því í mikilli hættu, en auk stað-
fugla hefur fjöldi farfugla viðkomu á
ströndinni á leið sinni til suðlægari
landa. Einnig getur olían drepið fjölda
fisktegunda og skelja auk höfrunga og
annara smáhvala sem halda sig gjam-
an með ströndinni.
100 manns féllu í Nepal
Að minnsta kosti hundrað manns
féllu í hörðum átökum uppreisnar-
manna maóista og öryggissveita
stjómarinnar í Nepal sem blossuðu
upp vestur af höfuðborginni Kath-
mandu í fyrradag og héldu áfram
fram eftir morgni í gær. Að sögn
stjómvalda höfðu að minnsta kosti 52
liðsmenn öryggissveitanna fallið þeg-
ar siðast fréttist auk 55 liðsmanna
uppreisnarmanna, en átökin eru þau
hörðustu sem orðið hafa milli strið-
andi fylkinga í margar vikur.
Átökin eru talin minnka verulega
líkurnar á því að friður komist á á
næstunni, en þau fylgdu í kjölfar alls-
herjarverkfalls sem uppreisnarmenn
boðuðu fyrr í vikunni.
Abdullah Gul líklegastur
Ti Éecep Tayyip Er-
E dogan, leiðtogi Rétt-
11 lætis- og þróunar-
fwf flokksins, sem sigr-
r .jfe. wF' aöi með glæsibrag í
tyrknesku þingkosn-
mf ingunum, var ófáan-
„jplglPLA legur tO þess að
nefna væntanlegt
forsætisráðherraefhi flokks síns eftir
fund sem hann átti með Ahmet
Necdet Sezer Tyrklandsforseta í gær.
Það eina sem hann vildi segja var að
forsetinn tilnefndi væntanlegan for-
sætisráðherra hugsanlega um helgina
en í allra síðasta lagi á mánudag.
Sjálfur er Erdogan í banni frá stjórn-
málum eftir dóm sem hann hlaut árið
1998, en Abdullah Gul, helsti aðstoðar-
maður Erdogans, þykir líklegt forsæt-
isráðherraefni.
Hann er mikill markaðsmaður og
þykir vænlegur til þess að taka á erf-
iðri efhahagsuppbyggingu sem stjóm-
völd standa frammi fyrir.
Olíubann á Noröur-Kóreu
Stjómvöld í S.-Kóreu hafa lagt hart
að nágrönnum sínum i Norður-Kóreu
að hætta þegar við allar áætlanir um
uppbyggingu og þróun kjamavopna.
Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar
Bandaríkjastjórnar um aö hætta allri
olíuaðstoð við landið á meðan þarlend
stjómvöld þráast við að verða við
kröfum þeirra um að allri kjarnorku-
þróun verði þegar hætt.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu, Banda-
ríkjunum og Japan auk stjómar ESB-
landanna hafa komist að samkomu-
lagi um að 42 þúsund tonna
olíusending sem nú er á leiðinni tft
Norður-Kóreu verði sú síðasta meðan
norðanmenn láta sér ekki segjast.
Leggja til árásarhlé
Egypsk stjómvöld
hafa lagt Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palest-
ínumanna, lið við að
þrýsta á Fatah- og
Hamas-hreyfing-
arnar um að hætta
árásum á óbreytta
borgara í ísrael þar
tO eftir þingkosningamar sem þar
fara fram þann 28. janúnar nk. Helstu
leiðtogar Hamas segjast vera að Oiuga
málið en á móti verði ísraelar að
hætta að drepa foringja þeirra. Omar
Suleiman, yfirmaður egypsku leyni-
þjónustunnar hitti Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísraels á fundi í fyrra-
dag, þar sem málið var rætt.