Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Side 55
LAUGARDACUR 16. NÓVEMBER 2002 H<3lQarblað JOV 57 V' Frægasta hjól mótorhjólasögunnar aftur á markað Eitt frægasta merkið i sögu mót- orhjólsins er án efa Vincent HRD Black Lightning. Það nafn var skráð gullnu letri í söguna þegar slíkt hjól ók fyrst hraðar en 150 míl- ur (240 km) á saltsléttunum í Utah. Þetta gerðist 13. september árið 1948 og ökumaðurinn var Rollie Free, gott nafn fyrir mann með hraðamet. í fyrstu tilraunum náði hann aðeins 147 mílum og reif þá leðurgallann 'sinn en þá greip hann til þess ráðs að aka metferðina í sundskýlu einni fata. Af því náðist mynd og er hún ein sú frægasta í mótorhjólasögunni. Vincent-merkið gengur nú í end- urnýjun lífdaga en á dögunum var frumsýnd frumgerð nýs hjóls sem brátt kemur aftur á markað. Hjólið sækir útlit sitt í gamla hjólið en notast við nýjustu tækni og er bens- íntankur og bretti meðal annars úr koltrefjum. Líkt og í gamla hjólinu fær það nýja aðeins það besta og má þar nefna Brembo bremsur og USD framgafíla. Vélin er samt ekki frá Vincent heldur frá Honda en það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Rollie Free á Vincent HRD Blaek Lightning hjólinu sínu þegar hann setti hraðametið sem komst á spjöld sögunnar. Honda lánar vélar sínar ekki svo glatt öðrum framleiðendum. Hjólið er ekki fullbúið og er enn verið að prófa það. Búast má við að það fari á markað eftir tvö ár. -NG Nýr Mitsubishi Colt árið 2004 í Evrópu Mitsubishi frumsýndi þann 11. nóvember nýjan og mikið breyttan Colt sem til að byrja með verður að- eins seldur í Japan. Bíllinn er sam- eiginleg afurð DaimlerChrysler og Mitsubishi sem hönnuðu í samein- ingu undirvagninn. Mun Daim- lerChrysler líklega nota hann sem grunn fyrir nýjan smábíl frá Smart í Evrópu. Coltinn er lykilbíll fyrir Mitsubishi sem nú reynir að koma sér aftur á kortið eftir erfiðleika síð- ustu ára. Bfílinn kemur á markað árið 2004 í Evrópu og verða fram- leidd um 100.000 eintök á ári. Bílinn verður hægt að sérútbúa fyrir hvem og einn og þar á meðal sæti. Verður hægt að velja um stök sæti eða bekki í báðar sætaraðir sem er nokkuð óvenjulegt og er þá hand- bremsan fótstýrð. BUlinn verður fá- anlegur með tveimur gerðum véla, 1,3 og 1,5 lítra, 90 og 98 hestafla. Einnig verur hægt að fá hann í Ralliart útgáfu með lægri fjöðrun og einnig svokallaða „Hearty Run“ út- gáfu sem er með sæti sem hægt er að snúa 90" sem rennur síöan 23 sm út úr bílnum, en það ætti að henta vel öllum þeim sem eiga erfitt með hreyfingar. -NG Heimsmet í sparakstri hjá Peugeot Nýtt útlit Nubira Fyrstu myndir af nýjum GM Da- ewoo Nubira hafa nú birst, en sá bfíl er mjög mikilvægur fyrir framleið- andann eftir endurfjármögnun fyrir- tækisins. Bíllinn verður frumsýnd- ur á bílasýningunni í Seoul í mán- uðinum og fer strax 1 sölu í Kóreu. Búast má við að sjá bílinn fyrst í Evrópu á bfíasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Bíllinn er svipað- ur af stærð og Skoda Oktavía og verður eflaust á sambærilegu verði. Hönnun á ytra útliti kemur frá Pin- infarina hönnunarhúsinu sem er helst þekkt fyrir útlitið á Ferrari bíl- um. Vélamar verða 1,6 og 1,8 lítra endurhannaðar útgáfur sömu véla og notaðar eru í dag. Vænta má tveggja lítra langbaks seinna á ár: inu. Daewoo lagði mikið í endur- hönnun yfirbyggingar og undir- vagns og vonast til að bíllinn nái fjórum stjömum í árekstrarprófi NCAP. Von er einnig á Matiz með stærri eins lítra vél á næsta ári til viðbótar við 0,8 lítra vélina. -NG Roger Söderberg er fatlaður og með lítinn mátt í hægri hluta líkanians og hann elskar að keyra. Hann segir að undir stýri geti hann gert það sama og næsti maður og fötlunin hverfi. Peugeot 406 hefúr slegið heims- metið í lengstri vegalengd á tank- fylli. Methafinn heitir John Taylor og er margfaldur methafi í sparakstri á löngum leiðum. Hann ók heila 2348,3 kílómetra á tankin- um og eyddi að meðaltali 2,88 lítmm á hverja 100 km. Það þýðir að hann hafi ekið hefía 34,69 km á hverjum lítra eldsneytis. Metbíllinn var Peu- geot 406 HDI sem sló eldra met sett af Audi en sá bíll ók 2153,5 km árið 1992. Valið auðvelt Fyrir John Taylor var valið á Peugeot 406 auövelt, „Peugeot 406 HDI er bíll í algerum sérflokki. Hann er sá spameytnasti og kraft- mesti af þeim bílum sem ég hef haft tækifæri til að aka,“ segir John og tekur fram að metaksturinn fór fram við algerlega eðlilegar aðstæð- ur á þjóðvegum Ástralíu. „Við ókum með þrjá fullorðna og farang- ur í bílnum og leið okkar lá um venjulega þjóðvegi, öfugt viö marg- ar aörar tilraunir tfí sparaksturs sem fara fram á lokuðum brautum eða á algerlaga beinum vegum" sagði John ennfremur. Heimsmeta- bók Guiness hefur viðurkennt hið nýja heimsmet, sem var sett á 36 tíma langri keyrslu milli Melboume og Rockhamton í Ástralíu. Fulltrúar þeirra fylgdust með allan tímann og gættu þess að farið væri að settum reglum. Áður en tankurinn var fylltur með 70 lítrum eldsneytis var bfílinn gaumgæfilega skoðaður og nákvæmni kílómetrateljara hans staðfest. Að endingu var elds- neytistankurinn innsiglaður. Sam- rásarinnsprautun Peugeot 406 HDI státar af nýjustu einbunutækninni sem vakið hefur hrifningu fyrir hljóðlátar, aflmiklar og spameytnar vélar eins og heimsmetið er til vitn- is um. Hálf milljón kílómetra á Subaru Outback 1999 Það var nokkuð skrýtið upplitið á mönnum þjón- ustuverkstæðis Subaru í Karl- stad í Svíþjóð þegar Roger Söderberg kom með bílinn sinn í 500.000 km skoðun á dögunum. Bíllinn sem um ræðir er Subaru Outback af árgerðinni 1999 svo að allur þessi akstur hefur farið fram á tveimur og hálfu ári. Það segir hins vegar ekki alla söguna því að Roger vinnur við að draga hjólhýsi til væntanlegra eigenda sinna og notar Subara bílinn til þess. Áður átti Roger Subaru Legacy sem hann ók 670.000 km á fjórum árum við sama starfa. Starfsmenn þjónustuverk- stæðisins eru famir að þekkja Roger vel sem er einn þeirra regluleg- asti kúnni. Við síðustu skoðun ákváðu þeir að skipta um drifsköft- in að framan þar sem komið var lít- ils háttar aukahljóð í þau. Þegar þau vora komin úr kom í ljós að þau voru ennþá í góðu lagi en samt var ákveðið að setja þau nýju í, með 500.000 km á kílómetrateljaranum er nú betra að vera viss. -NG Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno Gl, 4 dr., bsk. Skr. 5/99, ek. 38 þús. Verð kr. 890 þus. Suzuki Vitara JLX, 3dr., bsk. Skr. 7/98, ek. 75 þús. Verð kr. 970 þus. Suzuki Vitara V-6, sjsk. Skr. 10/97, ek. 85 þús. Verð kr. 1290 þus. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Galoper 2,5, disil, sjsk. Skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þús. Renault Mégane RT, bsk. Skr. 3/99, ek. 47 þus. Verð kr. 1090 þús. Ford Fiesta Flair, bsk. Skr. 11/96, ek. 85 þús. Verð kr. 590 þus. Hyundai Accent GLS, bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þus. Verð kr. 750 þus. TILBOÐ kr. 600 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////--------------' SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Baleno Wagon 4x4 5/98, ek. 51 þús. 5 kr. 1050 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þus. C A f 4i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.