Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 39
38 / /g l() a rbla c) H>"Vr 4 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Leiðin til EIva Osk Olafsdóttir er stelpa úr Vestmarwa- eyjum sem byrjaði 12 ára íHans og Grétu. Hún lék fegurðardrottningu íNgju lífi og fór það- an íLeiklistarskólann og fékk Edduverðlaun- in fgrir uiku fgrir leik sinn íHafinu. Hún talar við DV um leikhúsið, lífið og ástina. Mig minnir endilega að það hafi veriö nóbelsskáldið sem lét einhverja sögu- hetju sina segja að til væru konur sem gerðu allt ótryggt í kringum sig, bæði loft, jörð og vatn. Þegar Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona kom inn á kaffihúsið í Kópavogi þar sem við höfðum mælt okkur mót rifjaðist þetta einhvern veginn upp fyr- ir mér því hún er einmitt kona þeirrar gerðar. Hún hefur staðið allan daginn á einhverjum flugvelli á Suðurlandi undarlega máluð að leika í einhverju tónlistarmyndbandi. Um kvöldið á hún síðan að fara að dæma í hæfileikakeppni í menntaskóla. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að leikarar fást við sitt af hverju. Elva Ósk fékk Edduverðlaunin fyrir tæpri viku fyrir besta kvenhlutverk í íslenskri kvikmynd á þessu ári. Verðlaunin fékk hún fyrir túlkun sína á Áslaugu, óhamingjusamri, drykkfelldri og lauslátri miðaldra konu í kvikmynd Baltasars Kormáks, Haf- inu, en sú umtalaða kvikmynd sópaði til sín mikilli breiðfylkingu Edduverðlauna að þessu sinni. Elva Ósk er ekki alveg óvön að standa á palli því hún fékk menningarverðlaun DV fyrir túlkun sína á Nóru í Brúðuheimilinu árið 1999 og segir hiklaust að það sé gaman að fá verðlaun. Ég trúi henni al- veg. „Ég hef aðallega verið á sviöi, þess vegna þykir mér vænt um að fá þessi verðlaun," segir Elva en hún þekkir leikstjórann Baltasar vel og þau voru einmitt að leika saman í téðu Brúðuheimili þegar hann bauð henni hlutverkið. Elva hafði áður leikið í Nýju lífi, Benjamín dúfu, Stuttum frakka og Ik- ingut. Áslaug í Hafinu er ekki sérstaklega aðlaðandi kona. Hún drekkur allt of mikið, gerir vanhugsaða hluti og notar peninga sem hún virðist eiga meira en nóg af til þess að kaupa nánast allt sem hugur hennar girnist. Hvernig kunnir þú við hana? „Mér þótti vænt um hana og vorkenndi henni. Hún er eins og dýr í búri, innilokuð og drekkur of mikið og kann ekki að lifa. Hún notar það vopn kvenna sem eru þær sjálfar og líkami þeirra og með klækjum getur fleytt þeim langt. Hún var of máluð, of kjaftfor, of streitt og fór alls staðar yfir strikið og passaði ekkert. Ég var svolítið hrædd við að hún fengi ekki samúð og reyndi eins og ég gat til að gefa henni samúð og held að það hafi tekist í samvinnu við Baltasar." Það er sanngjarnt að segja að Hafið hafi slegið í gegn því þegar hafa nærri 50 þúsund manns séð kvikmyndina sem fjallar um íslenskt sjávarþorp og þann veruleika sem kvótakerfið hefur skapað í hin- um dreifðu byggðum. Kvikmyndin fjallar þannig um viökvæmt pólitískt deilumál í samtíma okkar sem sést best á því að leikstjórinn hefur mætt sjáv- arútvegsráðherra í umræðuþætti þar sem kvóta- kerfiö illræmda var til umræöu. En var talað um kvótakerfið á tökustað? Balti er bestur „Nei, það var aldrei minnst á það. Viö treystum einfaldlega leikstjóranum og þeim hugmyndum sem hann hafði. Leikarar hafa ekki þá yfirsýn sem hann hefur og ég áttaði mig alls ekki á því að þetta væri í rauninni hápólitísk mynd,“ segir Elva sem á varla nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á samstarfinu við Baltasar og reyndar gekk maður undir manns hönd á verðlaunahátíðinni til að ausa hann lofi. - En hvað er það sem gerir hann að góðum leik- stjóra? „Það er margt. Hann er vel gefinn. Leikari með myndlistargen og húmor, ofboðslega kraftmikill og ætlast til mikils af fólki og fær það einhvern veginn án þess að maður taki eftir þvi. Maður gefur hon- um það í ómældu magni. Ég þekki hann og treysti honum og það skiptir mestu máli. Hann er líka óhræddur við leikarana og veit hvað þeir geta, stundum betur en þeir sjálfir. Hann veit vel að stundum eru leikarar fastir í einhverju formi og það getur þurft eina setningu til þess að brjóta þeim leið út.“ - Það hafa verið skrifaöar sögur, gerð leikrit og kvikmyndir um það ástand sem ríkti á Norðfirði meðan áhöfnin sem gerði Hafið dvaldi þar. Þegar listin líkir eftir lifinu er oftast fjallað um aðkomu- mennina sem skilja ekki þorpsbúana sem eru agn- dofa af hrifningu yfir öllu sem þeir ókunnu segja og gera. Veröld heimamanna er snúið á haus og eng- inn verður alveg samur eftir. Hér nægir að nefna leikrit eins og Með fulla vasa af grjóti og bíómynd- ir eins og State and Main eftir David Mamet. Var þetta svona fyrir austan? „Ég held ekki. Ég held að oftast hafi farið lítið fyrir okkur en þetta var stór hópur. Mér fannst við bera virðingu fyrir umhverfinu og okkur var af- skaplega vel tekið og samskiptin gengu mjög vel. Þetta var svolítið eins og vertíð en svo er leiðinlegt þegar allir fara.“ Ég lief verið þama - Elva hefur reyndar setið báðum megin við borð- ið í þessu leikriti í þeim skilningi að þegar hún var 18 ára gömul í Vestmannaeyjum þá kom einmitt kvikmyndatökulið í bæinn til þess að taka kvik- myndina Nýtt líf eftir Þráin Bertelsson. Elva hafði verið með leiklistardellu lengi og fór í prufu og fékk síðan hlutverk fegurðardrottningar í mynd- inni og lék Ungfrú Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla. „Ég man ennþá eftir þvi hvað ég var hrædd þeg- ar ég stóð andspænis Eggert Þorleifssyni og Karli Ágústi, þessum frægu mönnum. Mér varð hugsað til þessa tima þegar ég fylgdist með sætu stelpunni á Norðfirði sem var valin í hlutverk þeirrar sem sefur hjá kvótabraskaranum. Það geymist en gleymist ekki þegar maður er kominn hinum megin við borðið en ég hef verið þarna. Það kemur enn þá til mín fólk og bendir á mig og segir: Ungfrú Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla.“ - Sumt af því sem Baltasar Kormákur sagði um íslensk sjávarþorp í tengslum við frumsýninguna stuðaði fólk og sumt af því sem sést í myndinni stuðar fólk. Hvað finnst þér? „Ég skildi ekki þessa ofurviðkvæmni og að ég held misskilning sem varð út af þessu. Það er ver- ið að draga upp ákveðna mynd af sjávarþorpi og mála hana sterkum dráttum og sterkum litum. AU- ar persónurnar eru ýktar. Það er ekkert gaman að sjá bara myndir þar sem allir dansa á götunum í einu eilífðar sólskini." Hlutverkin stór og smá - Elva Ósk útskrifaðist 1989 og lék fyrst í Húsi Bernörðu Alba á Akureyri og Kjöti eftir Ólaf Hauk í Þjóðleikhúsinu en fékk síðan aðalhlutverkið í Ég er meistarinn sem var fyrsta leikrit Hrafnhildar Haga- lin sem var sýnt í nærri tvö leikár í Borgarleikhús- inu við firnagóðar undirtektir. Elva var reyndar í LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 /7 e I c) a rb> 1(1 c) I>V 43 í barneignarfríi seinni veturinn en fékk allt hrósið í upphafinu. Fyrir leikhúsrottur má rifja upp að í þessu verki var Ingvar E. Sigurðsson í einu af sínu fyrstu hlutverkum en hann lék unnusta Elvu sem þurfti að keppa hart um hylli hennar við kennarann sem Þorsteinn Gunnarsson lék. Sennilega er sanngjamt að segja að hlutverk Nóru í Brúðuheimilinu hafi verið stærsta klassíska hlut- verkið sem Elva hefur leikið til þessa en hún lék einnig aðalhlutverkið í Sem yður þóknast í uppsetn- ingu Guðjóns Pedersens, Bryndísi í Óskastjörnunni og fleiri burðarhlutverk í Þjóðleikhúsinu. í fyrra lék hún Alison í Horfðu reiður um öxl og titilhlutverkið í Vilja Emmu. Um þessar mundir leikur hún eitt af stærri hlutverkunum í Veislunni á sviði Þjóðleik- hússins sem hefur notið mikilla vinsælda. „Hlutverkið í BrúðuheimOinu er eitt af þeim stærri sem bjóðast og það var afskaplega skemmti- legt að fást við það.“ Leiðin tíl stjamanna - Við Elva veröum sammála um að þótt allt virð- ist ganga henni í haginn um þessar mundir og segja megi að hver leiksigurinn reki annan þá sé fráleitt að tala um þetta sem hátindinn á ferli hennar. Allir listamenn stefna til stjamanna og leiðin hlýtur að liggja áfram upp. „Hvert hlutverk er verðlaun að keppa að og ég hef verið svo lánsöm að fá tækifæri til þess að þroska mig sem listamann og ætla að halda því áfram.“ - Það er stundum sagt að það sé ógurlega hörð samkeppni í leikhúsinu og harðari milli leikkvenna en leikara. Þetta segir Elva að sé alls ekki satt og þær séu allar ágætis vinkonur og ég trúi henni al- veg. En Elva bætir við: „Kannski má ég alls ekki segja svona því fólk vill auðvitað hafa eitthvað til að tala um. Ég hef aldrei fundið fyrir neinum ríg milli leikara. Það hafa allir eitthvað til brunns að bera en eru að sjálfsögðu mismunandi eins og aðrir. Við konurnar í leikhúsinu þurfum að berjast fyrir því stundum að fá meira að gera. Það er allt vaðandi í karlhlutverk- um endalaust. Sumir þeirra fá meira að gera en þeir sjálflr kæra sig um. Þetta er ennþá innbyggt í leik- húsinu og það má á vissan hátt segja að við konur göngum að þessu sem vísu þegar við komum inn í starfið. Þessu þarf að breyta. Þróunin í leikhúsinu hefur að þessu leyti ekki verið að fullu í takt við tím- ann. Sennilega er eina lausnin að fleiri konur fari að skrifa fyrir leikhúsið. Það er alltof lítið af Nórum í leikhúsinu." Elva Ósk hefur fengið Edduverðlaun og menningarverðlaun DV fyrir leiklist. Hún segir að það séu ekki nógu inargar Nórur í leikhúsinu og vill koma á breytingum. Shindum engin innstæða - Síðustu hlutverk Elvu hafa verið hádramatísk og hún segist stundum verða svolítið þreytt á því að leika þung hlutverk mörg ár í röð. „Ég vil gjaman fá eitthvert grín eða söng og dans inn á milli. Það er erfitt að leika lengi í verki eins og Veislunni þar sem maður þarf að gefa sálina úr sér í hverri einustu sýningu. Maður þarf að róta í sálinni í því verki. Allir leikarar gefa alltaf allt sem þeir geta en það koma þær stundir að ekki er til innstæða og þá líð- ur manni ógurlega illa og finnst maður hafa svikið áhorfendur og ekki hvað síst sjálfan sig.“ Veislan er þannig leikrit að komið hefur fyrir að áhorfendur ganga út af sýningum. Við verðum sam- mála um að það sé gott leikhús þegar fólk gengur út í þessu samhengi. Gréta, Nýtt líf og Þrídrangar Svo fer hún að segja mér frá því þegar hún var að al- ast upp í Vestmannaeyjum sem er of stór bær til að kallast sjávarþorp. Þar óx Elva úr grasi og í eyjunum starfaði öflugt leikfélag áhugamanna sem dreif upp sýningar á hverri vertíð. Einu sinni sá Elva bróður sinn leika afturendann á hesti á sviðinu hjá Leikfélag- inu og ákvað með sjálfri sér að þetta hlyti að vera gam- an. Það mætti halda því fram að hún hafi byrjað í klassísku aðalhlutverki fyrir unga leikkonu þvi henn- ar fyrsta verkefni fyrir Leikfélagið var Gréta í Hans og Grétu. Mótleikari Elvu var ungur piltur í Eyjum. „Þá ætlaði hann að verða leikari en ég ætlaði að verða læknir. En í dag er ég leikari en hann læknir. Ég lék á hverju einasta ári eftir þetta. Svo fékk ég hlutverkið i Nýju lífi og þá opnaðist nýr heimur fyrir mér og ég ákvað að leggja fyrir mig leiklist. Ég var óskaplega feimin þegar ég komst inn í skólann en fann fljótt aö þarna var mitt svið.“ Elva lét ekki nægja að leika hjá leikfélaginu heldur var hún uppi á sviði í skólanum og hjá skátunum og alls staðar þar sem tækifæri gafst. Hún og tvær vin- konur hennar gerðu út á árshátíða- og þorrablótsmark- aðinn í Vestmannaeyjum undir nafninu Þrídrangar og sungu, léku og dönsuðu. „Við vorum 12 til 14 ára og mig minnir að við höf- um bara verið nokkuð góðar. Þetta var voða sætt og við æfðum óskaplega mikið.“ Það eimir eftir enn af þessari starfsorku Elvu því í hjáverkum í dag er hún bassaleikari í hljómsveitinni Heimilistónum ásamt leikkonunum Ólafiu Hrönn Jónsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Halldóru Bjöms- dóttur. Uppvaxandi leikarar Elva Ósk á tvö böm, Benedikt, níu ára, og Agnesi Björt, 11 ára, og þegar ég spyr hvort þar séu leikarar í uppvexti kemur í ljós að Benedikt hefur þegar leikið í leikhúsi og í kvikmyndum. Hann lék með móður sinni i Ikingut, í kvikmyndinni Regínu og er um þessar mundir að leika i Jóni Oddi og Jóni Bjarna í Þjóðleik- húsinu. Elva segir að Agnesi langi mikið til að taka þátt í leikhúsinu og bíði eftir tækifæri. Þetta þarf lík- lega ekki að koma á óvart en faðir þeirra, Andri Örn Clausen, er einnig menntaður leikari. „Ég kom að dóttur minni í gær þar sem hún var með vinkonu sína inni í herbergi hjá mér og var að sýna henni kjólinn sem ég var í við verðlaunaafhendinguna. Mér fannst þetta ógurlega sætt og man vel eftir sjálfri mér í svona pælingum. Ég veit ekki hvort þetta er eitt- hvað sem á eftir að endast. Þau eru of ung til þess.“ Elva og ástín - Elva Ósk er í hópi þess fólks sem margir þekkja eins og sést á þessu kaffihúsi þar sem gamlar konur á næsta borði eru komnar í hrókasamræður um það hvort þetta sé ekki áreiðanlega „hún þama sem fékk verðlaunin". Eitt af því sem vakið hefur athygli und- anfarin misseri er að þegar hún sést á opinberum vett- vangi þá er hún yfirleitt með þrekvaxinn mann með sléttrakað höfuð upp á arminn sem margir þekkja sem Georg Lárusson, forstjóra Útlendingaeftirlitsins og fyrrum lögreglustjóra. Er það vegna þess að hún er Vestmannaeyingur og þar af leiðandi útlendingur að hún er undir stöðugu eftirliti? „Við erum að minnsta kosti par, ástfangin upp fyrir haus og mjög hamingjusöm og höfum það gott,“ segir Elva sem hefur þekkt Georg síöan hann var sýslumað- ur í Vestmannaeyjum. „Svo kynntumst við betur í ársbyrjun 2001 og það hefur þróast með þessum hætti,“ segir Elva sem er ekki sérstaklega fikin í að ræða þessi einkamál sín út í hörgul þótt hún láti undan forvitni blaðamanns enda eins og hún segir sjálf: „Það vita þetta allir hvort sem er.“ PÁÁ DV-mynd Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.