Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 36
36 / 7 e IC) a rt> / c i c ) 13>V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 íslensku T amílarnir Tamílar eru stríðshrjáður minnihluti á Sri Lanka sem hefur átt íborqarastyrjöld fqr- ir sjálfstæði sínu áratugum saman. Tamíl- ar eru þúsundum saman landflótta um all- an heim oq eiqa ekkert eiqinleqt föðurland að eiqin áliti. DV hitti fjóra Tamíla sem búa siq undir að uerða Islendinqar. Tamílar eru sérstök þjóö eða þjóðarbrot sem býr á norður- og austurhluta eyjarinnar Sri Lanka. Þeir hafa barist fyrir sjálfstæði sinu áratugum saman og andstæðingar þeirra eru Singhalesar sem ráða lög- um og lofum á Sri Lanka og rúmlega 70% eyjar- skeggja. Þessi stríðsrekstur hefur lamað starfsþrek tamílsku þjóðarinnar og unnvörpum hafa ungir menn látið lífið á vígvellinum og stöðugar skærur skapa andrúmsloft viðvarandi ótta. Af þessum sök- um hafa mjög margir Tamílar flúið heimaland sitt og eru dreifðir víðs vegar um heiminn. Þeir eru eigin- lega landlaus þjóð eða þjóð án föðurlands. í íslensku samfélagi sem er í vaxandi mæli fjöl- þjóðasamfélag hefur ekki borið mikið á Tamílum en þeir eiga samt sína fulltrúa hér á landi eins og fjöl- margar aðrar þjóðir. DV gafst kostur á að hitta fjög- ur tamílsk systkini sem hafa dvalist á íslandi síðan í árslok 1995 og eru í þann veginn að verða íslending- ar með formlegum hætti en þau hafa lagt inn um- sókn sína um íslenskan ríkisborgararétt en í árslok 2002 hafa þau dvalist hér í þau sjö ár sem tilskilin eru til þess að fá slíkan rétt. Frelsi til að fara heim Það kann að hljóma öfugsnúið en íslenska vega- bréfið mun veita þeim langþráð ferðafrelsi og til dæmis gera þeim kleift að heimsækja Sri Lanka í fyrsta sinn í sjö ár. Fram að þessu hefur ekki verið talið óhætt fyrir þau að yfirgefa landið en vegna átakanna eru mjög mörg lönd sem alls ekki vilja veita Tamílum landvistarleyfi nema með mikilli fyr- irhöfn. Systkinin sem hér um ræðir heita Sulosana, Suvet- hini, Filisia og Istribris og eru á aldrinum 24 til 26 ára gömul. Þau eru böm Karalasinakam og Margrét- ar í bænum Periya Kallar á austurströnd Sri Lanka. Það er nokkuð flókin saga á bak við það hvernig það vildi til að þau komu hingað til lands en til að gera langa sögu nokkuð styttri var það fyrir tilstilli Þorgríms Stefánssonar tæknimanns og konu hans, Grétu Sigurjónsdóttur, en Þorgrímur hafði kynnst frænda systkinanna sem hér dvaldi við nám og bauð honum að búa á heimili sínu i tvö ár. Það varð að samkomulagi að Þorgrímur gerðist ábyrgðarmaður vegna komu systkinanna hingað til lands. íslensku Tamílarnir á heimili hjónanna sem gerðu þeim kleift að konia til fslands. Það eru Þorgrímur Stefáns- son og Gréta Sigurjónsdóttir. Líf í felum - En var erfítt að yfirgefa heimaland sitt? „Það var erfiðast að yfirgefa pabba og mömmu en þau vildu gjaman að við fæmm. Við erum alin upp við stöðugan ótta vegna striðsins og fjöldi vina okkar og ættingja hefur látið lífið. Á Sri Lanka eru karlmenn kallaðir í herinn eftir 17 ára aldur og það má ekki neita. Ég var farinn að vera í felum vegna þessa því ég vildi alls ekki gegna herþjónustu," segir Istibris sem er fulltrúi karlkynsins í systkinahópnum og hefur að nokkra leyti orð fyrir þeim systkinum. Samtal okkar fer fram á heimili „fósturfor- eldranna" en systkinin hafa i mörg ár búið saman í íbúð og staðið algerlega á eigin fótum. Istibris vinnur í Þak- pappaverksmiðjunni ehf. en systumar þrjár starfa á Hót- el Óðinsvéum. Þau systkinin settust á skólabekk í Menntaskólan- um í Kópavogi fyrsta vetur- inn eftir komuna hingað og stunduðu nám þar einn vet- ur en hafa síðan verið úti á vinnumarkaðnum og stund- að annað veifið nám í ís- lensku í Námsflokkunum. Þau segjast hafa haft gott af verunni i skólanum en ekki náð að fylgjast fyllilega með. Systurnar þrjár og bróðirinn fá að líkinduni íslcnskt vegabréf eftir áramótin og Menningarmunur er tals- þá öðlast þau langþráð ferðafrelsi og geta meðal annars hcimsótt föðurland sitt ver(- xnikill á Sri Lanka Og Sri Lanka eftir sjö ára fjarvist. þag er þvj freistandi að spyrja hvernig þeim hafi komið íslenskir jafnaldrar sínir fyrir sjónir. „Krakkar hérna eru sjálfstæðari og hafa ferðast meira um heiminn og þekkja hann betur en krakkar á Sri Lanka. Hér tala líka allir ensku og geta fylgst með því sem er að gerast," segir Istibris sem er augljóslega mikill keppnismaður og metnaðargjarn því hann vill alls ekki standa jafnöldrum sínum að baki að neinu leyti. Engir fordómar En skyldu þau systkinin hafa orðið eitthvað vör við fordóma í sinn garð meðal íslendinga eftir sjö ára dvöl hérlendis? „Okkur finnst allir sem við höfum kynnst hafa tek- ið okkur vel. Stundum hef ég séð fólk horfa á okkur með sérstökum svip en þá brosir maður bara. Stund- um í vinnunni vill fólk ekki tala við okkur en þá verð- ur maður bara sjálfur að tala við fólkið og þegar fólk kynnist þá era aldrei nein vandræði.“ Um þetta era systkinin nokkuð vel sammála. „Við eigum íslenska vini og við förum stundum út á kaffihús eða í keilu og það er bara gaman.“ Mikill menningarmunur Hér útskýrir „móðir“ þeirra systkina það út fyrir blaðamanni að þau systkinin fari aldrei út að skemmta sér í sama skilningi og íslensk ungmenni gera með til- heyrandi bjórdrykkju og miðbæjarferðum. Systkinin era öll kaþólskrar trúar og stunda samfélagið innan safnaðarins á íslandi og sækja sitt félagsstarf þangað. Fyrir tamilska stúlku að fara út að skemmta sér og eiga lausbeislaða kærasta að hætti íslenskra jafhaldra er óhugsandi. Tamílar eru flestir hindúatrúar og þar af leiðandi grænmetisætur sem hafa afslappað viðhorf til lífsins og eru frábitnir áfengisneyslu. Tamílsku systurnar segjast sækja föndurkvöld og leggja stund á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.