Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Innlendar fréttir víku ím* Fréttir DV Upplýsingabæklingur fyrir þolendur afbrota: Tryggð greiðsla úr ríkissjóði Heimtir úr helju Svanur Tómasson bjargaði fóður sínum, Tómasi Sigurðssyni, á ævin- týralegan hátt eftir að hjólagrafa hins síðamefnda hafnaði í brimi fyrir neðan grjótgarðinn skammt fyrir utan Ólafsvíkurenni á mánu- dag. Aðstæður á vettvangi voru erf- iðar og lögðu björgunarmenn sig í hættu við að bjarga feðgunum báð- um. Þeir feðgar voru fluttir með þyrlu á Landspítalann. Tómas var útskrifaður samdægurs en faðir hans var lagður inn á gjörgæslu- deild. Hann er á batavegi. Samfylking velur lista Prófkjör Samfylkingarinnar fór fram um síðustu helgi í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjör- dæmi. Össur Skarphéðinsson, for- maður Sf., skipar fyrsta sætið í Reykjavík en leiðtogi Suðurkjör- dæmis er Margrét Frímannsdóttir og Guðmundur Ámi Stefánsson í Suðvesturkjördæmi. Þá leiðir Krist- ján L. Möller lista flokksins í Norð- austurkjördæmi en niðurstöður póstkosningar lágu fyrir um liðna helgi. -aþ Dómsmálaráðuneytið hefur gefíð út upplýsingabækling fyrir þolend- ur aihrota. í bæklingnum er að finna fræðandi og hagnýtar upplýs- ingar um atriði er lúta að meðferð og rannsókn opinberra mála. M.a. er farið yfir hvert á að kæra brot, ýmsa kærufresti brotaþola, leið- beiningarskyldu lögreglu, réttindi brotaþola tengd réttargæslumönn- um, aðgang að gögnum máls, rann- sókn máls hjá lögreglu, vitnavernd, meðferð fyrir dómstólum, og greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Tilgangurinn er að gera þessi mál aðgengilegri almenn- ingi en bæklingurinn verður hafð- ur á lögreglustöðvum, embættum á vegum ríkisins auk stofnana sem tengjast þessum málaflokki. Þegar brotaþoli hefur kært afbrot til lögreglu fer af stað flókið og oft á tíðum langt ferli. Þar koma mörg embætti á vegum hins opinbera við sögu á ólíkum stigum máisins. Oft getur þvi verið erfitt fyrir þolendur afbrota að vita hvert þeir geta leit- að til að fá svör við þeim mörgu spurningum sem vaknað geta við meðferð máls í kjölfar kæru. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra sagði m.a. við kynningu á bæk- lingnum að vert væri að nefna sér- staklega lög sem tryggðu þolendum ofbeldisbrota greiðslu úr ríkissjóði og að rýmkaður hefði verið bótaréttur barna sem verða fyrir kynferðisaf- brotum. En hvert er ferli bótakrafna? Eftir kæru máls til lögreglu kallar brotaþoli eða fulltrúi hans eftir gögn- um frá lögreglu, s.s. lögregluskýrslu og áverkavottorði ef um er að ræða líkamsárás, kvittunum vegna kostn- aðar, skemmda og viðgerðarkostnað- ar. Síðan er útbúin bótakrafa málsins ásamt dráttarvöxtum og hún send lög- reglu og birt sakborningi áður en ákæra er gefin út. Ákæruvaldið rekur málið fyrir dómstólum. Lögmaður brotaþola eða brotaþoli sjálfur sendir bótanefnd um greiðslu á bótum til þolenda beiðni um greiðslu frá ríkis- sjóði, ef um líkamsárás er að ræða. Vitnavemd til að rjúfa þagnarmúr Dómsmálaráðherra segir að vitnavemd hafi verið í sérstakri skoðun í ráðuneytinu og ráðuneytið --Ljhtilsa- Kvenna blcmi Engin skcið/eg hormón Valin náttúruleq bætiefni og jurtir fyrir konur á breytingarskeiði Éh náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi UV-MYNU bKi.JUKULL Hvei t leita þolendur afbrota? Sótveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnir bækiing sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um hvert þolendur af- brota geta leitað og gera þessi mál aðgengilegri almenningi. tekið þátt í umfangsmiklu samstarfi Norðurlandanna á því sviöi. Mark- mið vitnaverndar er að rjúfa þann þagnarmúr sem oft ríkir um brota- starfsemi og þá sérstaklega fíkni- efnabrot. Einnig hefur farið fram skoðun í ráðuneytinu á vændi, kyn- ferðisafbrotum gagnvart börnum, mansali, og breytingum á almenn- um hegningarlögum tengdum dreif- ingu og vörslu á barnaklámi. „Það er skylda okkar að auövelda þolendum kynferðisofbeldis kæru- og dómsferilinn eins og kostur er. Það er ekki nokkur vafi að þessi bæklingur mun að verulegu leyti svara þeim fjölmörgu spumingum sem vakna við málsmeðferðina í refsivörslukerfinu. Það hafa verið gerðar víðtækar breytingar á lögum til að bæta réttarstöðu þolenda kyn- ferðisofbeldis sem hafa komið kon- um og bömum sérstaklega til góða. Samstarf lögreglu og þeirra sem veita sálræna aðstoð í kjölfar slíkra brota hefur verið með miklum ágætum. Það er mikill metnaður lögreglumanna að tryggja að rann- sókn kynferðisbrotamála sé skil- virk og nákvæm auk þess sem slík mál eru látin sæta forgangi," sagði dómsmálaráðherra. - Er málum sem ekki upplýsast aldrei lokið? „Nei, það mundi ég ekki segja, en þessi bæklingur sýnir vel almenn- an feril máls og hjálpar fólki að leita réttar síns og vita betur hvert fólk á að snúa sér og hvað það þarf að hafa í höndum, og hvaða mögu- leika það hefur með aðgang að gögnum og hvaða aðstoðar það get- ur vænst.“ - Er verndun vitna til þess að auðvelda fólki að bera vitni? „Þama er verið að undirstrika það að sérhverjar hótanir í garð vitna eru refsiverðar. Þetta var sett inn í hegningarlögin fyrir skömmu en ég hef áhuga á því að útfæra þá vinnu enn frekar og skoða frekari vitnavernd, því t.d. hvílir mikil leynd i kringum starfsemi fikni- efnasala. Það er einnig nauðsynlegt í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur að undanförnu um handrukk- ara. Ég hvet fólk eindregið til þess að kæra slik mál, og þó að viðkom- andi þori ekki að leggja fram kæru þá láti hann lögregluna vita, því lögreglan hefur ýmis úrræði til þess að rannsaka málið. Geir A. Guðsteinsson blaðamaður enperl Opnar í nóvember Glæsileg opnunartilboð Fréttaljós - Stendur til að auka samstarf við stofnanir eins og Stigamót, Barnahús, Kvennaathvarf og Neyð- armóttöku vegna nauðgana? „Við höfum átt mjög gott sam- starf við allar þessar stofnanir og þessi starfsemi nýtur nú þegar fjár- stuðnings frá ríkinu en ég tel ekki útilokað að auka þann stuðning. Ég geri allt eins ráð fyrir að eftir út- komu bæklingsins muni fleiri leita réttar síns og þá eftir aðstoð hjá þessum félögum og stofnunum. Þannig geta þolendur heimilisof- beldis leitað réttar síns. Við stönd- um mjög framarlega hvað varðar neyðarmóttöku vegna nauðgana og höfum á að skipa mjög góðum sér- fræðingum og starfsfólki. Ég vek einnig sérstaka athygli á því að ef kemur fram kæra á hend- ur starfsmanni lögreglu þá ber að taka við kærunni þótt starfsmaður- inn starfi hjá því lögregluliöi sem kærandinn hefur leitað til. Lög- reglu ber einnig að skýra kæranda frá því að kæran verði send ríkis- saksóknara til meðferðar. Þessi bæklingur undirstrikar að við höf- um verið að gera mjög mikið á und- anförnum árum í að hæta stöðu brotaþola með lagabreytingum," segir Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra. Ekki greint frá nafni kæranda Karl Steinar Valsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, sat í þriggja manna fagnefnd til að útbúa bæklinginn ásamt Jóni Þór Ólasyni, lögfræð- ingi í dómsmálaráðuneytinu og Kolbrúnu Sævarsdóttur, saksókn- ara hjá embætti Ríkissaksóknara. Karl Steinar segir að bæklingur- inn nýtist lögreglu vel þegar ein- staklingur kemur á lögreglustöð til að kæra. Fólk er almenn mjög óklárt á því hvað gerist þegar kæran hefur verið lögð fram, hvert er næsta skrefið, verður haft samband? Það hafa verið gef- in misvísandi svör innan lögreglu og hjá fleirum sem koma að mál- um, en í þessum bæklingi eru all- ar leiðbeiningar á einum stað,“ segir Karl Steinar Valsson. - Fólk hefur verið mjög hrætt við að leita ykkar aðstoðar þegar inn- heimtumenn eiturlyfjaskulda, svo- kallaðir handrukkarar, eiga í hlut. Telurðu að það verði einhverjar breytingar á því með bæklingnum? „Viðkomandi getur óskað eftir því að ekki sé greint frá því hvaðan kæran kemur. Það féll nýlega dóm- ur þar sem stuðst var við framburð vitnis sem ekki var nafngreint. Ég held hins vegar að það sé talsvert orðum aukið hvernig handrukkar- ar „meðhöndla" þá sem þeir eru að ganga í skrokk á, t.d. með tann- drætti og öðrum limlestingum. Það hefur ekki komið fram hjá okkur og hjá slysadeild hefur það komið fram að þar koma mál ekki fram með þessum hætti. En handrukkar- arnir eiga hagsmuna að gæta að viðhalda óttanum gagnvart þeim, og hafa í einhverjum tilfellum nýtt sér það.“ -GG Hafið hirti Eddur Baltasar Kormákur var sigursæll á Edduhátíðinni síðastliðið sunnu- dagkvöld. Kvikmynd hans, Hafið, hlaut átta Eddur; þar af var hún val- in sem besta myndin og sjálfur var Baltasar kosinn besti leikstjórinn. Sóttu um hæli Hælisleitendum hérlendis fer fjölgandi og þegar hafa 107 manns sótt um hæli á árinu. Að sögn Þóris Guðmundssonar hjá Rauða krossin- um hefur fjöldi hælisleitanda tvö- faldast á mUli ára. Rauði krossinn áætlar að þeir verði um 200 á næsta ári. Skriða féll á hús Skriður féllu á Seyðisfjörð i kjöl- far mikillar úrkomu á svæðinu síð- astliðinn mánudag. Skriða féll. á rústir gamals hús á Vestdalseyri og síðar féll skriða á milli húsa á Seyð- isfirði. Margir þurfa aðstoð Örtröð var við úthlutun Mæðra- styrksnefndar fyrr í vikunni. Um 140 fjölskyldur leituðu aðstoðar og sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við DV að þörfin væri mikil. Við lok úthlutunar var mestur hluti mat- væla nefndarinnar uppurinn. Deilt um niðurstöðu Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur telur niðurstöðu prófkjörs sjálfstæð- ismanna sem fram fór um síðustu helgi í Norðvestur- kjördæmi ómarktæka. Miklar deil- ur hafa spunnist í vikunni um próf- kjörið og hefur Vilhjálmur Egilsson, einn frambjóðenda, gagnrýnt mjög framgang þess. Kjördæmisráð og kjörnefnd prófkjörs flokksins komust að þeirri niðurstöðu að telja skuli atkvæði að nýju og fara yfir kjörgögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.