Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Side 14
14 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Innlendar fréttir víku ím* Fréttir DV Upplýsingabæklingur fyrir þolendur afbrota: Tryggð greiðsla úr ríkissjóði Heimtir úr helju Svanur Tómasson bjargaði fóður sínum, Tómasi Sigurðssyni, á ævin- týralegan hátt eftir að hjólagrafa hins síðamefnda hafnaði í brimi fyrir neðan grjótgarðinn skammt fyrir utan Ólafsvíkurenni á mánu- dag. Aðstæður á vettvangi voru erf- iðar og lögðu björgunarmenn sig í hættu við að bjarga feðgunum báð- um. Þeir feðgar voru fluttir með þyrlu á Landspítalann. Tómas var útskrifaður samdægurs en faðir hans var lagður inn á gjörgæslu- deild. Hann er á batavegi. Samfylking velur lista Prófkjör Samfylkingarinnar fór fram um síðustu helgi í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjör- dæmi. Össur Skarphéðinsson, for- maður Sf., skipar fyrsta sætið í Reykjavík en leiðtogi Suðurkjör- dæmis er Margrét Frímannsdóttir og Guðmundur Ámi Stefánsson í Suðvesturkjördæmi. Þá leiðir Krist- ján L. Möller lista flokksins í Norð- austurkjördæmi en niðurstöður póstkosningar lágu fyrir um liðna helgi. -aþ Dómsmálaráðuneytið hefur gefíð út upplýsingabækling fyrir þolend- ur aihrota. í bæklingnum er að finna fræðandi og hagnýtar upplýs- ingar um atriði er lúta að meðferð og rannsókn opinberra mála. M.a. er farið yfir hvert á að kæra brot, ýmsa kærufresti brotaþola, leið- beiningarskyldu lögreglu, réttindi brotaþola tengd réttargæslumönn- um, aðgang að gögnum máls, rann- sókn máls hjá lögreglu, vitnavernd, meðferð fyrir dómstólum, og greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Tilgangurinn er að gera þessi mál aðgengilegri almenn- ingi en bæklingurinn verður hafð- ur á lögreglustöðvum, embættum á vegum ríkisins auk stofnana sem tengjast þessum málaflokki. Þegar brotaþoli hefur kært afbrot til lögreglu fer af stað flókið og oft á tíðum langt ferli. Þar koma mörg embætti á vegum hins opinbera við sögu á ólíkum stigum máisins. Oft getur þvi verið erfitt fyrir þolendur afbrota að vita hvert þeir geta leit- að til að fá svör við þeim mörgu spurningum sem vaknað geta við meðferð máls í kjölfar kæru. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra sagði m.a. við kynningu á bæk- lingnum að vert væri að nefna sér- staklega lög sem tryggðu þolendum ofbeldisbrota greiðslu úr ríkissjóði og að rýmkaður hefði verið bótaréttur barna sem verða fyrir kynferðisaf- brotum. En hvert er ferli bótakrafna? Eftir kæru máls til lögreglu kallar brotaþoli eða fulltrúi hans eftir gögn- um frá lögreglu, s.s. lögregluskýrslu og áverkavottorði ef um er að ræða líkamsárás, kvittunum vegna kostn- aðar, skemmda og viðgerðarkostnað- ar. Síðan er útbúin bótakrafa málsins ásamt dráttarvöxtum og hún send lög- reglu og birt sakborningi áður en ákæra er gefin út. Ákæruvaldið rekur málið fyrir dómstólum. Lögmaður brotaþola eða brotaþoli sjálfur sendir bótanefnd um greiðslu á bótum til þolenda beiðni um greiðslu frá ríkis- sjóði, ef um líkamsárás er að ræða. Vitnavemd til að rjúfa þagnarmúr Dómsmálaráðherra segir að vitnavemd hafi verið í sérstakri skoðun í ráðuneytinu og ráðuneytið --Ljhtilsa- Kvenna blcmi Engin skcið/eg hormón Valin náttúruleq bætiefni og jurtir fyrir konur á breytingarskeiði Éh náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi UV-MYNU bKi.JUKULL Hvei t leita þolendur afbrota? Sótveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnir bækiing sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um hvert þolendur af- brota geta leitað og gera þessi mál aðgengilegri almenningi. tekið þátt í umfangsmiklu samstarfi Norðurlandanna á því sviöi. Mark- mið vitnaverndar er að rjúfa þann þagnarmúr sem oft ríkir um brota- starfsemi og þá sérstaklega fíkni- efnabrot. Einnig hefur farið fram skoðun í ráðuneytinu á vændi, kyn- ferðisafbrotum gagnvart börnum, mansali, og breytingum á almenn- um hegningarlögum tengdum dreif- ingu og vörslu á barnaklámi. „Það er skylda okkar að auövelda þolendum kynferðisofbeldis kæru- og dómsferilinn eins og kostur er. Það er ekki nokkur vafi að þessi bæklingur mun að verulegu leyti svara þeim fjölmörgu spumingum sem vakna við málsmeðferðina í refsivörslukerfinu. Það hafa verið gerðar víðtækar breytingar á lögum til að bæta réttarstöðu þolenda kyn- ferðisofbeldis sem hafa komið kon- um og bömum sérstaklega til góða. Samstarf lögreglu og þeirra sem veita sálræna aðstoð í kjölfar slíkra brota hefur verið með miklum ágætum. Það er mikill metnaður lögreglumanna að tryggja að rann- sókn kynferðisbrotamála sé skil- virk og nákvæm auk þess sem slík mál eru látin sæta forgangi," sagði dómsmálaráðherra. - Er málum sem ekki upplýsast aldrei lokið? „Nei, það mundi ég ekki segja, en þessi bæklingur sýnir vel almenn- an feril máls og hjálpar fólki að leita réttar síns og vita betur hvert fólk á að snúa sér og hvað það þarf að hafa í höndum, og hvaða mögu- leika það hefur með aðgang að gögnum og hvaða aðstoðar það get- ur vænst.“ - Er verndun vitna til þess að auðvelda fólki að bera vitni? „Þama er verið að undirstrika það að sérhverjar hótanir í garð vitna eru refsiverðar. Þetta var sett inn í hegningarlögin fyrir skömmu en ég hef áhuga á því að útfæra þá vinnu enn frekar og skoða frekari vitnavernd, því t.d. hvílir mikil leynd i kringum starfsemi fikni- efnasala. Það er einnig nauðsynlegt í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur að undanförnu um handrukk- ara. Ég hvet fólk eindregið til þess að kæra slik mál, og þó að viðkom- andi þori ekki að leggja fram kæru þá láti hann lögregluna vita, því lögreglan hefur ýmis úrræði til þess að rannsaka málið. Geir A. Guðsteinsson blaðamaður enperl Opnar í nóvember Glæsileg opnunartilboð Fréttaljós - Stendur til að auka samstarf við stofnanir eins og Stigamót, Barnahús, Kvennaathvarf og Neyð- armóttöku vegna nauðgana? „Við höfum átt mjög gott sam- starf við allar þessar stofnanir og þessi starfsemi nýtur nú þegar fjár- stuðnings frá ríkinu en ég tel ekki útilokað að auka þann stuðning. Ég geri allt eins ráð fyrir að eftir út- komu bæklingsins muni fleiri leita réttar síns og þá eftir aðstoð hjá þessum félögum og stofnunum. Þannig geta þolendur heimilisof- beldis leitað réttar síns. Við stönd- um mjög framarlega hvað varðar neyðarmóttöku vegna nauðgana og höfum á að skipa mjög góðum sér- fræðingum og starfsfólki. Ég vek einnig sérstaka athygli á því að ef kemur fram kæra á hend- ur starfsmanni lögreglu þá ber að taka við kærunni þótt starfsmaður- inn starfi hjá því lögregluliöi sem kærandinn hefur leitað til. Lög- reglu ber einnig að skýra kæranda frá því að kæran verði send ríkis- saksóknara til meðferðar. Þessi bæklingur undirstrikar að við höf- um verið að gera mjög mikið á und- anförnum árum í að hæta stöðu brotaþola með lagabreytingum," segir Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra. Ekki greint frá nafni kæranda Karl Steinar Valsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, sat í þriggja manna fagnefnd til að útbúa bæklinginn ásamt Jóni Þór Ólasyni, lögfræð- ingi í dómsmálaráðuneytinu og Kolbrúnu Sævarsdóttur, saksókn- ara hjá embætti Ríkissaksóknara. Karl Steinar segir að bæklingur- inn nýtist lögreglu vel þegar ein- staklingur kemur á lögreglustöð til að kæra. Fólk er almenn mjög óklárt á því hvað gerist þegar kæran hefur verið lögð fram, hvert er næsta skrefið, verður haft samband? Það hafa verið gef- in misvísandi svör innan lögreglu og hjá fleirum sem koma að mál- um, en í þessum bæklingi eru all- ar leiðbeiningar á einum stað,“ segir Karl Steinar Valsson. - Fólk hefur verið mjög hrætt við að leita ykkar aðstoðar þegar inn- heimtumenn eiturlyfjaskulda, svo- kallaðir handrukkarar, eiga í hlut. Telurðu að það verði einhverjar breytingar á því með bæklingnum? „Viðkomandi getur óskað eftir því að ekki sé greint frá því hvaðan kæran kemur. Það féll nýlega dóm- ur þar sem stuðst var við framburð vitnis sem ekki var nafngreint. Ég held hins vegar að það sé talsvert orðum aukið hvernig handrukkar- ar „meðhöndla" þá sem þeir eru að ganga í skrokk á, t.d. með tann- drætti og öðrum limlestingum. Það hefur ekki komið fram hjá okkur og hjá slysadeild hefur það komið fram að þar koma mál ekki fram með þessum hætti. En handrukkar- arnir eiga hagsmuna að gæta að viðhalda óttanum gagnvart þeim, og hafa í einhverjum tilfellum nýtt sér það.“ -GG Hafið hirti Eddur Baltasar Kormákur var sigursæll á Edduhátíðinni síðastliðið sunnu- dagkvöld. Kvikmynd hans, Hafið, hlaut átta Eddur; þar af var hún val- in sem besta myndin og sjálfur var Baltasar kosinn besti leikstjórinn. Sóttu um hæli Hælisleitendum hérlendis fer fjölgandi og þegar hafa 107 manns sótt um hæli á árinu. Að sögn Þóris Guðmundssonar hjá Rauða krossin- um hefur fjöldi hælisleitanda tvö- faldast á mUli ára. Rauði krossinn áætlar að þeir verði um 200 á næsta ári. Skriða féll á hús Skriður féllu á Seyðisfjörð i kjöl- far mikillar úrkomu á svæðinu síð- astliðinn mánudag. Skriða féll. á rústir gamals hús á Vestdalseyri og síðar féll skriða á milli húsa á Seyð- isfirði. Margir þurfa aðstoð Örtröð var við úthlutun Mæðra- styrksnefndar fyrr í vikunni. Um 140 fjölskyldur leituðu aðstoðar og sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við DV að þörfin væri mikil. Við lok úthlutunar var mestur hluti mat- væla nefndarinnar uppurinn. Deilt um niðurstöðu Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur telur niðurstöðu prófkjörs sjálfstæð- ismanna sem fram fór um síðustu helgi í Norðvestur- kjördæmi ómarktæka. Miklar deil- ur hafa spunnist í vikunni um próf- kjörið og hefur Vilhjálmur Egilsson, einn frambjóðenda, gagnrýnt mjög framgang þess. Kjördæmisráð og kjörnefnd prófkjörs flokksins komust að þeirri niðurstöðu að telja skuli atkvæði að nýju og fara yfir kjörgögn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.