Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDACUR 16. NÓVEMBER 2002 Helgarbloö 3Z>V „Mér finnst röddin mikilvæg- asta líffæri mitt sem leikara. Röddin má aldrei ljúga því hvernig manni liður. Hún er framlenging hugsana þinna. Þótt orðin Ijúgi er röddin alltaf sönn. Það fyrsta sem bregst fólki ef því líður illa er röddin." DV-mvndir E.Ól. Má ekki segja að í Kvetch mætist kómedían og alvaran? „Jú. Mín vinnuaðferð er að leggja fyrst áherslu á dramatíkina og dekkri hliðar manneskjunnar. Hitt kemur á eftir. Þannig unnum við Kvetch; kómíska hliðin var ekki dregin fram fyrr en á síð- ustu tíu dögum æfingaferlisins. Dramatíkin er góður grunnur að byggja á og það er aðferð sem ég hef komið mér upp í gegnum tíðina. Og ég er nú að fylla mitt tuttugasta starfsár, góði minn,“ segir Edda Heiðrún og hlær. Engar prímadonnur á íslandi „Undirtónn Kvetch er rosalega sár. Alvarleg mál eru afgreidd í einni setningu. Donna hefur gengist undir aðgerð og annað brjóstið tekið af henni. Það er hræðilegt en í verkinu er það afgreitt með einni setningu: það getur verið erfitt að höndla það að vera með eitt brjóst. Hvaða áhrif hefði þetta á mann sjálfan? í öllum þessum hráa beiskleika sem einkennir verkið er einhver fallegur strengur. Ég sé engan mun á því að starfa með góðum hópi utan leikhúsanna eða innan þeirra. Allt fer það eftir verkinu og leikstjóranum. Mitt hlutverk sem leikara er fyrst og fremst að temja mér þær aðferð- ir sem leikstjórinn vill stunda. Ég er ekki leikari til að sanna eina aðferð heldur til þess að skilja að- ferðir leikstjórans og tileinka mér þær. Þannig verður leikarinn góður efniviður. Leikarinn getur mögulega vísað veginn með góðu fordæmi og orð- ið prímadonna en í mínum huga hefur það orð já- kvæða merkingu; prímadonnur eru fólk, konur og menn, sem vinnur sitt fag vel og maður getur litið upp til og lært af. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir," segir Edda Heiðrún. Vesturport er ekki stórt og það þýðir mikla nánd áhorfandans við leikarann sem hlýtur að vera erfitt, sérstaklega i nærgöngulum senum eins og þegar Donna strýkur brjóst sitt eins og til að minna sig á að hún eigi eitt brjóst þótt hitt hafi verið tekið. Edda Heiðrún segist hafa lent i því að þurfa að fara úr fötunum á sviði „en sem betur fer ekki oft. Nekt er best í hófi. Áhrifaríkara er að sýna minna en meira. Við tókum í þessu tilfelli þá afstöðu að nota nektina til að undirstrika angist þessarar konu sem er að sannfæra sig um að eitt brjóst sé eitt brjóst en ekki ekkert brjóst. Það er svolítið eins og hún sé að telja í sig kjark.“ Þetta er mjög fallegt á undarlegan hátt, skýt ég inn í. „Já,“ segir hún, „Berkoff er mjög krefjandi en samt svo meinfyndinn. Persónur segja margt á undarlegan hátt. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt að þýða hann. Donna er ein þeirra persóna sem ég myndi vilja sjá aðra leika. Hún á undir högg að sækja á heimilinu. Mamma hennar er si- fellt að bögga hana og maðurinn hennar þolir hana ekki. Þetta eru kannski ekki skemmtilegar aðstaéð- ur en hún þokast þó upp þjóðfélagsstigann. Það er seigla í henni.“ Mikil tilfinningavera Hvernig leiddistu inn í leiklistina? „Krakkarnir í kringum mig voru mikið í leik- list. Flestir mínir vinir fóru í einhvers konar list- nám. Við erum eins og perlufesti af alls konar listamönnum. Við erum öll systkinin í einhverju listtengdu. Pabbi var í áhugaleikhúsi á uppi á Skaga og mamma í kirkjukór. Það var mikið sung- ið á heimilinu. Foreldrar okkar vildu að við lærð- um á hljóðfæri. Og við lærðum dans því pabba var mikið í mun að við lærðum að dansa. Allt er þetta góður efniviður fyrir leiklistina. Sagnakvöldin voru dramatísk. Pabbi sagði sagði sögur og eins var Arnmundur bróðir minn mikill sagnamaður. Hann var lögfræðingur en i veikindabaráttu sinni skrifaði hann þrjár skáldsögur og tvö leikrit. Þessi þörf ruddist fram hjá honum. Sjálf er ég mikil tilfinningavera. Ég held að leik- list sé tilvalin fyrir tilfinningaverur. í leiklistinni er hægt að finna tilfinningum sínum farveg. Góður leikari þarf að hafa gott aðgengi aö tilfinningum sín- um svo hann geti krufið þær og fundið þeim farveg í ólíkum stílum. Eftir því sem aðgengi að tilfinning- unum verður betra þá verður maður betri leikari." * Edda Heiðrún fer á kostum sem Donna í Kvetch í leikstjórn Stefáns Jónssonar en verkið er sýnt í Vesturporti. Með henni á myndinni er Ólafur Darri Ólafsson. Lærðirðu ekki söng? „Ég lærði söng í leiklistarskólanum og fór svo aðeins i Söngskólann en það var svo mikið að gera hjá mér í leiklistinni að ég hætti fljótlega þar. Inga systir mín hefur hjálpað mér við sönginn og einnig hefur Sverrir Guðjónsson hjálpað mér með Alexanderstæknina. Ég lærði líka hjá Göggu Lund. Hún sagði mér að hætta að læra söng af því ég yröi leiðinleg ef ég lærði meira. Ég var mörg ár að átta mig á hvað hún meinti en þykir þetta sniðugt í dag og án efa ein besta ráðlegging sem ég hef fengiö. Hún sagði að ég kynni nóg til að vera syngjandi leikkona en ef ég yrði of tæknileg í söngnum dræpi það niður leikinn. Ég er alveg sammála henni. Það hefur loðað við mig að ég hafi verið mikið í söngleikjum en það er ekki rétt. Það sem ég hef sungið hefur aftur á móti gengið vel. Þegar ég fæ sönghlutverk dusta ég rykið af röddinni. Mér finnst röddin mikilvægasta líffæri mitt sem leikara. Röddin má aldrei ljúga því hvernig manni líður. Hún er framlenging hugsana þinna. Þótt orðin ljúgi er röddin alltaf sönn. Það fyrsta sem bregst fólki ef þvi líður illa er röddin.“ Eins og gamlir vinir Edda Heiðrún á erfitt með að velja eftirminni- legasta hlutverkið frá þeim tuttugu árum sem hún hefur starfað í leikhúsinu. „Þau eru ansi mörg. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvað þessar konur séu að gera í dag. Þessar persónur eru eins og gamlir vinir,“ segir hún og telur upp Dollý í Djöflaeyjunni, konuna í Rhodymenia Palmata, Vörju og Ljúbu í Kirsuberjagarðinum, eldri konuna i Hægan Elektra, Lafði Macbeth og Gínu í Villiöndinni. „Þetta eru eins ólíkar konur og hugsast getur. Það er heldur ekkert leiðinlegt að leika Donnu í Kvetch. Það er með því skemmti- legra sem ég hef gert. Það er voðalega gaman að finna viðbrögðin. Síðasta sýning lengdist um 20 mínútur út af hlátrasköllum. Ég hef haft óskaplega gaman af að leika upp- áhaldsstjórnmálamanninn minn í Áramótaskaup- inu en það var ákaflega erfitt því hún er svo marg- slungin. Ég má ekki segja nafnið en hún er afskap- lega greind, slyng og sjarmerandi." Afskaplega venjuleg manneskja Verðurðu ekki óþolandi á heimilinu þegar þú fæst við erfið hlutverk þar sem þú þarft að leita djúpt? „Nei, ég held ég sé afskaplega venjuleg mann- eskja dagsdaglega. Auðvitað er álagið mikið en ég ruglast aldrei á sjálfri mér og vinnunni. Það er mýta um leikara sem er vitleysa. Leikarinn er auðvitað alltaf fastur í eigin líkama og ef til vill leika sumir leikarar alltaf mjög svipað; leika einn karakter i gegnum lífið, gera það mjög vel og eru margverðlaunaðir fyrir. Aörir vilja hins vegar syngja, leika dramatik og kómík og hafa mikla breidd. Ég velti því oft fyrir mér hvort sé betra. Ég kýs fjölbreytnina en kannski er betra að einbeita sér að einu og ná langt í þvi. Leiklistin hefur óneitanlega fært mér mikla gleði og fullnægju og ég hef kynnst ýmsu, fólki og furöuverkum, sem ég hefði kannski aldrei haft tækifæri til annars.“ Og gífurleg auðæfi? „Ef reynsla mín i starfi, vináttan og hlátrasköll- in væru metin til fjár væri ég stórrík." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.