Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 20
20 H&lgarblcic? 3Z>"Vr LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Rithöfundur á leiðinni Viktor Arnar Ingólfsson er meðal frumherja íritun tslenskra sakamálasaqna. Hann fór lanqar oq krókóttar leiðir til daqsins ídag og Ólafur Jónsson uarð tvisvar á veqi hans. Viktor sagði DV frá áhrifavöldum, uppeldi oq strönqum ritdómum. Það má halda því fram að sannist dálítið skemmtilega á Viktori Arnari Ingólfssyni að ferill rithöfundar getur að sönnu verið krókóttur og undarlegur og sjaldnast er hann beinn og breiður vegur. Viktor er ríflega á miðjum fimmtugsaldri og er að gefa út sína fjórðu bók á rúmlega 20 árum. Viðfangsefni hans hafa alltaf verið glæpasögur eða morðgátur, allt frá því að hann fór rúmlega tvítugur að skrifa og gaf út tvær bæk- ur, Dauðasök og Heitur snjór, með stuttu millibili í kring- um 1980. Síðan varð um það bil sextán ára hlé á rithöf- undarferli hans en 1998 kom út bókin Engin spor sem átti mjög sérstakan feril. Þetta var sakamálasaga sem Viktor fékk engan útgefanda að og gekk með bók sína frá Heródesi til Pílatusar og gaf hana að lokum út sjálfur. Þegar bókin komst loksins fram hjá útgefendum og tif les- enda fékk hún góðar viðtökur og jákvæða dóma og það varð að ráði að Mál og menning tók verkið upp á sína arma og gaf út í kilju ekki löngu eftir að höfundur hafði baslað henni út á eigin vegum. Kiljan seldist mjög vel og svo fór að Engin spor varð fyrst íslenskra sakamálasagna til þess að verða útnefnd til Glerlykilsins árið 2001. Sá lykill er norræn glæpasagnaverðlaun og þykja eftirsótt og eru mörgum íslendingum kunn eftir að Arnaldur Indriða- son fékk þau sl. ár. Lífið og dauðinn í Flatey Viktor Arnar hefur nú aftur stigið fram á ritvöllinn og enn með morðgátu sem heitir Flateyjargáta og það er Mál og menning sem gefur út því í þetta sinn var höfundinum auðvelt að finna útgefanda. Sögusviðið er Flatey á Breiða- firði og er látin gerast um 1960. Rætur Viktors liggja á þessum slóðum en afi hans, Viktor Guðnason, var póst- og símstöðvarstjóri í Flatey og amma hans, Jónína Ólafsdótt- ir, var húsmóðir á Sólbakka og bakaði rómaðar tertur. Sjálfur dvaldi Viktor í Flatey hjá afa sínum og ömmu nokkur sumur sem ungur drengur. Þetta var áður en listamenn á Islandi uppgötvuðu töfra Flateyjar í gegnum bók Jökuls Jakobssonar, Síðasta skip suður. Þetta voru þvi kyrrlát sumur og fárra gesta von því póstbáturinn sem renndi að bryggju einu sinni í viku var eina tenging- in við umheiminn og það komu aldrei ferðamenn. Húsin í Flatey héldu áfram að tæmast eitt og eitt og þorpið varð að eyöiþorpi á veturna en listamannanýlendu á sumrin. Minningar í níu ára augnhæð Það hljómar eins og gestaþraut að láta morðsögu gerast á fámennri og fáfarinni eyju þar sem allir þekkja alla en Viktor minnir mig á að til þess að skrifa morðsögu þarf í rauninni ekki nema þrjá menn á eyðieyju. Það er nóg. Viktor segir blaðamanni DV frá því þegar hann kom fullorðinn maður út í eyju mörgum árum eftir að hann hafði dvalið þar sem barn og fannst hann ekki kannast neitt við sig. Það var einhvern veginn allt öðruvísi en það hafði áður verið. Það var ekki fyrr en hann beygði sig nið- ur og horfði í kringum sig úr níu ára augnhæð að minn- ingarnar komu aftur. Undirbúningur Viktors fyrir það að fara að skrifa saka- málasögur var með nokkuð sérstæðum hætti. Hann rifjar það upp að vorið sem hann átti að vera að lesa undir landspróf var Ólafur Jónsson gagnrýnandi að lesa eigin þýðingu á Maðurinn á þakinu eftir Sjövall og Wahlöö í Ríkisútvarpið. Ef einhver skyldi ekki vita það þá eru Sjövall og Wahlöö sænskir sakamálahöfundar sem hafa sennilega haft meiri áhrif á þessa bókmenntagrein á sið- ustu áratugum tuttugustu aldar en nokkur annar. Stytti ritgerðir í skólanum Viktor ungi sat heillaður undir lestri Ólafs og sló fyrir vikið slöku við lesturinn sem aftur stuðlaði að falli hans á því illræmda landsprófi sem aftur varð tU þess að í stað þess að fara hefðbundinn menntaveg rithöfunda gegnum menntaskóla settist hann beint á skólabekk í Tækniskól- anum og lauk að lokum námi sem byggingartæknifræð- ingur. Það var ekki lögð mikil áhersla á kennslu í skapandi skrifum í Tækniskólanum og Viktor segir að sú þjálfun sem honum nýttist best við skriftir hafi verið að stytta Viktor Arnar Ingólfsson hefur skrifað fjórar sakamálasögur á um 25 árum. Hann segist vera heillaður af flétt- unni og gerð hennar og ný bók hans, Flateyjargátan, ber nafn með rentu. DV-mynd E.Ól. ritgerðir um tæknifræði enda segir hann að vel skrifandi stéttarbræður hans séu í rauninni vandfundnir og sjálfur segist hann alltaf hafa verið lélegur tæknifræðingur og sennilega betri rithöfundur. Viktor segir að sér hafi opnast nýir heimar þegar hann fór að lesa erlenda reyfarahöfunda á skólaárunum og heillaðist af fléttum og gátum og vel uppbyggðum reyfur- um en taldi ekkert þvi til fyrirstöðu að hann spreytti sig sjálfur á þessu og skrifaði þær tvær bækur sem áður er minnst á. Aftur birtist Ólafur Jónsson á sviðinu og nú i hlutverki gagnrýnanda en á Þorláksmessu 1982 birtist í DV dómur um bókina Heitur snjór sem er vissulega harður og óvæg- inn en uppbyggilegur og lýkur t.d. á þessum orðum: „Heitur snjór er að sönnu lítið meira en æfing. En Vikt- or Arnar Ingólfsson hefur vissulega komið sér niður á nothæft söguefni. Með aukinni ástundun, vaxandi valdi á iþróttinni að segja sögu, virðist alls ekki ólíklegt að hann gæti samið velvirkar spennusögur úr reykvískri samtíð." Besta kennslustundin - Þegar Viktor Arnar rifjar þetta upp nærri 20 árum síðar segist hann alltaf vera Ólafi þakklátur. „Hann opnaði einfaldlega augu mín fyrir því hvað ég kynni lítið í þessu og þetta var ein besta kennslustund sem ég hef fengið," segir Viktor. Næstu árin fékkst Viktor við skriftir en birti aðallega smásögur eftir sig hér og þar. Hann var á sínum tíma að fást við ritun íslenskra sakamálasagna í flokki með þeim sem almennt eru nefndir sem frumherjar í þessari sagna- gerð, mönnum eins og Gunnari Gunnarssyni og Jóni Birgi Péturssyni en fyrir rúmum 20 árum var það út- breidd skoðun manna að íslenskt samfélag væri of einfalt í sniðum og glæpir of fátíðir til þess að hægt væri að skrifa sannfærandi spennusögur sem gerðust á íslandi. Þetta orðar Ólafur Jónsson í áðurnefndum ritdómi frá 1982 þannig að íslenskar sakamálasögur skorti það yfir- skin raunsæis, veruleikalikingu sem slíkar sögur þurfa á að halda til að þær takist. Ólafur spáir því að þetta muni breytast með breyttum þjóðfélagsháttum. Meðlimir í glæpafélagi í ljósi þess að íslenskar sakamálasögur eru nú þýddar á erlend tungumál og njóta mikilla vinsælda meðal ís- lenskra lesenda verður að segjast eins og er að Ólafur hef- ur reynst sannspár. Viktor Arnar er einn sex íslenskra höfunda sem eiga sakamálasögur á markaðnum fyrir þessi jól og hann er verðugur félagi í Hinu íslenska glæpafélagi sem slíkir höfundar hafa stofnað með sér en í félaginu eru þeir sem leggja stund á skriftir af þessu tagi og einnig þeir sem hafa lagt þessari skuggalegu bók- menntagrein sérstakt lið. „Ég er enn hrifinn af Sjövall og Wahlöö og get enn þá tekið upp bækur þeirra og lesið einn og einn kafla og dá- ist að því hve vel þau gera þetta. Ég les samt ekki ýkja mikið en finnst gott að hlusta á hljóðbækur á löngum ferðalögum," segir Viktor þegar hann er spurður um helstu fyrirmyndir og áhrifavalda að hefðbundnum sið. Seinna í samtali okkar nefnir hann einnig Ed McBain en Arnaldur Indriðason og Árni Þórarinsson eru líka nefnd- ir en án þess að verið sé að tala um hver hafi áhrif á hvern. Með úthaldið í lagi Það rímar skemmtilega við rithöfundarferil Viktors að hann er langhlaupari, maður með mikið úthald sem gefst ekki auðveldlega upp. Hann á sjö heil maraþon að baki en hefur auk þess þrisvar sinnum hlaupið Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur og má skilja á honum að það taki flestu öðru fram á þessu sviði. Hann starfar hjá Vegagerðinni og fæst þar við skriftir og annast vefrit, fréttabréf og fleira sem Vegagerðin þarf að koma fyrir almenningssjónir. Þannig má segja að rit- höfundurinn hafi um síðir tekið völdin af tæknifræðingn- um en Viktor segist kunna starfi sínu einkar vel og líta á bókarskrifin sem skemmtilegt tómstundagaman. „Það tekur mig langan tíma að byggja fléttuna upp í huganum áður en ég get farið að skrifa. Oftast rekur mað- ur sig til baka frá endanlegri lausn og setur þannig hvert stykki á sinn stað áður en sögusviðið og persónurnar verða til. Það má sennilega skipta glæpasagnahöfundum í tvo flokka hvað þetta varðar. Annars vegar eru þeir sem leggja meira upp úr umhverfi, andrúmi og persónusköp- un en fléttan er aðalatriðið hjá hinum og ég á heima með þeim. Svo hendir maður vísbendingum og villum ofan í slóð lesandans til að afvegaleiða hann án þess að hann missi alveg sjónar á takmarkinu,“ segir Viktor að lokum. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.