Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Karl Bretaprins fyrirskipar rannsókn á meintum ósóma meðal starfsliðs síns: Erlendar fréttir viku Ásakanir um nauðg- un og sölu ríkiseigna Karl Bretaprins hefur varla veriö í skapi til að gera sér almennilega glaðan dag þegar hann hélt upp á 54 ára afmælið sitt á fimmtudagskvöld, í stórveislu með öðrum úr fjölskyld- unni. Eöa svo skyldi maður að minnsta kosti ætla, miðað við allt sem gengið hefur á í kringum hann og starfslið hans undanfama daga. Fjölmiðlar og þingmenn hafa ver- ið harðorðir í garð prinsins og kon- ungsfjölskyldunnar allrar fyrir rannsókn sem Karl fyrirskipaði á dögunum að gerð skyldi á ástæðum þess að réttarhöldin yfir Paul Burrell, fyrrum bryta Díönu prinsessu, fóru út um þúfur, svo og á ýmsum öðrum ósóma sem skotið hefur upp kollinum síðan, eins og frásögn af nauðgun karlmanns úr starfsliði Karls á kynbróður sínum. Ekkert nema yfirklór „Rannsókn hallarinnar verður aöeins yfirklór," hljóðaði úrskurð- urinn á forsíðu æsifréttablaðsins The Star þegar tilkynnt hafði verið að sir Michael Peat, konunglegum ritara, hefði verið falið að stýra rannsókninni fyrir Karl. „Hann (Peat) vhmur fyrir hirð- ina, hann þiggur laun sín frá hirð- inni og það var hirðin sem aðlaði hann. Það er alveg dagljóst að nið- urstaða hans verður hirðinni i vil,“ sagði Dennis Skinner, þekktur þing- maður úr vinstri armi Verka- mannaflokksins. Hneykslið sem nú skekur bresku konungsfjölskylduna þykir eitt hið alvarlegasta frá því hjónabands- vandræöi barna Eiísabetar drottn- ingar og Filipusar drottningar- manns sáu fjölmiðlum fyrir hverri risafyrirsögninni á fætur annarri á lokaáratug síðustu aldar. Það gerðist á fylliríi Ósköpin hófust eftir snautlegan endi réttarhaldanna yfir Burreli, sem hafði verið ákærður fyrir að stela hundruðum muna úr dánarbúi Díönu prinsessu. Burrell, sem ávallt neitaði allri sök, var svo ekki fyrr laus úr klóm réttvísinnar en hann seldi sögu sína fyrir tugi milijóna króna til dagblaðsins Mirror. í kjöl- farið hafa aðrir gengið fram fyrir skjöldu með alls kyns miður falleg- ar sögur. Guölaugur Bergmundsson blaöamaöur Fréttaljós Mesta athygli hefur frásögn hins 42 ára gamla Georges Smiths óneit- anlega vakið. Smith var í þjónaliði Karls á síðari hluta níunda áratug- ar síðustu aldar. Hann sagði frá því í viðtali við blaðið Mail on Sunday að annar karlmaður í starfsliði rík- isarfans hefði eitt sinn hellt hann fulian og nauðgað honum svo eftir að hann dó brennivínsdauða. Díana með segulband Smith sagði að atburður þessi hefði gerst árið 1989 en hann greindi ekki frá honum fyrr en á ár- inu 1996, þegar Díana prinsessa tók frásögn hans upp á segulband. Upp- takan hvarf hins vegar eftir dauða prinsessunnar. Smith sagði í blaða- viðtalinu að sami maður hefði einnig áreitt sig kynferöislega sex árum eftir að meint nauðgun átti sér stað. Meintur nauðgari hefur vísað ásökunum Smiths á bug og segir hann vera óáreiðanlegan alkó- REUTERS-MYND Ríkisarfinn í leiðindamálum Karl Bretaprins er í heldur óskemmtilegum málum þessa dagana, svo og ýmsir aðrir í konungsfjölskyldunni, vegna ásakana um aö sitthvað misjafnt hafí gengiö á innan hallarveggjanna. Karl hefur fyrirskipað rannsókn á öllum ósóm- anum en þangaö til er sennilega best aö halda sig undir regnhlífinni og bíöa eftir aö upp stytti. hólista sem hafi sagt sunnudags- blaðinu aðra sögu en hann sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu í fyrra. Þá sagðist Smith hafa sagt Díönu frá enn öðrum atburði sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir konungdæmið ef um hann vitnaðist. Það mun hafa verið fundur ein- hvers úr konungsfjölskyldunni og þjóns úr starfsliði hennar. Getgátur hafa veriö uppi um það í breskum fjölmiðlum að Smith hafi orðið vitni að kynmökum tveggja karlmanna. Vanmetið samtal Sir Michael Peat á aö rannsaka hvort reynt hafi verið að þegja ásak- anir Smiths í hel. Þá mun hann einnig skoða hvort starfslið Karls ríkisarfa hafi aðhafst eitthvað mis- jafnt í tengslum við endalok réttar- haldanna yfir Burrell. Opinber skýring á því hvemig fór er sú að Elísabet drottning hafi ekki áttað sig á þýðingu samtals, sem hún átti við Paul Burrell fyrir nokkrum árum, fyrr en eftir að rétt- arhöldin hófust. Burrell sagði drottningu þá að hann hefði tekið muni í eigu Diönu prinsessu til handargagns tii að þeir færu ekki forgörðum. Michael Peat sagði í blaðaviðtali í vikunni að drottning hefði vanmet- ið það sem Burrell sagði henni vegna þess að henni hefði verið tal- in trú um að brytinn hefði verið að selja muni í eigu Díönu. Réttarhöld- in hefðu síðan leitt í ljós að lögregl- an hafði engar sannanir fyrir því að Burrell hefði yfir höfuð selt muni prinsessunnar. Drottning hefði þá áttað sig á hvers kyns var, sagt Karli syni sínum sem skýrði svo lögreglunni frá. í kjölfarið var mál- inu vísað frá dómi. Óæskilegar gjafir seldar Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa skýringu og telja næsta víst aö raunveruleg ástæða alls þessa sé sú að Burrell hafi haft vitneskju um upptöku Díönu á frásögn Smiths og að hann hafi ætlað að greina frá henni fyrir dómi. Og jafnvel að nafngreina meintan árásarmann. En Paul Burreli er ekki eini starfsmaður Karls sem hefur veriö sakaður um að selja muni konungs- fjölskyldunnar. Maður heitir Michael Fawcett, aðstoðarmaður Karls ríkisarfa og alveg ómissandi að sögn prinsins. Hann hefur verið bendlaður við sölu á opinberum gjöfum til ríkis- arfans og sakaður um að hafa feng- ið fimmtung andvirðisins í eigin vasa. Slíkt athæfi er að sjálfsögðu ólöglegt, ef rétt reynist, því ailar gjafir til konungsfjölskyldunnar verða um leið eign ríkisins. Vegna þessara ásakana hefur Karl, meö semingi þó, fallist á að Fawcett taki sér langt frí frá störfum. Fawcett hefur þó ekki aðeins ver- ið sakaður um að hafa selt opinber- ar gjafir fyrir hönd Karls, heldur hefur manngreyið einnig verið sak- að um að hafa þegið rándýrt Rolex armbandsúr að gjöf frá arabískum prinsi. Það er líka ólöglegt, eða að minnsta kosti það að þiggja gjafir sem kosta meira en fimmtíu pund án þess að tilkynna það yfirboður- um sínum. Og yfirleitt þarf starfs- fólkið að láta slíkar gjafir af hendi. Alls ekkert yfirklór Sir Michael Peat er nú ætlaö að komast til botns í allri þessari vit- leysu og hann hefur heitið því að engu verði stungið undir stól, þrátt fyrir staðhæfingar margra mætra manna um hið gagnstæða. „Hver sá sem segir að þetta verði ekkert nema yfirklór þekkir mig ekki mjög vel. Prinsinn af Wales (Karl rikisarfi) hefur falið mér að gera þessa rannsókn, án ótta eða mismununar, og í rannsóknarhópn- um er lögmaður sem kunnur er að gáfum og hugrekki," sagði sir Mich- ael Peat í vikunni. Byggt á efni frá Reuters, The Independent, New York Daily News, The Guardian, The Mirror og BBC. Kynslóðaskipti í Kína Tímamót urðu í 11 varaforseti var til- Mös.- 1 maður kommúnista- flokksins og þar með valdamesti maður Kína. Flestir öld- ungarnir sem hafa farið með stjórn Kína undanfarin ár og áratugi, þar á meðal Jiang Zemin forseti, ætla að draga sig í hlé. Jintao er í yngri kantinum af kínverskum leiðtoga að vera, ekki nema 59 ára gamall. Saddam samþykkti allt Saddam Hussein íraksforseti lýsti því yfir á miðvikudag að hann myndi ganga að öllum skiimálum áiyktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um eyðingu gjöreyðingar- vopna íraka. Saddam haföi frest til fóstudags að ákveða sig. Vopnaeftir- litsmenn eru þegar farnir að undir- búa fór sína austur og bandarískir ráðamenn hafa ítrekað að írökum verði refsað harðlega fyrir hvers kyns brot á ályktuninni. Áhrifa- mesta dagblað íraks, sem er í eigu eins sona Saddams, sagði á fimmtu- dag að hættan á stríðsátökum væri ekki liðin hjá. ísraelsher samur við sig ísraelski herinn hafði sig mikið í frammi á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna í vikunni. Snemma á fimmtudagsmorgun réðst hann inn í Gazaborg og voru aðgerðirnar þar einhverjar hinar mestu frá því uppreisn Palestínumanna hófst fyr- ir rúmum tveimur árum. Fyrr í vik- unni réðst ísraelski herinn inn í palestínsku bæina Tulkarm og Nablus á Vesturbakkanum. Islensk kona, Hallfríður Thoriacius, varð vitni að aðfórum hermannanna í Nablus, þar sem hún var við hjálp- arstörf á vegum félagsins Island-Pa- lestína. Bin Laden sýnir lífsmark Allt bendir tii að hryðjuverkafor- inginn Osama bin Laden, sem Banda- ríkjamenn kenna um árásimar á New York og Washington í fyrra, sé enn á lífi. Tækni- menn telja næsta víst að Osama sé maður- inn sem talar á hljóð- upptöku sem arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera sendi út í vikunni. Þar lýsti Osama yfir ánægju sinni með nýleg hryðjuverk, svo sem mannskæðu árásina á Balí og sprengjutilræðið við franskt olíuskip undan ströndum Jemens. Ekkert er vitað hvar bin Laden heldur til en böndin berast þó að fjallahéruðum á landamærum Pakistans og Afganist- ans. Varaö við hungursneyö Hjálparstofnanir hafa varað við yfirvofandi hungursneyð í Eþíópíu og óttast þarlend stjómvöld að sag- an frá 1984 kunni að endurtaka sig. Þá varð hungurvofan nærri einni milljón manns að bana. Sameinuðu þjóðimar hvöttu þjóðir heims til að senda meiri matvæli til þurrka- svæðanna í Eþíópíu þar sem sex milljónir mánna þurfa nú á bráðri aðstoð að halda. Hætta er talin á að sú tala kunni að fara upp í tíu til fjórtán milljónir á næsta ári. Motzfeldt í vandræöum Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjómarinnar, kom sér 1 vandræði í vikunni vegna ummæla sem túlk- uð hafa verið sem jákvæðar undir- tektir við áform Bandaríkjamanna um að ratsjárstöðin á Thule verði hluti af eldflaugavarna- kerfi þeirra. Utanríkis- og öryggis- málanefnd grænlenska þingsins kom saman í vikunni og samþykkti að gefa formanninum strangt um- boö áður en hann heldur til Prag í Tékklandi í næstu viku þar sem hann verður í dönsku sendinefnd- inni á leiðtogafundi NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.