Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 11 Skoðun n Bílskúrseigandinn Það er kalsamt verk að skafa rúð- ur bíls að morgni. Raunar er maður aldrei undir það leiðindaverk búinn þótt það bíði manns dag eftir dag. Það hefur verið héla á bílrúðum undanfarna daga og allur gangur á þessu nauðsynlega hreinsunar- starfi. Sköfur vilja nefnilega týnast og því fara margir haustdagar í undarlegustu reddingar. Ég nýti því stundum pappírssnifsi sem ég finn í bílnum og reyni að ná því mesta. Sé hart á dugar ekki annað en draga upp annaðhvort debet- eða kredit- kortið og beita því á klakann. Gull- kort nýtast einna best. Fari segul- rendur hins vegar að gefa sig dugar ekki annaö en fara á bensínstöð og splæsa í sköfu, helst fleiri en eina. En ekki er nóg að skafa. Það verð- ur líka að losa þurrkublöðin. Gúmmíið er þeirrar náttúru að það frýs ótrúlega fast við glerið í fram- rúðu bílsins. Meðan þolinmæðin endist reyni ég að losa þau með lagi, smeygja einhverju undir, t.d. kredit- korti, og losa þannig. Það dugar stundum og stundum ekki. Hafi blöðin verið verulega blaut þegar þau frusu dugar ekkert annað en rifa gúmmíð upp. Þá ræður lukkan ein hve mikið verður eftir af því á rúðunni. Stundum nægir því ekki að fjárfesta í sköfum á bensínstöð- inni, það verður að splæsa í ný þurrkublöð líka og horfa um leið blíðlega framan í bensínkarlana í þeirri von að þeir festi þau á. Það er ákveðin kúnst að setja þurrkublöð á þótt teikningin á pakkanum virðist sáraeinfóld. Það versta er að bens- ínkarlamir setja rúðublöð orðalaust á fyrir konur sem koma á stöðina, skipta um ljósaperur, athuga olíuna og fleira smálegt með bros á vör. Þetta er ekki jafn sjálfsagt ef við- skiptavinurinn er karlkyns. Bens- ínkarlamir ganga út frá því að kyn- bræðumir hafi alist upp á bílaverk- stæðum með smuminguna upp fyr- ir haus. Það er mikill misskilning- ur, að minnsta kosti í mínu tilviki. Ég læt það vera að opna vélarhlífar bíla. Það sem leynist í vélarrúmi bíla og undir þeim er mér latína. Dekkjaverkstæði Þegar ég er að skafa á morgnana tek ég eftir því að nágrannar mínir koma vatnsgreiddir og fallegir út frá morgunverðarborðunum, nikka til min í kveðjuskyni og fara beint í bílskúra sina. Þaðan bakka þeir gljáfægðum og heitum vögnum sín- um. Þar þarf hvorki að skafa rúður né slíta upp þurrkur. Þetta þykir mér sárt að horfa upp á, einkum vegna þess að ég á bílskúr líka, heit- an og finan. Vandinn er bara sá að hann er fullur, svo fullur af dóti að útilokað er að koma bíl inn i hann. Auðvitað öfunda ég nágranna mína af aðstöðunni en velti þvi jafn- framt fyrir mér, um leið og ég reyni að ná því mesta af framrúðunni, hvernig þeim tekst að halda skúr- um sínum svo skipulögðum. í mín- um ægir öllu saman, dekkjum, felg- um, verkfærum en einkum hús- gögnum. Að sönnu er ekki óeðlilegt að dekk séu í bílskúrum, felgur og verkfæri. Slíkt á raunar að vera þar. Á heimilinu eru þrír bílar. Undir þá þarf bæði sumar- og vetr- ardekk svo að jafnaði má reikna með tólf dekkjum í skúmum. í mínu tilfelli er vandinn sá að þau eru miklu fleiri. Þeir sem fluttir eru að heiman, eldri afkvæmi okkar hjóna, halda nefnilega að sjálfsagt sé aö pabbi geymi dekkin þeirra í skúmum. Bílskúrinn minn er því að hluta eins og dekkjaverkstæði, skipulagið er bara ekki það sama. Sum dekkin þekkir enginn svo þau eru bara þarna, kannski af bíl sem seldur var fyrir þremur eða fimm árum. Enginn tekur sig þó til og Þegar ég er að skafa á morgnana tek ég eftir því að nágrannar mínir koma vatnsgreiddir og fallegir út frá morgun- verðarborðunum, nikka til mín í kveðjuskyni og fara beint í bílskúra sína. Þaðan bakka þeir gljáfœgðum og heitum vögnum sínum. Þar þarf hvorki að skafa rúður né slíta upp þurrkur. hendir þeim. Þá sjaldan að ég geng fram að nokkurri hörku i hreinsun slíkra muna bregst það ekki að meintur eigandi kemur daginn eftir og ætlar að nota. Sá telur jafnframt að mikil verðmæti hafi farið for- görðum. Húsgagnasafn Dekkin em þó smámvmir einir miðað við húsgögnin. Það er með ólíkindum hve miklu af húsgögnum er hægt að koma í einn bílskúr. í mínum skúr safnast fyrir gömlu húsgögnin okkar. Konan vill síður henda góðum húsgögnum þótt hún telji þau ekki lengur húsum hæf. Þau er alltaf hægt að gefa einhverj- um þótt síðar verði, segir hún. Þess vegna eram við meö sófa, tvo hæg- indastóla og sófaborð í skúmum. Þess utan em tvö skrifborð í skúm- um og til þess að gera nýlegt borð- stofuborð. Konunni þótti fulllangar á því lappimar þegar það var kom- ið inn til okkar. Hún treysti manni sínum ekki til þess að saga jafnt neðan af þeim. Við fengum okkur nýtt, lægra til hnésins. Látum það vera þótt þama væri aðeins búslóð okkar hjóna. Svo er ekki. Bömin okkar blessuð, á ýms- mn aldri, eiga sínar mublur líka í bílskúrnum. Dótið safnast þar, einn hlutur í senn, en í tímans rás verð- ur það ærið safn. Húsgögnin eiga ekki lengur við í herbergjunum en gott gæti verið að eiga þau í skúm- um. Það merkilega er að þau sem flytjast að heiman taka ekki með sér gamla dótið. Bömin kaupa sér nýtt á nýjum stöðum en slá létt á öxlina á pabba gamla þegar hann lætur draslið fara í taugamar á sér, æ pabbi, geymdu þetta fyrir okkur. Þú hefur miklu betra pláss. Ekki eigum við bílskúr, halda þau áfram, og setja upp andlitið svo engilfrítt að undankomu verður ekki auðið. Hillusamstæður Skrýtnast er þó þegar þau brott- fluttu verða leið á dótinu heima hjá sér. Þá hvarflar ekki að þeim að henda því og enn síður að koma þvi fyrir í geymslum heima hjá sér. Þau renna í bílskúrshlað með kermmar fullar, slá enn kumpánlega á öxlina á pabba og segja: Megum við ekki geyma þetta hjá þér, elsku pabbi minn, bara rétt á meðan við erum að hugsa okkur um. Það þarf ekki að vera svo lengi, halda þau áfram þegar þau sjá svipinn á foður sin- um. Pabbinn tekur við dótinu þótt hann viti jafn vel og afkvæmin að þau gleyma því um leið og þau renna burt með tómar kerrurnar. Þess vegna em aukabúslóðir í bíl- skúmum mínum, sófasett, borð og gamlar hiilusamstæður. Þær fara mest í taugamar á mér enda lúnar margar hverjar. í vonleysi þess sem er með allt of mikið af dóti í bíl- skúmum freistast maður til að setja dót í gamlar hillusamstæður. Þar er um að ræða gamalt postulín, pin- umar hvitu sem einu sinni vora vinsælar, þjóðbúningadúkkur og hnífapör sem ekki þykja lengur fin. Reki maður sig í lúna hillusam- stæðu, fulla af gömlu postulíni, ger- ist bara eitt. Hún dettur í gólfið með brambolti, eða það sem líklegra er vegna þrengslanna i bílskúmum, yfir gamalt sófasett. Það telst ekki til skemmtunar að leita að brotnum pínum á gólfinu eða milli sessa i sófasettunum. Málning, teppi og hjól Svo era það málningarafgangam- ir. Þeir era að visu flestir frá okkur hjónunum, dósir sem bera vitni um fyrri tíma litasmekk, hörðnuð máln- ing í dósum sem enginn hendir. Við þetta bætast málningarafgangar frá krökkunum, dósir sem þau vita, eins og ég, að aldrei verður vitjað um. Þetta, að viðbættum hörðum penslum og málningarrúllum fyllir hillur og gólf. Ógleymd em reiðhjólin. Það er svo merkilegt að þau eru fleiri en bömin. Gamla reiðhjólið fór sem sagt ekki á haugana þegar það fór úr tísku. Eins og aUt annað endaði það, með því nýja, í bílskúmum mínum. Reiðhjól eru sérlega leiðin- leg i bílskúrum, raðast illa. Það gera líka skíðin, sem einnig eru miklu fleiri en heimilisfólkið, skaut- amir, hjólaskautamir og hlaupa- hjólin. Furðuleg er líka teppageymslan. Hver ætti svo sem að nýta aftur teppi sem tekið hefur verið af gólfi, svo ekki sé nú minnst á allar mott- umar? Teppin í skúmum minum hef ég ekki talið en þau með öðru valda því aö bíllinn minn, sem skúr- inn ætti að hýsa, stendur úti í öllum veðrum. Æðruleysi skafarans Bílskúrinn minn er fullur, kjaft- fullur af dóti. Því verður ekki breytt. Ég því held áfram að skafa, kalinn á fingrum, þótt ég veifi ná- grönnum mínum þegar þeir renna hjá í heitu bílunum sinum. Ég sé þá léttklædda hagræða sér undir stýri. Ég sætti mig við þetta, kappklædd- ur í morgunfrostinu, í þeirri full- vissu að ég held hita á gömlu hús- gögnunum, málningardósunum og reiðhjólunum í bílskúmum mínum. Maður veit svo sem aldrei hvenær not verður fyrir góssið að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.