Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Blaðsíða 44
48 Helgarblað 33V LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 Lærði mikið sem blaðafulltrúi Nixons Haukur Hauksson er goðsögn ííslenskum fjölmiðlaheimi. Ekkifréttir hans klukkan 17.05 á virkum döqum á Rás 2 og 13.05 á laugardögum er útvarpsefni sem margir vildu ekki vera án. Það er ekki auðveltað ná sambandi við Haukinn. Hann er ekki ósvipaður bin Laden að þvílegti að þegar hringt er á skrifstofuna hans þá er hann ekki við og svarar alls ekki skilaboðum. Hann vill vist viðhalda hlut- leysi sínu í ekkifréttamennsku með því að draga eins og mögu- legt er úr samskiptum við hags- munaaðila. Ég þurfti að fara krókaleiðir að honum; fann loks Dalvíking, Bonna, en Haukur kenndi honum smíðar í barna- skólanum á Dalvík þegar Haukur fór „önderkover" í leit sinni að linmælta Dalvíkingnum á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þegar ég hitti Haukinn loks bannaði hann allar myndatökur af sér. „Ég vil fara minna ferða óáreittur. Sjáðu bara Boga Ágústsson, það þekkja hann allir. Hefurðu einhvern AEG barkalaus jiuirkari með rakaskynjara. Þú getursparaðkr.18.800.- ■ • Frístandandi H-85, B-GO, D-GO • Ryðfrí tromla • Krumpuvörn: Veltir tromlu af og til í 30 mín. ■ i • Hurðarop 36 cm • Hægt að breyta hurðar- eftir þurrkun • Barkalaus:Breytir gufu í vatn ■ opnun • Lósigti í hurð • Snýr tromlu í báðar og dælir því upp í tank, 3,8 lítrar, hægt er að i áttir • Tvö hitastig • Hljóð: (db (A) re 1 pw):68 aftengja tankinn og leiða yatnið beint í , ‘Taumagn: 5 kg • Raka-skynjari fyrir átta niðurfall • Ljós fyrir tank: Aminning að losa , mismunandi þurrkstig • Klukkurofi: 60 mínútur tank.• Stansar ef tankurinn er ekki tæmdur. LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI 462 1300 tíma séð hann á Píanóbarnum?“ segir Haukurinn og svarar sjálf- ur: „Nei, hann er frægur. Ég vil ekki þekkjast." Hann lætur mig samt fá aðrar myndir þar sem honum sést bregða fyrir. „Þetta verður að duga!“ „Ég fæddist fyrir tímann í 26 fm kjallaraíbúð á Freyjugötunni um miðbik síðustu aldar og ólst upp við mjög kröpp kjör fyrstu ár æv- innar. Sjö ára gamall var ég ætt- leiddur af þáverandi eiginmanni móður minnar sem flutti okkur á heimaslóðir sínar í Kúveit. Þar bjó ég í góðu yfirlæti í átta ár og kynntist annarri hlið á lífinu. Hjónaband móður minnar og ol- íufurstans entist ekki lengi. Skiln- aður þeirra var engu að síður bit- ur reynsla fyrir mig og hafa fjöl- margar lagskonur mínar sagt að hann hafi haft djúpstæð áhrif á sálarlíf mitt. Hugur minn hneigðist snemma til fjölmiðla og alvöru frétta- mennsku. I upphafi ferils míns vann ég hjá öllum helstu prent- miðlum íslands, Visi, Morgun- blaðinu, Húsfreyjunni, Degi, Tím- anum og Varöturninum en síðan lá leiðin út í heim. Ég starfaði meðal annars sem blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta, var í bak- varðasveit Nixons. Þar starfaði ég bak við tjöldin og fann að það á mjög vel við mig. Það var á þess- um árum sem ég áttaði mig á því að fréttir eru bara fyrir börn, það eru ekkifréttir sem eru málið. Frétt sem er ekki frétt er ekkifrétt." Nixon var umdeildur forseti, það hefur verið mikið að gera? „Já. Það gerðist ýmislegt sem er ekki hægt að segja frá,“ segir Haukur og lítur flóttalega í kring- um sig. „Það er kannski það lang- ur tími liðinn að það hlýtur að vera í lagi að ljóstra upp hver var heimildarmaður Washington Post. „Deepthroat" var bara iron- ia,“ hvíslar hann og hlær svo tryllingslega. Ég fyrirlít konur alls ekki Hvað með fjölskyldumál, ertu kvæntur? „Ég hef ekki lagt það í vana minn að tala mikið um einkamál min. Ég hef ekki opnað mig í við- tölum og þú verður að átta þig á því að þú ert lánsamur að fá að tala við mig um þetta,“ segir Haukurinn og hneppir efstu töl- unni frá. Hann er loðinn eins og púðluhundur. Ekki jafn krullaður - ekki þarna. „Unglingsárin í Miðausturlöndum sitja satt að segja dálítið í mér. Ég kunni mjög vel við mig í því samfélagi. Ég hef f raun ekki litið á konur sem menn i þeim skilningi. í samfélag- inu þar eystra ráða karlmennirn- ir. Ég held að mesta slysið í ís- lenskri þjóðfélagsskipan hafi ver- ið þegar konur fengu kosninga- rétt. Þetta gengur miklu betur þarna úti. Hvað varðar mig per- sónulega og mitt fag, ekkifréttirn- ar, þá hefur það sýnt sig að konur eiga þar erfitt uppdráttar. Þær eru ágætar að lesa, t.d. prófarka- lesa, en ekki í fréttaleit og fram- reiðslu. Þær eru ekki alveg að gera sig.“ En þessi kvenfyrirlitning hefur vonandi ekki staðið í vegi fyrir tilfinningasamböndum við konur? „Áður en ég svara þessari spurningu vil ég nú fyrst taka fram að ég fyrirlít konur alls ekki. Þvert á móti, ég elska marg- ar konur. Þeir sem þekkja mitt handverk vita að það eru fáir sem hafa barist eins ötullega fyrir jafnrétti kynjanna. Ég er fyrst og fremst raunsær. Konur í fjölmiðl- um eru bara ekki að gera sig. Það er sannleikurinn." En þú hefur nú samt kynnst einhverjum konum í gegnum starfið? „Sko, í sjálfu sér lít ég á mig sem miðil, fjöl-miðil. Ég hef að sama skapi skilgreint mig sem lyndan, fjöl-lyndan, og kvænis- mann, fjöl-kvænismann. Andstætt svaninum þá er haukurinn fjöl- þreifinn. En ég hef fullkomlega týnt tölu þeirra kvenna sem ég hef lagt. Þeim megin eru eflaust mikil sárindi sem ég geri mér grein fyrir. En i mínum ranni er engin beiskja eða hatur. En jú, ef- laust hafa tilfinningar eitthað komið þarna við sögu, kannski tvisvar þrisvar. Ég er öruggur elskhugi þótt ég hafi farið víða en umfram allt tilflnningavera." Ertu samkynhneigður, tvikyn- hneigður eða dugar kvenkynið þér? „Þar ertu kominn inn á við- kvæman flöt. Ég átti einu sinni góðan samstarfsmann þótt ég hafi ekki verið í stöðugu sambandi undanfarið," segir Haukurinn og starir fránum augum út yfir skýjakljúfana í borginni. Útsýnið frá 14. hæð Ekkifréttastofunnar er stórfenglegt. Ég get ekki betur séð en merli á tár í hvarmi Hauksins en kannski er þetta bara sviti sem sprettur fram í þrútnu andliti hans - eða kjötsúpa frá því í há- deginu. enpert Opnar í nóvember Glæsileg opnunartilboð! UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ! 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.