Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2002, Page 51
LAUCARDAGUR lö. NÓVEMBER 2002 5 atvinnumál og menntamál. Menning- in skiptir mjög miklu máli fyrir íbú- ana, því hvað er menning annað en afþreying," segir Elfar Logi og það er greinilegt að hann hefur ákveðnar skoðanir á þessu og er bjartsýnn á að atvinnuleikhús verði að veruleika á Vestfjörðum. Stærsta verkefnið Síðustu mánuði hefur Elfar Logi unnið að stærsta verkefni Kómedíu- leikhússins til þessa, uppsetningu á einleik byggðum á ævi listamanns- ins Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs: „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í langan tíma og síðasta vetur fór ég að vinna af fullum krafi að verkefninu og sótti um styrk til menntamálaráðuneytis- ins. Kómedíuleikhúsið fékk styrk upp á 2 milljónir krónar og með því skapaðist grundvöllur fyrir því að koma verkefninu á fjalirnar," segir Elfar Logi. Listamaðurinn Muggur fæddist á Bíldudal og bjó þar til 11 ára aldurs. Faðir hans Pétur Thorsteinsson setti mikinn svip á bæinn og sumir segja að hann sé faðir Bíldudals: „Mig hefur lengi langað til að gera ævi þessa merka listamanns skil á leiksviðinu. Þrátt fyrir stutta ævi af- rekaði þessi maður mikið og eftir hann liggja mörg listaverk, s.s. ævin- týrið um Dimmalimm og mörg önnur verk.“ Frá því í vor hafa Vigdís Jakobs- dóttir, leikstjóri frá fsafirði, og Elfar Logi unnið að handriti verksins, en Vigdís er einnig leikstjóri sýningar- innar: „Ætli við séum ekki búin að skrifa um 10 uppköst að handritinu og sam- starfið hefur gengið vel. Ég vona að áhorfendur kunni að meta verkið," segir Elfar Logi en hann leikur alls 17 hlutverk í sýningunni. Fjölmargir aðilar koma að sýning- unni og segir Elfar Logi að hann sé afar heppinn með samstarfsfólk: „Við fengum til liðs við okkur frá- bært fólk, Rebekku A. Ingimundar- dóttur leikmynda- og búningahönn- uð en hún hefur verið að gera nýja og ferska hluti i leiklistinni. Um kvikmyndahlutann sér Ragnar Bragason leikstjóri og ljósahönnuður er Jóhann Bjarni Pálmason." Frumsýúit heima á Bfldudal Einleikurinn um Mugg var frum- sýndur á Bíldudal í lok október og var uppselt á sýninguna. Frá upphafi var það stefna Elfars Loga að frum- sýna verkið þar: „Það kom ekkert annað til greina en að frumsýna á Bildudal, fæðingar- stað Muggs. Við fórum svo með sýn- inguna til ísafjarðar og fengum góða aðsókn. Núna erum við komin til Reykjavíkur og verðum með tvær sýningar á nýja sviði Borgarleik- hússins, fimmtudaginn 14. og sunnu- daginn 17. nóvember. 1 framhaldinu vonumst við til að sýna á Akureyri," segir Elfar Logi. Það hefur verið mikið að gera hjá Elfari Loga síðustu mánuði og hann er orðinn dálítið þreyttur. Hann von- ast til að hugmyndir hans um at- vinnuleikhús nái fram að ganga og að Fjárlaganefnd svari kalli tímans um þörf slíks leikhúss á Vestfjörð- um: „Maður fær alltaf styrk þegar maður er kominn á sviðið og þegar maður vinnur í leiklistinni. Á vegum Kómedíuleikhússins er fullt af verk- efnum á döfinni og ég hlakka til að takast á við þau verkefni á ísafirði," segir Elfar Logi að lokum. Jóhannes Kristjánsson Helqarblcicf H>"V unuverziun isianas nt. nor starrsemi árið 1927 og hefur því greitt götu landsmanna í 75 ár. Hallur Hallsson, rithöfundur og blaðamaður, hefur skráð 75 ára sögu félagsins í fróðlegu og glæsilegu verki sem ber heitið „Þeir létu dæluna ganga“ og nú er komið út í tilefni afmælisins. Bók sem á erindi til allra unnenda vandaðra verka. Fæst í bókaverslunum. Þeir létu dæluna Olíuverzlun íslands hf. - Sundagörðum 2-104 Reykjavik • Sími 5151000 • Fax 5151010 • www.olis.is Bíldshöfði 6, sími 515 7000 -Jryggvabraut 5, Akureyri, sími 462 2700. www.brimborg.is Ford Ranger 9/00, ek. 55.000 km, 2500 cc, beinskiptur, dísil. Ásett verð 2.040.000 Ford Mondeo GLX 7/00, ek. 22.000 km, 2000 cc, sjálfskiptur. Ásett verð 1.620.000 Toyota Yaris 9/02, ek. 3.000 km, 1300 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.480.000 Ford Focus 9/01, ek. 16.000 km, 1600 cc, sjálfskiptur. Ásett verð 1.670.000 MMC Carisma 10/98, ek. 51.000 km, 1600 cc, sjálfskiptur. Ásettverð 1.130.000 Citroén Xsara 10/01, ek. 6.000 km, 1600 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.360.000 Skoda Octavia 9/00, ek. 64.000 km, 1600 cc, beinskiptur. Ásett verð 1.050.000 Opið frá 9-18 virka daga og laugardaga 12 Ford Ka 8/00, ek. 20.000 km, 1300 cc, beinskiptur. Ásett verð 890.000 Daihatsu Applause 4/99, ek. 45.000 km, 1600 cc, sjálfskiptur. Ásett verð 940.000. Ford Fiesta 5/00, ek. 35.000 km, 1250 cc, beinskiptur. Ásett verð 890.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.