Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Page 4
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Formaður FFSÍ um gagnrýni Einars Odds á Hafró:
Vill að trillukarlarnir
stökkvi á krókinn
Hafró fangar seint hinn eina sannleika, segir framkvæmdastjóri LÍÚ
„Það er greinilega kominn kosninga-
skjálfti í þingmanninn. Hann telur sig
þurfa að taka stórt upp í sig og koma
með kjarnyrtar yfirlýsingar svo
trillukarlarnir stökkvi á krókinn hjá
honum,“ segir Ámi Bjamason, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasambands
íslands, við DV.
Þingmaður Vestfirðinga, Einar Odd-
ur Kristjánsson, hefur í umræðum síð-
ustu daga farið hörðum orðum um Haf-
rannsóknastofnun og sagt fasisma ráða
þar rikjum. Visindamenn stofnunarinn-
ar fái ekki að hafa sjálfstæða skoðun á
fiskveiðimálum. Meginlínan i allri ráð-
gjöf Hafró sé friðun smáfisks sem hing-
að til hafi ekki skilað tilætluðum ár-
angri. Nauðsynlegt sé að fleiri vísinda-
stofnanir komi að málum.
Árni Bjamason segir það sína skoð-
un að nær sér fyrir Einar Odd að beita
sér fyrir auknum fiárframlögum til
Kókosmjöl
Möndlur
Hnetur
alltsem þarfí baksturinn!
KliOSSIW
Til styrkíar
blindum
Tákn lieilagrar
r_____• ”__
BLM ____________________
Samtök bllndra og (jöntkartro i
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavik,
S. 525-0000
Hafró en hafa uppi áðumefnda gagn-
rýni. Eins og staðan sé í dag séu skip
stofnunarinnar bryggjuskraut mánuð-
um saman og það skili auðvitað engun
árangri. „Hins vegar get ég vel tekið
undir að ekki sé alltaf skynsamlegt að
vemda smáfiskinn með til dæmis
skyndilokunum. Af sjómannsferli mín-
um þekki ég að oft skilar það engum ár-
gangri og gjaman hinu gagnstæða," seg-
ir Ámi.
Hann kveðst bera virðingu fyrir þeim
vísindamönnum sem starfa hjá Hafró og
telji þá vinna gott starf. „Þegar stjóm-
málamenn koma með svona gagnrýni
veltir maður því fyrir sér hvort þeir telji
kannski rétt að snúa dæminu við - að f
stað þess að ákvörðun manna í pólitík-
inni um heildarafla sé tekin samkvæmt
niðurstöðum vísindamanna taki þeir
ákvörðun fyrir fram og síðan verði
menn hjá Hafró að reikna sig að henni
eftir á. Hver vill það?“
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir erfitt að tjá sig
málefnalega um ummæli Einars Odds
Kristjánssonar alþingismanns um Hafró
að undanfómu þar sem þau einkennast
af sleggjudómum og upphrópunum.
„Það breytir ekki því,“ segir Friðrik,
„að það er ljóst að stofnunin hefur ekki
og mun seint fanga hinn eina sannleika
í öllu því sem lýtur að fiskifræði. Hér er
um mjög mikilvægt en jafnframt
óvenjulega flókið og erfitt viðfangsefni
að ræða. Markmið stofnunarinnar er
skýrt - það er að auka og bæta þekking-
una. Því hlýtur verkefni allra sem láta
sig þetta málefni varða að vera að hlúa
að stofnuninni og starfsfólki hennar,
þannig að hún verði enn betur í stakk
búin til að takast á við þau mikilvægu
verkefni sem henni hafa verið falin í
stað þess að rifa niður eins og mér
fmnst Einar Oddur stunda."
Friðrik segir að honum finnist að
Hafró megi leggja meiri áherslu á sam-
starf við útvegsmenn og skipstjómar-
menn og að hann vonist til að það auk-
ist f nánustu framtíð. -sbs
DV-MYND E.ÓL.
Upp úr ferðatöskunum
Tveir ítalir, Giorgio Scagiia og Daniele Criniotti, komu meö þrjár fornar feröatöskur sem innihéldu langbesta tilboöiö í
Kárahnjúkavirkjun. Hér eru tilboöin opnuö, frá vinstri eru Þorbergur Halldórsson, innkaupastjóri Landsvirkjunar, Stefán
Pétursson fjármálastjóri, Jóhann Kröyer verkfræöingur, Agnar Olsen og Björn Stefánsson. Baka til eru Landsvirkjunar-
konurnar, Guörún Steinarsdóttir og Oddný Sverrisdóttir.
ítalir buðu langlægst I
Kárahnjúkamannvirkin
Glæsilegt tilboð ítalska verktakaris-
ans Impreglio S.p.a. í mannvirki Kára-
hnjúkavirkjunar kom í hús stjóm-
stöðvar Landsvirkjunar í gær í þremur
forláta antik-ferðatöskum. Ferðatösk-
umar vöktu athygli og ekki síður inni-
hald þefrra sem var skoðað fyrst allra
tilboða. Tölumar lofuðu strax góðu og
ljóst að Landsvirkjunarmenn voru
ánægðir með gang mála. Eftir tveggja
tíma töm við opnun tilboðanna fiöguma
var fióst að ítalska tilboðið var lang-
lægst, bæði í stífluna sem og aðrennslis-
göngin. Sem bónus buðu þeir 3% afslátt
af verkinu, fengju þeir bæði stífluna og
göngin, en sá afsláttur yrði ríflega 1.300
milljónir króna. Það verður ekki fyrr en
í janúar á næsta ári að ljóst verður
formlega hver hreppir verkið.
Impreglio bauð 19,9 milljarða í stífl-
una við Káraknjúka en 24,5 milljarða í
göngin - alls 44,4 milfiarða króna.
Tilboð íslenskra aðalverktaka,
Hochtief og Eurohydro var upp á 34,4
milljarða í stífluna og 36,1 í göngin eða
samtals 70,5 milljarða. Tilboð ístaks,
AF Gmppen og E. Pihl og Sön í stíflu-
gerðina var upp á 23,8 milljarða og til-
boð íslenskra aðalverktaka, Hochtief
og Eurohydro í að bora jarðgöngin var
upp á 46,3 milljarða. Kostnaðaráætlun
ráðunauta Landsvirkjunar vom upp á
50 milljarða - 23,8 í stífluna og 26,2 í að-
rennslisgöngin.
Tilboð ítalanna vom hin einu sem
vora undir kostnaðaráætluninni.
Impreglio er þekkt fyrirtæki og meðal
frægra mannvirkja þess em Mont
Blanc-jarðgöngin þar sem hryggilegt
slys varð í mars 1999, þegar kviknaði í
belgískum vöruflutningabíl með
hveitifarm. Þá dóu 39 manns af eitur-
gufum í göngunum sem vora lokuð í
kjölfarið f næmi þrjú ár en opnuð að
nýju fyrr á þessu ári. -JBP
Bjálki gegnum
hurð glæsibíls
Ökumaður þessa glæsibíls slapp
með skrekkinn og allstórt gat í gegn-
um hurð bílsins þegar honum fipaðist
í akstrinum á Hafnarbrautinni á
Höfn. Billinn kastaðist út af og lenti á
grindverki og stakkst borð úr grind-
verkinu inn gegnum hurð bílsins rétt
aftan við sæti ökumanns. Ökumann
og farþega i framsæti sakaði ekki í
þessum ógætilega akstri. -JI
Borgarbyggð:
Reiknað með
lítilli kjörsókn
Kosið verður í dag til sveitar-
stjómar í Borgarnesi. Úrslit kosn-
inganna 25. maí í vor úrskurðaði fé-
lagsmálaráðuneytið ógild, Héraðs-
dómur Vesturlands felldi þann úr-
skurð úr gildi en Hæstiréttur stað-
festi síðan úrskurð félagsmálaráðu-
neytisins. Framsóknarfélag Mýrar-
sýslu hafði kært úrslitin vegna með-
ferðar vafaatkvæða, ekki síst eftir
að annar maður á L-lista hafi fellt
fiórða mann á B-lista, en varpa
þurfti hlutkesti um hvor þeirra
fengi sæti í bæjarstjórn vegna
jafnra atkvæða.
Sömu listar eru í framboði nú,
þ.e. listar Framsóknarflokks, Sjálf-
stæðisflokks, Borgarbyggðarlista og
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna og sama fólk skipar list-
anna. Um 1800 manns eru á kjör-
skrá og hefur fiölgað um 18 á kjör-
skránni síðan í vor. Kosningu lýkur
í dreifbýlinu kl. 20.00 en kl. 22.00 í
Borgarnesi og ættu úrslit kosning-
anna að verða ljós um miðnætti að-
faranótt sunnudags. Lítill áhugi hef-
ur verið á kosningunum meðal íbú-
anna og engir sameiginlegir fundir
haldnir í aðdraganda þeirra. Reikn-
að er því með lítilli kjörsókn. -GG
Austurvöllur:
, Kveikt
á Óslóartrénu
Jólastemning verður allsráðandi í
miðborginni á morgun þegar þar verð-
ur kveikt á Óslóaijólatrénu. Jólasvein-
ar og fleiri figúrur verða á kreiki á og
við Austurvöll og Lúðrasveit Reykja-
víkur hefúr dágskrá kl. 15.30 með því
að leika jólalög. Á slaginu fiögur tekur
Dómkórinn við og flytur tvö lög áður
en forseti borgarstjómar i Ósló færir
Reykvíkingum tréð að gjöf.
í ár fá íbúar Reykjavíkur og gestir
aukagjöf frá Noregi því norski drengja-
kórinn Sölvguttene, eða Silfurstrákarn-
ir, era komnir til landsins og syngja
bæði einir og ásamt Dómkómum. Síð-
an verður slegið á léttari strengi þegar
jólasveinar stökkva fram á sviðið. Þá fá
viðstaddir forskot á leikhússæluna því
leikarar Þjóðleikhússins flytja tvö lög
úr jólasýningu Þjóðleikhússins sem er
söngleikurinn Með fullri reisn, sem
verður framsýndur annan dag jóla.
Heitasta búðin
íbænum l
100% mesta vöruúrval á ferm.
Alltfrá magadansbúningum til ektapelsa.
Hátíðafatnaður, perlujakkar og toppar,
ektapelsar, skinnúlpur, ekta mokkajakkar
frá 15 þús.
Ótrúlegt úrval gjafavöru.
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545.
Einnig opið um helgar.
Nýtt tímabil:
Kortajólin hafin
Nýtt kortatimabil er hafið hjá
báðum kreditkortafyrirtækjunum.
Kortatímabil Visa hófst í gær,
föstudaginn 6. desember, og korta-
tímabil Europay, í dag, laugardag-
inn 7. desember. Lýkur þessu
kortatímabili beggja fyrirtækj-
anna 8. janúar 2003. Þeir sem
hyggjast kaupa út á krít fyrir jólin
þurfa því ekki að hafa áhyggjur af
greiðslum vegna þeirra viðskipta
fyrr en kortareikningarnir berast í
lok janúar.
Hitt ber hins vegar að athuga að
nýhafið kortatímabil á einungis
við um þá söluaðila sem miða við
breytilegt kortatímabil. Þeir sölu-
aðilar sem miða við almennt
kortatímabil eru enn i tímabilinu
sem hófst 18. nóvember og lýkur
ekki fyrr en 17. desember. Til
þeirra teljast flestar bensínstöðv-
ar, ýmsir þjónustuaðilar og flest
veitingahús, svo eitthvað sé nefnt.
Til að vera öruggur um hvenaer
greiða á fyrir kortaviðskiptin sem
gerð eru fram til 17. desember er
ráðlegast að spyrja söluaðila um
hvaða kortatímabil er í gildi.
-hlh