Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Page 30
30
H<3iQarblað 3DV
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002
Hefnd í huga Man. Utd.
Sylvain Wiltord tryggði Arsenal sigur gegn Man. Utd. á Old Trafford í fyrra og hann sést hér fagna
sigurinarkinu sem tryggði Arsenal jafnframt enska meistaratitilinn. Reuter
Heil umferð fer fram í enska boltanum um helgina og
eru margar athyglisverðar viðureignir á dagskránni
enda orðið ansi heitt undir nokkrum framkvæmdastjór-
um í deildinni. Engu að síður er óhætt að segja að leik-
ur helgarinnar sé viðureign Englandsmeistara Arsenal
og Man. Utd. á Old Trafford.
Slæmar minningar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., verður væntan-
lega ekki í miklum vandræðum með að ná upp stemn-
ingu hjá sínum mönnum fyrir leikinn enda eiga þeir
harma að hefna frá því liðin mættust síðast á Old Traf-
ford í maí síðastliðnum en þá vann Arsenal, 0-1, með
marki frá Frakkanum Sylvain Wiltord og tryggði
Arsenal sér um leið enska meistaratitilinn sem er hlut-
ur sem gleymist ekki svo glatt hjá United-mönnum en að
sama skapi fannst Arsenal afar sætt að landa titlinum á
heimavelli erkióvinarins. Fyrir vikið vann Man. Utd.
engan titil á síðasta ári og var það í fyrsta skipti í fjög-
ur ár sem þeir standa uppi tómhentir þannig að síðasta
tímabil svíður enn þá hjá Rauðu Djöflunum. Liðin mætt-
ust alls þrisvar sinnum á síðustu leiktíð og vann
Arsenal í öll skiptin. Heimaleikinn í deildinni unnu þeir
3-1 og einnig mættust liðin á Highbury í deildarbikarn-
um þar sem Arsenal vann 4-0 og svo að sjálfsögðu 0-1
leikurinn á Old Trafford sem áður er minnst á hér að of-
an. Árinu áður fór aftur á móti fram einn eftirminnileg-
asti leikur síðari ára á Old Trafford milli þessara liða er
United fór með 6-1 sigur af hólmi í hreint ótrúlegum
leik.
Meiðsli báðum niegiu
Góðu fréttirnar í herbúðum Man. Utd. fyrir leikinn
eru þær að Fabien Barthez, Laurent Blanc, Gary Neville,
Quinton Fortune og Juan Sebastian Veron eru allir klár-
ir í slaginn en menn á borð við Beckham, Keane og
Ferdinand eru enn meiddir.
Hjá Arsenal gæti David Seaman snúið á nýjan leik í
liðið en Svíinn Rami Shaaban hefur leyst hann af hólmi
undanfarið með ágætum árangri. Ray Parlour, Lauren
og Kanu léku allir með Arsenal í deildarbikarnum í vik-
unni og verða væntanlega í hópnum og svo er fastlega
búist við því að Martin Keown, sem er nýstiginn upp úr
meiðslum, taki stöðu Sol Campbell í vörninni sem er í
banni.
í fínu formi
Bæði lið hafa átt góðu gengi að fagna að undanförnu
en Man. Utd. hefur unnið síðustu fjóra leiki sína og þeir
hafa ekki tapað í síðustu sex. Þeir hafa heldur ekki tap-
að á heimavelli siðan 11. september er Bolton Wanderers
gerði sér lítið fyrir og lagði United, 0-1.
Arsenal er búið að vinna tvo leiki í röð, annar þeirra
í deildinni en hinn í Meistaradeildinni. Liðið hefur unn-
ið 11 leiki í deildinni sem er mest allra liða en þeir hafa
einnig unnið skorað mest allra það sem af er eða 36
mörk. Arsenal hefur skorað í 56 leikjum í röð í deildinni
sem er met sem þeir bættu fyrir nokkrum misserum síð-
an en síðast mistókst þeim að skora í deildinni 15. maí
2001 er þeir léku gegn Newcastle á útivelli.
Heitir framheijar
Sóknarmenn liðanna hafa verið í feiknaformi það sem
af er leiktíðar en Ruud Van Nistelrooy, framherji Man.
Utd., hefur gert átta mörk í deildinni en Thierry Henry,
framherji Arsenal, hefur gert níu. Henry hefur skorað
grimmt undanfarið og setti fimm mörk í síðustu viku og
Úrúgvæinn Diego Forlan hjá Man. Utd. hefur einnig ver-
ið heitur undanfarið en hann skoraði þrjú mörk í síð-
ustu viku.
Sá þeirra sem verður á skotskónum í dag gæti orðið
örlagavaldurinn í leiknum.
Erfitt hjá Liverpool
Liverpool hefur gengið allt i óhag á síðustu vikum og
tapað síðustu tveim leikjum í deildinni. Þeir fá það verð-
uga verkefni að ferðast á The Valley þar sem þeir mæta
sjóðheitu liði Charlton sem hefur unnið síðustu þrjá
leiki sína í deildinni.
Helsta breytingin á liði Liverpool i leiknum verður sú
að hinn efnilegi markvörður, Chris Kirkland, tekur sæti
Pólverjans Jerzy Dudek á milli stanganna hjá Rauða
Hernum en Dudek hefur verið afar mistækur undanfar-
ið og mistök hans gegn Man. Utd. um síðustu helgi eru
flestum enn í fersku minni. Charlton verður með sitt
sterkasta lið í leiknum þar sem allir leikmenn liðsins
eru heilir og fyrirliðinn Richard Rufus snýr til baka eft-
ir að hafa tekið út leikbann.
Endurtekur Chelsea leikinn?
Eiður Smári og félagar í Chelsea höfðu mikla yfir-
burði gegn Everton í deildarbikarnum í vikunni er þeir
sigrðuðu 4-1 og liðin mætast á nýjan leik í dag. Bæði lið
hafa verið á miklu skriði undanfarnar vikur og er þetta
viðureign sem margir bíða spenntir eftir. Heimamenn í
Everton verða án Mark Pembridge en heilsa leikmanna
Chelsea er góð og má fastlega búast við því að Gian-
franco Zola og Jimmy Floyd Hasselbaink verði í fram-
línu liðsins sem þýðir að Eiður Smári verður að sætta
sig við sæti á bekknum. Hasselbaink skoraði tvö mörk í
leik liðanna í vikunni og er óðum að finna sitt fyrra
form og Zola hefur verið heitur allan veturinn en hann
er markahæstur í deildinni ásamt Thierry Henry, Alan
Shearer og James Beattie með níu mörk.
Framherjar Man. Utd. liafa verið á skotskónum undanfarið og hér sjáum við þá fagna marki fyrr í vetur og í bakgrunni er Sir Alex
Ferguson, stjóri liðsins. Reuter
Ætlar að spUa fótbrotinn
Það er bjartara framundan hjá Guðna Bergssyni og fé-
lögum í Bolton en þeir mæta Blackburn í dag. Guðni er
að verða klár eftir nokkurra vikna fjarveru vegna
meiðsla og hann verður hugsanlega með Bolton í dag.
Per Frandsen, Gareth Farrelly og Mike Whitlow eru
einnig að braggast og danska hörkutólið Stig Töfting
ætlar að spila í dag þrátt fyrir að hann sé fótbrotinn.
Töfting, sem er annálaður fyrir mikla keppnishörku, lék
fótbrotinn um daginn og hann hefur ákveðið að láta
sprauta sig fyrir leikinn svo hann geti spilað og hann
vill ekkert spá í neinar aðgerðir fyrr en eftir helgi. Það
er óhætt að segja að Daninn eigi fáa sína líka.
Bolton hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikj-
um sínum í deildinni og síðustu fjórir leikir þeirra hafa
endað með jafntefli.
Pressa á Roeder og Venables
Þeir framkvæmdastjórar sem eru undir hvað mestri
pressu fyrir leiki helgarinnar eru Glenn Roeder, stjóri
West Ham, og Terry Venables, stjóri Leeds, en gengi liða
þeirra í vetur hefur verið langt undir væntingum.
Hamrarnir ferðast á Riverside þar sem þeir mæta
Middlesbrough sem hefur verið að gefa talsvert eftir
undanfarið. Þeir verða án fyrirliða síns, Paolo Di Canio,
sem gekkst undir aðgerð á fimmtudaginn og verður ekki
leikfær fyrr í febrúar. Freddie Kanoute er enn meiddur
þannig að Jermaine Defoe og Ian Pearce verða í fram-
línu Hamranna í dag.
Leeds mætir Fulham á Loftus Road en þessi lið eiga
það sameiginlegt að hafa tapað síðustu þrem leikjum
sínum. Leeds hefur verið í miklum vandræðum vegna
meiðsla lykilmanna í vetur en þeir geta þó glaðst yfir
því að Suður-Afríkumaðurinn Lucas Radebe er orðinn
leikfær en hann er mikill leiðtogi og ætti því að nýtast
liðinu vel um helgina. -HBG
» \ % W M \
\ \ \
A >
\ \ V