Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Qupperneq 34
3^ Helcjctrblctcf H>"V LAUGARDAGU R 7. DESEMBER 2002 Vildi fólki heim Nýlegar rannsóknir sýna að ein af hi/erjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum á íslandi lendir íkgnferðislegri misnotkun fgrir fullorðinsár. Það er sjaldgæft að skrifaðar séu bækur sem sýna okkur þennan óhugnanlega heim og afleiðingarþessa ofbeldis. Fgrsta bók Irisar Anítu, Fkki segja frá, opnar glugga þangað inn. íris Aníta Hafsteinsdóttir er ekki dæmigerður rithöf- undur. Hún er 26 ára gömul tveggja bama einstæð móðir sem hefur ekki getaö unnið í eitt og hálft ár vegna gigtarsjúkdóms sem hún veiktist af. Hún hefur þó ekki alveg setið auðum höndum því hún settist við skriftir og Forlagið gefur út bók hennar, Ekki segja frá, sem er nokkuð sérstæð frásögn. Þar er rakin saga Sögu sem sjö ára gömul verður fyrir kynferðis- legri misnotkun af hendi hálfbróður síns og lendir seinna á ævinni í sambúð með manni sem beitir hana líkamlegu of- beldi af versta tagi. Þetta er baráttusaga sem er í rauninni sannsöguleg því íris Aníta byggir hana á reynslu fjögurra vinkvenna sinna. íris Aníta var nýbúin að baka piparkökur þegar blaðamað- ur DV heimsótti hana á heimili hennar í Kópavogi og spurði hana hvar hún hefði verið stödd í lífmu þegar hún ákvað að taka sér hlutverk rithöfundarins. Hóf slaiftír eftír veildndi „Ég var að vinna sem vaktstjóri á skyndibitastað og að hugsa um ungana mína. Svo veiktist ég af þessum gigtarsjúk- dómi og varð að hætta að vinna,“ segir íris sem lýsir veikind- um sínum sem einhverju afbrigði af gigtarsjúkdómi sem lýs- ir sér eins og stöðug grindargliðnun. „Ég á góða og slæma daga en stundum get ég alls ekki hreyft mig," segir hún. íris var mikið rúmföst fyrst eftir að veikindin gerðu vart við sig og segist hafa verið mjög sorgmædd í fyrstu þegar hún var greind sem gigtarsjúklingur. En svo lánaði bróðir henn- ar henni ferðatölvu og hún settist við skriftir. „Ég hugsaði mikið um það hvað ég gæti gert og ákvað að mig langaði til þess að opna umræðuna um heimilisofbeldi. Þegar ég fór að ræða við vinkonur mínar um þennan draum þá kom í Ijós að fjórar þeirra höfðu upplifað þetta á eigin skinni. Ég spurði hvort ég mætti nota sögur þeirra í bók og þá fór boltinn að rúlla. Ég sat svo í rúminu mínu heiiu og háifu dagana og skrifaði og var gersamlega heltekin af þessu verkefni." íris Aníta segir að höfúðtilgangur bókarinnar sé að vekja fólk til umhugsunar um hve alvarlegt vandamál heimilisof- beldi sé og hve afleiðingar þess séu alvarlegar. Drauniurinn á liillunni - En hafðir þú ekkert fengist við skriftir áður? „Ekkert. Ég er ekki einu sinni með stúdentspróf því ég varð ólétt ári áður en ég átti að klára og svo þegar ég byrjaði aftur í skóla varð ég ólétt aftur. Það er spuming hvort ég klára þetta eftir áramót en ég get ekki setið í stól við borð svo ég veit ekki hvemig þetta á að ganga.“ - Hafðir þú ætlað þér að verða rithöfundur? „Einhvem timann þegar ég var lítil en svo lagði ég þann draum á hilluna og hann var ekki tekinn fram aftur fyrr en ég gat ekki gert neitt annað,“ segir íris. Hún segist þvi vera sjálfmenntaður rithöfúndur. „Það er sagan sem ræður ferðinni en ekki ég. Sagan er til þvi þetta er raunveruleg saga því allt þetta gerðist í raun og vem. Mér fannst það svo aðdáunarvert hvemig fólk getur náð sér út úr svona ofbeldissamböndum og fannst þetta samt óhugnanlegt og hryllilegt og vildi sýna fólki inn i þennan heim. Vinkonurnar voru hér eins og gráir kettir að fylgjast með og lesa yfír og voru mjög sáttar við að verið væri að nýta þeirra reynslu öðrum til góðs.“ Ör fyrir lífstíð - Hafa þær allar náð sér út úr ofbeldinu? „Það má segja en það verða einhver ör og afleiðingar sem þær verða að kljást við alla ævi. Ég vildi hafa þær fjórar því viðbrögð t.d. bama sem verða fyrir kynferðisofbeldi em mjög mismunandi og ég vildi ná fram þessum ólíku blæbrigðum. Því fleiri þekkja sjálfar sig í sögunni og það gerast ótrúlegir hlutir í þessum efrmm. Tveim þeirra sem lentu í misnotkun sem böm fannst það vera allt í lagi meðan á því stóð því þeim fannst þær vera í kærustu- hlutverki þótt þær væm aðeins níu ára. Þær tóku þátt í þessu því þær héldu að þetta væri allt i lagi. Þetta gekk óskaplega fram af mér. Margar þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi gera sér engan veginn grein fyrir afleiðingunum fyrr en þeim er bent á að ónýtt sjálfstraust, lélegt kynlíf, að þær standa aldrei upp fyrir sjálfar sig og fleira og fleira, að þetta allt er afleiðingar. Það er skömmin, sektarkenndin, brotin sjálfs- ímynd og þess háttar. Þetta em allt sameiginleg einkenni af- leiðinga.“ - Em tengsl milli kynferðisofbeldis í æsku og heimilisof- beldis seinna á ævinni? „Það er ekki ótvírætt en þeir sem verða fyrir slíku ofbeldi í æsku eru líklegri til að leita í ofbeldissambönd. Það gerir brotna sjálfsmyndin. Fólk leitar í mynstur sem það þekkir." Stofhuðu samtök - Þeir sem búa við heimilisofbeldi leita sér til hjálpar hjá Kvennaathvarfmu og þar fæst vemd, styrkur og fiæðsla, en íris Aníta og vinkonur hennar létu það ekki nægja heldur stofiiuðu samtök sem starfa í grasrót samfélagsins og hafa þann tilgang að hjálpa konum að vinna sig út úr afleiðingum ofbeldis af ýmsu tagi. Samtökin bera sama nafii og bókin: Ekki segja frá. „Þetta gerðist eiginlega í framhaldi af bókinni því þetta er orðið mitt hjartans mál. Við einfaldlega fórum í herferð. Við erum grasrótarsamtök en ekki meðferðaraðilar." Samtökin hafa staðið fyrir fyrirlestmm og fundum bæði í Reykjavík, Kópavogi, Vestmannaeyjum og Akureyri og t.d. farið í nánast alla háskóla landsins. Þar eru haldin erindi og sagðar reynslusögur og fólki gefst færi á að rasða um reynslu sína við aðra sem hafa upplifað slíkt. Undirtektir hafa verið fímagóðar og tugir einstaklinga lagt starfinu lið en allt sem gert er er sjálfboðavinna. Vefslóð herferðarinnar er www.her- ferdin.tk. „Það hefur sýnt sig að besti styrkurinn er fólginn í því að tala um reynslu sína við einhvem sem skilur mann og dæm- ir þig ekki. Mikið af þessari vinnu er byggt á tólf spora kerfi sem mörg samtök nota og á rætur sínar í AA-samtökunum. íris Aníta Hafsteinsdóttir er 26 ára gömul einstæð tveggja barna móðir sem liefur skrifað sína fvrstu bók sem heitir Ekki segja frá og fjallar um ofbeldi og misnotkun. DV-mvnd E.Ól. Fólk burðast með djúpstæðar afleiðingar í sálinni sem það gerir sér ekki grein fyrir af því aö það deilir aldrei reynslu sinni með öðmm. Við fengum faglega aðstoð írá Stígamótum og Kvennaat- hvarfinu en annars er þetta bara okkar framtak." - Hvert ætlið þið með þessi samtök? „Við ætlum að taka okkur hlé í desember en eftir áramót- in ætlum við að stofna hóp þolenda og aðstandenda sem mun halda fund mánaðarlega og halda áfram fyrirlestrum um allt land. Þar getur fólk hist og rætt við aðra og sótt sér styrk. Það er svo gott að tala við einhvem sem skilur." Fólk lokar augunum - Eru ekki skiptar skoðanir um það hve útbreitt kynferð- isofbeldi sé í okkar samfélagi? „Nýjar rannsóknir sýna að ein af hveijum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum hefúr orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi. Ég held að þetta séu tölur sem við verðum að taka alvarlega þótt margir vilji loka augunum fyrir þessu. Margir halda að þetta sé ekki til ef þeir ekki sjá það í sínu næsta um- hverfi. Ég þekki að minnsta kosti 15 litlar stúlkur á aldur við dótt- ur mína. Samkvæmt tölfræðinni ættu þrjár þeirra að vera misnotaðar og ég veit líka að þær munu fela það eins lengi og þær geta. Mig langar til þess að taka þær allar í faðminn og segja þeim að þær geti sagt mér allt. Ég þekki fólk sem trúir því að tölumar séu í rauninni miklu hærri.“ - í ljósi þess hve mikinn þátt þú tekur í þessu, halda þá ekki allir að þú sért sjálf fómarlamb? „Það halda það flestir, jú, og kannski er ég það. Ég hef reynslu af ofbeldi en hvort það er sem aðstandandi eða þol- andi læt ég liggja milli hluta. Það kemur eiginlega hvorki bókinni né herferðinni við hve mikið af þessu ég hef reynt á eigin skinni. Sem betur fer er bókin ekki ævisaga mín en ég á mína lífsreynslu eins og allir aðrir." Mildll lestrarhestur - Þegar íris ákvað að hefja skriftir hafði hún ekki tryggt sér neinn útgefanda. Hvemig gekk það? „Ég var ótrúlega heppin. Forlagið tók mjög vel í mínar hugmyndir. Ég sendi inn kafla og var beðin að skrifa meira, enda var reynsla mín sú að fýrsti kaflinn kveikir alltaf í fólki. Ég hef lesið hann mjög víða og hef alltaf fengið þau viðbrögð að fólk vill lesa meira.“ - íris Aníta segist lesa gríðarlega mikið og stundum kom- ast í gegnum tvær bækur á dag og það er freistandi að spyrja hana eins og aðra rithöfimda hveijir séu hennar eftirlætis- höfúndar: „Jean Auel er algerlega númer eitt hjá mér. Hún er sjúk- lega góð. Birgitta Halldórsdóttir er líka í miklu uppáhaldi en það má líka segja um Agöthu Christie, Mary Higgins Clark, Dean Koontz, Stephen King og fleiri." - Heldurðu að þú eigir eftir að skrifa fleiri bækur? „Ég er ekki týpískur rithöfúndur. Mér finnst ég ekki hafa mikið að segja nema ef ég finn spennandi söguefhi. Ég gæti vel hugsað mér að skrifa sögu vændiskonu eða bók um ein- elti. Einhvers staðar á ég handrit að unglingabók sem ég var einu sinni byrjuð á og hálfkláraða bamasögu. Fyrst og fremst vil ég gera gott með þvi sem ég skrifa og það á að skipta einhverju máli.“ -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.