Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Qupperneq 39
38 H&lgarblaö X>‘Vr LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 LAU G ARD AG U R 7. DESEMBER 2002 Halgctrblctö JO"V" 4 3 , Þykist ekki vera venjulegur Gurwar Lárus Hjálmarsson eða dr. Gunni stýrir hinum vinsæla Popppunkti á Skjá ein- um. Hann talar við DV um hina mörqu hatta sína, ástirog barneiqnir oq nekt forsetans. Sennilega er spurningaþátturinn um Popppunkt sem sýndur er á Skjá einum á laugardagskvöldum meðal vinsælasta sjónvarpsefnis á íslandi. Fyrir fáum árum hefði það ekki þótt sennilegt að gera mætti skemmtilegan spurningaþátt með því að spyrja hálf- ruglaða, útlifaða poppara út úr um hljómsveitir og dægurlög. En maðurinn með kúlulaga höfuðið í skrýtnu skyrtunum, dr. Gunni, eða Gunnar Lárus Hjálmarsson, hefur farið létt með það. Þegar maður sér hann og Felix Bergsson standa skælbrosandi hlið við hlið í leikmyndinni sem er eins og eftir húsamál- ara á sýru kemst maður strax í gott skap. Svo sitja gamlar poppstjörnur og pukrast með gleraugun við að rýna á skjáinn í borðinu og ungu mennirnir rúlla gömlu mönnunum upp og áhorfendur æpa af hrifn- ingu þegar keppendur syngja af innlifun. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Gunnar Lárus Hjálmarsson er 37 ára gamall og hann segist nýlega vera farinn að nota nafnið doktor Gunni þegar hann kynnir sig í síma. Þannig er hann smátt og smátt að taka þetta aukasjálf sitt í sátt þótt það séu um 15 ár síðan hann kom fyrst fram undir þessu nafni. Þá feröaðist doktorinn einn um lendur poppsins en hafði sér til fulltingis vandaðan trumbu- heila af gerðinni Dr. Rhythm. Með samruna rafheil- ans og hins lifandi tónlistarmanns varð dr. Gunni til. Maður hinna mörgu litríku skyrtna og maður margra hattá er Gunnar Lárus. Hann er tónlistarmað- ur í margvíslegum skilningi orðsins því hann hefur verið í mörgum hljómsveitum en hann hefur líka unnið í banka, afgreitt í plötubúð, séð um þætti í út- varpi og nú í sjónvarpi og skrifað bók um sögu rokks-. ins á 20. öld á íslandi og starfað við blaðamennsku. Hvað meinar maðurinn? Sjálfskipaður menningarviti sagði í eyru blaða- manns áður en lagt var af stað í viðtalið að Popp- punktur væri gott dæmi um sjónvarpsefni sem væri hægt aö búa til án þess að vanda sig. Er þetta ekki argasta móðgun, Gunnar? „Hvað meinar maðurinn, að vanda sig. Ég reyni að vanda mig við að semja spurningarnar. Það er alltaf verið að nöldra í mér út af vitlausum spumingum en það er vegna þess að heilinn í mér er svo götóttur. Ég veit þetta ekki allt sjálfur. Ég þarf að afla heim- ilda, trixið er að dreifa þessu yfir þessi fimmtíu ár sem eru undir. Það er vonlaust að ætla að undirbúa sig eitthvað sérstaklega mikið fyrir þetta,“ segir dokt- orinn þar sem við sitjum yfir kaffi á Hótel Borg. - En hver átti þessa hugmynd? „Hún er 2-3 ára og er hugmynd Sindra Kjartans- sonar og Árna og Hrannar Sveinsbarna. Þau leituöu til mín og Arnars Eggerts Thoroddsen, poppfræðings á Mogganum. Við áttum að vera tveir í þessu. Svo gerðist ekkert fyrr en í haust. Þá var búið að skera niður og skera systkinin í burtu og Arnar í burtu og fá fjölskylduvænan kynni til að vera í front- inum. Upprunalega átti þetta að vera samruni Gettu betur og Kontrapunkts. Svo er þetta alltaf í þróun og er enn að breytast. Það er alltaf veriö að skamma mig fyrir of þungar spumingar en mér finnst þær vera léttar. Kannski er það af því ég veit svörin," segir doktorinn glottuleit- ur. - Hver á heiðurinn af þessari leikmynd? „Það er leikmyndahönnuður Skjás eins sem heitir Stefán Bogi og er mikill meistari. Hún venst ágæt- lega.“ - Spurningarnar eru samdar fyrir hvern þátt sér- staklega og lagaöar að því hvaða hljómsveitir eru að keppa því Gunnar segir að það sé ósanngjarnt að vera að spyrja Lúdó og Stefán út í dauðarokk eða pönk. „Ég reyni að vera sanngjarn og ég held að það hafi alltaf tekist og sigur manna verið verðskuldaður." ■ M B laiÍK gaBK BB M- Sinfó á ekki séns - Þegar þetta samtal fer fram á eftir að senda út þrjá þætti en úrslit verða 21. desember. Það eru hljómsveitirnar Ham, Fræbblarnir, í svörtum fötum og Rúnar Júl sem eru enn eftir í pottinum. Af þessum böndum vill Gunnar meina að aðeins Ham sé hætt því Fræbblarnir séu löngu endurvaktir. Verðlaunin eru utanlandsferð frá Terra Nova í eina viku til Portúgal. Gunnar segir aö meginvinningurinn felist í heiörinum aö vera poppfróðasta sveit landsins 2002. Felur þetta í sér að þátturinn muni halda áfram að ári? „Já, það er nokkurn veginn ákveðið að við höldum áfram næsta haust. Sextán hljómsveitir eru aðeins brot af því sem er í boði. Þarna vantar stórstjörnur eins og Bubba, Bjögga og ég tala nú ekki um Björk.“ - Á Sinfóníuhljómsveit íslands séns á að taka þátt? „Það eru aðeins óríkisstyrktar hljómsveitir sem fá að vera með.“ - Sérstakur aukaþáttur verður svo tekinn upp eftir viku. Þar keppa þrír atvinnumenn i poppfræði sem starfa á fjölmiðlum á móti þremur fulltrúum alþýð- unnar. Þetta eru þau Andrea Jónsdóttir, Ólafur Páll Gunnarsson og Arnar Eggert Thoroddsen en rúmlega 50 nöfn hafa borist i pott um líklega andstæðinga þeirra. Doktorinn er enginn nýgræðingur í poppfræðum því eftir hann kom út bókin Eru ekki allir í stuði? fyr- ir rúmu ári og innihélt poppsögu íslands frá miðri 20. öld. í fyrstu útgáfu bókarinnar vantaði einn kafla um áttunda áratuginn sem gárungar segja að hafi verið ómeðvituð gleymska af hálfu Gunnars því hann hafi síst viljað muna eftir því tímabili í rokksögunni. Þessari kenningu hafnar hann alfarið og segir þetta óvenjulegt slys en alls ekkert „freudian slip“. „Þetta var skemmtilega hallærislegt tímabil svona eftir á en kaflinn sem ég skrifaði var afar vandaður og skemmtilegur.“ Skáldsaga væntanleg Bókin verður líklega endurútgefin og endurskoðuð innan skamms og þá í kiljuformi svo aðdáendur geta orðið sér úti um nýjustu upplýsingar frá doktornum. En það er ljóst að þetta er ekki endir heldur upphaf á rithöfundarferli Gunnars því á næsta ári kemur út fyrsta skáldsaga hans. „Ég vil ekkert segja um hana annað en að hún ger- ist á síðustu 20 árum og styðst við sannsögulega at- burði og sögusvið." - Er þetta þá skáldsaga um íslenskan poppheim? „Þetta er ekkert líkt skáldsögu Valgeirs Guðjóns- sonar hér um árið.“ Fleira verður ekki togað upp úr honum en ljóst að þarna bætist rithöfundurinn Gunnar Lárus Hjálmars- son í hóp hinna mörgu andlita sem doktorinn setur upp eftir hentugleikum. „Þetta er of lítiö markaðssvæði til að maður geti einskorðað sig við eitthvað eitt. Þetta er alltaf basl aö eiga salt í grautinn og ég tek því sem býðst. Ég er ekk- ert svona mikið kameljón eða fjölhæfur. Flest sem ég hef gert tengist tónlist með einhverjum hætti.“ - Það var samt ekki svo að Gunnar sæti lengi á skólabekk og lærði tónlist. Hann bögglaðist með klassískan gítar í fanginu í tvo vetur en lagði hann svo frá sér. „Ég sá Fræbblana á tónleikum 1979 og þá áttaði ég mig á að þetta snerist um að gera hlutina frekar en að kunna þá. Þetta er sama attitúdið og Purkurinn starf- aði eftir og mér fannst það gott. Ég held að ég vinni ennþá eftir þessu. Ef mann langar til að gera eitthvað skemmtilegt, hvort sem það er að vinna við blaða- mennsku eða sjá um sjónvarpsþátt, þá fer maður ein- faldlega og gerir það. Maður getur heldur ekki setið heima og beðið eftir aö einhver uppgötvi mann heldur verður maður að koma sjálfum sér á framfæri. Þess vegna hef ég verið óragur við að fara út og banka á ýmsar dyr en í seinni tíð gerist það æ oftar að það kemur einhver og bankar hjá mér.“ Forsetinn allsber - Doktorinn heldur úti heimasíðu þar sem kennir margra grasa. Þar á meðal er bloggsíða þar sem hann tjáir sig í frjálslegu dagbókarformi um allt milli him- ins og jarðar um líf sitt og setur fram skoðanir sínar á flestum hlutum. Bloggsamfélagið hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði en fyrir óinnvígða er það stytting á enska orðinu weblog og er í rauninni dagbók á Net- inu. Doktor Gunni er ekki alveg eins og allir aðrir bloggarar því þótt þeir séu margir opinskáir um einka- mál sín þá hefur enginn þeirra skrifað um typpið á Ólafi Ragnari Grímssyni eins og dr. Gunni gerði. Ertu að reyna að ganga fram af fólki? „Hvar annars staöar í heiminum á maður á hættu að sjá forsetann nakinn í sundlaugarsturtunni og hvers vegna ekki að skrifa um það? Ég skrifaði nú reyndar frekar fallega um forsetann ef út í það er farið. Ég er ekkert að pæla sérstaklega í því að ganga fram af fólki. Dr. Gunni heitir í rauninni Gunnar Lárus Hjálmars- son og segist ekkert þvkjast vera venjulegur. liaun segist ganga í flíspeysuiu og horfa á Friends en hann lét gifta sig í Las Vegas og safnar Hawaii-skyrtum. DV-mynd ÞÖK Þetta blogg er eins og sitja á kafFihúsi og spjalla við kunningja sinn. Maður hefur tilhneigingu til þess að láta allt flakka og er ekkert sérstaklega að spá í það hvort einhver á næsta borði sé að hlusta. Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann á sínum tíma og taldi mig vera að velja ákveðinn pakka sem er ekki lengur í boði og ég myndi ekki kjósa hann 1 dag.“ - Eru bloggheimar sérstakt samfélag eða nýr fjöl- miðill? „Mér finnst þetta nú aðallega vera þröngur hópur fólks sem er aö tala hvert við annað og vitna hvert í annað. Ég hef reynt að forðast að vera eins og aðrir bloggarar. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir mér er að skemmta fólki. Það gerist ekki nema þú þorir að segja eitthvað. Ég hafði þetta sama að leiðarljósi þegar ég skrifaði plötugagnrýni á sínum tíma. Ég vildi ekki skrifa eitthvert helvítis moð sem enginn nennti að lesa nema popparinn sjálfur og konan hans. Ég vildi skrifa eitthvað sem fólk hefði gaman af að lesa. Svo hefur mér fundist það skemmtilegur undirbún- ingur fyrir rithöfundinn Gunnar Lárus Hjálmarsson að blogga." Vil eklíi sýnast frík - Þú tjáðir þig skemmtilega á síðunni þinni um dag- inn um „venjulegt" fólk og sagðist vel þora að segjast vera frík. Viltu vera óvenjulegur? „Ég er ekkert að reyna að þykjast vera eitthvað of- urvenjulegur en ég vil heldur ekki sýnast vera eitt- hvað sérstakt frik. Ég geri bara það sem ég vil. Margt sem ég geri er venjulegt, ég geng í flíspeysum, horfi á Friends og Silfur Egils. En það finnst áreiðanlega öll- um þeir vera mjög venjulegir, jafnvel organdi geðsjúk- lingum. Við erum öll venjuleg á okkar hátt og öll jafn- venjuleg þegar við erum dauð.“ - Gunnar fór ekki alveg troðnar slóðir venjulega fólksins í sumar þegar hann giftist Bjarnveigu Magn- úsdóttur frá ísafirði í Las Vegas og fór síðan í brúð- kaupsferð til Hawaii. Var þetta einhver æskudraum- ur? „Hana langaði til að gifta sig í Las Vegas eins og í einhverri bíómynd sem hún sá á ísafirði. Vinkona hennar segir að það hafi verið Beetlejuice en hún man það ekki sjálf. Mitt innlegg var að fara til Hawaii. Ég hef lengi verið hrifinn af skrautlegum Hawaii-skyrtum og safnað þeim lengi og hvar er betra að kaupa þær og ganga í þeim en á Hawaii? Ég hef löngum haft áhuga á Suðurhöfum en aldrei komið þangað. Við vorum því miður heila viku í Las Vegas en tveir dagar hefðu verið alveg nóg. Þetta er óskaplega einhæf borg sem býður upp á lítið ef maður er ekki spilasjúklingur, spennu- eða átflkill. Þetta er höfuð- borg hlaðborðsins og þarna er hægt að éta allan dag- inn.“ Af liverju Lufsan? - Þeir sem lesa áður áminnsta heimasíðu doktorsins vita að hann kallar eiginkonu sína aldrei neitt annað en Lufsuna sem hefur eflaust á sér frekar óvirðulegan blæ í eyrum sumra. í sumar lýsti hann fjálglega á síð- unni löngunum þeirra til þess að eignast barn og hug- myndum hans um staðarval þar sem getnaður skyldi eiga sér stað. Eitt sinn voru þau hjónin t.d. komin í Reykjadal norðan Hveragerðis með nestiskörfu og teppi en óhag- stætt veður og umferð hamlaði framkvæmdum. Einnig hefur verið talað um rætur pálmatrés á Hawaii til að reyna að gera Pálma Gunnarsson. Hvernig er staðan í þessum efnum og hvað á þetta gælunafn eiginlega að þýða? „Þetta er bara mitt gælunafn á konunni minni og á sér miklu lengri sögu en sá neikvæði stimpill sem menn vilja setja á þetta orð. Við látum þess vegna gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og neitum að láta tiðarandann kúga okkur. Hún kallar mig Gunnar eða Lalla eftir því hvernig liggur á henni. Mér finnst barneignir eölilegt framhald af giftingu. Ég hélt kannski að þetta væru seinustu forvöð því ég væri orðinn svo gamall að þaö væri hætta á dvergvexti eða mongólisma en hún er 10 árum yngri svo það er víst allt i lagi. En ég ætla að eiga allar yfirlýsingar um málið fyrir mig. Þetta var orðið heldur mikið tal opinberlega um að „leggja í“ eða „setja í ofninn" og þess háttar. Þetta gerist þegar það gerist." Gefst aldrei upp - Langt og krókótt ferðalag Gunnars gegnum ís- lenskan tónlistarheim liggur allt frá myrkum afkimum þar sem fáir eiga leið um eða leggja við hlustir og menn gefa út kassettur í einu til hundrað eintökum og yfir í léttúðuga tónlist við alþýðuskap. Allir muna eft- ir barnaplötunni þar sem Prumpulagið varð að því sem doktorinn kallar „novelty hit“ og fyrstu plötu Un- unar þar sem Rúnar Júl söng lagið um huldumeyna og þjóðin öll hummaði með. „Þegar ég gaf út barnaplötuna þá sendi ég kynning- arspólu á öll 250 barnaheimili landsins. Ég bjóst við bréfum frá fóstrunum um álit þeirra á tónlistinni en það kom ekki eitt einasta, barnaheimilin þögðu. Maður vonar alltaf þegar eitthvað er sett á plötu að það seljist vel og ég hef oft látið mig dreyma um mikla sölu og vinsældir. Stundum hefur það gengið upp, stundum ekki. En það er ekki hægt að reikna út hvenær það gerist en maður gefst aldrei upp.“ Um þessar mundir stendur doktorinn í framlínu hljómsveitar sem heitir dr. Gunni og spilar einmitt á Grand Rokk í kvöld, laugardag, í þriðja og síðasta sinn. Hvernig tónlist er verið að spila? „Þetta er fyrst og fremst rokk og ról. Sennilega er þetta nær Svarthvítum draumi en Unun en við stefn- um ótrauðir í hljóðver eftir áramótin því það er tilbú- ið efni á plötu. Hún verður tekin upp eftir gamla handvirka laginu á segulbönd þar sem engar tölvur koma við sögu og ekkert er hægt að svindla. Þetta verður hreint og ómengað rokk.“ - Það var hin ódauðlega hljómsveit Jethro Tull sem söng um að gamlir rokkarar gætu aldrei hætt og þeg- ar maður sér hinn þrekvaxna, hárlitla doktor og heyr- ir hann tala um rokkið er ljóst að einhver fótur er fyr- ir þessu. „Mér þætti mjög gaman að sjá marga rokkara, eins og t.d. Bjögga Halldórs, hverfa aftur til uppruna síns og syngja eins og hann gerði með Ævintýri í gamla daga. Það kæmi verulega á óvart. En annars er þetta alveg satt. Rokkið deyr aldrei í manni ef það hefur einu sinni tekið sér bólfestu þar og hljómsveitir deyja aldrei. Þær fara bara í pásu.“ -PÁÁ X +
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.