Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Side 43
LAUGARDAGUR V. DESEMBER 2002 H & l q a rb l'ct ö DV Nýtt orgel Á morgun verður vígt nýtt orgel í Laugarneskirkju. Orgelið er smíðað af Björgvini Tómassyni og leysir af hólmi tæplega hálfrar aldar gamalt orgel. Organisti Laugameskirkju er Gunnar Gunnarsson. Hann segir að rafkerfið í gamia orgelinu hafi verið ónýtt. „Þetta var eins og taugasjúk- dómur,“ segir Gunnar, „nóturnar virkuðu illa og ástandið versnaði dag frá degi. Fljótlega kviknaði sú hug- mynd að smíða nýtt orgel. Nýja orgel- ið er mekanískt en á síðustu árum hafa menn aftur horflð til þeirrar tækni sem var notuð á dögum Bachs. Það virkar í rauninni best - einfald- leikinn stendur alltaf fyrir sinu. Svona orgel getur enst í 120 ár og jafnvel lif- að bygginguna sem það stendur í.“ Gunnar segir að það sé vel varðveitt leyndarmál að hljómburður Laugar- neskirkju sé mjög góður. „Með því besta segja sumir - eftirhljómurinn er mjúkur og mikill en þó ekki of mikill. Allir sem flytja tónlist hér hæla hljóm- burðinum," segir Gunnar. „Það er gaman að fá svona stórt orgel í þetta rými því kirkjan sjálf er stór hluti af hljóðfærinu. Smíði hljóðfærisins hefur heppnast vel.“ Samband organista við hljóðfærið er sérstakt og segir Gunnar að það séu mikil forréttindi fyrir organista að koma að hönnun orgels. „Það var skrýtin tilfinning þegar orgelið varð til. Organisti er heppinn ef hann fær einu sinni á ævinni að koma að smíði nýs hljóðfæris. Það er líka mikill kost- ur að hafa íslenskan orgelsmið og org- elin hans Björgvins hafa reynst afar vel. Það gefur líka auga leið að öO samskipti verða auðveldari og hægara um vik fyrir mig að taka þátt í hönn- uninni." Meðan á smíðinni stóð lék Gunnar á Hammond-orgelið sitt í messum. „Það voru mikil viðbrigði að skipta aftur yfir I stórt orgel því þótt ég sé Hammond-aðdáandi var þetta eins og að fara af Volkswagen á Benz.“ Orgelið verður vígt í messu á morg- un, klukkan eUefu. Hinir eiginiegu vígslutónleikar verða síðan klukkan fjögur en þá leika Gunnar og Sigurður Flosason saxófónleikari nýtt efni í anda Sálma lífsins. Um kvöldið verður messa með djassivafi en komin er hefð á slíkar messur annan sunnudag í hverjum mánuði í Laugameskirkju. Gunnar Gunnarsson, organisti í Laugarneskirkju. Sigurður Jökull Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri oqsvo hl[óðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur tolf manna matarstell, hefur sex þvottakerfi, fjögur nitastig og er með “aquva control” vatnsöryggi. Tekur 12 manna stell • 3 þvottakerfi • 3 hitastig • “aqua control” vatnsöryggi Með hverriAEG uppþvottavél fylgir pakki afFINISH uppþvottatöflum fyrir alltleirtau. LÉTTGREtÐSLUR IÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ ORMSSON T T LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI 462 1300 B UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Tilboð 1. 3 túpur á 3000kr Hver túpa dugar í ca 5 skipti Tilboð 2. 6 túpur á SOOOkr Hver túpa dugar í ca 5 skipti www.viacreme.is - Sími 661-2863 - VISA/EURO - Póstkrafa eða þú sækir tii okkar - Við erum ábyrgjumst okkar krem og bjóðum endurgreiðslu efþú ert oánægð / Hvar kaupir þu þitt krem? Fjöldi ánægðra kvenna kaupir aftur og aftur af okkur og það er okkar meðmæli! Efpú kaupir krem hjá okkur býðst þer að kaupa latex- húðaðar lostakúlur á aðeins SOOkr. verð annars 2.390,- kúlurnar eru frá www.adult.is sem er erótísk stórverslun á netinu! Vöru og myndalisti(110 bls) fáanlegur fyrir lOOOkr endurgreiddar við fyrstu pöntun! T . I S fSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.