Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Síða 46
50
Helgorhloö X>’Vr
LAUGARDAGUR V. DESEMBER 2002
Sakamál
. Stefnumót í
Las Vegas
Sóðalegt morð íLas Vegas var eins og skrif-
að fyrir persónur í Hollyiuood-kvikmynd af
lélegri tegund. Við sögu koma gleðikona og
fyrrum stjarna íklámkvikmyndum, sem báð-
ar leituðu fjár og frama ímarglofuðum
skemmtiiðnaði, erfingi milljarðaeigna og
tveir leigumorðingjar. En veruleikinn var eng-
inn gamanleikur og eftirköstin voru hrein
hörmung fyrir alla sem hlut áttu að máli.
Þegar rotnandi lík fíkniefnasjúkrar gleðikonu fannst í
subbulegu móteli í lélegu hveríi í Las Vegas leit út fyrir
að lögreglan stæði frammi fyrir rétt einu morðinu þar
sem eituriyfjasjúklingar ganga hver af öðrum dauðum án
nokkurrar skiljanlegrar ástæðu. En annað átti eftir að
koma í Ijós. Maðurinn að baki morðinu á áður óþekktri
konu var meðlimur einnar af auðugustu og voldugustu
ættum Bandaríkjanna.
Pati Margello var orðin 45 ára gömul þegar hún var
myrt. Lífsferill hennar varð allt annar en hún vænti á
unga aldri. Þá átti hún sér þá framtíðarvon að gerast
tískumódel og jafnvel fatahönnuður. Hún ólst upp í Phila-
delphiu og var fríð stúlka og fónguleg. En líf hennar
breyttist þegvar hún varð ófrísk aðeins 18 ára að aldri eft-
ir einnar nætur gaman með strák sem hún þekkti ekki.
Hún eignaðist soninn Eric og eftir það tók hörð lífsbarátt-
an við.
Pati lærði til matreiðslu á skyndibitastöðum og sá fyr-
ir sér og barninu með störfum í veitingahúsum víðs veg-
>
*
Moseley var sífullur auðkýfingur sem kunni ekki að
skipuleggja einfalt morð.
Diane seldi líf vinkonu sinnar fvrir peninga.
ar í borginni. Oft vann hún á vöktum, hverri á eftir
annarri því hún varð ein að sjá fyrir sér og drengnum.
Þegar Eric óx úr grasi hafði hún tíma til að slá sér upp
með karlmönnum sem sumir hverjir voru reiðubúnir að
greiða henni fyrir samveruna. Þegar Eric var orðinn
nógu gamall til að sjá um sig sjálfur og hefja tónlistarnám
flutti Pati tO Las Vegas að freista gæfunnar. Auðveldasta
leiðin var að gerast gleðikona í sjálfri borg gleðinnar.
Konan var komin á fimmtugsaldur og var erfitt að
keppa við þúsundir ungra stúlkna á sama markaði í borg-
inni. En Pati kunni sitthvað fyrir sér og þekkti sín tak-
mörk. Hún vissi hvar hentugast var að sitja fyrir körlum
sem áttu leið um borgina og stöldruðu við í örfáa daga.
Viðskiptavinirnir voru ekki af riku sortinni, enda var
hún ekki á vel upplýstu markaðstorgi spilaborgarinnar
miklu.
Konan þurfti að krækja í sífellt fleiri viðskiptavini þar
sem fíkniefnanotkun hennar fór vaxandi. Hún hafði lengi
reykt hass og var farin að neyta kókaíns áður en líf henn-
ar var orðið svo illþolandi að heróín eitt dugði til að finna
til vellíðunar. Það var vegna sameiginlegrar heróín-
ástríðu að Pati tengdist annarri gleðikonu vinarböndum.
Diana Hironaga var orðin 41 árs gömul. Hún fór ung til
Los Angeles eins og fjöldi annarra stúlkna að leita frama
og fjár. Kvikmyndaferilinn hóf hún með leik í klámmynd-
um og lauk leikferli hennar líka í sams konar hlutverk-
um. Hún varð líka eiturlyfjanautn að bráð og þegar hún
þótti ekki brúkandi lengur í ástarlífssenurnar í Hollywood
flutti hún til Las Vegas og tók til að selja sig til einkaaf-
nota. Hún og Pati störfuðu á sömu slóðum og skiptu við
sama eiturlyfjasalann. Það styrkti vinarböndin.
Ástin kviknar
Það var þegar Pati heimsótti son sinn til Philadelphiu
á jólum 1997 að hún hitti Dean MacGuigan sem þá var 42
ára gamall. Á bak jólunum brá hún sér á bar þar sem
Dean var einnig að drekkja sorgum sínum og ástin bloss-
aði upp nær samstundis. Hann sagði henni að hann lifði
í ástlausu hjónabandi og vildi skilja við konu sína. Þá
sögu hafði veraldarvön gleðikona heyrt þúsund sinnum
áður. En hvað sem því leið urðu miklir kærleikar með
þeim og Dean hringdi iðulega í vinkonu sína eftir að hún
fór aftur til starfa í Las Vegas og oft flaug hann til að hitta
hana um helgar.
í júlí 1998 flutti Dean til Las Vegas þar sem hann ætl-
aði að setjast að og skilja við konu sfna, Lisu MacGuigan.
Hún var fyrir löngu orðin leið á framhjáhaldi og fíkni-
efnalifnaði manns síns og hefði verið búin að sækja sjálf
um skilnað ef ekki hefði viljað svo til að maður hennar
var af einni af 10 auðugustu fjölskyldum Bandaríkjanna.
Og Lisa var ekki á þeim buxunum að fara slypp og snauð
út úr hjónabandinu.
En þótt Lisa Moseley, erfmgi Du Pont-veldisins, væri
stjúpmóöir Deans hafði hann sjálfur ekki mikið á milli
handanna. Og þegar eiginmaður stjúpmóðurinnar,
Christopher Moseley, komst að því, að Dean ætlaði að
skijja til að giftast snauðri gleðikonu var heiðri fjölskyld-
unnar nóg boðið.
Sjálfur þekkti Moseley öfgamar af eigin raun. Hann
hafði verið garðyrkjumaður á verömætu setri Lisu áður
en hann kvæntist henni. En hann var hreinlega óður að
reyna að koma í veg fyrir að Dean kæmi með miöaldra og
billega mellu inn í fjölskylduna. Fyrst reyndi hann að
bjóða Pati peninga til að gefa Dean upp á bátinn þr sem
hún væri óhæf til að tilheyra fjölskyldu hans. En Pati
sagðist elska Dean og hún mundi ekki yfirgefa hann og
stjúpsonurinn sagði Moseley að skipta sér ekki af sínum
málefnum.
En Moseley hélt að leysa mætti öll mál meö peningum
og leitaði nú annarra leiða. Hann frétti af vinskap Pari og
Diönu Hironaga og hann mælti sér mót við hana á bar í
Las Vegas í júlí 1998. Þau sömdu um að Diana fengi 5 þús-
und dollara fyrir að segja Dean að vinkona þeirra væri
með alnæmi og væri enn að selja sig körlum og væri sek
um þjófnað og svik.
En þetta dugði ekki og nú varð að taka til alvarlegri að-
gerða til að losna við að Pari giftist inn í sjálfa Du Pont-
fjölskylduna. Moseley hafði aftur samband við Diönu og
bauð henni 20 þúsund dollara fyrir að útvega leigumorö-
Pati og Dean voru bæði fíklar og felldu hugi sainan
þótt þau ættu mjög ólikan uppruna og ættartengsl.
Ilann tilheyrir einni auðugustu fjölskyldu Bandaríkj-
anna, hún var snauð og tekjurýr gleðikona.
ingja til að koma Pati fyrir kattarnef.
Diana hringdi í Pati vinkonu sína og bað hana að
hjálpa sér að krækja i auðtekna peninga. Hún sagði henni
að tveir vel stæðir ferðalangar í borginni byðu góða borg-
un fyrir félagsskap eitt kvöld. Þeir færu ekki fram á ann-
að en fylgd kvenna sem þekktu vel til í næturlífinu. Pati
féllst á að gera vinkonu sinni þennan greiða.
Þeir „vel stæðu“ voru leigumorðingjarnir Richardo
Murillo og Joseph Balignasa sem tóku að sér svona smá-
viðvik fyrir lítið. Sunnudagskvöldið 2. ágúst 1998 biðu
þeir í fordyri Hilton-hótelsins eftir dömunum. Pati lét
blekkjast og hélt að herrarnir væru gestir í þessu dýra
hóteli. Pörin fóru út á galeiðuna og heimsóttu nokkra
bari og allt lék í lyndi.
Allt illa undirbúið
Þá stakk Diana upp á að þau héldu skemmtuninni
áfram á móteli sem veraldarvanar gleðikonur í Vegas
þekktu því þar var hægt að fá herbergi á skammtíma-
leigu. í þrjár klukkustundir var þjórað, dópað og horft á
klámmyndir i sjónvarpinu. Diana tók með sér birgðir af
fikniefnum. En hún gætti þess að Pati fengi ekkert sem
hressti hana við, svo sem amfetamín eða annað örvandi.
Þá var Pati búin að fá nóg og þótti samkvæmið taka
heldur leiðinlega stefnu og ætlaði að fara. En þá réðst
Murillo á hana og greip um háls hennar og ætlaði að
kyrkja eða hálsbrjóta hana, að því er Diana viðurkenndi
síðar. Pati barðist um og slapp úr greipum fantsins. Þá
réðust þau öll þrjú á hana, Diana hélt fótum hennar og
Balignasa höndum. Þegar ekki gekk að kyrkja konuna
hélt Murillo kodda að andliti hennar og það gekk ekki
heldur. Þá tók hann belti félags síns og herti að hálsinum
og þar kom að Pati hætti að brjótast um og líkaminn varð
máttlaus.
Verkið var unnið en ekkert þeirra sem að störfuðu
höfðu undirbúið hvað gera ætti næst og hvað gera ætti
við líkið. Diana var orðin galin og rugluð af fikniefna-
neyslu en karlamir tóku það til bragðs að fara í næstu
næturverslun og kaupa þar svarta sorppoka og sterkt lím-
band. Þeir tróðu líki Pati í pokana og límdu vel fyrir.
Þannig umbúnu tróöu þeir líkinu inn í loftræstistokk í
herberginu.
Þrem dögum síðar kvartaði hreingerningarkona yfir
vondri lykt I herberginu. Þá fannst líkið af Pati. Var því
troðið með slíkum herkjum inn í stokkinn að fimmtán rif
voru brotin.
Lögreglumenn voru fljótir að finna sökudólgana. Diana
tók herbergið á leigu í eigin nafni og var of illa farin af
eitumautn til að hafa vit á að hylja spor sin.
Balignasa var fyrstur til að mæta fyrir rétti og var
dæmdur árið 2000. Hann samdi um vægari dóm gegn því
að vitna gegn Murillo og fékk 25 ára til lífstíðarfangelsis-
dóm.
Diana var fús að játa allt til að bjarga eigin skinni og
vitna gegn öllum öðrum sem hlut áttu að máli. Murillo
reyndi að koma af sér sök og hélt því ffam að Pati hafi
látist af ofnotkun áfengis og eiturefna. Hann hlaut lífstíð-
ardóm.
Vægir dómar
Christopher Moseley var nú handtekinn samkvæmt
uppijóstrunum frá Diane. Kona hans bauð 8 milljón doll-
ara í tryggingu til að fá hann lausan en dómari neitaði og
situr karlinn nú á bak við lás og slá.
Peningar Du Pont-familíunnar dugðu ekki til að fría
Moseley og hann játaði hlutdeild sína að morðinu f mars
2000. Veijandi hans bar aö umbjóðandi sinn hefði verið
langdrukkinn þegar hann samdi við Diane. Hann
þambaði á annan lítra af vodka á dag. Það mun hafa ver-
ið ástæðan fyrir hve illa málið allt var skipulagt. Hann
laug því að Diane að sjálfur væri hann leyniþjónustumað-
ur og dræpi stundum fólk til varnar fóðurlandinu.
Moseley var dæmdur til sextán og hálfs árs fangelsis-
vistar og Diane fékk 15 og hálft ár. Dómarnir eru tiltölu-
lega vægir enda var tekið tillit til hve samvinnufús þau
voru við að upplýsa málið.
Sonur Pati, Eric, sem kominn er á fertugsaldur, fór í
einkamál og krafði Moseley um nokkrar milljónir dollara
í móðurbætur.