Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Page 54
58 H e / c) a rb / a ö 3Z>V LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Stiglaus skipting og þægindin í fyrírrúmi Kostir: Þœgindi, hljólátur, hljómkerfi Gallar: Armpúöi fyrir handbremsu að láta hana yfirfara öll kerfi í bilnum, eins og smurkerfi, vatnsþrýsting og fleira. Gott pláss er í öll- um sætum sem styðja vel við með fjölda stillinga og milli framsæta er stór armpúði. Hann er reyndar til trafala að því leyti að sé hann hafður niðri á sínum þægilegasta stað rekst handbremsuhandfang i hann þegar togað er í það. Farangursrými er kannski ekki það stærsta í flokkinum en er aðgengilegt og þægilegt en hanskahólf er stórt og gott, í bílnum er líka mjög fullkomið hljómkerfi sem staðalbúnaður og óhætt að mæla með því. Audi A4 kom á markað snemma árs 2001 sem alveg ný kynslóð. DV-bílar höfðu áður prófað hann sem 2,5 lítra dísil Quattro en sá bíll sem er mest seldur hér- lendis er tveggja lítra bensínbíllinn. Því var vel við hæfi að gripa aðeins i þann bíl. Vel búinn og þægilegur í útliti likist A4 nokkuð A6, með rúnaðan en um leið kantaðan afturenda og afturljós sem setur skemmtileg- an svip á hann. Audi A4 er vel búinn bíll í sínum stærðarflokki og munar þar litlu á honum og stóra bróður sem segir sex. Stýrið er með aðdrætti og halla, þannig að ökumaðurinn getur komið sér vel fyrir í sinni uppáhaldsstellingu. Tvískipt miðstöðin stýrir hitanum í báðum hliðum bllsins og einnig er hægt að skjóta hita á bæði framsætin. Aksturstölvan er afar fullkomin og hægt er með því einu að ýta á einn takka Sérlega öruggur Audi A4 er vel heppnaður bíll í alla staði og ekki síst í öryggi enda fékk hann fjórar stjörnur í árekstraprófi NCAP og var ekki langt frá því að bæta við þeirri flmmtu. Burðarvirki yfirbyggingar hefur verið endur- hannað og styrkt til að taka betur við höggum að fram- an og á hlið óg þessar breytingar ásamt sterkari sætis- grind minnka hættu á að farþegarými gefi eftir. Sex ör- yggispúðar eru staðalbúnaður, tveir að framan og fjór- ir frá hlið, auk þess sem höfuðpúðar og þriggja punkta belti eru í öllum sætum. Billinn er einnig búinn spól- vöm og einnig ESP-skrikvörn til að auka öryggi í akstri. Hljóðlátur í akstri í akstri virkar bíllinn þéttur og góður og hann er sérlega hljóðlátur. Hann liggur ágætlega en leggst að- eins í beygjur og stýri svarar mjög vel öllum hreyfing- um ökumanns. Tveggja lítra vélin er nokkuð spræk á snúning þrátt fyrir það að bíllinn sé búinn stiglausri Multitronic-sjálfskiptingu með valskiptimöguleika. Valskiptingin virkar vel sem slík og athygli vekur að sjálfskipting eyðir ekki meira en beinskipting í blönd- uðum akstri. Hemlar eru góðir enda einnig með hjálp- araðstoð en vart varð við örlítið iskur frá hemlum að aftan. Nokkuð gott verð Grunnverð bílsins er nokkuð gott, 3.250.000 kr. sjálf- skiptur, sem er nokkuð ódýrara en sambærilegir Benz og BMW. Kostar C-lína Mercedes Benz til að mynda 3.746.000 kr. og sambærilegur BMW 318 kostar 3.490.000 kr. Volvo S60 Turbo er á 3.455.000 kr. sjálfskiptur og Lexus IS 200 á 3.080.000 kr og er sá eini sem er ódýrari en Audi A4 í lúxusflokkinum. -NG AUDI A4 2,0 Vél:________________2ja lítra, 4ra strokka bensínvél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.