Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR V. DESEMBER 2002 Helgarblað DV e Hrefna Svanlaugsdóttir húsfreyja og verkakona á Alaireyri verður 90 ara í dag Hrefna Svanlaugsdóttir, húsfreyja og verkakona, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, er níræði í dag. StarfsferiU Hrefna fæddist að Varmavatnshólum í Öxnadal. Hún var lengi húsfreyja að Syðsta-Samtúni í Kræk- lingahlíð, til 1962. Þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Þar stundaði Hrefna áfram húsmóðurstörf og var jafn- framt verkakona hjá Sambandi íslenskra samviimufé- laga um árabil til 1980. Fjölsltylda Hrefna giftist 19.12. 1936 Jóni Magnússyni, f. 24.11. 1901, bónda og verkamanni. Foreldrar hans voru Magnús Sigfússon, f. 14.1. 1871, vinnumaður á ýmsum bæjum í Glæsibæjarhreppi, og Guðrún ísleifsdóttir, f. 22.7. 1874. Guðrún flutti til Kanada, giftist þar og á fjölda afkomenda. Börn Hrefnu og Jóns eru Svanlaugur Jónsson, f. 18.8. 1937, d. 9.7. 1995, síðast bifreiðastjóri hjá Rafveitu Akureyrar, var kvæntur Jónínu Jónsdóttur, f. 2.11. 1940, en þau skildu og átti hann sex börn; Rósa Jóns- dóttir, f. 10.10. 1938, verkakona, gift Gunnlaugi Jó- hanni Gústafssyni, f. 10.1. 1939, starfsmanni hjá Norð- urorku og eiga þau fjögur börn; Helga Jónsdóttir, f. 24.11. 1944, búsett í Svíþjóð, en maður hennar er Nils Oskar Esperi, f. 8.9. 1939, fyrrv. vinnuvélastjóri; Ár- mann Óskar Jónsson, f. 1.1. 1956, sjómaður, en kona hans er Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir, f. 5.10. 1953, leiðbeinandi, og eiga þau þrjú börn. María Þorsteinsdóttir fyrrv. húsfreyja að Eyri við Djúp María Þorsteinsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Eyri í Skötufirði við Djúp, Jófríð- arstaðavegi 10, Hafnar- firði, er níræð i dag. Starfsferill Maria fæddist í Neðri- Miðvik i Aðalvik og ólst þar upp. Hún flutti tvítug að Eyri við Skötufjörð við Djúp og bjó þar með manni sinum til 1969. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og síð- ar til Þorlákshafnar. Hugurinn dvaldi þó fyrir vestan og dvaldi María því öll sumur á Eyri til 1998. Fjölskylda Eiginmaður Maríu var Jón Þórarinn Helgason, f. 16.5. 1894, útvegsb. á Eyri. Hann var sonur Helga Guð- mundssonar og Maríu E. Jónsdóttur, bænda á Eyri í ísafiröi og síðar Eyri í Skötufirði. Börn Maríu og Jóns eru Sigurður, f. 15.10. 1934, kvæntur Árnýju Vismin Jónsson; Guðjón, f. 10.11. 1936, kvæntur Jónu Jónsdóttur; María, f. 16.1. 1938, maki Atli Kristjánsson; Hólmfríður, f. 24.4. 1942, maki Halldór Valgeirsson; Þóra, f. 6.3. 1950, maki Kristján Albertsson, d. 4.10. 2002. Afkomendur Maríu og Jóns eru rúmlega 80 talsins. Systkini Maríu: Sigurður, nú látinn; Pálína, nú lát- in; Hjálmfríður, búsett í Reykjavík; Kristinn, nú lát- inn; systir lést í frumbernsku. Foreldrar Maríu: Þorsteinn Bjarnason bóndi og Hólmfriður Guömundsdóttir húsfreyja. María býður upp á veitingar á Sólvangi, Hafnarfiröi, laugard. 7.12. kl. 15.00-18.00. Helgi Haraldsson verkstjóri í Hafnarfirði Helgi Haraldsson verk- stjóri, Suðurhvammi 11, Hafnarfirði, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykja- vik en ólst upp á Sjávar- hólum á Kjalarnesi. Hann vann á þungavinnu- vélum, var bilstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Pat- reksfirði 1980-89, hjá Sorpu á Álfsnesi 1991-99 og er nú verkstjóri hjá Hlaöbæ - Colas í Hafnarfirði. Fjölskylda Eiginkona Helga er Ingibjörg B.K. Hjartardóttir, f. 6.5. 1962, vaktstjóri hjá Sorpu í Garðabæ. Hún er dóttir Hjartar Skúlasonar, bónda og sjómanns, sem lést 1998, og Jónínu Ingvarsdóttur húsfreyju. Börn Helga og Ingibjargar eru Guðrún, f. 27.8.1979, en maður hennar er Grétar Þór Guðjónsson, f. 12.12. 1979, og er dóttir þeirra Kara Lif, f. 7.11.1999; Bylgja, f. 15.11. 1983, bakaranemi; Hjördis, f. 8.9. 1990; Jósep, f. 12.2. 1996. Hálfbróðir Helga, sammæðra: Birgir Þórhallsson, f. 8.10.1937, þjónn í Noregi. Alsystkini Helga: Hrefna, f. 13.9.1942, forstöðukona í Reykjavík; Ólafur, f. 20.10. 1943, vélstjóri í Kjós; Karl, f. 26.2. 1946, læknir í Reykjavík; Selma, f. 9.8. 1958, prestur í Svíþjóð. Foreldrar Helga: Haraldur Jósepsson, f. 2.9.1898, d. 13.5. 1972, bóndi á Sjávarhólum, og Guðrún Karlsdóttir, f. 9.9. 1915, húsfreyja. Helgi tekur á móti gestum í sal Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, í dag kl. 20.00-24.00. Ásdís Jóhannsdóttir húsmóðir á Egilsstöðum Ásdis Jóhannsdóttir húsmóðir, Koltröð 17, Egils- stöðum, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Ásdís fæddist á Egilsstöðum en ólst upp á Þrándar- stöðum i Eiðaþinghá. Hún var i barnaskóla á Eiðum, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað og er nú í fjarnámi í rekstrarfræði við HA. Ásdís stundaði ýmis þjónustu- og verslunarstörf frá því á únglingsárunum en hefur starfað við Búnað- arbankann á Egilsstöðum sl. flmmtán ár. Ásdís hefur verið trúnaðarmaður á vinnustað um árabil. Fjölsltylda Ásdís giftist 17.6. 1973 Ragnari Þorsteinssyni, f. 13.7. 1951, verkamanni. Börn Ásdísar og Ragn- ars eru Lovísa Herborg, f. 30.5. 1971, bóndi að Hemlu í Vestur-Landeyjum, og er maður hennar Vignir Sig- geirsson og eiga þau tvo syni; Þorsteinn Baldvin, f. 28.5. 1975, byggingatækni- fræðingur, en kona hans er Merete Myrhjem og eiga einn son; Þorleifur Bóas, f. 31.5. 1988, nemi; Þorvald- ur Björgvin, f. 3.7. 1990, nemi. Systkini Ásdísar voru tíu og eru átta þeirra á lífi. Foreldrar Ásdísar: Hulda Stefánsdóttir, f. 26.11. 1920, d. 26.4.1988, húsmóðir, og Jóhann Valdórsson, f. 20.2. 1920, d. 25.10. 2000, bóndi á Þrándarstööum. Ásdís er að heiman á afmælisdaginn. Systkini Hrefnu: Sigurlaug, f. 29.5. 1904, d. 31.10. 1991, húsfreyja i Reykjavík; Jenný, f. 29.5. 1905, d. 29.5. 1905; Jónasína Eva, f. 1.5. 1906, d. 27.6. 1999, hjúkrunar- kona í Reykjavík; Ragnheiður Friðrika, f. 15.5. 1907, hjúkrunarkona í Reykjavík; Klara Guðbjörg Soflía, f. 15.3. 1909, d. 4.3. 1913; Hjalti Öxndal, f. 22.10. 1910, d. 10.1. 1997, verkamaður í Reykjavík; Garðar Öxndal, f. 20.11. 1911, d. 19.4. 1976, leigubifreiðastjóri á Akureyri; Baldur Öxndal, f. 3.11. 1913, d. 4.11. 1914; Klara Hulda, f. 12.10. 1914, hjúkrunarkona, búsett í Grundarfirði; Sigríður Jónína, f. 10.2. 1916, d. 22.2. 1994, húsfreyja í Reykjavík; Anna, f. 8.6. 1918, d. 11.2. 1996, húsvörður í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík; Þorsteinn Jónas Öxndal, f. 6.8. 1920, d. 2.7. 1998, fulltrúi á Akureyri; Helga, f. 6.9.1922, hjúkrunarfræðingur; Baldur Öxndal, f. 14.4. 1926, d. 9.6. 1931. Foreldrar Hrefnu voru Svanlaugur Jónasson, f. 5.11. 1882, d. 15.10. 1946, bóndi að Bægisá, Varmavatnshól- um í Öxnadal og að Þverá, og síðar, frá 1920, verka- maður og verkstjóri hjá Akureyrarbæ, og k.h., Krist- jana Rósa Þorsteinsdóttir, f. 23.11. 1882, d. 20.2. 1957, húsfreyja. Ætt Svanlaugur var sonur Jónasar Jónssonar og Sigurlaugar Svanlaugsdóttur en þau bjuggu að Varmavatnshólum í Öxnadal. Rósa var dóttir Þorsteins Jónassonar og Ragnheiðar Friðriku Jónsdóttur en þau bjuggu að Engimýri í Öxnadal. immm-mm í síðasta þætti fjallaði ég um bók um íslenska fjölmiðla- menn og tók þaðan vísu um Lárus Salómonsson og sög- ! una sem fylgdi. Nú hef ég fengið bréf þar sem sagan er leiðrétt og visan líka. Bréfritari tjáir mér að tilefni vís- ; unnar hafi verið það að Þorgeir i Gufunesi hafi átt tík sem stundum lenti í lóðastandi eins og gengur. Þorgeir hringdi þá gjarnan í lögregluna til að fá aðstoð við að reka hundana burtu og var Lárus oftar en ekki sendur með byssu á svæðið. Um þetta orti Stefán: Af öllum sínum brœðrum ber. Besta lof hann hlýtur. Líkar ekki lóðaher, Lárus hunda skýtur. Ég er ekki frá því að vísan sé betri svona. í bók eftir Sverri Pálsson, fyrrum skólastjóra á Ak- ! ureyri, rakst ég á merkilega vísu. Bjargarskortur kall- ast hún: Vitnast mörgum máttar þrotn, matnum á ef veröur sjatn, fitn og tútn sjá brátt í botn, batnar síst, ef þrýtur vatn. Bragarhátturinn er gagaravilla, vísan er auk þess frumsniðstímuð og síðstimuð. Næst er haustvísa eftir Pétur Björgvin Jónsson, fyrrum skósmið á Akureyri: Sumri vindar svalir hrinda, sálir bindast trega. Hœstu tindar hvíta linda hnýta skyndilega. Næsta vísa er líka eftir Pétur, vafalítið ort þegar hann var farinn að reskjast. Vísan ber heitið Bjart- sýni: Undir honum fetaói klárinn foróum. Felst í lasti og hvatvíslegum orðum. Lyf, sem allir loeknar banna að eta. Lífsnæring, sem jurtin kann að meta. Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson ria@ismennLis Ég veit um sveit. Þar eru engar kýr, engin rotta, meri, geit né hundur. En kálfar tvöfalt fleiri en fólkió sem þar býr. Hvar finnst á voru landi þetta undur. Hér með er skorað á lesendur að ráða gáturnar. 4» Þótt ég náttstað nálgist senn með nestió fjarska magurt, mérfinnst ég vera ungur enn og allt svo bjart og fagurt. Séra Sveinn Víkingur orti og gaf út vísnagát- ur sem margar hafa orðið fleygar, enda prýði- lega gérðar. Ein þeirra hljóðar þannig: Þekktust þessara vísna séra Sveins er þó að líkindum gátan um hina dularfullu sveit þar sem dýralífið er svo ótrúlega fáskrúðugt: v 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.