Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Hjúkrunarfræöingum fækkaö á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ:
Sparnaður upp á 30-40
milljónir króna á árinu
- einstakir starfsmenn hafa sagt upp vegna óánægju
Vegagerðarstarfsmenn:
Lýsa furöu á fyrirhug-
uöum uppsögnum
Forráðamenn hjúkrunarheimilis-
ins Skógarbæjar í Reykjavík þurfa
að spara 30—40 milljónir króna á ár-
inu til að ná endum í rekstrinum
saman, að sögn Hrefnu Sigurðar-
dóttur framkvæmdastjóra. Hagræð-
ingaraðgerðir hófust í haust og hef-
ur nú hjúkrunarfræðingum verið
fækkað sem nemur 2-3 stöðugild-
um. Nokkur óánægja hefur skapast
meðal starfsfólks, einkum vegna
breytinga á fyrirkomulagi vakta, og
hefur komið til uppsagna vegna
þess. Framkvæmdastjóri hyggst
skrifa aðstandendum sjúklinganna
bréf til að upplýsa þá um hagræð-
ingaraðgerðirnar.
Skógarbær er sjálfseignarstofn-
un, þar sem dvelja nú rúmlega 80
sjúklingar. Ríkið greiðir daggjöld
með hverjum sjúklingi sem nema
12.806 krónum, auk húsnæðis-
gjalds. Að sögn Hrefnu var kostn-
aður við hvern sjúkling hins veg-
ar rúmar 14.000 krónur á dag á
síðasta ári. Stærsti kostnaðarlið-
urinn er laun en að auki má nefna
lyfjakostnað, fæðiskostnað og
hjúkrunarvörur.
Hrefna sagði að sjónar beindust
helst að því að lækka launakostn-
aðinn til að ná fram sparnaði,
þannig að endar næðu saman.
„Við höfum verið mjög vel sett
með sjúkraliða," sagði hún. „Þeir
eru með mjög góða menntun til að
starfa innan hjúkrunarheimila.
Við erum einnig með mjög góða
læknisþjónustu. Við stefnum aö
því að ná ákveðnu jafnvægi i
fjölda hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða."
Auk breytinga á vaktafyrir-
komulagi hefur verið fækkað um
einn starfsmann á næturvöktum á
heimilinu.
„Stjómvöld hafa ákveðið sama
daggjald hjá öllum og við verðum
að bregðast við því,“ sagði Hrefna.
„Við mælumst með mjög þunga
einstaklinga samkvæmt RAI-mati
þannig að mér finnst að við ættum
að vera með hærri greiðslur. En
öll heimilin hafa verið ósátt við
þessar breytingar og finnst nú
komið að einhverjum mörkum."
Hrefna sagði að heimilið hefði
fengið aukafjárveitingu fyrir ára-
mótin til að rétta af uppsafnaðan
halla.
Markmiðið væri að halda uppi
góðri þjónustu en ekkert sam-
ræmi væri milli hennar og þess
framlags sem heimilið væri aö fá.
Það skyldi þó undirstrikað að
þjónustan yrði innan öryggis-
marka, þrátt fyrir nauðsynlega
hagræðingu. -JSS
Fundur SA um hágengi:
Gengið skerðir sam-
keppnisstöðu
Á opnum fundi Samtaka at-
vinnulífsins sem haldinn var í
gær og bar yfirskriftina „Áhrif
hágengis á þjóðarhag" var rætt
hvort hagstjórn gæti komið í veg
fyrir ofris krónunnar og hverjir
væru valkostir íslenskra fyrir-
fækja í alþjóðlegri samkeppni.
Hannes G. Sigurðsson, aöstoð-
arframkvæmdastjóri SA, talaöi
um nauðsyn vaxtalækkunar og
vanmat i útreikningi á raungengi
á mælikvarða launa. Sagði hann
nýlega lækkun stýrivaxta hafa
valdið mönnum vonbrigðum í
ljósi þess að talsvert svigrúm
væri til slökunar peningastefn-
unnar enda væri 2,5% vaxtamun-
ur við evrusvæðið.
Höröur Amarson, forstjóri
Marels sagði að margt jákvætt
hefði gerst í starfsumhverfi ís-
lenskra fyrirtækja undanfarin ár
en þrjú atriði hefðu skert sam-
keppnisstöðu íslenskra útflutn-
ingsfyrirtækja; raungengi krón-
unnar, vextir og launahækkanir.
-vig
DV-MYND SISURÐUR JÖKULL
Ráöherra á reiöslóöum
Góöir gestir heimsóttu íshesta í Hafnarfiröi í gær. Þaö var sænski utanríkisráöherrann Anna Lindh ásamt fylgdarliöi.
Erindiö var aö sjálfsögöu aö bregöa sér á hestbak. Einar Boliason, forstjóri íshesta, sýndi gestunum grunntæknina
viö reiömennsku og ekki skorti þá áhugann, eins og meðfylgjandi mynd berglögglega meö sér.
Skiptafundur í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar hf.:
Ríkislögreglustjóri með
málið til skoðunar
- að mestu búið að greiða forgangskröfur
Framhaldsskiptafundur í þrota-
búi Frjálsrar fjölmiölunar hf. var
haldinn í gær. Kröfur í Frjálsa
fjölmiðlun nema yfir tveim millj-
örðum króna og er þetta eitt
stærsta gjaldþrot síðari ára. Mál-
ið var sent í svokallaða heildar-
skoðun hjá embætti Ríkislög-
reglustjóra í nóvember. Er það
enn þar til meðferðar.
Sigurður Gizurarson skipta-
stjóri segir að búið sé að mestu að
greiða forgangskröfur sem nema
rúmum 66 milljónum króna. Yfir
300 milljónir króna voru komnar
í sjóð sem fara þá til skipta upp í
almennar kröfur. Sigurður segir
að áfram sé unnið að þeim mál-
um svo líklega geti komið meira i
þann sjóð. Næsti skiptafundur
hefur verið
ákveðinn mánu-
daginn 14. apríl.
Það voru
Sameinaði líf-
eyrissjóðurinn
og Sparisjóður
Hafnarfjarðar
sem kröfðust
þess á síðasta
ári að félagið
yröi úrskurðað
gjaldþrota eftir að árangurslaus-
ar fjárnámsaðgerðir höfðu átt sér
stað. Var FF endanlega úrskurö-
uð gjaldþrota 2. júlí á síðastliðnu
sumri með dómi Hæstaréttar.
Frjáls fjölmiðlun hefur um ára-
tugaskeiö verið með umsvifamik-
inn rekstur á sviði fjölmiðlunar.
Félagið átti DV
en seldi blaðið
árið 2001. For-
svarsmenn
Frjálsrar fjöl-
miðlunar stofn-
uðu um svipað
leyti Fréttablað-
ið sem lifði þó
ekki nema í
rúmt ár, er það
komst í þrot í
fyrrasumar og varð gjaldþrota
um svipað leyti og Frjáls fjölmiðl-
un. Rekstri Fréttablaðsins var
síðan haldið áfram á nýrri kenni-
tölu.
Launakröfur 100 milljónir
Kröfur í þrotabú Fréttablaðsins
ehf. eru 432.431.118,22 krónur. Þar
af eru forgangskröfur, þ.e. vegna
launa og launatengdra gjalda,
100.827.763 krónur. Þar fyrir utan
eru Hömlur, eignarhaldsfélag
Landsbankans, með um 94 millj-
óna króna kröfu, Tollstjórinn í
Reykjavík með um 67 milljónir,
Norske Skog með rúmar 25 millj-
ónir og Útgáfufélag DV með um
17 milljónir. Þá er Eyjólfur
Sveinsson, eigandi í FF og Frétta-
blaðinu, sjálfur með tæplega 11
milljóna króna kröfu og fyrirtæki
honum nátengt, Fjárfestingafélag-
ið Látrabjarg, er með kröfu upp á
61 milljón króna. Skiptafundur í
þrotabúi Fréttablaðsins verður
næstkomandi fimmtudag, 27.
febrúar. -HKr.
Slgurður
Glzurarson.
Eyjólfur
Sveinsson.
Starfsmenn Vegagerðarinnar í
Grafarvogi, sem tilheyra Reykja-
nesumdæmi, lýsa furðu sinni á
uppsögnum starfsmanna stofnun-
arinnar á sama tíma og ríkis-
stjórnin leggi fram tillögur um
stórauknar fjárveitingar til vega-
gerðar til að sporna gegn at-
vinnuleysi. Níu starfsmenn hafa
sent Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra bréf um málið.
Nýlega var tilkynnt á fundi að
18 af 33 starfsmönnum í Grafar-
vogi yrði sagt upp næsta haust.
Uppsagnirnar bitna mest á
óbreyttum vélamönnum. Bréfrit-
arar segja að yfirmenn Vegagerð-
arinnar nefni sem ástæðu að
bjóða eigi út sem flest verk á veg-
um Vegagerðarinnar. Staðreynd-
in sé að um 90% verka Vegagerð-
arinnar í Reykjanesumdæmi séu
þegar boðin út. Fara bréfritarar
þess á leit við forsætisráðherra
að hann beiti sér fyrir því að til-
lögur um uppsagnir verði dregn-
ar til baka sem fyrst. -HKr.
Rúmenum vísað ún landi
Sjö rúmenskum ríkisborgurum
var í liðinni viku vísað úr landi
af landamæradeild lögreglunnar á
Keflavíkuflugvelli. Við komuna
til landsins sóttu Rúmenarnir um
hælisvist en þegar þeir drógu
umsóknir sínar til baka var þeim
umsvifalaust vísað úr landi.
Sýslumaðurinn á Keflavíkur-
flugvelli segir að þegar um slíkan
fjölda einstaklinga sé að ræða, í
einni og sömu ferðinni, vakni
óhjákvæmilega grunsemdir um
að um skipulagða brotastarfsemi
sé að ræða. Sýslumaður segir
jafnframt að ólöglegir innflytjend-
ur sæki í auknum mæli til ís-
lands í atvinnuleit eftirlit með
dvalar- og atvinnuleyfum hafi því
verið hert.
Á þessu ári hefur lögreglan á
Keflavíkurflugvelli vísað 14 er-
lendum ríkisborgurum úr landi,
þar af þremur Bandaríkjamönn-
um, þremur Lettum, sjö Rúmen-
um og einum Eþíópíumanni.-vig
Kaupþíng styrkir
Hrókinn
Kaupþing
banki hf. og
Skákfélagið
Hrókurinn hafa
tekið höndum
saman í þágu
skáklistarinnar.
Skrifað var und-
ir víðtækan
samstarfssamn-
ing 18. febrúar,
sama dag og
Stórmót Hróksins hófst á Kjar-
valsstöðum. Samningurinn mark-
ar tímamót fyrir Hrókinn sem
teflir nú undir merkjum Kaup-
þings banka á íslandsmóti skákfé-
laga. Þar er félagið í efsta sæti 1.
deildar þegar þrjár umferðir eru
eftir. Samningurinn við Kaup-
þing banka gerir Hróknum kleift
að halda áfram að auðga íslenskt
skáklíf með því að fá öfluga er-
lenda skákmenn tfl landsins. Af
hálfu Kaupþings banka er litið á
stuðninginn við Hrókinn sem
framlag tU skákíþróttarinnar sem
nú er í mikilli sókn og sérstak-
lega sem hvatningu tO skákstarfs
meðal barna og unglinga. -hlh
Hrafn
Jökuisson.