Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Vandi barna- og unglingageðdeildar LSH: Einboðið að bæta verði þjónustuna - segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Barna- og ungiingugcódeild Landspitaia Húskol«isjúkraiiúks: Ungiingadeildin sögð löngu kolsprungin - bídiisiar hlaupii ú tugutn og suinir hafna á fuliorðinsgeddcild Frétt DV Vandi BUGL er ekki nýr af nálinni, eins og kom Ijóslega fram í frétt DV frá því í maí sl. Skattskýrslan á leiðinni „Viö stefnum á aö hefja dreif- ingu á skattskýrslunni öðru hvor- um megin við næstu helgi. Þaö er ekki alveg komin lokadagsetning á þetta en við erum núna að leggja lokahönd á þessa framkvæmd," segir Jón Geir Þormar, fúlltrúi hjá Ríkisskattstjóra. Hann segir að út- burðurinn muni síðan koma til með að taka u.þ.b. viku svo að landsmenn mega búast við því að fá skattskýrsluna sína inn um póstlúguna um næstu mánaðamót. Nú þegar er komin dagsetning á hvenær skila skal skýrslunum, en það mun þurfa að gera fyrir mánudaginn 24. mars. Að sögn Jóns Þormars er sá dagur ein- göngu skiladagur fyrir einstak- linga en fyrirtæki lúta allt öðrvun regliun í þessu sambandi og er skilafrestur þeirra í lok maí. Ein- staklingar geta reyndar sótt um viðbótarfrest ef þeir skila skýrsl- um sínum á vefhum, en þess má geta að megnið af framtölum Rík- isskattstjóra kemur nú inn á tölvutæku formi. „Árið 1999 byijuðum við að gefa fólki kost á að skila á Inter- netinu. Síðan þá hefur notkun Intemetsins í þessu sambandi far- ið stigvaxandi og í rauninni hefur orðið stökkbreyting með hverju ári. Nú er langalgengast að fólk noti Intemetið til þessa,“ segir Jón Geir. -vig „í raun hef ég gert þessa mynd af þörf. Fannst ég skulda samtíð minni og afkomendum okkar að gera á sjónvarpsferli mínum - sem senn er á enda - heimildarmynd um það sem ég kalla stærsta mál samtímans og þau sjónarmið sem þar vegast á. Það er Kárahnjúka- virkjun," segir Ómar Þ. Ragnars- son, fréttamaöur á Sjónvarpinu. Á sunnudagskvöld, kl. 21.55, verður sýnd heimildarmyndin Á meðan land byggist. Þar varpar Ómar ljósi á fyrirhugaðar framkvæmdir eystra, í samhengi við þá land- röskun sem fylgir. Tveggja ára vinna Við erum stödd á lítilli skrif- stofu Ómars í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. Öllu ægir saman: mynd- bandsspólum, pappírum og guð má vita hveiju. Á handleggjum er okkar maður með þrjú úr. Staf- ræn myndavél um hálsinn. Svona þurfum við fjölmiðlungar að vera: alltaf viðbúnir og á vakt. Liðin eru um þaö bil tvö ár síð- an Ómar hóf að draga að sér efni í þessa mynd sem hann gerði á eig- in kostnað og í sínum frítíma. Sjónvarpið hefur keypt sýningar- rétt á myndinni innanlands - en á næstu dögum verður svo farið að selja hana á myndbandi í verslun- um. Sýningar á myndinni erlendis eru hugsanlegar. Skilaboð og spurningar Vegna gerðar myndarinnar fór Ómar vítt og breitt um hálendið norðan Vatnajökuls og varpar að mörgu leyti nýju ljósi á það svæði. Einnig fór hann utan til Noregs og vestur til Bandaríkjanna og skoð- aði þar þjóðgarða og virkjanir - þaö er svipaöar kringumstæður og hafa verið í umræðunni í Kára- hnjúkamálinu. Þáttagerðina hóf hann sumarið 2001. Hefur verið að „Það er vissu- lega biðlisti á BUGL og málið mjög viðkvæmt og erfltt. Ég tel að það sé einboðið að fara þurfi yfir málið og bæta _________________ þjónustuna," Jón sagði Jón Krist- Kristjánsson. jánsson heilbrigð- isráðherra í gær eftir að hafa setiö fund með formanni Bamageðlæknafélagsins og yfir- lækni bama- og unglingageðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann sagði enn fremur að fundurinn hefði verið ákaflega gagnlegur og far- ið hefði verið rækilega yfir sjónar- mið sérfræöinganna. Þessi fundahöld eru í kjölfar bréfs sem Bamageðlæknafélag íslands sendi ráðherra og landlæknisemb- ættinu. Þar kom m.a. fram að neyð- arástand ríkti í geðheilbrigðismálum bama, þar sem ítrekað hafi komið til innlagna þeirra á fullorðinsgeðdeild, þar sem BUGL sé jafhan yfirfull og innlagnir umfram burði hennar 25-40 prósent. Heilbrigðisráðherra kvaöst enn fremur hafa átt fund meö forstjóra LSH vegna málsins. Ráðherra sagði að hann hefði tjáð sér að hann myndi setja öflugan starfshóp til að fara yfír vinna í þessu verkefni nú fram á allra síðustu daga. Helstu samverkamenn Ómars í þessu dæmi hafa verið Friðjófur Helgason myndatökumaður og Helga Jóhannsdóttir, eiginkona hans, sem var fórunautur hans og aðstoðarmaður í ferðunum. skipulagið. Forstjórinn hefði talað um að hópurinn hefði flórar vikur til þess aö fara yfir jnálið og skila tillög- um. „Mér sýnist það vera vilji beggja aðila að það þurfi að fjalla um starf- semina þama og skipulag hennar. Forstjóri spítalans hefur fjáð mér aö það sé forgangsverkefhi og að það verði settur kraftur í það starf. Ég er Frelsið og afturkræfnin „Ferðirnar til Bandaríkjanna voru lærdómsrikar. Þar í landi er frelsi einstaklingsins grunntónn - og það megi helst ekki skerða. Hvað varðar náttúruna leggja Bandaríkjamenn áherslu á aftur- kræfni í því sambandi - þaö er að að vonast til að það verði og mun auðvitað fylgjast með því. Ég tel að möguleikar séu á að bæta þjónust- una. Ég vil fá á mitt borð tillögur um hvemig menn vilja standa að því. Ég vonast til að fá þær sem fyrst.“ Ráðherra sagði að mjög gott starf væri unnið á BUGL. Deildin væri vel mönnuð og raunar betur heldur en oft hefði verið. -JSS skerða sem allra minnst mögu- leika samtímans eða komandi kynslóða til að njóta gæða náttúr- unnar,“ segir Ómar. „Að minnsta kosti er kappkost- að að haga framkvæmdum þannig að hægt sé snúa aftur til baka og til fyrra horfs. Svo tekin séu ís- lensk dæmi yrði að mestu mögu- legt að snúa aftur við virkjun Gullfoss eða jafnvel Þjórsár. En hins vegar er það illmögulegt eða ógerlegt varðandi Kárahnjúka- virkjun. Þótt við göngum í ESB eða jafnvel út úr því aftur er ekki víst aö eftir því yrði munað eftir þúsund ár. En þá mun það blasa við að byggð var virkjun sem ent- ist í mesta lagi 200 ár. Stíflurnar og rask á náttúrunni verður um alla framtíð. Svo lengi sem land byggist." Hefði viljað vera fyrr Nýleg könnun leiðir í ljós að að- eins 6% landsmanna telja sig þekkja Kárahnjúkamálið að gagni. Myndin ætti að bæta úr því að einhverju leyti en spyrja má hvort hún sé ekki helst til of seint á ferð: „Ég hefði kosið að hafa verið tveimur árum fyrr á ferðinni með þessa mynd,“ segir Ómar. Mikil rannsóknarvinna liggur að baki þessu verkefni. Rætt var við fjölda sérfræðinga og kapp- kostað að nálgast viðfangsefnið á forsendum visindalegra og gagn- rýnna spurninga. Segir Ómar að raunar hefði verið æskilegt að mynd eins og þessi hefði verið í ríkum mæli unnin af hópi sér- fræðinga en ekki einum frétta- manni. Hins vegar sé þar ekki um neitt að tjóa - og þetta sé um margt dæmigert fyrir starfsað- stæður í íslenskri fjölmiðlun. -sbs Islenska friöargæslan: Sér um flugvöll í Kosovo íslenska friðargæslan mun þann þriðja mars næstkomandi taka við stjóm og rekstri alþjóðaflugvallar- ins í Pristina í Kosovo. Þetta verk- efni er stærsta einstaka verkefni Friðargæslunnar frá upphafi og starfa nú tíu íslendingar við verk- efnið sem stjómað er af Hallgrími N. Sigurðssyni, aðstoðarfram- kvæmdastjóra hjá Flugmálastjóm íslands. í fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu segir einnig að í október síðastliðnum hafi Atlants- hafsbandalagið óskað eftir aðstoð íslands við að taka viö stjóm flug- vallarins úr höndum flughers ítal- íu. Markmiðið með yfirtöku flug- vallarins sé að þjálfa heimamenn í flugumferðarstjóm og rekstri flugvallarins. Alls starfa um 100 manns af 14 þjóðemum við flug- völlinn í Pristina undir yffrum- sjón íslensku friðargæslunnar.-vig Alt á floti aflsstaðar Mikill vatnselgur var á götum Reykjavíkur í gær eftfr mikla snjókomu í fyrrinótt. í kjölfarið hóf að rigna fyrir hádegi og komust íslendingar þannig ósjálfrátt í óþægilega náin kynni við „slabbið". En þótt stórir poll- ar hefðu myndast víða segir Hösk- uldur Tryggvason, tæknifræðing- ur hjá Gatnamálastofu, að allt hefði gengið vel og niðurfóllin hefðu staðist álagið. „Þetta varð aldrei svo stórvægi- legt þar sem götur voru allar hreinar áður en snjóaði í gær- morgun. Það var ekki heldur mik- ill klaki á götunum fyrir svo að þaö myndaðist bara krapi sem er mjög fljótur að fara. Það voru auðvitað stórir pollar á stöku stað en engin alvarleg vandræði," sagði Höskuldur. Stórir pollar mynduðust m.a. á Kringlumýrarbraut og Vestur- landsvegi. Nokkur umferðaróhöpp urðu í gær sem rekja mátti til krapsins en langflest þeirra reyndust minni háttar. -vig Mikil oánægja vegna samræmdra prófa Stjóm Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki stendur nú, ásamt nemendum skólans, fyrir mót- mælum gegn verklagi sam- ræmdra prófa á framhaldsskóla- stigi. í fréttatilkynningu sem skólinn sendi frá sér segir m.a. að stjórn NFNV ásamt öðrum nemendafélögum leggi mikla áherslu á að verklag og undir- búningur prófanna verði tekinn til endurskoðunar og að nem- endafélög verði upplýst frá upp- hafi um gang mála. Stjórn NFNV lýsir auk þess yfir megnri óá- nægju með það að lítið sem ekk- ert samráð hafi verið á milli menntamálaráðuneytis og nem- endafélaga framhaldsskólanna, en það sé tilskipun frá ráðherra aö hverjum skóla beri að hafa nem- endaráð sem fari með réttindi nemenda innan skólans. Miklar óánægjuraddir hafa heyrst innan framhaldsskóla á landinu eftir að tillögur um sam- ræmd stúdentspróf voru lagðar fram í fyrra. Nú þegar hillir und- ir að þau verði að veruleika ætla nemendafélög víðs vegar á land- inu að safha undirskrifum nem- enda skóla sem vott um óánægju vegna þessara samræmdu prófa. -vig Sjónvarpið sýnir myndina Á meðan land byggist á sunnudagskvöld: Skuld við samtíð og framtíð - segir Ómar Þ. Ragnarsson sem gerði myndina Geröi myndlna af þörf Á sunnudagskvöld veröur sýnd í Sjónvarpinu heimildarmyndin Á meöan land byggist. Þar varpar Ómar Ijósi á fyrirhugaöar virkjunarframkvæmdir eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.