Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 20
20
H&lqa rblctö 13 "V" LAIIGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
George Harrison stóð
í ströngu í dómsaln-
um í átján ár vegna
þess að hann var sak-
aður um að hafa
stolið laglínu My
Sweet Lord úr laginu
He’s so fine.
„Guð minn góður“
Georqe Harrison i/ar árið 1971 sakaður um að
hafa stolið laginu He’s so fine sem Chiffons
sunqu á sjöunda áratuqnum oq qert úr þuílaq-
ið Mq Sweet Lord.
„Ég held að fólk sem lifír í tónlist sé að segja við
heiminn: Þú mátt fá ást mína, brosin mín. Gleymdu
slæmu hlutunum, þú þarft ekki á þeim að halda. Tak-
ið bara tónlistina, gæðin, því það er það besta og það
er sá hluti sem ég vil helst gefa af mér.“ Þessi orð féllu
af vörum George Harrison fyrir margt löngu og voru
rifjuð upp þegar hann lést i árslok 2001 á heimili vinar
síns í Los Angeles eftir erfiða baráttu við krabbamein.
George Harrison var hinn þögli Bítiil, feimni Bítill-
The Practice
inn, alvörugefni Bítillinn, sorgmæddi Bítillinn, langt
frá því að vera Lennon eða McCartney. Þrátt fyrir
þessa hófstilltu nærveru verða áhrif hans á tónlist
Bítlanna seint ofmetin. Þekktustu lög hans eru While
My Guitar Gently Weeps, Here Comes the Sun og
Something en hið síðastnefnda sagði Frank Sinatra að
væri „besta ástarlag sem samið hefði veriö“.
Flestir kannast eflaust við lagiö My Sweet Lord sem
fór á topp breska vinsældalistans fyrir rúmlega 30
árum. Þetta lag vakti miklar deilur á sínum tíma en
Harrison var sakaður um að hafa stolið laginu en það
þótti líkjast mjög laginu He’s so fine sem Chiffons
gerðu vinsælt á sjöunda áratugnum. Á miðjum ní-
unda áratugnum ræddi Harrison um eitt stærsta höf-
undarréttarmál sem farið hefur fyrir dóm í heimin-
um. Málið varð mjög flókið þótt það vefðist reyndar
ekki fyrir dómara að úrskurða að lögin væru sláandi
lík og að Harrison ætti að greiða rétthafa He’s son
fine vegna My Sweet Lord. Það sem gerði málið hins
vegar flókið var að lögmaður Harrisons, Allan Klein,
kom við sögu báðum megin borðsins í málinu.
Videysisgangur
Það sem gerðist síðan var það að
Klein og Harrison hættu samstarfi
og Klein keypti fyrirtækið sem átti
höfundarrétt að laginu He’s so fine.
Hann hélt síðan áfram málarekstri á
hendur Harrison og tók málarekst-
urinn átján ár.
í viðtali við Undercover sagði Ge-
orge Harrison að málið hafi ekki
haft nein áhrif á tónsmíðar hans.
Hann sagðist vera mjög svekktur
þegar hann riíjaði upp hvemig hann
hefði verið svikinn af manni sem
hann treysti. „Allt þetta mál er
byggt á Allan Klein sem sá um Bítl-
ana á árunum 1968 eða ‘69 til árins
1973. Þegar það var kvartað yfir „My
Sweet Lord“ var hann framkvæmda-
stjórinn minn. Hann var sá sem gaf
lagið út og fékk 20% þóknun af tekj-
um plötunnar og það var hann sem
réð lögmennina sem vörðu mig og
það var hann sem sagði í viðtali við
Playboy að þessi tvö lög væru ekkert
lík.“
Harrison sagði að dómari hefði
talið að hann hefði ekki stolið laginu
viljandi og því ætti að semja um
það. Harrison rak Klein þegar hann
komst að því að hann hafði farið á
bak við hann í málinu. Viðbrögð
Kleins við því voru þau að hann
keypti höfundarréttinn að He’s so
fine og hélt áfram málinu gegn
Harrison. Málaferlunum lauk átján
árum eftir að þau hófust með því að
Harrison keypti höfundarréttinn að
He’s so fine. „Við héldum mörgum
lögmönnum í vinnu árum saman og
gerum enn. Það er alltaf einhver vit-
leysa í gangi.“ -sm
Hallelúja
Lagið He’s so fine var tekið upp árið 1962 en það var
Ronald Mack sem samdi lagið og hljóðritaði það með
Chiffons en árið 1971 eignaðist útgáfufyrirtækið
Bright Tunes höfundarrétt að laginu. Lagið My Sweet
Lord var samið árið 1969 þegar Harrison hélt ásamt
fleirum tónieika í Kaupmannahöfn. Þá brá Harrison
sér afsíðis og fór að rjátla við gítarinn og raula með
orðin Hallelúja og Hare Krishna. Félagar hans komu
síðan tii aðstoðar við að búa til textann. Lagið var
klárað og tekið upp í stúdíói viku síðar. Lagið var síð-
an gefið út á plötunni All Things Must Pass 28. nóv-
ember 1970 og komst fljótlega í efsta sæti vinsælda-
lista austan hafs og vestan. Eftir að það hafði verið
fjórtán vikur á vinsældalista í
Bandaríkjunum höfðaði Bright
Tunes mál gegn Harrison og fyrir-
tækjum hans fyrir stuid á laginu
He’s so fine. Fljótlega hitti lögmaður
Harrisons, Allan Klein, eiganda
Bright Tunes og gaf þá i skyn að
Harrison myndi vilja kaupa fyrir-
tækið og þá tónlist sem það átti. Eig-
andinn vildi hins vegar að George
Harrison myndi gefa eftir höfundar-
rétt lagsins og myndi i staðinn fá
helminginn af tekjum sem lagið
myndi skapa. Menn náðu ekki sam-
an um samninga.