Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Elísabet Barrett Hún var sex ára gömul þegar hún byrjaði að yrkja og varö ein dáðasta skáld- kona Breta. Eiginmaður hennar var skáldsnillingurinn Róbert Browning. Ást- arsaga þeirra var dramatísk. veiktist alvarlega og lá rúmfóst mánuð- um saman. Læknar stóðu ráðþrota frammi fyrir veik- indunum en allt bendir til að Elísa- bet hafi þjáðst af anorexíu. Hún var send á heilsuhæli þar sem henni tókst að ná heilsu. Um þrítugsaldur veikt- ist hún af lungna- berklum og til að lina þjáningar henn- ar var henni gefið ópium sem hún varð upp frá því háð. Ljóð eftir hana birtust á prenti. I bókmenntaheimi Lundúnaborgar gengu sögur um þessa heilsutæpu skáldkonu sem bjó í fóðurhúsum, orti þunglyndisleg Ijóð og var sögð jafn fal- leg og hún var gáf- uð. Þessi smávaxna, svartklædda kona hafðist við í rökkv- uöu herbergi sem hún yfirgaf sjaldan. Gluggar voru vand- lega lokaðir og eldur brann í arninum. Herbergið var aldrei hreinsað nægilega og ryk og kóngulóar- vefir söfnuðust fyr- ir. Á veggjum voru myndir af Tennyson og Róbert Browning, þeim skáldum sem hún hafði einna mestar mætur á. Ástir skálda Ástir skáldanna Róberts Brownlngs og Elísabetar Barrett hafa orðiö mörgum aö yrkisefni. Leikrit hefur veriö skrifaö um samband þeirra, kvikmyndir geröar um asvi þeirra og Vlrginla Woolf skrifaði eitt sinn sögu þar sem kjölturakki Elísaþetar er í hlutverki sögumanns. Enska skáldiö Róbert Browning var þrjátíu og þriggja ára þegar hann kynntist skáldkonunni El- ísabetu Barrett sem var sex árum eldri en hann. Róbert Browning þótti á þeim tíma eitt athyglis- verðasta ljóðskáld Breta þótt hann ætti langt í land með að öðlast almenningshylli. Elisabet Barrett byrjaði sex ára gömul að yrkja ljóð. Hún sótti í bækur og sankaði að sér fróðleik og þeir sem kynni höfðu af henni töldu að hún væri undrabarn. Hún var sjálfsöruggt og vilja- sterkt barn sem gjörbreyttist á unglingsárum, glataði sjálfstrausti, varð erfið í umgengni og mjög grátgjörn. Ofurviðkvæm, full höfnunar- kenndar, þráði hún ást og viðurkenningu. Hún Vinátta gegnum bréfaskriftir Kynni ljóðskáld- anna tveggja hófust þegar Róbert sendi Elísabetu aðdáenda- bréf sem hún svar- aði og þar með hófust bréfaskriftir þeirra. Það liðu átján vikur frá fyrsta bréfi hans þar til þau hittust. Þessi bið stafaði eingöngu af tregðu Elísa- betar sem sagði síðar að hún hefði ekki viljað hitta hann vegna andúðar sinnar á ókunnugum. Fyrsti fundur þeirra stóð í klukkustund og Ró- bert Browning gekk af honum ástfanginn maður. Seinna fannst Elísabetu að hún hefði alltaf elsk- að Róbert Browning, eða öllu heldur hugmyndina um hann. En þegar hún kvaddi hann vissi hún það eitt að hún vildi vera vinur hans. Róbert Browning skrifaði henni og sagðist elska hana. Hún endursendi bréfið. Hann sendi henni annað bréf og bað hana að fyrirgefa ákafa sinn. Þau héldu áfram að hittast á heimili henn- ar og þess á milli skrifuðust þau á. Hann var ást- fanginn sem fyrr og tilfmningar hennar urðu æ heitari. Ljónið í veginum var faðir Elísabetar, auðugur ekkjumaður sem drottnaði yfir bömum sínum og krafðist hlýðni. Elísabet var augasteinn hans og hann mátti ekki af henni sjá. Elísabet var að nálgast fertugsaldur en var enn óeðlilega háð fóður sínum og vildi ekkert gera honum á móti skapi. Hún hræddist tilhugsunina um að lifa sjálfstæðu lífi fjarri honum. Um leið unni hún Ró- bert Browning afar heitt. Flótti úr föðurhúsum Elísabet hélt sambandi sínu við Róbert Brown- ing vandlega leyndu fyrir föður sínum og heim- sóknimar áttu sér einungis stað þegar hann var fjarverandi. Þetta var í fyrsta sinn sem hún fór á bak við foður sinn og hún var full samviskubits vegna þess. Þegar faðir hennar ákvað að fjöl- skyldan skyldi flytjast til Kent meðan verið væri að gera lagfæringar á húsi þeirra í London laum- uðust elskendurnir inn í litla kirkju i nágrenninu og létu gefa sig saman, Síðan fór Elísabet heim. Viku síðar, þegar faðir hennar sat að kvöldverði, yfirgaf hún heimilið svo litið bar á. Hún hélt til Parísar ásamt eiginmanni og þaðan héldu þau til Ítalíu. Elísabet mátti ekki til þess hugsa að lifa í ósátt við fóður sinn. Hún skrifaði honum hjartnæm bréf og bað um skilning hans og fyrirgefningu. Edward Barrett sá hvorki ástæðu til að skilja né fyrirgefa og svaraði dóttur sinni með bréfi þar sem hann sagðist líta svo á að hún væri ekki lengur á lífi. Viðbrögð hans reyndust Elísabetu meira áfall en tvö fósturlát á fyrstu hjóna- bandsárunum. Hún sá föður sinn aldrei framar. Róbert og Elísabet eignuðust einn son og áttu saman sextán blessunarrík ár. Á hjónabandsár- unum komu út eftir skáldkonuna frægustu ljóða- bækur hennar, Sonnets from the Portuguese, ást- arljóð til eiginmanns hennar, og Aurora Leigh þar sem kom fram einlægur stuðningur hennar við jafnréttisbaráttu kvenna. Andlit ungrar stúlku Farsælt hjónaband skáldanna var ekki án skoðanaágreinings. Róbert var afar ósáttur við ópíumneyslu Elísabetar. Þau deildu einnig um uppeldi sonarins sem Elísabet ól upp líkt og væri hann kynlaus vera meðan Róbert vildi efla með honum karlmennsku. Napóleon 3. varð þeim einnig að ágreiningsefni en Elísabet tilbað hann sem fullkomna hetju meðan Róbert fyrirleit hann af öllu hjarta. Eitt helsta áhugamál Elísabetar á seinni árum, spíritismi, varð þeim deiluefni en Róbert taldi konu sína vera að flýja á vit blekk- ingar sem myndi skaða andlega heilsu hennar. Enginn sem þekkti til Elisabetar átti von á því að þessi fmgerða, veiklulega kona, sem borðaði eins og spörfugl, yrði langlíf. Hún lést árið 1861, fimmtíu og fimm ára, eftir að hafa ofkælst. í veik- indum hennar hjúkraði Róbert henni af alúð. Einn dag þegar hann laut niður að henni opnaði hún augun, faðmaði hann og sagði: „Róbert minn, minn heittelskaði". Hann spurði hvemig henni liði. „Yndislega," sagði hún. Hann tók utan um hana: „Þá sá ég sjón sem hjarta mitt mun geyma þar tO ég sé hana aftur og um alla eilífð - ást hennar á mér eins og hún birtist mér allan þann tíma sem ég þekkti hana. Brosmilt, ham- ingjusamt andlit ungrar stúlku - og eftir nokkrar mínútur lést hún í örmum mínum, höfuð hennar við vanga minn.“ Róbert Browning var staðfastlega þeirrar skoð- unar að einungis væri hægt að elska einu sinni á ævinni. Hann lifði konu sína tæp þrjátíu ár og kvæntist ekki aftur. Gullkorn vikunnar Ölerindi (brot) - eftir Hallgrím Pétursson Nú er ég glaður ó góðri stund, sem ó mér sér; guði sé lof fyrir þennan fund. og vel sé þeim sem veittl mér. Vltjað hef ég á vlna mót. sem nú á sér, reynt af mörgum hýrleg hót; vel sé þelm sem velttl mér. Gott er að hafa góðan sið sem betur fer, aldrei skartar óhóflð, og er sá sœll sem gálr að sér. Gott er að hœtta hverjum leik, þá hœst fram fer. Nú skal hafa slg á krelk; vel sé þeim sem veltti mér. Alltaf að lesa Katrín Fjeldsted segir frá bókunum sem hún hefur verið að lesa undanfarið. „Ég á sennilega ekki uppáhaldsbækur því ég skil það svo aö maður sé þá að lesa einhverjar bækur aftur og aftur. Ég geri það yfirleitt ekki, því svo margar spenn- andi bækur biða að jafnaði á náttborðinu eða í bókahillum eftir þvi að fá athygli og krefjast þess að vera lesnar. Er í miðjum klíðum í Austerlitz eftir W.G. Sebald, í enskri þýðingu eftir Anthea Bell, veit ekki enn hvort hún verður uppáhalds- bók. Af þvi ræðst hvort ég legg til atlögu við aðra bók eftir hann, Die Ringe der Sa- tum. Las á þýzku Blikktrommuna eftir Gúnter Grass síðsumars árið 2000 og féll alveg fyrir henni. Wally Lamb fmnst mér mjög áhugaverður höfund- ur, hef lesið góðar tvær bækur eftir hann, She’s Come Undone og I Know This Much is True. Vinur minn, Tom Kennedy, bandarískur, sagði mér upp- haflega frá honum. Tom er búsettur í Kaupmanna- höfn og var í rithöfundaskóla með Wally Lamb og hefur sjálfur skrifað þó nokkuð og selt, einkum í gegnum Amazon.com. Ég hef lesið einar þrjár eftir Tom og mæli með honum. Annar höfundur sem einnig var meö þeim í skóla í New York er André Dubus III, sem hefur skrifað bækur á borð við Hou- se of Sand and Fog, um landflótta hershöfðingja frá íran, alveg magnaða bók. Ég reyni að fylgjast með þeim bókum sem tilnefndar eru til Booker-verðlauna, Pulitz- er-verðlauna, Whitbread- og Dublin-verð- launa svo og National Book Award (House of Sand and Fog var tilnefnd 1999 en Wait- ing eftir Ha Jin var þá verðlaunuð). Um hríð datt ég I ameríska höfunda, las fyrst eftir svartar konur, Toni Morrison og Álice Wal- ker auðvitað, en svo fýlgdu fleiri í kjölfarið, höfundar á borð við Wallace Stegner sem fékk einmitt Pulitzer-verðlaimin fýrir Angle of Repose, Bemard Malamud sem skrifaði The Tenants og loks hina ógleymanlegu Theory of War eftir Joan Brady. Ég á einnig marga breska eftirlætishöfunda. Joanna Trollope er einn þeirra en elskan hún Mary Wesley skrifar ekki meira, dó í fyrra. Bókin Black Dogs er ein sú eftirminnilegasta af bókum eftir Ian McEwan, en hann fékk Booker-verðlaunin fyrir Amsterdam 1998 og Atonement var tilnefnd til þeirra 2001. Las nýlega Life of Pi eftir Yann Martel sem fædd- ist á Spáni og býr í Kanada og svo Bel Canto eftir Ann Patchett. Mér fannst hún áhrifamikil og sitja eftir í huganum. „Dagur án brauðs ef til vill; dagur án þess að lesa: aldrei." Sérkennileg frumraun Aörar raddir, aörir staöir eftir Truman Capote Fyrsta skáldsaga Trumans Capote kom út þegar hann var einungis 24 ára. Þetta er sérkennileg bók og áhuga- verð. í formála, sem höfundur skrif- aði að endurútgáfu bókarinnar mörgum árum seinna segir hann: „Þótt þarna séu kaflar sem mér þykja afrek, valda aðrir mér óróa.“ Vissulega köflótt bók en höfuðkostir hennar eru sterk persónusköpun og draumkenndar og myndríkar lýs- ingar. Kvótið Á Sá er ekki álltaf tryggast- ur sem situr kjur, heldur hinn sem kemur aftur. Halldór Laxness (Salka Valka) Bókalisti Eymund Allar bækur 1. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Ásmundur Stefánsson og Guðmundur Björnsson 2. Bókin um bjórinn. Roqer Protz 3. Frida. Barbara Mujico 4. Einfaldaðu líf þitt. Elaine St. James 5. Heimur kvikmyndanna. Guðni Elísson ritstjóri 6. 177 leiðir til að koma konu í 7. himin 7. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 8. Hundabókin okkar. Muninn 9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 10. Nafnabókin okkar. Muninn Skáldverk 1. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 2. Himinninn hrynur. Sidney Sheldon 3. Kajak drekkfullur af draugum. Lawrence Millman 4. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 5. Afródíta. Isabel Allende 6. Konan með hundinn. Anton Tsjekhov 7. Endurfundir. Mary Hiqqins Clark 8. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 9. Dauðinn á Níl. Aqatha Christie 10. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason Barnabækur 1. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves 2. Matreiðslubókin okkar. Elisabet Ekstrand Hemmingson og Eva Rönnblom 3. Stjörnur í skónum. Sveinbjörn I. Baldvinsson 4. Bókin um risaeðlur. David Lambert 5. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves Metsölulisti Eymundssonar 12.-18. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.