Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 40
44
H e Igo rh lað H>V LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Hættul
j átning
- játaði á sig nauðgun og morð til að
losna við rafmagnsstólinn
í Virginíuríki í Bandaríkjunum er dauðadómur við
lýði og er slíkum dómum fuilnægt með því að binda
dauðamenn í rafmagnsstól og hleypa straumi gegnum
skrokk þeirra. Þetta þykir heldur hrollvekjandi dauðdagi
sem flestir vilja komast hjá. David Vasquez er engin und-
antekning frá því. Hann er þroskaheftur en er vel fær um
að stunda vinnu og vel við mælandi og þvi talinn sakhæf-
ur. Sem sagt tilvalið fómarlamb ósvifinna lögreglu-
manna sem þurftu nauðsynlega á morðingja að halda til
að sanna getu sína og fæmi við að leysa viðbjóðslegt
morðmál.
Vasquez var svo hræddur við rafmagnsstólinn að
hann játaði á sig morð sem hann hafði ekki framið til að
komast hjá lífláti. Rannsóknarlögreglumennimir, sem yf-
irheyrðu hann, töldu honum trú um að ef hann játaði það
sem á hann var borið myndi hann fá vægan dóm og yrði
sleppt lausum eftir skamma fangelsisvist. Hann var
ákærður 1984 fyrir nauðgun og morð og væri annað
tveggja dauður eða sæti í lífstíðarfangelsi hefði tilviljun
ekki ráðið þvi að upp komst um raðmorðingja og nauðg-
ara sem var sekur um glæpinn sem annar maður var
dæmdur fyrir. Þá komst einnig upp hvemig málatilbún-
aðurinn á hendur þroskaheftum manni var unninn og
hve auðtrúa og óvandaður dómarinn var.
Það var nokkrum áram síðar að hinn raunverulegi
morðingi var handtekinn fyrir afbrot sem í fyrstu var
ekki tengt morðinu sem Vasquez sat á dauðadeild fyrir.
Hann hét Timothy Wilson Spencer og hafði mánuðum
saman haldið íbúum borgarinnar Richmond í Virginíu í
heljargreipum óttans vegna endurtekinna nauðgana og
morða á konum. Hann var kallaður Suðurbæjarkyrkjar-
inn og benti heitið til þess hluta borgarinnar þar sem
hann athafnaði sig.
Lögreglan og dómstóllinn töldu hann hafa
útlit nauðgara og morðingja og var
þroskaheftur maðurinn dæmdur vegna
játningar sem var þvinguð fram.
Plataður til að játa
Þegar yfirvöldin áttuðu sig á að morðin sem Spencer
varð uppvís að vom nánast eins og það sem þroskahefti
maðurinn var dæmdur fyrir og nánari rannsókn leiddi í
ljós að raðmorðinginn hafði nauðgað og deytt konuna
sem annar var sakaður um, játuðu þau mistökin. Þá
hafði Vasquez setið inni í fimm ár og sætt ómældum mis-
þyrmingum og nauðgunum í fangelsinu.
Hann er nú 54 ára og annast sjúka móður sína, sem
ávallt var viss um að sonur hennar hefði verið dæmdur
saklaus þrátt fyrir að játning hans lægi fyrir.
Hann lýsir játningu sinni á
þann veg að þegar lögreglumenn
vora að lesa sakarefnin yfir hon-
um eftir handtökuna hafi hann
ekki skilið hvað þeir vora að
fara og bað þá að lesa þau upp
aftur, hægt og rólega. Þá var
hann sleginn í hnakkann og
skipað að vera ekki að eyða tíma
rannsóknarlögreglumannanna
að óþörfu. Þá var leikið sjónar-
spilið gamla um vondu lögguna
og góðu lögguna. Annar hótaði
og barði en hinn var vingjam-
legur og hélt aftur af þeim skap-
vonda og bamsmíðaóða til að
vinna trúnað þess sem verið var
að yfirheyra. Hann settist fyrir
framan þann grunaða og gaf
honum sígarettu og var hinn
vinsamlegasti.
Hann ávarpaði David
Vasquez og var fullur umhyggju
fyrir velferð hans: „Sjáðu til,
Dave. Ég held að þú sért ágætis
náungi sem hefur liklega gert
eitthvað slæmt af þér. Það gerir
þig ekki að vondri manneskju. Ég
er á móti dauðarefsingu og ég vil
ekki sjá á eftir þér í dauðann.
ímyndaðu þér hvemig mömmu
Móðir Vasquez var alltaf viss um að sonur hennar væri saklaus af þeim glæpum sem á hann voru bornir.
Falskar játningar eru vel þekkt fgrir-
bæri íalvarlegum sakamálum. Þegar
morð sem i/ekja mikla athggli eru fram-
in og morðinginn finnst ekki strax eru
einatt margirsem gefa sig fram i/ið lög-
reglu og játa á sig glæpinn. Oft þjást
þessir fölsku glæpamenn af geðveilu og
athgglissgki. Þess eru líka dæmi að
játningar eru knúnar fram af lögreglu
til að legsa mál sem verðir laganna
ráða ekki við en þurfa að sgna árangur
ístarfi og að þeirséu vandanum vaxnir.
Hér segir frá manni sem játaði á sig
morð sem hann framdi ekki og hvers
vegna hann lét lögreglumenn plata sig
til að Igsa verknaðinum á hendursér.
þinni liði ef hún yrði að horfa á eftir þér í rafmagnsstól-
inn.
Ef þú undirritar þessa játningu mun það aldrei gerast.
Þú situr inni í einhvem tima og verður svo sleppt sem
frjálsum manni.“
Hinn granaði var orðinn hræddur og ringlaður og
skrifaði undir skjaldið sem að honum var rétt.
Engin sönnunargögn
Konan sem Vasquez var dæmdur fyrir að myrða hét
Carolyn Hamm. Hún fannst hengd í kjallara húss síns i
úthverfinu Arlington í Virginíuríki. Henni hafði verið
nauðgað ítrekað og líkið bar þess glögg merki að hún
hafði verið pyntuð áður en hún var hengd.
Nágranni sagði lögreglunni að hann hefði séð Vasquez
í námunda við heimili hinnar myrtu. Ekkert var eðli-
legra því hann bjó þar skammt frá, en enginn mundi eft-
ir að hafa séð hann á sveimi við hús Hamm um svipað
leyti og hún var myrt.
David Vasquez var við vinnu sína á McDonald’s
skyndibitastað á þeim tíma sem álitið var að Hamm hefði
verið pyntuð og myrt. Hann kunni ekki að aka bíl svo að
það var nær útilokað að hann hefði skroppið úr vinn-
unni til að nauðga konu nokkrum sinnum og kvelja hana
og myrða. Ekkert af þeim fótsporum sem fundust við hús
hinnar myrtu voru eftir skó í eigu þroskahefta manns-
ins. En það atriði sem alvarlegast er og dómuram sást
yfir að taka tillit til var að sæðið sem fannst í líkama
látnu konunnar var frábragðið sýni sem tekið var úr hin-
um granaða. Á þeim tíma voru DNA-rannsóknir
skemmra á veg komnar en nú er og lítið notaðar í saka-
málum.
Þrátt fyrir alla þessa annmarka á rannsókninni var
Vasquez þægilegt morðinaaefni fyrir ósvífna lögreglu-
menn og siðlausan dómstól. Greindarvísitala hans var
lág og auðvelt var að fá hann til að gera játningu sem átti
ekki við nein rök að styðjast. Að ytra útliti bar hann þess
ekki merki að vera þroskaheftur og gat unnið einfóld
störf, haldið uppi samræðum og svarað einfóldum spum-
ingum. Því þótti játningin vera nóg til að sakfella mann-
inn sem ómögulega gat hafa framið þann glæp sem hon-
um var kennt um.
Meintur morðingi brotnaði saman undir yfirheyrslun-
um og þegar lögreglumennimir endurtóku í sifellu lýs-
ingar á meðferðinni á Hamm fór hann að herma eftir
þeim og fór síðan að lýsa hræðilegum draumi sem hann
sagði sig hafa dreymt. Þessi draumur var gerður að vera-
leika í málskjölunum.
Veijendur bentu á veilumar í málatilbúnaði ákæra-
valdsins og að játningin og draumurinn stæðust ekki fyr-
ir rétti. En allt kom fyrir ekki, játningin var talin gild og
útlit og ffamkoma sakbomingsins var slík aö dómari og
kviðdómendur gátu ekki annað séð en aö hann væri vel
sakhæfur og var dómsniðurstaðan eftir því.
Raðmorðinginn loks handtekinn
Þremur árum eftir að Hamm var myrt lauk Timothy
Spencer refsivist fyrir innbrot. Á næstu þremur mánuð-
um myrti hnann þrjár konur í Richmond og nágrenni og
þegar hann skrapp til Arlington til að hitta frændfólk sitt
nauðgaði hann og kyrkti konu í námunda við fyrrum
heimili Carolyn Hamm.
Spencer varð brátt frægasti raðmorðingi í Virginíu.
Hann var kynóður og haldinn pyntingahvöt og eftir að
hafa svalað öfúguggahætti sínum limlesti hann líkin.
Mikill ótti greip um sig í nágrenninu og lögreglan marg-
faldaði eftirlit.
DNA-sýni bendluðu Spencer við fjögur morð á svæö-
inu og nauðgunarmál í Arlington. Engin sýni vora eftir
af leifúm Hamm en flest benti til þess að þar hefði sami
morðingi verið að verki. Þótt saksóknarar væra nú viss-
ir um að Vasquez væri saklaus af morðinu, sem hann
var dæmdur fýrir, var ekki hægt að láta hann lausan 'úr
fangelsi. Samkvæmt lögum Virginíuríkis urðu nú sönn-
unargögn í máli að koma fram ekki síðar en 21 degi eft-
ir dómsuppkvaðningu. Sá timi var löngu liðinn í máli
mannsins sem lögreglan hafði safnað lélegum sönnunar-
gögnum gegn. Því var lausnin sú að ríkisstjórinn náðaði
fangann, sem aldrei hafði brotið neitt af sér, til að hann
fengi frelsi á ný.
Spencer náðist fljótlega eftir að hafa misþyrmt og myrt
konumar þijár eftir að hann slapp út. Hann var dæmd-
ur til dauða og 1994 var hann tekinn af lífi í rafmagns-
stólnum.
Eftir að Vasquez var látinn laus er hann bitur út í sam-
félagið og hefur aldrei náð sér fullkomlega eftir meðferð-
ina sem hann hlaut. En hann reynir eftir bestu getu að
gleyma þeirri hræðilegu reynslu sem á hann var lögð og
lifa eðlilegu lífi.
Móðir hans var alltaf viss um að sonurinn væri borinn
röngum sökum. Hún sótti um að fá að vera viðstödd af-
töku Spencers en var neitað að njóta þeirrar ánægju að
sjá hann bijótast um í rafmagnsstólnum.