Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 28
28 Helqarblað JOV LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 Hamborgarinn gegn Ilok síðasta árs höfðuðu tvær ofurfeitar banda- rískar unglingsstúlkur, Ashley Pelman og Jaz- lyn Bradley, mál gegn veitingahúsakeðjunni McDonald’s. Kjarni málshöfðunarinnar er sá að með óhollum og fitandi mat beri McDonalds ábyrgð á holda- fari stúlknanna og margvislegum heilsukviilum þeirra sem fylgja offitu, eins og háum blóðþrýstingi, sykursýki og hjartasjúkdómum. Þetta þótti í fyrstu afar fyndið mál og talsmaður McDonald’s sagði að allir sem væru með greindarvísi- tölu hærri en stofúhita vissu að ofneysla skyndifæðis væri ekki holl. Dómarinn í málinu, Robert Sweet, vísaði þvi hins veg- ar ekki frá, eins og margir bjuggust við að yrði gert, heldur frestaði dómtöku þess og gaf málshefjendum leið- beiningar um hvemig laga mætti formgalla málsins. Þá hættu menn að hlæja aö málarekstrinum og fóm þess í stað að rifja upp málshöfðanir reykingamanna gegn tó- baksframleiðendum og stórkostleg áfóll sem tóbaksiðn- aðurinn hefur orðið fyrir í kjölfar þess að slíkar máls- höfðanir vom teknar alvarlega. „Franlíenstein“-matur úr kjúklingi Það er sérstaklega kjúklingabiti McDonald’s, McNugget, sem er í skotlínunni. Dómarinn lagði nefni- lega áherslu á að neytendur ættu möguleika á að kynna sér hvað skyndifæði á borð við McNugget inniheldur. Hann taldi að ef slíkar upplýsingar lægju ekki fyrir eða villandi upplýsing- ar um hollustu fæðis væru settar fram bæri framleiðandinn eða seljandinn ákveðna ábyrgð. Dómarinn tók McNugget sér- staklega sem dæmi og sagði: „Þetta er ekki steiktur kjúklingur. Þetta er McFranken- stein-matur sem inniheldur fjölda efna sem aldrei koma inn í venju- legt eldhús." Hann benti á að McNugget innihéldi milli 30 og 40 efni önnur en kjúkling og þótt kjúklingur væri almennt talinn hollari en nautakjöt væm bitar McDonald’s miklu feitari en venjulegt nauta- kjöt. Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir neytendum heldur aug- lýsir McDonald’s að matur þeirra sé hollur og næringarríkur. „Viti neytandinn áhættuna,“ segir dómarinn í úrskurði sínum, „getur hann ekki kennt McDon- ald’s um neitt. Sé matur hins veg- ar mun óhollari en ætla mætti er seljandinn ábyrgur.” McNugget var settur á markaðinn 1983. Sam- kvæmt ítarlegri rannsókn njóta bitamir mestra vin- sælda meðal yngstu gesta McDonald’s en þeir iimihalda tvisvar sinnum meiri fitu en hamborgari. Fari svo að þessi málarekstur endi McDonald’s i óhag verður það án efa upphaf endalokanna fyrir þessa stærstu skyndibitakeðju heimsins sem teygir sig um all- ar álfur og hefur vaxið geysilega hratt undanfama ára- tugi. Keðjan var rekin með tapi í fyrsta sinn í sögunni síðasta ársfjórðung síðasta árs. Málaferlin endalausu í upphafi síðasta áratugs hófust málaferli í Bretlandi þar sem McDonald’s-keðjan fór í meiðyrðamál við tvo breska sfjómleysingja. Málaferlin stóðu ánun saman og hafa oröið þekkt í heimspressunni sem „The McLibel case“ eða McMeiðyrðamálið. Málið var rekið gegn Dave Morris og Helen Steel sem höfðu tekið þátt í að dreifa bæklingum sem beindu spjót- um sinum gegn McDonald’s. Þar var sagt að maturinn á McDonald’s ylli hjartasjúkdómum og offitu, níðst væri á starfsfólki og því meinað að vera í verkalýðsfélögum, ill meðferð á dýram væri stunduð og regnskógar lagðir í auðn til að rækta nautahjarðir fyrir McDonald’s. Efst á bæklingnum stóð stóram stöfúm: McDollars, McGreedy, McCancer, McMurder, McProfits, McGarbage. Morris og Steel ákváðu að verja sig sjálf og málaferlin voru fjögur ár i undirbúningi. McDonald’s stundaði um- fangsmiklar njósnir um skötuhjúin sem tilheyrðu hópi sfjómleysingja í London sem skilgreindu McDonald’s sem hluta af alþjóðavæðingu sem þeim væri skylt að berjast gegn. Hamborgaranjósnarar Njósnarar McDonald’s áttu jafnvel ástarævintýri með McDonald’s-veitinqakeðjcm var rekin með tapi í fqrsta sinn ísögunni á síðasta ári. Veitinqastöðum fækkar oq harðvítuq málaferli árum saman hafa sett bletti á skín- andi ímqnd þessa alheims- fulltrúa amerísks lífsstíls. Málshöfðun frá feitum unqlinqum geqn McDonaldS vekur at- hqqli íAmeríku. meðlimum hópsins og ljósmynduðu og hljóðrituðu öll samtöl á öllum fundum ásamt því að njósna um persónu- hagi og neysluvenjur ákærendanna. Réttarhöldin stóðu í 313 daga og vora hrein martröð fyrir risafyrirtækið sem barðist með öllum tiltækum vopnum gegn atvinnuleysingjunum sem réðu sér ekki einu sinni lögfræðing. Vegna lögfræðiklúðurs var McDonald’s gert að sanna að ásakanir skötuhjúanna væra rangar og til þess neyddust þeir til að gefa upplýs- ingar um innihald hamborgara og franskra kartaflna og fleiri rétta sem almennt er litið á sem viðskiptaleyndar- mál. Nokkrir háttsettustu sérfræðingar McDonald’s máttu standa í vitnastúku dögum saman og þola yfir- heyrslur af hendi sjálfmenntaöra lögfræðinga sem mála- ferlin upphaflega beindust gegn. Niðurlæging McDonald’s Réttarhöldin kostuðu McDonald’s nærri tvo milljarða islenskra króna og niðurlæging þeirra var fullkomnuð þegar dómarinn úrskurðaði að McDonald’s nýtti sér bamaþrælkun, væri óbeint ábyrgt fyrir ómannlegri með- ferð sláturdýra og seldi mat sem innihéldi hátt hlutfall dýrafitu og mettaðrar fitu og ailt það sem haldið væri fram í auglýsingum fyrirtækisins um hollustu matar þess væri í meginatriðum rangt. Þannig væri McDon- ald’s að blekkja almenning og bæri að láta af slíkri hegð- un þegar í stað. í framhaldi hafa verið stofiiuð samtök í Bretlandi sem heita Kids Against McDonald’s eða Böm gegn McDonald’s og breska þingið ávítti keðjuna opinberlega og hvatti hana til þess að láta af fjandsamlegri starfsemi sinni. Lokaskjal dómarans í þess- um sérstæðu réttarhöldum var 800 blaðsíður að lengd og niðurstaðan varð sú að Morr- is og Steel vora talin hafa far- ið með meiðyrði um McDon- ald’s um ákveðin atriði og dæmd í 6 milljóna króna sekt. Þetta var árið 1997 en úrskurðinum var þegar áfrýjað og 1999 sneri áfrýjunardómstóll hluta úrskurðarins við og taldi réttmætt að segja að vörur McDonald’s yllu hjartasjúk- dómum og keðjan kæmi illa fram við starfsmenn sína. Sekt Morris og Steel var lækkuð í 4 milljónir og McDon- ald’s hafði þá þegar lýst því yfir að ekki yrði tekið við peningum frá þeim. Frá sjónarhóli McDonald’s var mál- ið hætt að snúast um peninga og heiður heldur þurfti að þagga niður umræðuna til þess að draga úr því tjóni sem málareksturinn hafði þegar valdið imynd þeirra. Morris og Steel neituðu að sætta sig við dóminn og visuðu máli sínu til breska þingsins og kærðu Scotland Yard fyrir að hafa látið McDonald’s í té upplýsingar um þau. Scotland Yard sætti málið utan réttar og greiddi hjúunum rúma milljón í skaðabætur. Nú, nærri ellefu árum seinna, er málarekstur þessi enn fyrir dómstólum og nú evrópskum mannréttindadómstólum svo líklega munu þjáningar McDonald’s vegna þessa máls standa enn um sinn. Bræðumir b\rja McDonald’s-bræðumir opnuðu fyrsta veitingastað sinn í Kalifomíu 1937 og voru fyrst í stað hefðbundnir „drive in“ veitingastaðir. Fyrsti veitingastaðurinn, eins og þeir eru í dag, var opnaður í San Bemardino í Kali- fomíu og þaðan hafa þeir breiðst út um heiminn. Örlaga- valdur í þeirri þróun var Ray Kroc sem gekk til liðs við bræðuma á sjötta áratugnum og eignaðist síðar ráðandi meirihluta í keðjunni. Þetta sama ár vora samtök Vít- isengla stofnuð i San Bemardino og fyrsta Disneylandið opnað i Anaheim sem er ekki langt í burtu. McDonald’s hefur í gegnum árin orðið meira en veit- ingahúsakeðja því það er táknmynd bandaríska draums- ins og þeirra gilda sem þar era í heiðri höfð. Hugmyndafræðin gengur út á að allir McDon- ald’s-staðir séu eins alls staðar í heimin- um. Þannig sé hægt að ferðast um heiminn allan og fá sams konar hamborgara, franskar og mjólkurhristing hvar sem er. „Franchise“-kerfið, sem notað er til að breiða út staðina, hefur orðið fyrirmynd hnattvæöingar fjölmargra annarra vörumerkja, bæði i mat, fatnaði og tískuvörum. Fyrir vikið hefur McDonald’s orðið skot- spónn þeirra sem leggjast gegn hnattvæðingu og því sem kallað hefur verið útþynning menningar heimsins og víða um heim era veitingastaðir eins og McDonald’s fyrsta skotmark mótmælenda þegar til óeirða kemur. Fimm nvir staðir á hveijum degi Árið 1968 voru eitt þúsund McDonald’s veitingastaðir í heiminum. I dag era þeir þrjátíu þúsund og tvö þúsund nýir era opnaðir á hverju ári. Það þýðir að um það bil fimm nýir veitingastaðir eru opnaðir í veröldinni á hverjum degi. Einn af hverjum átta núlifandi á vinnu- markaði í Bandarikjunum hefur einhvem tímann unnið hjá McDonald’s og keðjan er með um eina milljón starfs- manna í Ameriku. McDonald’s er stærsti kaupandi Bandaríkjanna að nautakjöti, svínakjöti og kartöflum og næststærsti kaupandi kjúklinga. McDonald’s-keðjan er stærsti eigandi verslunarhúsnæöis I heiminum og fær reyndar stærstan hluta tekna sinna af húsaleigu fremur en sölu matar. Frægari en kók og jólasveinninn McDonald’s auglýsir meira en nokkur annar í veröld- inni og eyðir meira fé í markaðsmál en nokkur annar. Vörumerki þeirra, hinir tveir guUnu bogar, er frægara en vörumerki Coca Cola. McDonald’s rekur fleiri leik- svæði fyrir böm en nokkur annar einkaaðili í Bandaríkj- unum og það er meðal stærstu leikfangasala í álfunni. Könmm meðal bandarískra skólabama sýndi að 96% þeirra þekktu Ronald McDonald sem er trúöurinn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.