Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 35
34
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
H elcjo rblað H>V
39
/ / e / c) ci rb l ct c) 3Z>V
LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 2003
Menningar-
verðlaun DV
Ólafur Sveinsson:
Hlemmararnir eru
Ólafur Sveinsson vakti verðskuld-
aða athygli með heimildamynd sinni
um lífið á Hlemmtorgi og eflaust brá
mörgum við að sjá þá miskunnar-
lausu neyð sem þar blasti við. DV var
í sambandi við Ólaf þar sem hann sat
við klippitölvu í Þýskalandi, önnum
kafinn, og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar?
- Hver varð kveikjan að því verki
sem þú ert nú verðlaunaður fyrir?
„Eitthvert sumarið þegar ég kom
heim og bjó hjá móður minni suður í
Hafnarfirði, bíllaus eins og venjulega,
þurfti ég að skipta um strætó á hverj-
um degi á Hlemmi. Þá fór ég að sjá
sömu andlitin þar aftur og aftur, sá að
þama var heimur sem ég þekkti ekki
en fannst mjög áhugaverður, þannig
að ég ákvað að gera mynd um stað-
inn.“
- Hvers vegna gera menn heim-
ildamyndir en ekki leiknar myndir?
„í sjálfu sér sé ég engan grundvall-
armun á heimildamyndum og leikn-
um myndum. Það sem máli skiptir er
það hvort myndirnar eru góðar eða lé-
legar, hvort þær hreyfa við áhorfend-
um eða ekki. Kosturinn við heimilda-
myndirnar er náttúrlega að þær eru
miklu ódýrari en þær leiknu og þar af
leiðandi auðveldari í framleiðslu."
- Hver er staðan í íslenskri heimild-
amyndagerð eða telur þú þig þýskan
kvikmyndagerðarmann eða skiptir
kannski þjóðerni engu máh?
„Það hefur átt sér stað bylting í ís-
lenskri heimildamyndagerð núna
allra síðustu ár, sem er mjög ánægju-
leg í aila staði. Það hafa verið frum-
sýndar margar góðar myndir sem
fjalla um hluti í samfélaginu sem
skipta máli og maður hefur á tilfinn-
ingunni að þetta sé bara byrjunin, að
hetjurnar
það eigi enn betri myndir eftir að líta
dagsins ljós næstu árin. Hvað sjálfan
mig varðar er ég íslendingur sem
vinn jöfnum höndum sem kvikmynda-
gerðarmaður á íslandi og í Þýska-
landi.“
- Hefur það einhverja þýðingu að
verðlauna menningarafrek almennt?
„Þau eru náttúrlega alltaf ánægju-
leg fyrir þá sem fá verðlaunin og sjálf-
sagt einhvers konar gæðastimpill fyr-
ir almenning. Hins vegar hef ég stund-
um furðað mig á hvaða hlutir eru
verðlaunaðir og hverjir liggja óbættir
hjá garði. Þannig að ég þykist vita að
það verði uppi raddir sem undrast það
mjög að Hlemmur skuli fá þessi verð-
laun. Ef hins vegar þau og myndin
verða til þess að vekja athygli á að-
stöðu þeirra sem Hlemmur flallar um
- og vonandi bæta hana - þá á mynd-
in verðlaunin virkilega skilin. Því
Magnús Pálsson:
Losna aldrei við leikhúsið
Magnús Pálsson hefur verið
virkur í íslensku menningarlífi í
ríflega hálfa öld. Hann hóf störf
sem leikmyndahönnuður 1951 og
starfaði af fullum krafti í leikhús-
inu í rúm 10 ár en þá segist hann
hafa hætt að líta á leikhúsið sem
sitt lifibrauð og snúið sér í vax-
andi mæli að myndlist sem hefur
verið viðfangsefni hans æ síðan.
Magnús hefur verið búsettur í
London síðustu 15 ár. Hann fær
Menningarverðlaun DV fyrir
myndlist en verk Magnúsar sáust
á þremur sýningum á íslandi á
síðasta ári. DV náði sambandi
við listamanninn á heimili hans í
London og spurði hvort næsta ár
yrði jafn annasamt.
„Næsta verkefni er þátttaka í
sumarsýningu Royal Academy í
júlí, síðan í Listasafni Reykjavík-
ur í september og Kyoto í Japan í
október. Þetta er það sem ég er
að vinna að í augnablikinu,“
sagði Magnús.
í rökstuðningi dómnefndar er
minnst á húmor og kímni sem
sagt er að einkenni verk Magnús-
ar. Hversu mikilvægur er húmor
í myndlist?
„Húmor er mikilvægur í allri
list. Hann losar um hömlur sem
listin setur sér stundum og slíkar
hömlur geta orðið að ramma sem
lokar menn inni og háir þeim.
Það er mjög misjafnt hve mikil-
vægt menn telja þetta og sumir
telja sig ná fram alvöru gegnum
húmor.“
- Hefur það breytt sýn þinni á
föðurlandið að hafa verið búsett-
ur í London í 15 ár?
„Ég er mikil flökkukind í eðli
mínu og vil vera á ferðinni. Ég
hef aldrei slitnað frá íslandi svo
ég veit ekki hvort þetta hefur
breytt mér. Ég verð að koma
reglulega til íslands og ferðast
því mikið á milli. En stundum
finnst mér líka mjög gott að kom-
ast í burt frá íslandi aftur.“
- Magnús segir að í 20 ár eftir
að hann sagði skilið við leikhús-
ið hafi hann alltaf tekið að sér
verkefni á þeim vettvangi en það
hafi minnkað með árunum.
„Ég losna sjálfsagt aldrei við
leikhúsið, sem betur fer, og það
sést áreiðanlega í verkum mínum
Andri Snær Magnason:
Skrifuð í hræðslukasti
Andri Snær Magnason rithöf-
undur fékk Menningarverðlaun
DV fyrir fyrstu skáldsögu sína,
LoveStar. DV hitti skáldið og
spurði það nokkurra spurninga.
- Hvað varð kveikjan að þess-
ari bók sem þú færð verðlaunin
fyrir?
„Það voru lokaorðin í Pilti og
stúlku, fyrstu íslensku skáldsög-
unni. Mig langaði til að ramma
inn þetta tímabil í bókmennta-
sögunni og semja síðustu skáld-
sögu íslands."
- Finnst þér sanngjarnt aö bera
hana saman við frægar framtíð-
arspár og ádeilur eins og Brave
New World og 1984 og ef svo er
hvað var það í okkar samtíma
sem þér fannst kalla á slíka
ádeilu?
„Ef við lítum á þessar sögur
sem bókmenntagrein þá var það
meðvituð ákvörðun að skrifa
svona bók. Þær sem þú nefndir
eru báðar 50 ára gamlar og mér
fannst nýir tímar þurfa nýja bók.
Alræði auglýsinganna þar sem
allar tilfinningar hafa verið
virkjaðar. Sagan er skrifuð í dá-
litlu hræðslukasti.
Ekkert stöðvar hugmynd og
sérstaklega ekki á íslandi, þær
smitast hratt, æða yfir landið
eins og svartidauði og eira engu.“
- Það er til mýta sem segir að
sé miklu lofi hlaðið á fyrstu
skáldsögu ungs höfundar setji
það á hann óbærilega pressu.
Hefur þetta verið þín upplifun?
„Þegar ég gaf út Bónusljóð
sagði vinur minn: „Þú toppar
þetta aldrei!“
Menn sögðu líka að það myndi
reynast erfitt að fylgja Bláa
hnettinum eftir. Ég fylgdi honum
eftir með LoveStar.
Nú spyrja menn hvort ekki
verði erfitt að fylgja þessu verki
eftir en ég held að svo verði ekki
svo lengi sem maður reynir ekki
að endurtaka sig. Það er höfund-
um hvatning að vera lesinn og
keyptur en aðalpressan hlýtur
alltaf að koma innan frá. Ef
menn skynja aðeins pressu utan
frá en hafa ekkert að segja eru
þeir á rangri hillu.“
- Að hverju ertu að vinna um
þessar mundir og hvert verður
næsta verkefni þitt sem lítur
dagsins ljós?
„Ég var í þessum LoveStar
heimi í rúmlega eitt og hálft ár
og síðustu tvo mánuðina fór ég
varla út í búð. Sumir segja að
nýtt verk sé eins og barn sem
maður fæðir í heiminn, mér
finnst frekar eins og ég hafi fæðst
út úr verkinu. Sagan var eins og -
öruggur móðurkviður og ég gat
dvalið í þessu öryggi frá morgni
til kvölds en nú þarf maður að
fóta sig í nýjum heimi og þráir
ekkert heitar en að hjúpast réttu
sögunni og finna öryggið á ný.“
-PÁÁ
Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson:
Steinunn Sigurðardóttir:
Hef hannað
alla ævi
er gamall draumur að vinna sjálf-
stætt og að koma á framfæri
prjónavöru sem hefur hátískueigin-
leika en er í verðflokki sem margir
geta ráðið við.“
- Hvað varð til þess að þú
ákvaðst að leggja fyrir þig hönnun?
„Ég hef búið til föt síðan ég man
eftir mér, og áhuginn á að búa til
fatnað sem var ólíkur því sem var í
kringum mig hefur alltaf fylgt mér.
Það var eiginlega óumflýjanlegt að
mennta mig í hönnun og leggja það
fyrir mig. Mér finnst það gefandi að
skapa og segja eitthvað með fatn-
aði.“
- Er ísland nógur stór markaður
fyrir hönnuði eða er allur heimur-
inn viðfangsefni þeirra?
„Það er örugglega ólíkt eftir því
við hvers konar hönnun er átt en
það er allavega mjög erfitt fyrir
fatahönnuði að fóta sig á svo litlum
markaði, enda miðast öll fataverð
við fjöldaframleiðslu. Það er nú
hins vegar skemmtilegt í dag að
það eru engin landamæri fyrir góð;
hönnun frekar en til dæmis tón
list.“
- Orðið hönnun er ekki ýkja gam
alt í íslensku máli. Hefur viðhor
fólks til starfs hönnuða breyst á síð
ustu árum?
„Ég er nú líklega ekki sú sem gei
ur svarað því best, þar sem ég he
verið mjög mikið erlendis síðusti
tvo áratugi, en mér sýnist viðhorfii
vera að byrja að breytast. Það virð
ist vera aukinn skilningur á verð
mæti góörar hönnunar en við eig
um samt óralangt í land til ai
standa jafnfætis þjóðum eins oi
Ítalíu eða Danmörku."
Hafa menningarverðlaunin ein:
og þessi einhverja sérstaka þýðingi
fyrir þína starfsgrein?
„Já, mér finnst þetta viss viður
kenning á fatahönnun sem atvinnu
grein. Það hafa margir hér atvinm
af henni og henni er heiður sýndu
með því að veita þessi verðlaun í á
til fatahönnuðar." -PÁ/
Steinunn Sigurðardóttir, sem er
verðlaunuð fyrir textíl og fatahönn-
un, stýrði prjónahönnunardeild
Calvin Klein í sex ár og er í dag yf-
irhönnuður hjá La Perla á Ítalíu.
Þannig má segja að hún sé einn ör-
fárra íslenskra hönnuða sem hefur
verið í aðstöðu til hafa áhrif á al-
þjóðlega hönnun á sínu sviði. Hún
stofnaði eigið fyrirtæki á síðasta
ári og hefur sett í framleiðslu fata-
línu undir eigin nafni sem er seld
víða um heim.
DV náði sambandi við Steinunni
milli flugferða og spurði hana
nokkurra spurninga.
- Hver varð kveikjan að þeirri
hönnun sem þú ert nú verðlaunuð
fyrir og hvað lagðir þú til grund-
vallar við hönnunina.?
„Þetta á sér nú ansi langan að-
draganda en ég hef veriö að byggja
upp mitt eigið fyrirtæki smám sam-
an í nokkur ár, samhliða því að
vinna sem hönnuður hjá tískufyrir-
tækjum í New York og Mílanó. Það
meira og
minna.
Þetta situr
djúpt í
manni
enda er ég
alinn upp í
leikhúsi og
eyddi þar
mótunarár-
um mínum.“
-PÁÁ
Lýðræðisleg byggingarlist
Hilmar Örn Hilmarsson:
Teikn frá guðunum
Þeir sem hlustuðu á Hrafna-
galdur Óðins á Listahátíð í Reykja-
vik vorið 2002 munu aldrei gleyma
þeirri stund enda sátu áheyrendur
sem steini lostnir þegar flutningi
verksins lauk og óskuðu sér þess
að byrjað yrði að nýju. Á sviðinu
voru höfundar verksins: Hilmar
Örn Hilmarsson tónskáld og hljóm-
sveitin Sigur Rós ásamt öðrum
flytjendum, Steindóri Andersen,
Schola Cantorum, strengjasveit,
Páli á Húsafelli og steinhörpu
hans, Maríu Huld Markan og
stjórnandanum Árna Harðarsyni
sem hélt öllum þráðum í styrkri
hendi sinni.
Hvað varð til þess að þeir kraft-
ar komu saman sem sköpuðu
Hrafnagaldur Óðins?
„Kvæðið Hrafnagaldur Óðins
hafði lengi verið mikil della hjá
mér og segja má að tónverkið hafi
átt tuttugu ára aðdraganda," segir
Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld.
„Eysteinn Björnsson hafði safnað
öllu því sem tengdist kvæðinu og
borið saman mismunandi útgáfur
og kynnti fyrir mér. Kvæðið er
mjög skrýtið og því minna sem
maður skilur, því meira heillandi
er það. Mér fannst alltaf að ég
þyrfti að gera eitthvað varðandi
kvæðið en það hafði ekki komið út
á prenti mjög lengi og það var sú
leið sem ég sá fyrir mér fyrst um
sinn. En svo laust því allt í einu
niður í mig að setja Hrafnagaldur
fram í tónlistarlegu samhengi.
Þaö voru ýmis teikn á lofti þeg-
ar leiðir mínar og Sigur Rósar lágu
saman við gerð tónlistar fyrir
Engla alheimsins. Mér fannst þeir
vera ákjósanlegur samstarfsaðili í
verkefni á borð við Hrafnagaldur.
Ég var enda eltur af hröfnum á
þessum tíma og upp úr dúrnum
kom að þeir væru búnir að stofna
fyrirtækið Krunk. Við sáum það
sem teikn frá guðunum.
Þeir höfðu hafið samstarf við
Steindór Andersen sem ég hafði
vitað af í gegnum tíðina og þetta
varð til þess að við Steindór
hittumst loksins. Þetta varð því allt
mjög lógískt og gekk mjög
skemmtilega upp. Þegar Þórunn
Sigurðardóttir, stjórnandi Listahá-
tíðar í Reykjavík, frétti af hug-
myndinni varð hún ástfangin af
henni. Þórunn sýndi mikið hug-
rekki þegar hún fékk okkur til að
þróa verkið fyrir Listahátíð. Það
hafa því verið örlög þessa verkefn-
is að rétta fólkið birtist alltaf á
réttum tíma.“
Er hægt að staðsetja Hrafnagald-
ur Óðins innan einhverrar tónlist-
arstefnu?
„Nei, ég held ekki. Og það er
sjarminn við verkið. Hrafnagaldur
kviknaði að miklu leyti út frá
steinhörpu Páls á Húsafelli. Út frá
henni varð til ákveðin beinagrind.
Ég held að Hrafnagaldur sé engu
líkur: verkið er ekki tónlistarsagn-
fræði, ekki klassík og ekki popp. í
verkinu mætast sterkustu þættir
hverrar hefðar og eru notaðir
skömmustulaust. Við þorum að
vera einfaldir, rómantískir og við
þorum líka að vera með hávaða og
læti.
Þegar ég lít til baka er eins og
þetta hafi alltaf átt að vera svona
þótt ferlið hafi ekki alltaf verið
mjög raunsæislegt." -sm
Sveinn Einarsson:
Forréttindi að glíma við auðug verk
Sveinn Einarsson er leiklist-
arunnendum að góðu kunnur.
Hann hlýtur í ár Menningarverð-
laun DV fyrir uppfærslu sína á
Hamlet Williams Shakespeares hjá
Leikfélagi Akureyrar. Ungir leikar-
ar voru þungamiðjan í uppfærslu
Sveins en með hlutverk Hamlets og
Ófelíu fóru ívar Örn Sverrisson og
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. Nánustu
samstarfsmenn Sveins voru Elín
Edda Árnadóttir sem hannaði leik-
mynd og búninga, Sverrir Guðjóns-
son sem samdi tónlist og Egill Ingi-
bergsson sem hannaði lýsingu.
„Ég byrjaði feril minn í leikhúsi
sem leiklistarfræðingur og hafði
því lesið Hamlet oft áður en ég
byrjaði að vinna praktískt í leik-
húsi. Ég veit nákvæmlega hvernig
ég kynntist Hamlet fyrir alvöru: ég
hafði lesið þýðingu Matthíasar
Jochumssonar þegar ég var um
fermingu en Hamlet lifnaði fyrst
fyrir mér þegar ég sá kvikmynd
Laurence Öliviers. Þá var ég í
landsprófi og sá Hamlet fimm sinn-
um. Eftir það sat verkið mjög í mér.
Ég var þó ekki tilbúinn til að setja
verkið upp fyrr en nú - eftir fjöru-
tíu ára starf í leikhúsi. Hefði ég sett
verkið upp fyrir fjörutíu árum eða
tuttugu hefði uppfærslan orðið
mjög ólík því sem varð haustið 2002
vegna þess að maður tekur alltaf
mið af reynslu sinni þegar maður
glímir við leikhúsið.
Ég hef séð fjölda uppfærlsna af
Hamlet og þaö fyrsta sem maður
setur sér fyrir er að láta það ekki
hafa áhrif á sig. Leiksýning er
einskis virði nema maður komi
með persónulega túlkun sína sem
leikhópurinn er samþykkur og
leggur sitt af mörkum.
Þessi sýning var meðal annars
mótuð af starfi mínu fyrir UNESCO
þar sem við glímum við stór vanda-
mál, til dæmis hvernig bregðast á
við ofbeldi. Hamlet upplifir ofbeldi
þegar hann verður þess áskynja að
faðir hans hefur verið myrtur.
Samfélagið heimtar auga fyrir auga
og tönn fyrir tönn en hann er ekki
viss um að það sé rétta svarið því
þá viðurkennir hann að morð sé
lausnin. Þessi spurning er sú sama
og við stöndum frammi fyrir nú í
sambandi við írak.
Ég vildi hafa mjög ungt fólk í
hlutverkunum því að mér finnst
minni kynslóð ekki hafa tekist sér-
staklega vel að stjórna þessum
heimi. Mér sýnist yngri kynslóðin
ekki almennilega vöknuð til þess
að gera betur. Við reyndum því að
lesa í ákveðna þætti verksins á
annan hátt en vani er til og sendum
um leið skýr skilaboð.
Það er óskaplega gaman að fást
við auðug verk því þau auðga
mann sjálfan. Það eru því ákveðin
forréttindi að fá að glíma við verk
eins og Hamlet."
-sm
Hlemm-
aramir
mínir,
eins og
kalla þá,
eru hinar
raun-
verulegu
hetjur
þessarar
myndar,
ekki ég.“
-PÁÁ
Arkitektarnir Jón Ólafur Ólafs-
son og Sigurður Einarsson, hjá
arkitektastofunni Batteríið Arki-
tektar, hljóta Menningarverðlaun
DV fyrir þjónustuskálann við Al-
þingishúsið.
Jón Ólafur og Sigurður komu að
byggingum Alþingis árið 1987 en
þá unnu þeir að öðru verkefni sem
verið hafði niðurstaða samkeppni.
„Við höfum verið í mjög spenn-
andi díalóg við embættismenn og
forsætisnefnd Alþingis um þróun
svæðisins. Það hefur verið
spennandi en um leið mjög
krefjandi," segir Sigurður.
„Við höfum starfað með
fjórum forsetum Alþingis frá
árinu 1987 þannig að póli-
tískt landslag hefur breyst
mjög frá því við byrjuð-
um,“ segir Jón Ólafur.
„Ferlið hefur verið mjög
lýðræðislegt og allir þeir
sem komið hafa að verk-
inu eiga hlut í endan-
legri niðurstöðu."
„Ég tel að lýðræðisleg
niðurstaða vinnunnar end-
urspeglist í Skálanum. Við tókum
mið af gamla Alþingishúsinu varð-
andi steinklæðninguna og hlutföll
nýbyggingarinnar. Skálinn er lýð-
ræðislegur að því leyti að hann er
opinn og gegnsær og sýnir Alþingi
að störfum," segir Sigurður. „Já-
kvæðustu ummæli sem við höfum
heyrt um bygginguna eru að það sé
eins og hún hafi alltaf verið
þarna."
Jón Ólafur og Sigurður segja að
það hafi mikil þróun verið í arki-
tektúr á þeim árum sem liðin eru
frá því þeir komu að verkefnum
við Alþingishúsið.
„Það jákvæða við arkitektúr í
dag er að hann er orðinn tímalaus-
ari og breiðari en sú þróun sést
einnig í fata- og hártísku nútím-
ans,“ segir Jón Ólafur. „Fyrir
fimmtán árum hengdu menn sig
frekar í stíla. Eftir módernismann
kom póstmódernisminn, dekon-
strúktívisminn og upp úr því varð
allt leyfilegt. Við hönnun þjónustu-
skálans má segja að við höfum
tengt saman annars vegar
nasjónalisma, sem er hinn róman-
tíski hluti hússins og tengist Al-
þingishúsinu, og hins vegar
módernisma eða funkisstíl sem
birtist í notkun glers.“
Þeir segja að það sé grundvallar-
atriði í vinnu þeirra að bygging-
arnar sem þeir hanna séu merkis-
berar þeirra tíma sem hannað er á.
„Við viljum að byggingar okkar
séu framlag til byggingarsögunnar
en ekki endursköpun löngu liðins
augnabliks. Það hefði verið hægt
að byggja í anda þinghússins en
við gátum ekki hugsað okkur það.“
Jón Ólafur og Sigurður hafa lagt
mikla áherslu á rannsóknir varð-
andi vind og veðurfar.
„Við teljum að þættir varðandi
vind og veðurfar séu vanmetnir í
íslenskri byggingarlist. Það hefur
verið aukin ásókn í að byggja há-
hýsi á íslandi á þeim forsendum að
það sé það sem nútímabyggingalist
í útlöndum sé að fást við. Við verð-
um hins vegar að átta okkar á því
að Madríd er á 42. breiddargráðu
en ísland á 66. breiddargráðu. Við
sækjum í sólina en ekki skugg-
ann.“ -sm