Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 Helqarblctð X>V 45 ■■■ - i £ Frægir grútarháleistar og nískupúkar Níska er eiginleiki sem flestir þola illa í öðrum en sjá yfirleitt ekki ísjálfum sér. Sumir eru svo nískir að þeir tíma ekki í bókmenntum er aö fmna nokkra fræga nískupúka eins og Scrooge í Jólaævintýri Charles Dickens og Jóakim von And í Andrésblöðunum, sem heitir reyndar líka Scrooge á ensku, svo tveir séu neíndir. Það eru þó ekki þess konar nískupúkar sem fjallað verður um að þessu sinni því ætlun- in er að líta á nokkra annálaða nískupúka af holdi og blóði. Svelti sig til dauða Englendingurinn John Elwes var alræmdur nirfill. Hann var áberandi í opinberu lífi sem varð til þess að níska hans vakti meiri athygli en ella. Elwes fæddist árið 1714 og hlaut góða menntun. Fjögurra ára gamall erfði hann verulega fjárhæð eftir fóður sinn. Móðir hans erfði lika verulega upp- hæð en hún svelti sig til dauða vegna nisku. Helsti áhrifavaldurinn í lifi Elwes var féfastur frændi hans sem drengurinn reyndi að herma eftir í einu og öllu til að öðlast viðurkenningu. Eftir að frændinn lést erfði Elwes auðæfi hans og tók upp lífshætti níska frændans. Þrátt fyrir ríkidæmið gekk Elwes einungis í lörfúm og bar hárkollu sem hann hafði fúndið úti á götu. Til að losna við að borga fyrir hestvagn gekk hann allra sinna ferða í hvemig veðri sem var og ef það rigndi fór hann ekki úr blautum fótum þegar heim var komið til að losna við að kveikja upp í aminum og eyða eldiviði. Elwes var ótrúlega nýtinn og fullnýtti allt. Hann át jafnvel úldnar matarleifar í stað þess að fleygja þeim. Þetta gekk svo langt að einu sinn át hann hálfrotnaða ijúpu sem rotta hafði dregið upp úr for- arpytti. Elwes vantreysti læknum og notaði eigin ráð í stað þess að eyða peningum í læknishjálp. Elwes var kosinn á þing og sat þrjú kjör- timabil án þess nokkum tíma að halda ræðu. Eftir tólf ár sagði hann af sér þing- mennsku til að þurfa ekki að standa undir kostnaði við að halda sætinu. Eins og gefur að skilja lagði hann ekki í neinn kostnað við endurbætur á húsnæði og sat í eldhús- inu með vinnufólki sínu til að spara hita- kostnað í öðrum herbergjum. Ef hesta- sveinn hans lagði hey hjá hesti einhvers gestkomandi læddist Elwes út til að taka það burt. John Elwes átti tvo syni utan hjónabands sem honum þótti afskaplega vænt um, en tímdi þó ekki að senda þá í skóla, hann sagði að menntun væri ekkl kostnaðarins virði. Elwes lést 75 ára gamall og skildi eft- ir sig væna summu sem synir hans notuðu til að njóta lífsins. Fötin duttu utan af honuni Samtímamaður Elwes, sem hét Daniel Dancer, gekk mun lengra í nísku en hann. Faðir Dancers og afi vom aldræmdir nísku- púkar og systir hans og tveir bræður vora næstum því eins nísk. Dancer erfði sæmi- Nomin á Wall Street Þegar yngri sonur Hetty Green var fjórtán ára slasaðist liann illa á hné. Hetty reyndi fyrst að lijúkra honuin sjálf en þegar það tókst ekki klæddi hún hann í larfa og fór með hann til læknis. að kaupa sér mat og heimsækja ætt- m. ingja og vini á matmálstímum ívon um að fá ókegpis að borða. Aðrir tíma ekki að gefa gjafir og koma sér undan því með alls kyns afsökunum eins og tíma- leysi eða að það sé of erfitt að velja gjafirnar. Og svo eru þeirsem fara í veislur með gjafir en eru búnir að reikna fyrir fram hvað þeir ætla að borða fyrir mikið og velja gjöfina með það íhuga að koma út ígróða. lega upphæð eftir fóður sinn en sá enga ástæðu til að eyða henni. Systir Dancer var ráðskona hjá honum í þrjátíu ár og á sunnudögum borðuðu þau einungis harðar hveitiboll- ur sem entust oft út vikuna. Stundum lék þó lánið við Dancer og systur hans, eins og þegar hann fann dauða rollu í vegkantinum og systir hans gat nýtt hana í kjötbökur sem entust þeim í tæpan mánuð. Dance fór aldrei í bað, neitaði að láta þrífa húsið og þvoði ekki fot sín, hann gekk í þeim í þar til þau duttu utan af honum. Hann sinnti ekkert um að rækta akur sinn heldur gekk um sveitina í leit að eldivið, beinum og kúaskít. Hann forðaðist allan mögulegan kostnað. Einu sinni sendi vinur Dancer honum mat sem var orð- in kaldur þegar hann komst á leiðarenda. Eftir talsverðar vangaveltur um hvemig hann gæti hitað matinn án þess að kveikja eld setti Dancer matinn milli tveggja málmdiska og sat á þeim eins og hæna, þannig hitaði hann matinn. Dancer átti hund sem hann hélt mikið upp á en óttaöist að verða fyrir fjárhagstjóni ef hundurinn réðist á nágranna. Hann leysti vandann með því að láta rífa tennumar úr hon- um. Dancer lifði í stöðugri hræðslu um að verða rændur og brást við því með að fela peninga á ólíklegustu stöðum. Eft- ir dauða hans voru menn öðm hvom að finna fé eftir hann á undarlegum stöðum, til dæmist fannst væn summa í sorp- haug við heimili hans. Sníkti mat hjá leigjendunum John Camden Neild fæddist árið 1780 og var sonur efhaðs gullsmiðs. Hann erfði auðæfi foður síns þijátíu og fjögurra ára gamall. Eina áhugamál Neilds var að auka við auðæfi sín og honum tókst að tvöfolda þau áður en hann lést. Neild gerði allt sem hugsast gat til að þurfa ekki að eyða peningum. Hann bjó í stóm húsi, sem hann erfði eftir fóður sinn, en húsgögnin vora úr sér gengin en hann tímdi ekki að kaupa ný þannig að húsið stóð næstum autt. Um tíma átti hann ekki einu sinni rúm. Hann klæddist lörfum og tímdi ekki að kaupa sér hlý fot til að ganga í í köldustu veðr- um og sníkti hann mat hjá leigjendum sínum. Grútarháttur Neild var svo mikill að hann lét gera við hriplekt þak kirkju á landareign sinni með ódýru bómullar- efrii til að spara. Áður en hann lést ánafnaði hann Viktoríu drottningu allar eigur sínar. Drottningin lét gera við kirkj- una á viðeigandi hátt og setja í hana steindan glerglugga tO minningar um Neild. Nomin á Wall Street Hetty Green fæddist árið 1834 og var dóttir auðmanns, þrítug að aldri erfði hún foður sinn og varð vellauðug. Tveimur árum síðar giftist hún milljónamæringi sem var fjórtán árum eldri en hún. Þau eignuðust tvö böm. Hetty var snjöll í viðskiptum og fjárfesti arðvænlega og náði að tvöfalda auð sinn á skömmum tíma. Þegar best lét græddi hún á einni klukkustund fjárhæð sem hefði nægt til að framfleyta henni í heilt ár. Hetty var um tíma talin auð- ugasta kona í heimi. Uppskrift hennar að auðæfum var ein- fold: „Það sem maður þarf að kaupa - kaupir maður ódýrt.“ Hún þoldi ekki að eyða peningum i óþarfa. Þegar apótekar- inn sagði henni að flaska af meðali kostaði tíu sent vegna þess að flaskan kostaði fimm fór hún heim og náði í sína eigin flösku. Eftir að hafa lesið dagblaðið sendi hún son sinn út til að selja það. Þegar yngri sonur hennar var fjórtán ára slasaðist hann illa á hné. Green reyndi fyrst að hjúkra honum sjálf en þeg- ar það tókst ekki klæddi hún hann í larfa og fór með hann til læknis. Hún lét eins og drengurinn væri úr fátækra- hverfi til að komast hjá því að borga fýrir læknishjálpina. Nánasarhátturinn reyndist henni dýr því taka þurfti fótinn af drengnum. Læknirinn sagði að auðveldlega hefði mátt komast hjá því ef hjálpar hefði verið leitað strax. Eins og aurasálum er tamt lifði Hetty í miklum ótta um líf sitt og hafði sífelldar áhyggjur af því að einhveijum tæk- ist aö hreinsa út af bankareikningi hennar. Hún grunaði alla sem hún umgekkst um græsku og að vilja græða á sér. Þess vegna hegðaði hún sér oft eins og fátæklingur og fékk kunningja til að fara út í búð fyrir sig svo að kaupmennirn- ir snuðuðu hana ekki. Þegar hún þurfti aðstoð fagfólks eins og lögfræðinga fór hún aldrei á skrifstofuna til þeirra held- ur stoppaði þá á götu og bað um ráð til að losna við kostn- að. Hetty skildi við eiginmanninn eftir að hann tapaði aleig- unni og tók lán sem hann ætlaðist til að hún greiddi. Hún sagði að hann væri sér tóm byrði og einskis nýtur en samt (- syrgði hún dauða hans sautján árum síðar og gekk eftir það eingöngu í svörtu og fékk viðumefnið Nomin á Wall Street. Þegar Hetty var áttræð var hún gestur á heimili vinar sín og gagnrýndi hann stanslaust fyrir eyðslusemi. Vinurinn þóttist ekki taka eftir aðfinnslum hennar en þjónustufólkið varð öskureitt, kokkurinn drakk sig fullan og hellti skömm- um yfir frú Green. Hetty brá svo að hún fékk hjartaáfall og lést nokkram mánuðum síðar. -KB/Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.