Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Helqarblctð 3Z>V
47
Stórhljómsveitin Ókyrrð flytur glænýja tónlist eftir Bjarna Hafþór:
Tónlist með forn-
yrðislagi
Er hægt að semja tónlist við
kvæði undir forngrðislaqi?
Verður það eitthvað sem vit er
í? Bjarni Hafþór Helgason á
Akureyri hefur þegar svarað
þessum spurninqum.
„Ég hef verið að seraja þessa tónlist síðustu tvö til þrjú
árin," segir Bjarni Hafþór.
„(Þ]að er svo undarlegt nieð það að ég hef aldrei áður verið í hljómsveit
og ég verð að segja að þetta er mögnuð upplifun."
Tónlistarmaðurinn Bjami Hafþór
Helgason, sem hér á árum áður var
tíður gestur inni í stofum lands-
manna sem frétta- og dagkrárgerðar-
maður á Stöð 2, hefur nú sett saman
átta manna hljómsveit sem hefur
hlotið nafnið Ókyrrð. Ókyrrð mun
flytja tólf ný lög eftir Bjama Hafþór á
tónleikum á Græna hattinum á Ak-
ureyri nk. fimmtudagskvöld, 27. febr-
úar. Að óbreyttu er ekki gert ráð fyr-
ir að þetta efni verði flutt á fleiri tón-
leikum - en góð aðsókn kynni þó að
breyta einhveiju þar um.
Hefur samið margar tónlistar-
perlur
Bjami Hafþór hefur árum saman
dundað sér við það í frístundum að
semja lög og mörg þeirra hafa slegið
í gegn á öldum ljósvakans. Nægir þar
að nefna lög í flutningi Skriðjökla
eins og Tengja, Hryssan mín blá,
Aukakílóin og fleiri þekkt lög. Þá gaf
Bjami Hafþór út sólóplötu fyrir
nokkrum árum þar sem var að finna
margar vinsælar dægurperiur. En nú
er tónskáldið sem sagt komið í hljóm-
sveit, í fyrsta skipti á ferlinum, í
þeim tilgangi að flytja þessa nýju tón-
list sem er af allt öðrum toga en
heyrst hefur frá honum fyrr.
Ný upplifun að vera í hljómsveit
„ Já, það er svo undarlegt með það
að ég hef aldrei áður verið í hljóm-
sveit og ég verð að segja að þetta er
mögnuð upplifun. í hljómsveitinni
eru vel menntaðir og færir tónlistar-
menn sem er skemmtilegt að vinna
með. Ég sit sjáffur við flygilinn og
meðlimimir hafa sagt að það sé ekki
til skaða í flutningi laganna, sem er
kannski aðallega kurteisi. Baldvin
Ringsted spilar á gítar og Eiríkur Bó-
asson sömuleiðis, Stefán Ingólfsson
spilar á bassa, Karl Petersen á
trommur og um sönginn sjá Ama
Valsdóttir og Inga Eydal. Einnig
syngur Ingimar júníor Eydal bak-
raddir og spilar á ásláttarhljóðfæri,"
segir Bjami Hafþór.
Ljóð eftir Ríignar Inga og Há-
kon Aðalsteinssvni
Lögin segist Bjami Hafþór hafa
samið að stærstum hluta við ljóð eft-
ir Ragnar Inga Aðalsteinsson og Há-
kon Aðalsteinsson sem era móður-
bræður hans.
„Flest ljóðin koma úr bók Ragnars
Inga, Jörð, sem er hreint snifldar-
verk. Ég hef verið að semja þessa tón-
list síðustu tvö til þijú árin og fyrir
nokkrum mánuðum fékk ég Ömu
Vals'til þess að skoða lögin með mér
og hún var strax mjög spennt fyrir
þessu. Stefán Ingólfsson ýtti síðan á
að sett yrði saman hljómsveit og úr
varð aö við vorum með lokaðan
konsert á þessu efni fyrir tæplega
hundrað manna hóp síðastliðið haust
og fengum sérlega góðar viðtökur. í
framhaldinu var ákveðið að halda
áfram og stefna allavega að einum al-
mennum konsert. Síðustu vikur höf-
um við síðan verið að æfa þetta efni
afkrafti."
Ekki danstónlist
Bjami Hafþór segir að þessi tónlist
sé af allt öðrum toga en sú tónlist
sem hann hefur til þessa verið þekkt-
ur fyrir.
„Þetta er ekki danstónlist. Þetta er
fyrst og fremst tónlist til að hlusta á,
en það getur þó vel verið að á köflum
grípi fólk löngun til þess að hreyfa
sig eitthvað eða syngja með. Ég á
erfitt með að skilgreina tónlistina að
öðm leyti en því að þetta er ekki
þessi dæmigerða ballmúsík, þetta er
allt öðravísi tónlist en ég samdi á sín-
um tíma fýrir t.d. Skriðjökla. Með-
limimir í Ókyrrð segja að það sé nán-
ast ómögulegt að staðsetja þessa tón-
list og það er hluti af því sem gerir
hana spennandi. Mörg ljóðanna em
t.d. ort með fomyrðislagi og það er
ekki algengt að tónlist sé samin við
slíkt ljóðform."
Geisladiskur í burðarliðnum?
Bjami Hafþór neitar því ekki að sú
hugmynd hafi komið upp að hljóðrita
þetta nýja efni á disk, „en það hefur
engin ákvörðun verið tekin um það.
Við sjáum hvemig þessu verður tekið
og hugsum ekkert lengra í bili. Við í
Ókyrrð höfum fyrst og fremst mjög
gaman af þessu og það er aðalatriði
málsins," segir tónskáldið og við-
skiptafræðingurinn Bjarni Hafþór
Helgason sem jafnframt gegnir starfi
skrifstofustjóra hjá Lífeyrissjóði Norð-
urlands. Óskar Þór Halldórsson
Ólafur Árni á íslandi
Tenórsöngvarinn Ólafur Árni
Bjarnason heldur einsöngstón-
leika I íslensku óperunni á morg-
un, sunnudag, klukkan 16.00. Þar
ætlar söngvarinn að flytja dag-
skrá sem er sett saman eins og
það sem hann vildi sjálfur helst
fá að heyra á einsöngstónleikum.
Þama er að finna óperuaríur
eftir Bizet, Verdi og Puccini en
einnig ítölsk ljóð og íslensk ein-
söngslög. Þetta er í fyrsta sinn í
mörg ár sem Ólafur Árni heldur
tónleika á íslandi. Hann hefur
starfað í Evrópu síðustu 10 árin
og er um þessar mundir búsettur
í Braunschweig í Þýskalandi.
Aðaffundur 2003
Adalfundur Skeljungs hf. ver&ur haldinn föstudaginn
28. febrúar 2003 i Þingsal 1 á Hót&l Loftleídum
i Reykjavík og hefst fundurinn klukkan 1 5:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 17. gr.
samþykkta felagsins.
2. Tillaga um heimild felagsins til aö kaupa
eigin hlutabréf skv. 55. gr. hlutafjarlaga.
3. Onnur mál, löglega upp borin.
Dagskra og reikningar félagsins liggja frammi
á aöalskrifstofu felagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aöalfund.
Atkvæ&aseölar og fundargögn verfta afhent
á fundarstab.
Aö loknum fundarstörfum veríur móttaka
fyrir hluthafa á sama staó.
AÐALFUNDUR FÉLAGS
JÁRNIÐNAÐARMAN NA
Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laugar-
dagsmorguninn 1. mars á Grand Hótel í Reykjavík, 4. hæð.
Afhending gagna og kaffisopi frá kl. 09.30
Fundurinn hefst kl. 10.00
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Breytingar á reglugerðum
3. Viðhorf félagsmanna, kynning á niðurstöðum
Boðið er til hádegisverðar að loknum fundi.
Félagsmenn utan af landi fá endurgreiddan hluta
ferðakostnaðar.
Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn
fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. febrúar,
frá kl. 12.00-16.00.
MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA.
STJÓRNIN
TOYOTA
Rafmagnslyftarar
Fullkomnari en nokkru
sinni fyrr!
j Diskabremsur
í olíubaöi
0 Ri&straumsmótorar
0 Armstýring
0 SAS - virkur
stööugleikabúnaöur
0 Aukiö vinnurými
Lyftigeta
1,6 - 5,0 tonn
Lyftihæb
3- 6 metrar
y KRAFTVClAR
✓
Dalvegur 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 ■ Fax 535 3501
arnisi@kraftvelar.is • www.kraftvelar.is