Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 32
Helgarblaö 13 V LA.UGARDAGU R FEBRÚAR2003 Grín er dauðans alvara „Farsar og gamanleikir hafa flestir þann göfuga til- gang að koma fólki til að ltlæja - og vfirleitt þann til- gang einan. Ef það lukkast getur verið gaman að lifa. Bæði fyrir leikara og áhorfendur. Lukkist það hins vegar ekki brevtist gamanleikurinn tafarlaust í harm- leik. í því liggur harmur gamanleikarans og sömu- leiðis ömurlegt hlutskipti áhorfenda. Gamanleikari sem ekki fær áhorfendur til að hlæja þegar þeir eiga að hlæja þarf áfallahjálp. f samanburði við þá hörm- ung verða grískir harmleikir blátt áfrain hlægilegir.“ DV-mynd Hari Gísli Rúnar Jónsson hefur íáratugi leikið á hláturtaugar íslendinga, nú síðast með leik- stjórn sinni á farsanum Allir á suið sem frumsýndur var íÞjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Hann ræðir íviðtali við DV um harm- leik gamanleikarans, langlífi kaffibrúsak- arlanna og kontrakta við dauðann. „Farsar eru flókið og vandmeðfarið fyrirbæri og smíði þeirra snúin og vandasöm byggingalist. Flestu leikhúsfólki sem kynnst hefur glímunni við farsann þykir sú íþrótt strembnust allra íþrótta leiksviðsins. Staðreyndin er þó sú að gam- anleikir og farsar hafa sjaldnast verið hátt skrif- aðir hjá þeim sem leggja opinberlga mat sitt á leiklist. Flestir kannast við viðkvæðið að gaman- leikurinn „hafi ekki skilið mikið eftir sig“. Nú, það gera farsar og gamanleikir vitaskuld sjaldn- ast. Försum er ekki ætlað að fást við fínlegri blæ- brigði lífsins eða brjóta til mergjar hina flóknu lífsgátu. Farsar og gamanleikir hafa fiestir þann göfuga tilgang að koma fólki til að hlæja - og yf- irleitt þann tilgang einan. Ef það lukkast getur verið gaman að lifa. Bæði fyrir leikara og áhorf- endur. Lukkist það hins vegar ekki breytist gam- anleikurinn tafarlaust í harmleik. í því liggur harmur gamanleikarans - og sömuleiðis ömurlegt hlutskipti áhorfenda. Gamanleikari sem ekki fær áhorfendur til að hlæja þegar þeir eiga að hlæja þarf áfallahjálp. í samanburði við þá hörmung verða grískir harmleikir blátt áfram hlægilegir." Nú er þaö útbreiddur misskilningur aö farsar og gamanleikir séu bara léttuæg hliöarspor viö svokallaöa alvarlega leiklist. Af hverju? „Það er ofureðlilegt. Efniviður farsa er mikið til sóttur undir beltisstað og í flestum þeirra er höfðað til hvata sem ganga í berhögg við almennt velsæmi enda fjalla þeir jafnan um fólk sem þjá- ist siðferðilegum lasleika og fullkomnum skorti á trygglyndi. Bókmenntafræðingar myndu segja að það væru ekki sérlega háleitar vangaveltur og lái þeim hver sem vill. Það er út af fyrir sig eðlilegt að þeir sem ekki eru innvígðir í lögmál leikhúss- ins dragi þá ályktun að leikrit alvarlegs eðlils hljóti að krefjast meiri alvöru af hálfu aðstand- enda en gamanleikir, að ekki sé jafnhátt risið á leikskáldum sem fást við farsaskrif og á þeim sem sækja efnivið í hin alvarlegri svið lífsins og leikari sem túlkar mannlegan harm hljóti að ganga að sínu starfi af meiri alvöru en sá sem vinnur við það eitt að koma áhorfendum til að hlæja. Það er hætt við að mörgum brygði í brún mættu þeir verða flugur á vegg þar sem verið er að æfa farsa eða gamanleik og fylgjast með háal- varlegum og hernaðarlegum bollaleggingum leik- ara og leikstjóra er þeir leggja á ráðin um hvern- ig koma eigi fólki til að hlæja. Iðulega stekkur engum bros svo dögum skiptir. Það er ekki vitað til þess að farsaskáldum hafi gengið annað til með skrifum sínum en koma fólki til að hlæja. Dario Fo hefur gengið lengst í því að setja fram „boðskap" í verkum sínum enda var hann mjög pólitískt þenkjandi. Það verður þó alltaf aukaat- riði í verkum hans því fæstir þurfa að átta sig á pólitískum boðskap verka hans til að finnast þeir fyndnir." Af hverju Allir á sviö? „Ég sá þennan farsa þegar hann var fyrst færð- ur upp í London árið 1983 Ég fór á Savoyleikhús- ið með vinum mínum og kollegum, þeim Randver Þorlákssyni og Sigurði Sigurjónssyni, en sá síð- arnefndi var þá nýbyrjaður að æfa þennan farsa hér heima á íslandi. Við Randver höfðum litla hugmynd um um hvað málið snerist en Sigurður hafði mælt eindregið með að við sæjum verkið. Tjaldið fór frá og við okkur blasti einhver hall- ærislegasti farsi sem við höfðum séð frá því að við sáum Þorlák þreytta austur í sveit þegar við vorum unglingar og vorum við Randver helst á því að færa okkur yfir í næsta leikhús við hlið- ina og sjá eitthvað viðráðanlegra. En Sigurður kom í veg fyrir það og þegar um það bil tvær mínútur voru liðnar af leiknum rann það upp fyrir okkur að þarna hafði höfundurinn, Michael Frayn, blekkt okkur með miklu snilldarbragði: hann notaði farsaformið, beitti fyrir klárinn gam- aldags sexkómedíu að hætti breskra en byggði utan um hana annan og töluvert hugvitsamlegri farsa. Með því móti lætur hann áhorfendur í byrj- un halda að þeir séu að horfa á heldur slælega samsettan svefnherbergisfarsa en á daginn kem- ur að við erum að horfa inn um kíkjugat á leik- húsinu baksviðs og verðum vitni að því hvernig raunveruleg farsauppfærsla fer fram. Frayn hef- ur sjálfur sagt að hann hafi aldrei lent í öðru eins og þessum farsaskrifum. Hugmyndina fékk hann þegar hann var bak- sviðs á sýningu á öðru verki sínu þar sem tveir leikarar fóru með öll hlutverkin. Hann var gátt- aður á því að sjá hraðann og hversu nákvæmar tímasetningar þurftu að vera. Hann sagði eftir þessa reynslu að mun skemmtilegra hefði verið að sjá verkið aftan frá og ákvað að næsta verk sem hann skrifaði hefði það sjónarhorn. Það tók Michael Frayn mörg ár að skrifa þennan farsa og er hann með klókindalegustu fórsum sem ég hef séð og lesið.“ Þaö hefur ekki verið mikiö framboö á försum í leikhúsunum aö undanförnu. „Uppfærslurnar hafa ekki verið svo ýkja marg- ar. Þó vantar ekkert upp á úrvalið ef vel er að gáð. Það er til fjöldinn allur af allra handa förs- um sem liggja óbættir hjá garði. Farsar voru afar vinsælir áður fyrr hér heima. Orðið farsi og fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.