Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Formaöur Framsóknarflokksins segir aö tími uppskerunnar sé runninn upp: Vill umlangsmiklar skattalækkanir - segir þær forsendu fyrir þjóðarsátt um stöðugleika DV-MYND HARI Svigrúm til skattalækkana Halldór Ásgrímsson segir aö nú sé komiö að tíma uppskeru vegna aukins hagvaxtar og leggur til lækkun tekjuskatts einstaklinga úr 38,55% í 35,20%. Uppbygging stóriðju á Austur- landi og á Grundartanga skapar ekki einungis á þriðja þúsund nýrra starfa heldur einnig skil- yrði til mestu skattalækkana um árabil, sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í setningarræðu sinni á flokksþingi í Þjóðleikhúsinu í gær. Halldór mælti þar fyrir hugmynd að skattalækkunum sem hann sagð- ist telja aö gæti orðið eitt af lykil- atriöunum í stefhumótun flokks- ins fyrir næsta kjörtímabil, þótt það væri vitaskuld flokksþingsins aö taka nánari afstöðu til hennar. Skattar aftur um 15 ár „Nú er komið að tíma upp- skeru,“ sagði Halldór eftir að hafa rifjað upp baráttu flokksins fyrir stóriðju og einkavæðingu. Hann sagði að vegna hins aukna hag- vaxtar sem stóriðjuframkvæmdir fælu í sér myndi ríkissjóður hafa úr um 20 til 25 milljörðum krón- um meira að spila á næsta kjör- tímabili en ella. Almenningur ætti að njóta stærsta hluta þessara auknu tekna. Því lagði hann til að svigrúmið yrði notað til þess að lækka tekju- skatt einstaklinga úr 38,55% í 35,20%, eða sama hlutfaU og tekju- skatturinn var þegar staðgreiðslu- kerfi skatta var innleitt. Jafnframt að dregið yrði veru- lega úr tekjutengingu barnabóta, til dæmis með því að ótekjutengd- ar barnabætur yrðu teknar upp með öllum börnum en ekki aðeins sjö ára og yngri. 15 milljarða kaupmáttur Halldór sagöi að gera mætti ráö fyrir að tekjur ríkissjóðs myndu minnka í kjölfarið en kaupmáttar- aukning almennings yrði um fimmtán milljarðar króna. Þrátt fyrir það væri nægilegt svigrúm til að verja og viðhalda öflugu vel- ferðarkerfi. Hagfræðingar hafa varpað fram efasemdum um réttmæti þess að lækka skatta í ljósi þess að útlit sé fyrir vaxandi hagvöxt á næstu misserum. Halldór segir að um flókið samspil sé að ræða. „Þetta fer eftir því hvernig gengið er og hvernig kjarasamn- ingar verða, en ég tel að slík ákvörðun [um skattalækkanir] sé forsenda skynsamlegra kjara- samninga og stöðugleika í gengis- málum, þannig að ég tel að útspil sem þetta af hálfu ríkisins, hverj- ir sem verða í ríkisstjórn, sé for- senda þjóðarsáttar um stöðug- leika.“ Tækifæri sem aldrei fyrr Engin leið er að segja til um tímasetningu slíkra ákvarðana að sögn Halldórs. „Þetta þarf að vera samspil við kjarasamninga og hagsveifhma. Það getur enginn fullyrt um það nákvæmlega en mesti uppgangurinn verður á seinni hluta tímabilsins. Ég tel að hann verði það mikill að hægt verði að fullyrða að hann verði varanlegur. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að lækka skatta ein- göngu til skamms tíma. Þeir verða ekki lækkaðir af neinu viti nema skapast hafi varanlegur grund- völlur í efnahagslífmu og ég tel að að allar aðstæður séu til þess að svo verði." Halldór segist aldrei hafa verið sáttur við að skattprósentan skyldi hafa hækkað frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég sé virkilega tækifæri til þess að ná þessu markmiði og ég tel að við eigum að grípa það. Ég er þeirrar skoðunar að það geti skapað mjög góða sátt um stöðugleikann hér á næstu árum.“ ESB-ákvöröun ótímabær Halldór sagðist telja ótímabært að Framsóknarflokkurinn tæki endanlega afstöðu til þess á þing- inu hvort og þá hvenær væri rétt að sækja um aðild að ESB. Til þess væru óvissuþættirnir of margir og umræðan of óþroskuð. Hins vegar væri nauðsynlegt að halda umræöunni áfram til þess að vera við öllu búin. Halldór nefndi líka að Fram- sóknarflokkurinn þyrfti að eign- ast sæti í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Ólíðandi væri að LÍN fengi ítrekað yfir sig áfellisdóma frá Umboðsmanni Al- þingis og endurskoða þyrfti kröfur um ábyrgðarmenn. Halldór ræddi um mikilvægi eftirlitsstofnana á fjármálamark- aði og lagði áherslu á að þær væru ekki undir pólitískri stjóm heldur tækju sjálfar ákvarðanir um rann- sókn mála. -ÓTG Hjón í Hvammi í Skaftártungu áttu fótum fjör aö launa í miklu þrumuveöri: Neistaflug þegar símiim eyðilagðist „Við hjónin vöknuðum í morg- un við þrumur og eldingar og byrjuðum strax á þvi að taka allt úr sambandi. Við urðum hrein- lega of sein að ná í tölvuna og nú er hún sennilega ónýt. Síðar um daginn átti maður svo hreinlega fótum sínum f]ör að launa þegar síminn eyðilagðist. Þá varð mikið neistaflug og læti og tilheyrandi brunalykt fylgdi í kjölfarið," sagði Jónína Jóhannesdóttir, íbúi á bænum Hvammi í Skaftártungu, í samtali við DV í gær. Hvammur er einn fjölmargra bæja í grennd við Kirkjubæjarklaustur sem fóru illa út úr þrumuveðri sem skall á rétt eftir klukkan sjö í gærmorgun og gekk síðan með hléum fram eft- ir degi. Eldingar skullu á jörðinni og ollu skammhlaupum í raf- magnskerfum svæðisins. Símalín- ur á svæðinu urðu verst úti og óttast er að tölvur með intemet- tengingar hafi margar skemmdst. Jónína segir að eldingar séu Stuttar fréttir Forvarnarstarf eflt Embætti ríkislögreglustjóra og Námsgagnastofnun hafa, í sam- vinnu við Lögregluskóla ríkisins, gefið út kennsluefni fyrir lögreglu til að nota við fræðslu í leikskól- um, skólum og fyrir foreldra á landinu öllu. Tvö innbrot Lögreglunni í Reykjavík var til- ekki sjaldgæft fyrirbrigði á þess- um slóðum og bætir við að mikið af ómetanlegu efni hafi verið í tölvunni. „Þar er allt okkar bókhald og fleira. Við ætlum að prófa að fara með hana í viðgerð og sjá hvað setur. En það er mjög slæmt að ekki megi koma eldingar án þess að öll rafmagnstæki hér séu í hættu," segir Jónína. Þau hjón hafa áður misst tölvu vegna eldinga og fengu þau hana kynnt um tvö innbrot í gær. Farið var inn í húsnæði við Lækjargötu þar sem 12 kassar af bjór voru teknir ófrjálsri hendi. í Breiðholti var brotist inn í bílskúr og þaðan stolið logsuðutæki og loftpressu. Málin eru í rannsókn. Óhappabylgja Á annan tug umferðaróhappa urðu á höfuðborgarsvæðinu í gær en í öllum tilfellum var um að ræða smávægileg óhöpp. Sorp á ferðinni Fyrsti farmurinn af sjúkra- hússorpi frá Akureyri er nú kom- inn til eyðingar í sorpbrennslu- stöðinni Funa á ísafirði. ekki greidda í gegnum tryggingar. Jónína segist þó vona að hún fái þessa bætta. Eins og áður segir þurftu fleiri íbúar á þessu svæði að þola tjón, en tölvur og faxtæki skemmtudst á bæjunum Flögu og Hunkubökk- um. Fleiri tilkynningar bárust til tryggingafyrirtækja vegna skemmdra rafmagnstækja og er tjón af þessu tagi í flestum tilvik- um tryggt. -vig Embættum fækkað Bogi Nilsson ríkissaksóknari leggur til að lög- reglustjóraum- dæmum verði fækkað niður í átta og verði jafnmörg og hér- aðsdómstólarnir í landinu. Mótmæla gistináttagjaldi Samtök ferðaþjónustunnar mót- mæla harðlega hugmynd nefndar á vegum umhverfisráðuneytisins um álagningu gistináttagjalds til uppbyggingar fjölsóttra ferða- mannastaða á íslandi. Soöningin ekhi hækkað Ný verðkönnun Samkeppnis- stofiiunar sýnir að verð á fiski í fiskbúðum og matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu hefur stað- ið í stað frá því stofnunin kannaði verö á fiski í sömu verslunum í febrúar í fyrra. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var en á árunum 1998-2002 urðu miklar verðhækkanir á fiski. Meðalverð á ýsuflökum hækkaði þá um 70 pró- sent á meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 21,4 prósent. Meðalverð á ýsuflökum með roði í þessari könnun var 946 krónur en var 952 krónur í fyrra. Ódýrasta ýsuflakið fékkst í Sjávar- galleríi, Háaleitisbraut, þar sem það kostaöi 840 krónur en dýrustu ýsuflökin komu úr fiskborði Nóa- túnsverslananna og þar kostuðu þau 1048 krónur. Fiskbúðimar reyndust selja ódýrari ýsuflök en matvöruverslanimar. Mesta breytingin á meðalverði milli ára var 8 prósent lækkun á stórlúðu í sneiðum. Mesta hækk- unin var hins vegar á nýjum karfaflökum með roði eða 4 pró- sent. -hlh Fíkniefnafundur á Siglufirði - fjóröa máliö á árinu Lögreglan á Siglufirði lagði í gær hald á 2 grömm af kannabis- efnum sem fundust í pakka sem ungur maður fékk sendan með pósti frá Reykjavík. Þetta er fjórða flkniefnamálið sem kemur upp á Siglufirði á árinu en áriö 2002 kom einungis upp 1 flkniefnamál. í tveimur síðustu tilfellunum tókst lögreglunni að komast inn í send- ingar. Eitt tilfelli kom upp við húsleit og hið fjórða þegar lögregl- an handtók mann sem braust inn í togara í janúar og var viðkomandi með hass í fórum sínum. „Við urð- um varir við i desember að eitt- hvað væri í gangi og þetta er af- rakstur þess“ segir Guðgeir Eyj- ólfsson, sýslumaður á Siglufirði, en segist ekkert geta sagt um það hvort þessari hrinu flkniefnamála á Siglufirði sé lokið. -ÆD Lýst eftir vitnum Laugardaginn 15. febrúar sl., á milli kl. 18.30 og 19.00, varð um- ferðaróhapp á Vesturlandsvegi, ofan við gatnamót Vestur- og Suð- urlandsvegar. Bílar sem voru á norðurleið lentu þar saman hlið í hlið. Þetta voru bíll af gerðinni Hyundai Accent, grár að lit, og bifreið sem ekki er vitað hver var. Þeir sem urðu vitni að árekstr- inum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Ný álma Skrifað var í gær undir samn- ing um byggingu nýrrar álmu við Fjölbrautaskóla Suöurnesja. Vilja andmælafrest Skeljungur og Ker hf., eignar- haldsfélag Olíufélagsins Esso, hafa óskað eftir fresti til að andmæla hluta af niðurstöðu Samkeppnis- stofnunar um meint samráð olíu- félaganna þriggja. Óvissa um síld Allt er óvíst um hlut íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir að Norðmenn, Færeyingar og ESB sömdu um veiðarnar í gær. -hlh/vig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.