Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 22
22 HelcjOrblaö I>V LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 ... kíkt í snvrtibudduna Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir vakti verð- skuldaða athygli þegar framlag íslands í Evróvisjónkeppnina var valið síðastlið- inn laugardag en hún kom laginu „Sá þig“ íþriðja sæti íkeppninnar. Þórey er 23 ára svæðanuddari sem stundar nám ísmá- skammtalækningum auk þess að vera upptekin af tónlist en Þórey stefnir á út- gáfu ínálægri framtíð, með höfundum Kúlupúður frá Nu skin „Ég kynntist „Nu Colour Bronzing pe- arls“ fyrir ári síðan á heimakynningu hjá Nu skin. Þetta eru fjórir flottir sanseraðir litir saman í einni dós sem ég ber gjarnan á kinnarnar með kinnalitabursta. Ég á nokkrar vörur frá Nu skin og hef verið mjög hrifin af þeim, t.d. nota ég andlit- skrem frá þeim.“ Arran Aromatics líkamsgel „Þetta Body gel fékk ég að gjöf fyrir jól. Þetta er svona aroma therapy gel með glimmer í. Alveg kjörið að bera þetta á hendur og axlir þegar maöur er í flegnum toppum, ekki síst ef maður er að fara að syngja. Lyktin er fersk og mild.“ Gloss og varablýantur frá No name „Ég mála mig ekki mikið, og er t.d. ekki stíf- máluð heima. Það er helst þegar ég er að fara eitthvað að ég tek fram ijósbleika gloss- ið frá No name og varalitablýantinn (clay 05). Ég er mikið fyrir látlausa og náttúrulega liti og er ekki föst í neinu ákveðnu merki. Ég nota meik frá Aveda og langar til þess að prófa fleiri vörur frá þeim því þær vörur eru svo náttúrulegar. „ Margar fvrirsætur hugsa svo vei um tennurnar að þær eyða tannholdinu með of mikilli burstun. Hægt er að koma í veg fyrir vandamálið með réttri burstun. Allt er best í hófi Hvítarog vel hirtar tennur fullkomna fallegt bros. Lykillinn að fal- legum tönnum er ekki að bursta oft heldur að bursta rétt og getur tannholdið skemmst ef tannburstanum er beitt á rangan hátt. Aldrei er góð vísa of oft kveðin Eftirfarandi leiðbeiningar um rétta tannburstun er gott að leggja á minnið. Rétt burstun: - Byrjaðu alltaf á sama stað - Láttu burstahárin snerta tennurnar og vísa á ská upp að tannholdinu - Ýttu létt á burstann svo hárin þrýstist milli tannanna og að tannholdsbrúninni. - Nuddaðu með stuttum hringhreyfingum fram og aftur sem nemur hálfri tannbreidd. - Mundu eftir öftustu tönnunum og innri hliðum tannanna. - Notaðu alltaf tannkrem með flúorinnihaldi Að það sé hægt að bursta tennurnar of mikið hljóm- ar ótrúlega en er satt. „Ofburstun er sennilega algeng- ust meðal fyrirsætna, tannlækna og annarra sem hirða vel um tennurnar,“ segir dr. Helga Ágústsdóttir, ritstjóri Tannheilsu.is sem er vefsíða Tannverndar- ráðs. Hún segir að skemmt tannhold sökum ofburstun- ar sé enn ekki mjög útbreitt vandamál. „Ef fólk notar tannbursta með of hörðum hárum, beitir of miklu afli eða röngum aðferðum getur tannholdið einnig skemmst." Tennumar virka lengri Ofburstun byrjar með sárum á tannholdinu. Þessi erting í tannholdinu leiðir til þess að tannholdið hörfar og ræturnar fara að sjást meira. Þessar tann- holdsskemmdir eru algengastar á augntönnunum og forjöxlum og tannholdið sem liggur við tannhálsana er viðkvæmast fyrir þessu. Tannhold sem skemmist einu sinni kemur ekki aftur. Hins vegar eru tannholdssjúkdómar vegna bakteríu- sýkingar mun alvarlegri. Þessir sjúkdómar eru ein- kennalitlir og verða ekki sýnilegir fyrr en langt er gengið á tannholdið. „Mjúkvefurinn eyðist og ræturn- ar verða sýnilegar. Fólk virðist vera meö mjög langar tennur," segir Helga. Stærsti áhættuþátturinn fyrir tannholdssjúkdóma er reykingar. Við eyðum peningum í snyrtivörur og tíma í að farða okkur en gleymum oft að huga að mikilvægi heilbrigðra tanna. Til að að koma í veg fyrir skemmt tannhold er mikilvægt að bursta í litla hringi og telja upp að tíu. Annaö algengt og vaxandi tannvandamál er gler- ungseyðing en hún stafar af sýru sem leysir upp við- kvæman glerunginn. Neysla súrra drykkja, þ.e. sem hafa hátt sýrustig er talin helsta orsök eyðingarinnar og tannburstun rétt eftir neyslu þessara drykkja, þeg- ar glerungurinn er enn viðkvæmur eftir sýruna, getur ýtt undir enn frekari skemmdir. Best er þá að skola munninn vel með vatni til að hlutleysa sýruna og tak- marka neyslu súrra drykkja. -dh Svart á augun „Ég fer reglulega i litun og plokk- { un en nota samt líka svartan augn- i pcninMl blýant og maskara frá Clinique, en maskarinn er sagður lengja augnhár-, in. Á brúnirnar nota ég brúnan blýant frá Nu Colour en hann er mjög hent- ugur því það er svona lítill bursti á lokinu til þess að greiða hárin til.“ lagsins sem hún flutti ísöngvakeppninni. a.m.k. 0,1% eða 1100 ppm. Þessi herramaður þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af hringhreyfingunum við tannburstun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.