Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Haítf
Uppþot og óeirDir eru viövarandi á Haítí þar sem stjórnin er spiilt og vanhæf og stjórnarandstaöan sundurlaus og vanmáttug og má ekki á milli sjá hvor er vesælli.
Langvarandi helstríð 200 ára lýðveldis
Haítí mun á næstunni fagna 200
ára sjálfstæði því að fyrir tveimur
öldum unnu þrælar sætan sigur á
herliði Napóleons sem gætti þáver-
andi nýlendu. Þar var stofnað fyrsta
lýðveldi blökkumanna. Það er nú fá-
tækasta og aumasta ríki í Vestur-
heimi og stefnir í fullkomna óreiðu
og hrun.
Það er sama hvert litið er í land-
inu, stjómendur er spiiltir og úr-
ræðalausir og pólitískir flokkar
varla annað en glæpasamtök sem
eru einskis megnug til að bæta
ástandið. Það sem heldur samfélag-
inu saman er að óreiðan og stjóm-
leysið er sjálfu sér samkvæmt og
enginn býst við að þar verði nokkur
breyting á. í engu landi í gjörvallri
Ameríku er alnæmi útbreiddara,
vannæring algengari né barnadauði
eins mikill.
Á Haítí ríkti löngum gerræðislegt
einræði og þeir Duvalier-feðgar,
sem öllu réðu, litu á þegna sína sem
þræla og ríkissjóðinn sína einka-
eign og þar með alla erlenda aðstoð
sem landið fékk. Þegar Papa Doc féll
frá tók sonur hans, Baby Doc, við og
héldu þá sumir að ástandið færi að
skána en strákur var enginn föður-
betrungur og endaði stjórnarferill
hans með því að hann var hrakinn
frá völdum með góðri aðstoö Banda-
ríkjanna. Hann býr nú í
Bandarikjunum og lifir í vellysting-
um praktuglega. Einræðið lognaðist
út af 1986 og við tóku flokkar sem
kenndu sig við alþýðu og verkalýð
og séra Jean-Bertrand Aristide gerð-
ist leiðtogi landsins.
Á sínum tíma var mikið látið með
Aristide og fjölmiölar vestra og
bandariskir stjórnmálamenn töldu
að þama væri kominn hinn mikli
frelsari sem leiða myndi þjóðina úr
ógöngunum. Fyrrum stjórnarherrar
og hershöfðingjar vom gerðir út-
lægir og heimspressan lýsti þeim
sem hinum verstu úrhrökum.
En brátt sótti í gamla horfið;
Aistide reyndist álíka vanhæfur til
að stjóma og fyrirrennarar hans og
spillingin var engu minni en í tíð
Duvalier-feðganna. Gekk á ýmsu
um stjómarfarið og stjórnarherra.
Aristide komst aftur til valda eftir
vafasamar kosningar 2000. Þar sem
lýöræðið þótti vera fótum troðið var
hann ekki viðurkenndur leiðtogi og
erlendri aðstoð við þjóðina var
hætt.
Bandaríkin hafa löngum talið sig
eiga einhverjum skyldum að gegna
við Haítíbúa og árið 1994 sendu þau
21 þúsund manna herlið til eyjar-
innar til að koma þáverandi eftir-
læti sínu, Aristite, aftur til valda en
þá var búið að hrekja hann frá. Þá
átti að endurvekja lýðræðið eftir
þriggja ára ógnarstjórn valdaræn-
ingja.
Einsýn viöhorf
Afskipti bandaríska hersins fóra
öll i handaskolum og í stað þess að
„endurreisa" lýðræðið á Haiti, eins
og til stóð, varð ástandið enn rugl-
ingslegra og mismunandi flokkar og
klikur reyndu að notfæra sér
ástandið til að ná einhverjum völd-
um og aðstöðu til að taka þátt í spill-
ingunni.
Þótt áhrif afskipta Bandaríkja-
hers væru skammæ var stjórnin í
Washington mjög upptekin af þeim.
Warren Christopher, sem var utan-
ríkisráðherra Bandarikjanna á
þeim tíma, skrifaði í New York
Times á gamlársdag sl. að stjóm
Clintons hefði ekki verið fær um að
kljást við hættuástand erlendis
nema á einum stað í einu. Á þeim
tíma héldu Bandaríkjamenn einmitt
úti tveim herleiðöngrum samtímis,
i Bosníu og á Haítí. Það varð til þess
aö enginn gaumur var gefmn að
slátruninni miklu í Rúanda.
Af svipaðri ástæöu tekur stjórnin
í Washington ekkert eftir því að allt
er komið í bál og brand í nágranna-
ríkinu Haítí þar sem einsýni henn-
ar beinist einvörðungu að írak og
einræðisherranum þar.
Ekki er dropa af olíu aö fmna í
lögsögu Haítís og verðmætasköpun
í landinu er nánast engin. Bátsfarm-
ar af flóttamönnum frá Haítí koma
nær daglega að ströndum Flórída
þar sem bróðir Bush forseta, Jeb,
ræður ríkjum. Hann reynir að
spoma við síauknum flóttamanna-
straumi og ekki síður eiturlyfja-
smygli frá Kólumbíu en um 15% alls
kókaíns sem flutt er út þaðan til
Bandarikjanna fer um Haítí. Kóka-
Verkföll og uppþot eru tíð
og átök milli stjórnar-
andstæðinga og stuðn-
ingsmanna Aristide
stundum blóðug og
mannskæð. Hœkkun olíu-
verðs, sem var óhjá-
kvœmileg þegar stjórnin
gat ekki lengur greitt nið-
ur eldsneyti, olli miklum
óróleika og varð til þess
að verðlag á nauðsynjum
rauk upp úr öllu valdi og
fátæktin er sárari en
nokku sinni fyrr.
ínsmygl er því einn arðbærasti at-
vinnuvegur „lýðveldisins".
Stjórnarandstæðingar eru tvístr-
aðir í mörgum flokkum og eiga það
eitt sameiginlegt að krefjast afsagn-
ar Aristide en ekki virðist nokkur
leið að fá þá til að sameinast og
styrkja lýðræðislegt stjómarfar.
Samtök Ameríkuríkja reyna að hafa
einhver áhrif á pólitíkusa og efna-
hagslega þróun á Haiti en án árang-
urs. Vandræðaástandið heldur
áfram, eymdin eykst og enginn
mannlegur máttur virðist geta
breytt nokkru þar um.
Verkföll og uppþot eru tíð og átök
milli stjómarandstæðinga og stuðn-
ingsmanna Aristides eru stundum
blóðug og mannskæð. Hækkun olíu-
verðs, sem var óhjákvæmileg þegar
stjómin gat ekki lengur greitt niður
eldsneyti, olli miklum óróleika og
varð til þess að verðlag á nauðsynjum
rauk upp úr öllu valdi og fátæktin er
sárari en nokku sinni fyrr.
í lok síðasta árs voru ólæti
óvenjumikil í landinu og útlit var
fyrir að Aristide hrökklaðist frá
völdum og yrði að flýja land eins og
Duvalier gerði 1986.
En þegar „Baby Doc“ tilkynnti í
bandarískri sjónvarpsstöð í desem-
ber sl. að hann hygðist snúa aftur til
Haití og setjast í forsetastólinn og
koma á röð og reglu i landinu ákvað
Aristide að sitja sem fastast. Hann
sakar nú alþjóðasamfélagið um að
hafa sett viðskiptabann á landið en
það kallar hann þá ákvörðun
Bandaríkjamanna og annarra að
hætta efnahagsaðstoð við þessa
höktandi ríkismynd í Vestur-Indí-
um. Hann þykist nú undirbúa kosn-
ingar sem til stendur að halda á
þessu ári. En stjómarandstaðan, ef
hægt er að kalla sundurleita flokka
og klíkur því nafni, er ólíkleg til að
sigra í kosningum og ófær um að
taka við stjómartaumum þótt for-
setinn falli.
Allt mistekst
Samtök Amerikuríkja efast um að
hægt verði að halda kosningar á ár-
inu. Ráðamenn á Haítí hafa ekki
staðið við neinar skuldbindingar
um að virða lýðræði og mannrétt-
indi og þeir hópar sem sett hafa sig
upp á móti stjórn Aristide þykja
ekki líklegir til að koma saman
starfhæfri ríkisstjóm eða bæta hag
landsmanna né virða lýðræðishefð-
ir eöa mannréttindi. Fæstir treysta
mannætuher þeirra, sem nú herjar,
til að halda uppi lögum og reglu þótt
stjómarskipti yrðu.
Það eitt að einn af fyrrverandi
hershöfðingjum Duvaliers er orðinn
einn af leiðtogum þeirra sem steypa
vilja forsetanum af stóli setur ugg
að þeim fáu erlendu sendiherrum
sem enn sitja á Haítí og er ekki síst
hrollur í starfsfólki bandaríska
sendiráðsins í höfuðborg hrynjandi
ríkis.
Andstæðingar forsetans gerðu til-
raun í síðsta mánuði til að lama allt
athafnalíf með áskorunum um alls-
herjarvekfall, svipað og var í Venes-
úela um svipað leyti. En það rann
allt út í sandinn. Opinberir starfs-
menn mættu á vinnustað og unnu
með hangandi hendi eins og venju-
lega og sú starfsemi sem kallast at-
vinnuvegir víðast hvar gekk sinn
vanagang eins og smyglið og aðrar
fjáröflunaraðferðir sem stundaðar
eru í landinu, löglegar sem ólögleg-
ar.
Ef svo heldur sem horfir mun hel-
stríð Haítís dragast enn á langinn.
Séra Aristide forseti, sem áður var
dýrkaður sem frelsari, lofaður há-
stöfum í fjölmiðlum um allan heim
og studdur með ráöum og dáð af
Bandaríkjamönnum, er ekki orðinn
annað en valdasjúkur bófi sem mun
halda hátíð á árinu til að minnast
200 ára afmælis sjálfstæðs ríkis og
frækilegs sigurs á hermönnum
Napóleons vestur í Karíbahafi.
(Heimild: Le Monde)
Erlendar fréttir vikunn;
slagínn
Donald Rums-
feld, landvarna-
ráðherra Banda-
ríkjanna, lýsti þvi
yflr undir viku-
lok að undirbún-
ingurinn fyrir
stríð gegn írak
væri kominn svo
langt að bandarískir og breskir
hermenn væru reiðubúnir til átaka
hvenær sem er. Bandaríkjamenn
og Bretar eru að undirbúa drög að
nýrri ályktun um íraksmálið sem
þeir hyggjast leggja fyrir í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna i næstu
viku, ályktun sem heimilar að grip-
ið verði til hemaðaraðgerða. Á
sama tíma hefur andstæðingum
stríðs bæst liðsauki, leiðtogar lið-
lega flmmtíu Afrikuríkja sem sátu
fund með Jacques Chirac Frakk-
landsforseta í París í vikunni.
Dæmdup fyrir aðild
Þýskur dómstóll
dæmdi í vikunni 28
ára gamlan
marokkóskan náms-
mann, Mounir al-
Motassadeq, til
fimmtán ára fang-
elsisvistar fyrir að-
ild hans að hryðju-
verkaárásunum á New York og
Washington í september 2001. Dóm-
stóllinn í Hamborg komst að þeirri
niðurstöðu að al-Motassadeq hefði
veitt hryðjuverkaklíku i borginni
aðstoð þegar hún lagði á ráðin um
að ræna farþegaflugvélum og fljúga
þeim á World Trade Center og
Pentagon. Sakborningurinn neitaði
allri sök og verjendur hans hafa
sagst ætla að áfrýja úrskurðinum.
Mannfall á Gaza
Israelskir her-
menn hafa drepið á
annan tug Palest-
inumanna í átökum
á Gaza undanfarna
viku. Ellefu Palest-
ínumenn féllu í
hörðum bardögum
á þriðjudag og dag-
inn eftir hefndu liðsmenn skæru-
liðasamtakanna Hamas félaga
sinna með þvi að skjóta heimatil-
búnum flugskeytum yfir til ísraels.
Hermenn hafa nú skipt Gaza niður
í þrjú öryggishólf til að koma í veg
fyrir frekari eldflaugaárásir. Þá
áforma ísraelar að reisa þriggja
kílómetra langan steinmúr í Jer-
úsalem til vemdar pílagrímum sem
heimsækja gröf Rakelar.
Mannskæð slys í Asíu
Tvö mjög mannskæð slys urðu í
Asíu í vikunni. Austur í Suður-
Kóreu fórust á annað hundrað
manns, hugsanlega fleiri, þegar
geðtruflaður maður kveikti í eld-
flmum vökva i mjólkurfemu og
kastaði henni síðan inn í jarðlest-
arvagn, fullan af fólki. Eldurinn
breiddist út um alla lestina og yfir
í aðra sem kom inn á annan pall á
sömu stöð um svipað leyti. Þá fór-
ust um þrjú hundruð manns í íran
þegar herflutningavél, sem var að
flytja liðsmenn úrvalssveita Bylt-
ingarvarða, flaug á flall og sprakk.
Talið er hugsanlegt að vont veður
hafi átt þátt í slysinu.
Snjókoma gerir lífið leitt
Gríðarlegt fann-
fergi gerði íbúum
norðausturstrandar
Bandaríkjanna lífið
leitt í upphafi vik-
unnar. AJlar sam-
göngur lömuðust
um tíma þegar
margra tuga sentí-
metra jafnfallinn
snjór huldi jörð og þar sem mestur
skafrenningurinn var mynduðust
skaflar sem voru á annan metra á
hæð. Tugir manna týndu lífi af
völdum veðursins og varð að loka
opinberumstofnunum og fyrir-
tækjum, sums staðar í tvo daga.
Kanar klarir í