Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2003, Blaðsíða 60
64 H t > l c) o rb t a ö X>V LAUGARD AGU R 22. FEBRÚAR 2003 Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson > Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri er 70 ára í da^ Helgi Hallgrimsson vegamálastjóri, Glaðheimum 18, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist á Selsstöðum við Seyðisfjörð og ólst upp á Seyðisfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1952, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ og verkfræði- prófi frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1958. Helgi var verkfræðingur hjá Vegagerðinni 1958-61, hjá ráðgjafarfyrirtækinu Chr. Ostenfeld og W. Jönson (nú Cowiconsult) í Kaupmannahöfn 1961-62 og hjá Vegagerðinni frá 1962. Hann var umdæmisverkfræð- ingur á Austurlandi til 1965, deildarverkfræðingur í brúadeild 1965-72, yfirverkfræðingur þar 1972, forstjóri tæknideildar 1976, aðstoðarvegamálastjóri 1985 og vegamálastjóri 1992. Helgi var formaður i Byggingaverkfræðideild Verk- fræðingafélags íslands 1973-75, sat í stjórn íslands- deildar Norræna vegtæknisambandsins 1977 og for- maður hennar 1992 en í aðalstjórn sambandsins frá 1977, í ýmsum nefndum um vegagerð og flutninga á vegum Norðurlandaráðs 1979-91, í Skipulagsstjórn rík- isins frá 1992 uns hún var lögð niður og formaður hennar 1993-94, í Almannavarnaráði frá 1992 og í ýms- um nefndum um samgöngumál og ofanflóðamál á veg- um samgöngu- og félagsmálaráðuneyta. Fjölskylda Helgi kvæntist 23.8. 1958 Margréti Gunnarsdóttur Schram, f. 31.12. 1932, leikskólakennara og siðar kenn- ara við KHÍ. Hún er dóttir Gunnars Schram, símstjóra á Akureyri og síðar ritsímastjóra í Reykjavík, og k.h., Jónínu Jónsdóttur Schram. Börn Helga og Margrétar eru Hallgrímur, f. 18.2. 1959, rithöfundur og myndlistamaður í Reykjavík, og á hann eina dóttur; Nína, f. 20.11. 1960, mannfræðingur í Reykjavík, í sambúð með Kjartani Valgarðssyni og eiga þau tvö börn; Ásmundur, f. 24.11. 1965, markaðs- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Elínu Guðrúnu Ragn- arsdóttur og eru börn þeirra fjögur; Gunnar, f. 24.11. 1965, leikari í Hafnarfirði, kvæntur Björk Jakobsdótt- ur og eiga þau tvo syni. Bræður Helga eru Þórarinn, f. 28.4. 1928, trésmiður á Egilsstöðum, kvæntur Björgu Jónasdóttur; Jón Sæ- björn, f. 25.5. 1930, járnsmiður i Reykjavík, kvæntur Lilju Guðbjarnadóttur. Foreldrar Helga: Hallgrímur Helgason, f. 4.10. 1892, d. 18.12.1940, bóndi á Selsstöðum og víðar, og k.h„ Mál- fríður Þórarinsdóttir, f. 10.1. 1900, d. 16.7. 1998, hús- freyja. Ætt Bróðir Hallgríms var Gísli, faðir Indriða, fyrrv. pró- fessors við KHÍ og afi fréttamannanna Ernu Indriða- dóttur og Gísla Sigurgeirssonar, Páls Pálssonar fræði- manns á Aðalbóli í Hrafnkelsdal og Helga Ómars Bragasonar, skólameistara ME. Annar bróðir Hall- gríms var Indriði, faðir Margrétar, fyrrv. fréttastjóra Ríkisútvarpsins, móður Örnólfs bókmenntafræðings og Guömundar Andra rithöfundar, Thorssona. Systir Hallgríms var Guðrún, amma Hauks tónskálds og Jó- hannesar blaðamanns Tómassona. Hallgrímur var son- ur Helga, b. í Skógargerði, bróður Jóhönnu, langömmu Guðmundar Malmquist, fyrrv. forstjóra Byggðastofn- unar. Helgi var sonur Indriða Ásmundssonar, Indriða- sonar á Borg í Skriðdal, Ásmundssonar. Indriði á Borg var afi skáldanna Páls og Jóns Ólafssona. Móðir Hallgríms var Ólöf Margrét Helgadóttir, syst- ir Hallgríms, langafa Helga Hallgrímssonar náttúru- fræðings. Annar bróðir Ólafar Margrétar var Gisli, langafi Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og afi Jóns Sigurðssonar bassa, afa Ólafs Kjartans óperusöngv- ara. Ólöf Margrét var dóttir Helga, b. á Geirólfsstöð- um, Hallgrímssonar, b. á Stóra-Sandfelli, bróður Ind- riða á Borg. Systir Helga á Geirólfsstöðum var Guð- rún, amma Gunnars skálds Gunnarssonar. Móðir Ólafar Margrétar var Margrét Sigurðardóttir frá Mýr- um í Skriödal, af Njarðvíkurætt. Meðal systkina Málfriðar eru Jón tónskáld, faðir Þorsteins M„ forstjóra Vífilfells, og Anna, amma Jóns Ólafs Sigurðssonar, organista í Hjallakirkju. Málfriður var dóttir Þórarins, hreppstjóra og alþm. í Gilsárteigi, Benediktssonar, b. á Höfða á Völlum. Meðal systkina Guðríður Soffía Sigurðardóttir húsmóðir og fyrrv. kaupkona Guðríður Soffía Sigurðardóttir, húsmóðir og fyrrv. kaupkona, Sunnubraut 43, Kópavogi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðríður fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð og ólst þar upp. Að loknu barna- og unglinganámi stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Akureyri. Guðríður sinnti bústörfum hjá foreldrum sinum á Geirseyri en stundaði auk þess verslunarstörf og vann síðan við Sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hún var búsett á Patreksfirði þar til hún gifti sig 1955. Þá flutti hún til Bíldudals. Þau hjónin fluttu síð- an til Reykjavíkur 1971. Guðríður festi kaup á versluninni Regnhlífabúðinni, Laugavegi 11, árið 1971 og starfrækti hana um árabil. Guðríður starfaði í skátahreyfingunni á Patreksfirði, í slysavarnafélaginu þar og i kvenfélaginu. Þá tók hún þátt í félagsstörfum slysavarnadeildar kvenna á Bíldu- dal og kvenfélagsins þar. Fjölskylda Guðríður giftist 17.6. 1955 Jónasi Ásmundssyni, f. 24.9. 1930, deildarstjóra. Hann er sonur Ásmundar Jón- assonar, sjómanns og verkamanns á Bíldudal, og k.h„ Mörthu Ólafíu Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Guðríðar og Jónasar eru Ásmundur Jónasson, f. 20.7. 1957, læknir, kvæntur Guðrúnu Vignisdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn; Gylfi Jónas- son, f. 24.6. 1960, viðskiptafræðingur, kvæntur Ásdisi Kristmundsdóttur, söngkonu, kennara og sérfræðingi hjá Einkaleyfisstofnuninni, og eiga þau tvö börn; Helgi Þór Jónasson, f. 20.7. 1964, hagfræðingur, kvæntur Kristínu Pétursdóttur, löggiltum fasteignasala og eiga þau tvö börn. Stjúpdóttir Guðríðar er Guðrún Jóna Jónasdóttir, f. 31.12. 1952, fulltrúi, maður hennar er Ingi Halldór og á hún þrjú börn. Systkini Guðríðar: Árni, f. 24.10. 1918, nú látinn, vél- smiður í Reykjavík; Sigurður, f. 3.1. 1919, vélsmiður á Patreksfirði; Ásta, f. 14.7. 1921, húsmóðir i Borgarnesi; Þóroddur Thoroddsen, f. 11.10. 1922, d. 14.6. 1996, véla- verkfræðingur og vatnsveitustjóri í Reykjavik; Ingveld- ur, f. 14.7. 1923, kaupkona í Reykjavík; Guðmundur, f. 29.1. 1926, nú látinn, verkstjóri hjá Jarðborunum ríkis- ins; Anna María, f. 25.11. 1929, dó tólf ára; Rögnvaldur Geir, f. 19.8. 1931, stórkaupmaður í Reykjavik; Svandís, f. 16.3. 1934, dó í bernsku; Ásgeir Hjálmar, f. 10.12. 1936, skrifstofumaður í Reykjavík; óskírð stúlka, f. 8.8. 1937, dó í frumbemsku. Foreldrar Guðríðar voru Sigurður Andrés Guð- mundsson, f. 29.11. 1886, d. 23.12. 1948, skipstjóri og bóndi á Geirseyri við Patreksfjörð, og k.h„ Svandís Árnadóttir, f. 9.9. 1893, d. 29.2. 1968, húsmóðir. Ætt Sigurður Andrés var sonur Guðmundar, hreppstjóra í Breiðuvík, Sigurðssonar, Breiðvíkings, bátasmiðs. Móðir Sigurðar Andrésar var Helga Thoroddsen, dóttir Jóns Thoroddsen, b. í Hvallátrum. Svandís var dóttir Árna, sjómanns á Akranesi, Guð- mundssonar, á Seltjarnarnesi, Bjarnasonar. Móðir Árna var Jóhanna Sigríður Jónsdóttir. Móðir Svandís- ar var Ingveldur Sveinsdóttir, b. í Innsta-Vogi, Sveins- sonar og Sigríðar Narfadóttur. Þórarins voru Jónína, kona Gísla, bróður Ólafar Mar- grétar í Skógargerði, og Halldór, langafi Páls bók- menntafræðings og Karls Steinars, aðstoðaryfirlög- regluþjóns, Valssona. Móðir Málfríðar var Anna Mar- ía, dóttir Jóns Þorsteinssonar, síðast b. á Seljamýri í Loðmundarfirði, af Melaætt, og Vilborgar Árnadóttur af Pamfilsætt. Bróðir Önnu Maríu var Þorsteinn, langafi Þóru Guðmundsdóttur, arkitekts á Seyðisfirði. Meðal hálfsystkina Önnu Maríu, samfeðra, voru Guð- rún, amma Guðrúnar Ágústsdóttur, fyrrum forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, Arnbjörg, amma Sigríðar Stefánsdóttur, fyrrv. bæjarfulltrúa á Akureyri, ísak, stofnandi ísaksskóla í Reykjavík, og Sigurður, afi Gyrðis Elíassonar skálds. Helgi og Margrét taka á móti gestum í Borgartúni 6 á afmælisdaginn 22.2. kl. 17.00-20.00. Afmæli Laugard. 22. febrúar 85 ÁRA Klemens Jónsson, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði. Kristinn Karl Jónsson, Gnoöarvogi 30, Reykjavík. 80 ÁRA Jón Guömundson húsasmíða- meistari, Skúlagötu 20, Reykjavík, áður Njörvasundi 8, verður 80 ára á mánudag. Kona hans er Guð- laug Kristbjörnsdóttir. Þau bjóöa vinum og vandamönnum að þiggja veitingar að Borgar- túni 6, laugard. 22.2. Jón af- þakkar gjafir og þlóm en þendir þess í stað á Krabbameinsfé- lagið, Hjartavernd eöa samtök lamaðra og fatlaðra. Aðalsteina Sumarliöadóttir, Skálholti 17, Ólafsvík. Eiríkur Jónasson, Hverafold 25, Reykjavík. Guöbjörg Bjarnadóttir, Kársnesbraut 17, Kópavogi. Óskar Hróbjartsson, Lyngheiði 3, Selfossi. 70ÁRA Héöinn Emilsson, Bröndukvísl 22, Reykjavík. Margrét Jónsdóttir, Sóleyjargötu 1, Akranesi. 60ÁRA ____________________ Jón Þórir Óskarsson, Stóragerði 21, Hvolsvelli. Karl Guömundsson, Þórufelli 10, Reykjavík. Þórarinn Smári Steingrímsson, Urðarteigi 15, Neskaupstað. 50 ÁRA____________________ Hjörtur Hans Kolsöe, Mjölnisholti 10, Reykjavik. Jóhanna Fríöa Róbertsdóttir, Víðivöllum 1, Selfossi. Lilja Björk Tómasdóttir, Fornhaga, Húsavík. Sumarrós Siguröardóttir, Lágmóa 11, Njarðvík. 40 ÁRA____________________ Anna Lísa Geirsdóttir, Starengi 32, Reykjavík. Álfheiður Ólafsdóttir, Keilufelli 41, Reykjavík. Ástþór Sigurösson, Seljabraut 54, Hafnarfirði. Eiríkur Hannes Kjerúlf, Suöurgötu 10, Sandgerði. Elvar Gottskálksson, Austurbraut 2, Keflavík. Guölaug Sólveig Karlsdóttir, Laufrima 30, Reykjavík. Halldór Rúnar Vilbergsson, Furugrund 64, Kópavogi. Helgi Helgason, Strandgötu 5, Isafirði. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Lágmóa 1, Njarðvík. Izudin Daöi Dervic, Dvergholti 21, Hafnarfirði. Kristín H. Þorsteinsdóttir, Sléttalandi, Hellu. Óöinn Þórarinsson, Melgerði 3, Reykjavik. Sigurður Ólafur Þorvaröarson, Gröf 1, Grundarfirði. Sæmundur Þorkelsson, Sunnubraut 6, Keflavík. Þröstur Jensson, Blikahöfða 4, Mosfellsbæ. Sunnud. 23. febrúar 95 ÁRA Anna Karlsdóttir, Mýrarbraut 8, Blönduósi. 90 ÁRA Þorbergur Jónsson, Prestsbakkakoti, Kirkjubæjarklaustri. 85 ÁRA____________________ Ingibjörg Jónína Níelsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Sigrún Eiríksdóttir, Eiríksgötu 2, Reykjavík. 80 ÁRA Fanney Sæbjörnsdóttir, Suðurgötu 17-19, Sand- gerði. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í Samkomuhús- inu í Sandgeröi sunnud. 23.2. frá kl. 15.00. 70 ÁRA____________________ Aðalheiður Alexandersdóttir, Gullsmára 5, Kópavogi. 60 ÁRA Astrid K.A. Einarsson, Breiövangi 71, Hafnarfirði. Hún er á Möltu hjá syni sínum. Bára Guöjónsdóttir, Vesturgötu 98, Akranesi. Guömundur Hermannsson, Fjalli, Varmahlíð. Hrafnhildur Hansdóttir, Faxatúni 42, Garðabæ. Margrét Thorsteinson, Ársölum 1, Kópavogi. Óttar Guölaugsson, Huldubraut 26, Kópavogi. Skúli Ágústsson, Duggufjöru 6, Akureyri. Þráinn H. Kristjánsson, Hátúni lOa, Reykjavík. 50ÁRA____________________ Erlingur Tryggvason, Aöalstræti 24, Isafirði. Guðmundur Björgvinsson, Gónhóli 3, Njarðvík. Hlynur Möller, Selholti, Mosfellsbæ. Margrét Þorvaldsdóttir, Drekagili 28, Akureyri. Þórhallur J. Ásmundsson, Ægisstíg 10, Sauöárkróki. 40 ÁRA____________________ Búi Arnberg Ármannsson, Huldugili 66, Akureyri. Hlynur Óskarsson, Hólastekk 2, Reykjavík. Hrefna Siguröardóttir, Skarösbraut 2, Akranesi. Jónas Erlendsson, Fagradal, Vík. Kári Húnfjörö Einarsson, Vlöimel 57, Reykjavlk. Magnús Pálmason, Tómasarhaga 9, Reykjavlk. Olga Sædís Bjarnadóttir, Hólagötu 13, Vestmeyjum. Snorri Gústafsson, Gautavik 45, Reykjavlk. Þóra Björg Dagfinnsdóttir, Kirkjubraut 21, Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.